Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 5
Miövikudagur 14. april 1976. TÍMINN 5 Fljótvirkasta lausnin Orkumál Norðurlands og framkvæmdirnar við Kröflu liafa verið ofarlega á baugi siöustu daga. 1 Degi á Akur- eyri er rætt um þessi mál I leiðara og sagt, að þessar umræður liafi oft einkcnnzt meira af hita en efnislegum málflutningi. ,,ljær hafa farið inn á þá braut að meta liver sé afstaðan til einstakra aöila_,” segir blaðið. Þá segir I)agur: „Þaðskalengin dul dregin á það, að æskilegt hefði veriö að lengri tími hefði verið til rannsókna og undirbunings að Kröfluvirkjun. Sé litið á sögu mistaka i orkumáluin Norður- lands, og tckið mið af þeim miklu töfum, sem hafa oröiö á að bæta úr orkuskortinum. er Ijóstað virkjun Kröflu erbæði fljótvirkasta og stórvirkasta framkvæmdin sem kostur er á.” Eintómar hilllngar t framhaldi af þvi segir Dagur svo: „Stöðugur orkuskortur og sveiflur i raforkuframleiðslu, vegna truflana i Laxá, liafa dregið t'ir iðnvæðingu á Norðurlandi. Eftir eldsum- brotin i námunda við Kröflu liafa margir velt þvi fyrir sér, að hætta við Kröfluvirkjun eöa að slá henni á frest. Jafnvel þeir, sem áður voru andstæð- ingar by ggðalinu, sjá nú enga aðra leið hagkvæmari, og telja að hún geti bægt orkuskortin- um frá. Nú er upplýst að þetta eru eintómar hillingar. An nýrrar tengilinu fyrir Hval- fjörð, getur byggðalinan ekki flutt noröur nema 8 mcgavött. Ný tengilina fyrir Hvalfjörð er ekki á dagskrá á þessu ári eða næsta ári. Þetta sýnir, að það er blckking að valið standi á inilli Kröflu og byggðatinu.” Ekki síður hagsmunamól en hitaveita Siðan segir blaðið: „Kröfluvirkjun er eina lausnin á orkumátum Norð- lendinga einsog nú cr, sú fljót- virkasta ogsú leiö, sein trygg- ir stöðugan orkumarkað fyrir aukna iðnvæðingu. Spurningin nú er ekki valið á milli Kröflu Þingmennirnir Ingvar Gislason, Jón Sólnes og Ragnar Arnalds eiga sæti i Kröflunefnd. Allir hafa þeir lagt áherzlu á, að fram- kvæmdum við Kröflu yrði haldið áfram samkvæmt áætlun. eða byggðalinu, heldur miklu frekar um það, hvort áætlanir standast unt framkvæmdir I Kröflu. Þctta er grundvallar- atriði I orkuinálum Norð- lendinga nú, en ekki niðurrifs- skrif um þá, sem standa fyrir framkvæmdum. Kröfluvirkj- un cr Akureyringuni ekki minna hagsmunainál en öðr- um og ekki siður hagsmuna- mál en hitaveita fyrir bæinn.” Samstarf en ekkisundrungu Loks scgir Dagur: „Það þarf samstarf en ekki sundrungu til að þessi stóru hagsmunamál Akureyrar komist bæöi í höfn. Það þarf samstarf, sem tryggi áfram- haldandi borun við Syðra-Laugaland, og gufuöfl- un við Kröflu. Um þetta þurfa menn að sameinast og veita stjórnvöldum nægilegan þrýsting svo aö þessar stór- framkvæmdir i orkumálum Norðurlands komist i liöfn. Þær munu flytja landshlutann um stórt skref til aukinnar hag- sældar og til eflingar byggöum landsins. Þetta er meira viröi fyrir Akureyri heldur en að sviðsetja pólitiskt sjónarspil undir málshópa. Hér þarf aö sameinast um stóru málin og koma þeim I liöfn." — a.þ. Aðalfundur Sambands náttúruverndarfélaga Aðalfundur Sambands islenzkra náttiiruverndarfélaga (SINi var haldinn i Reykjavik dagana 2-3. april 1976 Sambandið var stofnað fyrir einu ári. og mynda það fimm náttúru- verndarfclög isamtök). sem hafa fjórðunga eða kjördæmi sem lélagssvæði. Aðalfund samhands- ins sækja formenn félaganna eða lulltrúar þeirra. en þeir eru nú: Asgeir Rélursson Borgarnesi i Náttúruverndarsamtök Vestur- landsi. Helgi Hallgrimsson \ikurbakka. Eyf. (SUNN), Hjör- leifur (iuttormsson Neskaup- staðiNAUST). Stefán Bergipann l.augarvatni (Náttúruverndar- samtök Suðurlands) og Unnur Skúladóttir Reykjavik (Náttúru- verndarfélag Suðvesturlands). Einnig sótti fundinn fulltrúi Vest- firzkra náttúruverndarsamtaka. Finnur T. Hjörleifsson. en þau hafa enn ekki tengzt SÍN form- lega, svo og nokkrir gestir. Á dagskrá fundarins var m.a.: Votlendisvcrnd, i tilefni af vot- lendisverndarári Evrópu 1976, Vcrndun fiskstofna á lslandsmið- um. með sérstöku tilliti til fram kominna skýrslna um það efni, frá Hafrannsóknastofnun og Rannsóknaráði Rikisins, og Orku- og iðjumáL Á fundinum var einnig rætt um samræmingu á starfi þeirra aðilja, sem vinna að náttúru- verndarmálum hérlendis, en auk SIN eru það Náttúruverndarráö og Landvernd, og upplýsinga- skipti þeirra. Samband islenzkra náttúru- verndarfélaga hefur gerzt aðili að IUCN, sem er alþjóðlegt samband náttúruverndarfélaga, og rikja, með aðsetri i Sviss, og einnig hefur það tekið upp fast samband við náttúruverndar- félög i grannlöndunum. Sambandið hefur skrifstofu i Náttúrugripasafninu á Akureyri (Náttúruverndarstofu). Fyrir- huguð er ýmis sameiginleg starf- semi SÍN- félaganna, svo sem út- gáfa íréltabréfs, en þröngur fjár- hagur hefur hindrað frekari framkvæmdir til þessa. Frálarandi formaður SIN, llelgi Hallgrimsson, var endur- kjörinn á fundinum. Hér fara á eltir ályktanir aðalfundarins: 1. Um vcrndun aðlinda hafsins Stjórn SIN fagnar þvi að farið er að beila niðurstöðum rann- sókna til að fylgjast með ástandi fiskstofna og annarra nytjadýra á tslandsmiðum. og til að áætla skynsamlega nýtingu þeirra, sbr. skýrslur Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknaráðs um þetta efni. Væntir stjórnin þess, að slikar rannsóknaniðurstöður verði lagð- ar til grundvallar ákvarðanatöku um nýtingu þessara auðlinda Iramvegis. og fyllsta tillit verði tekið til umsagnar fiskifræðinga um þessi mál. 2. Uni vötlendisvernd t tilefni af Votlendisverndarári Fvrópu 1976 ályktar aðalfundur SIN: a) Fundurinn fagnar þeim til- lögum. sem samþykktar voru á Náttúruverndarþinginu 1975, um votlendisvernd, og samþykkt Náttúruverndarráðs frá 5. marz sl„ um friðlýsingu votlendis- svæða i öllum landshlutum. Þeirri áskorun er beint til aðildarfélaga SIN, að þau vinni ötullega að framgangi þessara mála, hvert á sinu svæði. b) Sérstaklega itrekar fundurinn þá ályktun Náttúruverndarþings, "að allt nýtanlegt mýrlendi I landinu skuli kannað og flokkað á næstu árum, með sérstöku tilliti til nýtingar þess og verndunar”. Heitir fundurinn á aðildarfélögin að taka upp samstarf viö búnaðarsambönd héraðanna um þetta mikilvæga verkefni. Gísli Guðmann sýnir á Akureyri Akureyringurinn Gisli Guðmann opnar málverka- sýningu i heimabæ sinum i dag, miðvikudag. Sýningin verður haldin i Iðnskóla Akureyrar, og verður hún opnuð kf. 20.00. Sýningin verður opin alla daga frá kl. 14.00 - 22.00 til miðvikudags 21. april. Gisli er sonur Jóns Guðmanns. bónda á Skarði, Akureyri, og konu hans. Hann varð stúdent frá MA 1949 og helur siðan stundað landhúnaðarstörf á Skarði, ásamt öðrum störfum á Akurevri, en ávallt verið mikill áhugamaður um listir og aflað sér þeirrar menntunar á sviði máiaralistar sem tök voru á þar i bæ: m.a. nam hann i fjögur ár hjá Jónasi Jakobssyni myndhöggvara. og einnig var hann i fjögurra ára bréfaskóla á vegum Fern Akademie i Karlsruhe i Vestur- Þýzkalandi, og hefur hann tekið miklum framförum siðast liðin ár. Gisli hefur lekið þátt i fjórum samsýningum en þetta er fvrsta einkasýning hans. Sýnir hann alls 57 verk: pastelmvndir. teikning- ar, lágmyndir og aðrar högg- myndir. Gisíi Guðmann er einn af stofnen dum Myndlistarfélags Akureyrar. c) Skorað er á yfirvöld búnaðar- mála að endurskoða rækilega þá stefnu. sem rikt hefur um fram- ræslu mýrlendis á undanförnum árum, m.a. með breyttu styrkja- kerfi, framræsluáætlunum og samráði vit^ náttúruverndar- aðilja. d) Fundurinn leggur áherzlu á. að ísland gerist hið fyrsta aðilji að Ramsar-sáttmálanum um vernd- un votlendis, og skorar á stjórn landsins að minnast votlendis- ársins þannig. 3. Uni orlu- og iðjumál Stjórn SIN telur brýnt, að við stefnumótun um nýtingu innlendra orkulinda verði tekið lullt tillit til þarfa þjóðarinnar og umhverfisverndar. Stjórnin varar eindregið við hugmyndum um að ráðstafa til langs tima umtalsverðum hluta af orkulind- um landsins til orkufreks iðnaðar, og telur alrangt að slikar fram- kvæmdir hafi lorgang umfram orkuöflun til almennra nota fvrir landsmenn. Mikilvægt er að tengja sem fyrst saman orkuveitusvæði allra landshluta, og efla jafnframt al- mennar rannsóknir á valkostum til virkjunar vatnsafls og jarð- varma, svo velja megi hverju sinni það sem er hagkvæmt og skynsamlegt og minnstri röskun veldur á náttúru iandsins. Stjórn SIN styður þá stefnu sem mörkuð var á siðasta Náttúru- verndarþingi, um úttekt á vatna- og jarðhitasvæðum landsins. með titltilliti til verndunar þeirra, og hvetur aðildarfélög sambandsins til að ljá þvi máli lið. Stjórn SIN átelur þá leynd og pukur, sem stjórnvöld viðhafa við undirbúning hugsanlegra stór- iðjufyrirtækja hérlendis og viðræður við útlendinga þarað- lútandi. Telur stjórnin landsmenn eiga heimtingu á, að umræður um svo afdrifarik mál fari fram fvrir opnum tjöldum. Stjórn SIN minnir á, að auk mengunar frá stóriðjufyrirtækj- um. sem ekki verður úfilokuð þrátt fyrir fullkomnustu varnir. fylgir þeim margháttuð félagsleg röskun. sem taka þarf fullt tillit til. (Fréttatilkynning) Paprikuostur Ábætisostur úr Maribó-, Gouda-, Óðalsosti og rjóma í hann er blandað ferskri papriku. Að utan er hann þakinn rauðu paprikudufti ostur er veizlukostur J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.