Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 14.04.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miðvikudagur 14. april 1976. PELE SÝNDI LISTIR SÍNAR Knattspyrnusniilingurinn Pele frá Brasiliu sýndi listir sinar i Seattle I Bandarikjunum, þegar New York-liðið Cosinos vann gððan sigur (3:1) yfir Seattle. 58 þúsund áhorfendur sem sáu leikinn — nýtt áhorfendamet i Bandarikjunum — sáu Pcle skora 2 glæsileg mörk, en þriðja markið skoraði Dave Clement, fyrrum fyrirliði Everton og ein- valdur N-irska landsliðsins. Danlr í sterkum rlðli DANIH lenda í sterkum riðli i handknattleikskeppninni á Olympiuleikunum. Búið er að draga i riöla, en þeir verða að- eins tveir. Danír Ieika með Júgóslöyum — ólympiumeistur- unum, V-Þjóðverjum, Sovét- mönnum, Japönum og Kanada- mönnum. i liinum riðlinum leika Húmenar — heimsmeist- ararnir, Pólverjar, Tékkar, Bandarikjamenn, Ungverjar og sú þjóö, sem ber sigur úr býtuin I Afrikuriölinum. Þessi skemmtilega mynd sýnir Kinverja i tvenndarleik — og eins og sést, þá eru tilþrif þeirra glæsileg. Kínverskir badminton- snillinqar til Islands — taka hér þátt í fjórum mótum, í Reykjavík, á Akranesi og á Siglufirði — Kinverjar eru cinhverjir snjöllustu badmintonleikarar heims, hreinir listamenn, sagði Hafn Viggósson, blaðafulltrúi B.S.Í., en nú eru væntanlegir til landsins 9 kinverskir badminton- leikarar, sem cru að hefja kynnis- og keppnisferö um Evrópu. Kinverjarnir — 5 konur og 4 karlar — eru væntanlegir lil landsins 21. april og munu þeir taka þátt i fjórum mótum. i Heykja.víkáAkranesiog á Sigluf — Kinverjar eru enn ekki orðnir aðiiar að Alþjóðabadmintonsam- bandinu og þess vegna hefur bor- ið minna á þeim á stærstu mótum heims en ella. Þess má þó geta, að þeir tóku þátt i Asiuleikunum fyrir skömmu og sópuðu þar inn verðlaunum, en þess ber að geta að Indónesiumenn voru ekki með i þvi móti. Það er haft eftir Dön- um að um leið og Kinverjar fengju að taka þátt i opna enska mótinu, myndu þeir strax fara þar á toppinn. Að lokum má geta þess að badminton er álika vinsæl iþróttagrein i Kina og borðtennis og styrkleiki Kinverja á heims- mælikvarða i þessum tveim greinum, sagði Rafn. Hingað koma Kinverjarnir eins og áður segir 21. april n.k. og taka hér þátt i fjórum mótum ásamt islenzkum badmintonleikurum. Fyrsta mótið fer fram i Laugar- dalshöllinni fimmtudaginn 22. april n.k. og hefst kl. 14.00. Daginn eftir fara Kinverjarnir upp á Akranes og taka þar þátt i móti um kvöldið, ásamt badmi ntonleikurum af Akranesi. l.augardaginn 24. april er fyrir- hugað að Kinverjarnir fari norður til Siglufjarðar og sýni heima- mönnum listir sýnar i badminton, en sem kunnugt er eiga Sigl- firðingar marga snjalla badmin- tonleikara og áhugi á iþróttinni þar er mikill. Af þessari ferð getur þó ekki orðið nema flug- veður verði, þar eð fyrirhugað er að fljúga fram og til baka sama daginn. Sunnudaginn 25. april fer svo siðasta mótið fram i Laugardals- höllinni og hefst það kl. 14.00. í þeim mótum sem fara fram munu allir okkar beztu badmin- tonleikarar verða meðal þátt- takenda og er það stefnan að sem allra flestir fái að taka þátt i mótunum. Verður sannarlega gaman að sjá hvar okkar fólk stendur i samanburði við kin- versku snillingana, sem halda héðan mánudaginn 26. april. osinu á AAelavellinum, þegar þeir mæta Luxemborgarmönnum þar kl. 8 Strákarnir I unglingalandsliðinu I knattspyrnu verða I sviðsljósinu á Melavellinum, þegar þeir leika siðari leikinn gegn Luxemborgar- mönnum I Evrópukeppni unglingalandsliða I kvöld kl. 8. Strákarnir þurfa aðeins að ná jafntefli til aö tryggja sér sæti i úrslitakeppninni, sem fer fram i Ungverjalandi — þar eö þeir sigruðu (1:0) Luxemborgarmenn i Luxemborg, þar sem Albert Guömundsson skoraði sigur- markið. Það er ekki að efa, að knatt- spyrnuunnendur fjölmenna á Melavöllinn til að styðja viö bakið á strákunum I þessum þýðingar- mikla leik, sem er fyrsti stór- leikur ársins. Unglingalandsliðið hefur oft veitt áhorfendum mikla ánægju hér heima — með fræki- legum sigrum. Það er ekki að efa, að þeir reyna hvað sem þeir geta til að tryggja sér farseðilinn til Ungverjalands — og um leið að veita áhorfendum góða skemmt- un. Fjölmennum á Melavöllinn i kvöld og látum — ÁFRAM ÍSLAND — hljóma kröftuglega um Vesturbæinn. Billv Bremner áfram hiá Leeds Skotinn Billy Bremner, fyrirliði Leeds, endurnýj- aði í gær samning sinn við Leeds — og mun Bremner leika með Leeds-liðinu næstu tvö árin. < m BILLY BHEMNEH... hinn skap- stóri Skoti, var dæmdur I tveggja ára leikbann með skoz.ka lands- liðinu. eflir að hann og I félagar lians hiifðu gert uppsteyt i na'tur- klúhhi i Kaupmannahöfn sl. sumar. Þessi mikli striðshestur, sem hefur leikið 54 landsleiki fyrir Skotland, er enn i fullu fjöri. — Bremner á mikið eftir, þaö er mikill styrkur fyrir okkur að hafa hann áfram i herbúðum okkar, sagði Jimmy Anfield, fram- kvæmdastjóri Leeds, eftir að Bremner hafði skrifað undir nýja samninginn. Bremner hefur leikið 582 deild- ar leiki fyrir Leeds og skorað 82 m.örk i þeim. iiann kemur örugg- lega til með að bæta met Jacks Charllons. sem lék 629 deiidar- leiki fyrir Leeds á árunum 1953- 73. TED MacDOUGALL JOHN DUNCAN Þeir skora... BARATTAN um markakóngstit- mörkin I ensku 1. deildarkeppn- ilinn i Englandi er komin I há- inn|, eru; inark — nú eru aðeins nokkrir MacDougall, Norwich..........21 leikir eftir og I þeint verður skorií Duncan, Tottenham.......20 úr um, hver hlýlur titilinn. Eins Gowling, Newcastle......17 og stendur, þá stendur baráttan Gcorge, Derby............16 ntilli þeirra Ted MacDougalI, MacDonald, Newcastle.........16 Norwich og John Duncan, Francis, Birminghain ........15 Tottenham. McKenzie, Leeds..............15 Þcir, sem hafa skorað flest Richards, Wolves ............15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.