Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 9
lYliðvikudagur 14. april 1976. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr.UOO.OO á mánuði. Blaðaprenth.f. Mene tekel ufarsin í fyrri daga var Alþýðuflokkurinn róttækur flokkur og atkvæðamikill. Þá voru foringjar hans vaskir hugsjónamenn og fylgi hans var mikið og traust. Flokkurinn og verkalýðssamtökin voru i rauninni tviburar og þá unnu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn saman nær óslitið i nær heilan áratug að margvislegum framfara- og mann- réttindamálum. Seinna fór vinið i belgjum Alþýðuflokksins að dofna, og loks lenti hann i herleiðingu hjá Sjálf- stæðisflokknum, höfuðandstæðingi sinum frá fyrri tið. Þar varð hann hraunfastur. Fylgið hrundi af honum jafnt og þétt, og i kosningunum 1974 munaði ekki nema hársbreidd, að þinglið hans allt lenti utan gátta þinghússins. Aðeins einn frambjóðandi hans náði með herkjum kosningu i kjördæmi sinu, og voru þó lengi framan af talningu horfur á, að hann myndi lika falla. Mörgum varð hugsað til sögunnar gömlu um höndina ósýnilegu, sem skrifaði örlagadóminn á vegginn i veizlusalnum i Babýlon: Mene tekel ufarsin. Um skeið gerðu þær leifar gamalla Alþýðuflokks- manna, sem enn vildu púkka upp á flokkinn, sér vonir um, að þetta léti hann sér að kenningu verða. Ýmsir aðrir, sem gátu unnað honum þess að hjarna við, vonuðu þetta lika. En raunin varð önnur. Band- inginn sat fastur, þar sem hann var kominn, og á þessum vetri lagði hann málgagn sitt — hið gamla æruverðuga blað Ólafs Friðrikssonar, Hallbjarnar Halldórssonar, Finnboga Rúts, Stefáns Péturssonar og Hannibals — að fótskör Visis, eins rammasta afturhaldsblaðsins i landinu. Allt var fullkomnað — svo lágt lotið sem unnt var, höfuðið bitið af skömm- inni. í stað heiðarlegrar yfirbótargöngu til hins for- smáða lands hugsjónamanna hefur verið gripið til örþrifaráða andspænis fylgisleysinu. í sameiningu hafa spyrðublöðin, Visir og Alþýðublaðið, sem svo rækilega hafa ruglað saman reytum sinum, hafið margþætta rógsherferð, sem á að þjóna sameigin- legum hagsmunum þeirra hópa tveggja, sem þarna mætast; Klekkja á mönnum i öðrum flokkum, er þeim eru þyrnir i auga, og gera upp þær sakir innan Sjálfstæðisflokksins, sem Visisklikunni eru hug- leiknar. Við þetta leggja spyrðublöðin hvort öðru lið, Alþýðublaðið og Visir.þvi að ein og söm er sú hönd, sem taflið leikur. Hinn hógværi og grandvari maður, Magnús Torfi Ólafsson, hefur reifað þetta nokkuð i grein i Nýjum þjóðmálum. Hann sýnir fram á, hvernig hin ,,samanspyrtu pappirstigrisdýr”, sem hann nefnir svo, hafa skipzt á heimatilbúnum dylgjum og rógs- málum og étið þau hvort upp eftir öðru. Eðlilega er Magnúsi Torfa efst i huga gróusögur þær, sem flutt- ar hafa verið um flokk hans, Samtök frjálslyndra og vinstrimanna. En réttilega segir hann einnig, að söguburðurinn um Samtökin sé ekki nema eitt dæmi af mörgum um samræmdan áróður Visis og Alþýðublaðsins: ,,Þar hefur mest farið fyrir viðleitninni til að gera endurupptöku rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar að stórpólitisku máli. Siðan hafa orku- mál með virkjunarframkvæmdir við Kröflu að brennidepli verið tekin fyrir með hliðstæðum hætti”. Það kemur i ljós á sinum tima hvort þessi nýju vinnubrögð geta komið Alþýðuflokknum i stað týndra hugsjóna og glataðs frelsis — ávinningsvonir Visis geta legið milli hluta. En það verður þá að minnsta kosti fólk af öðru tagi en fylkti sér um Jón Baldvinsson og Harald Guðmundsson, er laðast að svona refskák. — JH. Lockheed-málin í USA: MÚTURNAR HAFA MIKIL ÁHRIF á fleiri þætti en í fyrstu virtist Fjölskylda drottningarinnar i Hollandi hefur oröiö fyrir baröinu á mútumálum Lockheed. Þaö, ásamt ööru, hefur oröiö til þess aö kenna mútumálin I heild viö þaö fyrirtæki eitt. MÚTUGREIÐSLUR banda- riskra útflutningsfyrirtækja til erlendra aðila hafa valdið miklu fjaörafoki undanfarna mánuði, bæði i Bandarikjun- um sjálfum, svo og i þeim löndum, sem múturnar hafa farið til. Hvert stórfyrirtækið af öðru hefur játað að hafa „hresst upp á” sölu fram- leiðslu sinnar erlendis, með þvi að greiöa embættismönn- um og áhrifamönnum miklar fjárfúlgur og i mörgum lönd- um hafa greiðslur þessar valdið hneykslun, jafnvel op- inberum rannsóknum. MÚTUMAL þessi hafa gjarnan verið nefnd Lock- heed-hneykslið og verið þann- ig kennd við bandarísku flug- vélaverksmiðjurnar Lock- heed, sem hafa þótt öðrum fyrirtækjum örlátari á fé til þeirra, sem aðstöðu og völd hafa haft til að greiða götu framleiðslu þess. Rannsóknir á fégreiðslum þessum hafa meðal annars snert japönsku stjórnina illa og komið af stað hörðum mótmælum meðal japanskrar alþýðu, svo og hef- ur hollenzka drottningarfjöl- skyldan orðið fyrir barðinu á máli þessu, þar sem Bernard prins er grunaður um að hafa þegið mútur af Lockheed. Ennfremur hafa rannsókn- irnar á mútugreiöslum banda- riskra fyrirtækja orðið til þess, að fyrirtæki i öðrum löndum, meðal annars i Hol- landi, hafa viðurkennt mútu- greiðslur til erlendra em- bættismanna. Til dæmis var nýlega afhjúpuð milljóna- greiðsla hollenzks járn- brautarfyrirtækis til em- bættismanna i Suð- ur-Ameriku, og undanfarnar vikur hefur jafnvel virzt sem svo, að ekkert fyrirtæki geti talið sig samkeppnisfært, nema það geti tíundaö ein- hverja mútustarfsemi. Enda þótt þetta alþjóðlega hneyksli sé kennt við Lock- he ed-f lugvéla ve rks m ið jurnar, voru þær þó ekki flæktar i upp- haf uppljóstrananna, né held- ur eru þær stærsti aðiiinn á mútu m arkaði nu m . Að minnsta kosti tvö fyrirtæki i Bandarikjunum hafa viður- kennt mun stærri mútu- greiðslur til erlendra aðila en Lockheed hefur gert, og það var ekki fyrr en mörgum mánuðum eftir að opinber at- hugun á mútugreiðslum hófst, að Lockheed kom til sögunnar sem stór aðili. UPPHAFS hneykslisins er að leita i fyrirtækinu United Brands, sem meðal annars stundar innflutning á banön- um til Bandarikjanna. A sið- astliðnu ári varö uppvist, að fyrirtæki þetta hafði greitt allt að tveim milljónum doll- ara til embættismanna i Hondúras, i þvi skyni að fá út- flutningstolla á banönum lækkaða. Talið var, að em- bættismaður þessi væri þáver- andi forseti landsins. Siðan þá hafa uppljóstran- irnar breitt úr sér i banda- risku viðskiptalifi, og æ fleiri fyrirtæki hafa játað mútu- greiðslur. Hafa þau litið á þær sem eðlilegan og sjálfsagðan þátt utanrikisviðskipta sinna, enda er mútuhefð svo rik i ýmsum löndum, að erlend fyrirtæki gætu engan veginn komið framleiðslu sinni á markað þar, án þess að rjóða nokkru um lófa embættis- manna. 1 fyrstu átti nefnd sú, sem hefur athuganir þessar á hendi i Bandarikjunum, við ramman reip að draga, þvi að fyrirtæki voru ekki áfjáð i að upplýsa þennan þátt starfsemi sinnar, þrátt fyrir loforð um, að ef þau skýrðu rétt frá nú þegar, yrði ekki höfð uppi málsókn á hendur þeim af nefndarinnar hálfu. Vafalaust hafa þau vitaö sem var, að þrátt fyrir náð nefndarinnar, ættu þau yfir höfði sér harða málsókn frá hendi skattaeftir- lits bandariska rikisins, þar sem mikill hluti mútugreiðsln- anna var skráður sem sölu- laun, umboðslaun eða risna, sem allt saman er frádráttar- bært frá skatti. Uppljóstran- irnar verða þvi til þess, að skattframtöl um eitt hundrað bandariskra fyrirtækja und- anfarinna ára verða endur- skoðuð, skattar þeirra hækka og þau mega búast við háum fjársektum fyrir skattsvik. Hið sama gildir um skatt- framtöl ýmissa af forráða- mönnum þessara fyrirtækja. EFTIR að mútugreiðslur United Brands höfðu verið að fullu upplýstar varð fyrirtækið Cities Service næst til að við- urkenna mútur, og eftir það kom hvert af öðru, þannig að nú hafa um fimmtiu bandarisk fyrirtæki viðurkennt háar mútugreiðslur til erlendra að- ila. Efst á blaði yfir þessi fyrir- tæki er Exxon, sem viður- kennt hefur að hafa greitt allt að fjörutiu og niu milljónum dollara i mútur til erlendra embættis- og áhrifamanna. Það er nálægt þvi að vera tvö- föld sú upphæð, sem Lockheed hefur greitt. Annað i röðinni er fyrirtækið Northrop, sem greitt hefur um þrjátiu mill- jónir dollara i mútur, en Lock- heed er þriðja, með sinar tutt- ugu og fjórar milljónir rúmar. Þessi þrjú fyrirtæki skera sig nokkuð úr i hópi mútu- greiðendanna, þar semþau hafa öll viðurkennt meira en tiu milljónir dollara i mútu- greiðslur. Næst á eftir þeim kemur Gulf Oil, með réttar fimm milljónir ogsiðan annað oliufyrirtæki, Ashland Oil, sem greitt hefur um fjóra og hálfa milljón. Alls hafa ein tuttugu og þrjú bandarisk fyrirtæki viðurkennt mútu- greiðslur, sem nema meira en einni milljón dollara. Uppljóstranir þessar hafa sett blett á skjöld bandariskra viðskipta. Rannsóknir á ólög- mætum söluherferðum innan- lands höfðu þegar blettað fyrirtækin nokkuð, og þegar þetta bætist við, er mannorð þeirra orðiö nokkuð gruggugt. EINNIG hefur rannsókn þessi leitt fyrir almennings- sjónir einn þátt bandariskra laga, sem óneitanlega er nokkuð athyglisverður. Sam- kvæmt lögum er fyrirtækjum fullkomlega heimilt, ekki að- eins að greiða mútur erlendis og hafa embættismenn á óop- inberri launaskrá sinni, held- ur og að beita fjármagni sinu i kosningabaráttu annarra rikja og hafa þannig afskipti af innanrikismálefnum. Brýt- ur þetta gat i lögum Banda- rikjanna, nokkuð i bága við á- kvæði i alþjóöasáttmálum um afskiptaleysi um innanrikis- mál og blandast saman viö fullyrðingar um vafasama starfsemi bandariskra rikis- stofnana, svo sem leyniþjón- ustunnar (CIA), undanfarna mánuði. Þetta gat, eða þennan leka, vilja bandarisk stjórnvöld nú setja undir með nýrri löggjöf, sem ekki aðeins myndi banna starfsemi af þessu tagi, heldur og gera fyrirtækjum skylt að gera grein fyrir nöfnum er- lendra umboðsaöila sinna, svo og þeim greiðslum, sem út fyrir Bandarikin fara. Myndu fyrirtækin skyldug til að af- henda stjórnvöldum upplýs- ingar þcssar, hvenær sem þess væri kraíizt. Sumir ráðamanna vilja jafnvel ganga enn lengra og herða viðurlög við afbrotum á þessu sviði til muna, bæði með lengri fangelsisdómum, svo og með hærri sektardómum. AÐUR en hney kslisalda þessi gengur endanlega yfir. verður hún þvi búin að valda að minnsta kosti miklum breytingum á áliti bandarisks viðskiptalifs, bæði heima og erlendis, svo og liklega nokkr- um breytingum á löggjöf og reglugerðum um utanrikisvið- skipti. Það, sem Bandarikja- mönnum sviður þó ef til vill mest, er sá blettur, sem þeim þykirmeð þessu fallinn á heið- ur landsins sjálfs og þjóðar- innar, en sá heiður hefur átt i vök að verjast undanfarin ár og mátti ekki við frekari áföll- um. Hneykslið hefur orðiö vatn á myllu andbandariskra afla i heiminum, og það svo, að meira að segja mútuþeg- arnir falla i skuggann. Það er ekki talað um „mútuþægni”, heldur „mútugreiðslur”, þótt hlutur þess, sem við greiðsl- unum tekur, sé engu betri en hinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.