Tíminn - 14.04.1976, Page 10

Tíminn - 14.04.1976, Page 10
10 TÍMINN lYIiövikudagur 14. april 1976. Miövikudagur 14. april 1976. LEIT MÍN AÐ PATTY HEARST TÍUNDA GREIN: Þegar ég ók bifreiðinni upp inn- keyrsluna að heimili Hearsthjón- anna. þyrptust fréttamennirnir umhverfis bilinn. Venjulega var ég umkringdur fréttamanna- þvögu og þeir hrópuðu spurningar sinar. Oftast varð ég að ryðja mér braut til að losna við þá. Þeir virt- ust yfirbugaöir og næsta fá- mæltir. Yfirlýsing Pattyar var þeim ekki siður áfall. Fáeinir spurðu mig spurninga: Trúði ég þessu? Hélt ég að Patty hefði verið heilaþvegin? Ég man fátt að þvi sem gerðist upp frá þvi. Ég held að ég hafi hlustað á segulbandsspóluna inni i bókasafnsherberginu. Ekki man ég hvort eitthvað af fólkinu var viðstatt. En nú var andrúmsloftið allt annað en þegar fyrri skila- boðin bárust. Húsið virtist fullt af fólki. en hvorki heyrðist stuna né hósti. I yfirl. Pattyar sagðist hún hafa verið nefnd Tania ,,i höfuðið á félaga. sem barðist með Che Guevara i Bóleviu.” Ég tek glöð við þessu nafni og er fastákveðin að halda baráttunni áfram i anda hennar Sannarlega var það Tania sem talaði. en ekki Patty. Rödd hennar var róleg. ópersónuleg og tilbreytingarlaus. Hún þuldi upp glæpi föður sins og valdi honum ýmis hrakyrði. Þá var röðin kom- in að móður hennar. Ef hún hefði verið kosin i annað sinn i stjórnarnefndina ,,þá vitið þið vel að ég heföi umsvifalaust verið tekin af lifi og SLA verið sundrað” i stað þess að hreyfing- in stóð nú ,.sameinuð um pólitisk markmið sin.” Hún sagði foreldra sina aðeins hugsa um peninga og völd. Hvorugt myndu þau láta frá sér frjálsum og fúsum vilja. Hearst- veldiö studdi þjóöfélag stór- fyrirtækjanna og auðhringanna. Þetta þjóðfélag var nú um það bil að ,,myrða blökkumenn og fátæklinga. sérhvern mann. kon- ur og börn.” Orkukreppan var sýndarmennska til þess að fá al- menning til að fallast á byggingu kjarnorkurafstöðva. sem yrðu mannaðar dálitlum hóp manna, sem gerði ekki annað en að ,,ýta á takka ”. 011 lágstéttin og helmingur millistéttarinnar yrði atvinnulaus innan þriggja ára. Útrýming og brottflutningur þessa óþarfa fólks var þegar hafin ,,á sama hátt og Hitler sá um að fjarlægja Gyðingana frá Þýzkalandi”. XXX A öðrum stað beindi hún máli sinu til min: — Ég veit það nú Steve, að smám saman er þér að veröa ljóst, aö ekkert hlutleysi er til á striðstimum. Ekkert er til sem heitir málamiðlun. Þér ætti að vera það ljóst eftir samskipti þin við FBI. Þú veizt aö FBI hefur ofsótt þig af þvi þú ert grunaður um að hafa samband við svo- kallað ..róttækt fólk”. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að halda að ég hafi sjálf skipulagt brott- nám mitt. -— Við vitum bæði hvað raun- verulega gerðist þetta mánu- dagskvöld. En þú veizt ekki hvað hefur gerzt siðan þá. Ég hef þroskazt og er ekki söm og áður. Ég skynja nú sjálfa mig og sam- félagið i nýju ljósi. Ég get aldrei framar snúið aftur til þess lifs Tania í sviðsljósinu — eftir Steven Weed, fyrrverandi unnusta Patty Hearst .... Hún ræddi biturlega um aöra spámeún, sem valdastéttin lét myröa.... þeirra á meöal Martin Luther King. Ar i lifi Patty Hearst — þaöbyrjaöi I Grikklandi 1973 sem ég lifði með þér. Þér finnst þetta kannski vera kuldalegt og sama gildir eflaust um gamla vini mina. En ást er nú annaö hugtak fyrir mig en fyrr. Ást min hefur eflzt og aukizt við að mega faðma félaga mina hérna, i fangelsum og á götunni. Ást min stafar af þvi að nú veit ég að enginn er frjáls fyrr en allir eru frjálsir. Fyrr en við erum öll frjáls. Ég vildi óskað þú værir félagi með okkur, en ég býst ekki við að svo verði. Ég ætlast ekki til annars en að þú skiljir þá breytingu sem orðin er á mér.— t anda Taniu kveð ég þig og segi: Patria o muertos Venceremos. Þegar spólan var á enda slökkti einhver á segulbandinu og rétti mér myndina af Patty. sem fylgt hafði spólunni. Hún var klædd i svartan samfesting með skæru- liðahúfu, stóð gleiðfætt meö sjálf virkan riffil i höndunum framan við rauðan fána, sem á var sjö höfða kóbraslanga. Sá sem rétti mér myndina sagði ekki auka- tekiö orð. Ég man ekki hver það var. Eftir skamma stund lagði ég frá mér myndina og komst út úr bókaherberginu fram i stóra for- stofuna. Þar var nokkuð stór hópur fólks saman kominn. Nokkuð af þjónustufólkinu, nokkrir úr fjöl- skyldunni, eitthvað af fólki frá Hearstblaðinu Examiner og loks john Lester, blaðafulltrúi, sem stóö alvarlegur i bragði við úti- dyrnar. Andrúmsloftið var mikið til það sama og þegar ég kom á Hillsborough heimilið i fyrsta sinn tveim mánuðum áður. Fólkið talaði lágri rödd, það var hneykslað á svip og virtist ekki trúa þessu. Úr svip þess skein sú angist. sem sjá má á andlitum þeirra sem eru sjónarvottar að dauðaslysi. Sérhver maður var sem i eigin hugarheimi. Herbergið mitt var það sama og fyrsta mánuðinn eftir að Patty var rænt. Þar leitaði ég afdreps. Ég lokaði dyrunum hljóðlega og gerði mér ljóst að ég fór hljóð- lega. Þá settist ég á rúmstokkinn. Hefði verið um kvikmyndaatriði að ræða þá hefði þvi lokið um leið og ég settist á rúmið. Næsta atriði heföi kannske sýnt mig i Mexico. nokkrum dögum siðar, á tali við franska marxistann Regis Debray. Ég hefði spilað fyrir hann segulbandsspóluna og skýrt fyrir honum hvernig búið var að eyðileggja lif mitt. En næsta at- riði hefði lika getað verið i anda kvikmyndarinnar Citizen Kane (sem byggð er á ævi eins Hearst- ættingjans). Þá hefði ég verið sýndur sem gamall maður i tága- stól. umkringdur áköfum börn- um, sem hlýddu á frásögn mina af Patty Hearsthjónunum og rán- inu. Á þessari stundu var mér fátt kærkomnara. en að itthvað yrði til að rjúfa þá mar öð sem ein- okaði lif mitt. En mér varð ekki að þeirri ósk. Ég sat i þessu litla herbergi og hugsaði um ljós- myndina af Patty, horað andlit hennar, tómleg augun sem störðu eitthvað út i fjárskann. Hún var sett i stellingar eins og liflaus brúða frammi fyrir rauða fánan- um. Þessi hugsun altók mig þar til mig langaði að reka hnefann i eitthvað til að stöðva þessar dapurlegu hugsanir. Hearsthjónin gáfu fjölmiðlun um yfirlýsingu rétt á eftir. Hálf- timá siðar leit Lester á klukkuna og kallaði hann út til blaðamann- anna: — Eftir þrjátiu sekúndur. Ég stóð að baki honum. Blaöa- menn og aðrir fréttamenn gengu frá tækjum sinum til að allt vrði til reiðu. Þá var kveikt á kastlömpum sjónvarpsupptöku- mannanna. — Tiu sekúndur... jæja þá Steve... Ég gekk á eftir Lester niður tröppurnar og stóð framan við aragrúa hljóðnema: — Mér finnst. að ef SLA vill vita sann- leika málsins eins og nú er komið. þá verði forsprakkarnir að biðja Patty að fara frá þeim. Að minnsta kosti um stundarsakir. Hún verður að fá tækifæri til að segja álit sitt. Það væri nóg að hún talaði við mig. Ég sagði eitt- hvað fleira. en gerði mér brátt ljóst. að það voru eintómar endurtekningar. Þá þagnaði ég um stund, en sagði loks: — Ég veit ekki hvað ég á að segja annað. Ég vil gjarnan segja Patty að ég elska hana ekki siður en fyrr. Ég held að hún viti vel, að ég get sætt mig viö ákvörðun hennar hver svo sem hún verður, jafnvel þótt mér reynist það erfitt. En ég get ekki sætt mig við atburði dagsins án frekari skýringa. Það væru svik við hana. Þannig er mér nú innanbrjósts. Ég stóð hljóður framan við hljóðnemana nokkra stund. Eng- inn hrópaði spurningar sinar i þetta sinn. Fréttamönnum var ljóst. að ég gat engu svarað. Loks sneri ég við og fór inn i húsið. Ein- ekki heiglum hent að imynda sér hvað vSLA ætlast fyrir ef þeir á annað borð ætlast eitthvað fyrir.. Eftir að hlusta á segulbandið sem barst i dag. er ég þess full- viss, að Cique og Perry eiga að minnsta kosti við ærin sálræn vandamál að stHða... Cique sagði nokkur orð á segul- bandsspólunni. Hann tilkynnti, að Robyn Steiner. fyrrum unnusta Russel Little, Cris Thompson. sem áður bjó i Chabot og Colston Westbrook skipulagsstjóri menn- ingarsamtaka blökkumanna i Vacaville, væru nú yfirlýst sem óvinir alþýðunnar. Þau ætti að skjóta til bana ,,hvar sem þau fyndust og hvenær sem væri” ásamt öðru fólki valdstéttarinn- ar. Svo hljóp hann skvndilega yfir i aðra sálma eins og’ geðklofá er háttun Röddin var klökk og til- finningasemin var að bera hann ofurliði. Hann beindi orðum sin- um til sex barna sinna: — Pabbi vill að þið skiljið. að hann getur ekki komið heim af þvi þið eruð ekki frjáls fremur en annað fólk. Börnin min, þó ég eigi ef til vilí aldrei eftir að lita ykkur augum íramar, þá megið þið ekki gleyma að ég elska vkkur. Þá spilaði hann einskonar ..þjóðsöng” SLA. Lagið var ein- göngu spilað og var einskonar sambland af rokki og jazz. Heiti lagsins? „Way back home". Þegar ég hlustaði á laglinuna skaut þeirri óhugnarlegu grun- semd upp i huga mér að Cique væri að kveðja. Loks talaði Nancy Ling Perry. Rödd hennar sker- andi. Nancv Ling Perrv var einnig mjög andstutt. Það var engu likara en yfirhershöfðingi væri að þylja lofræðu: — Cique er ekki Guð og hann er ekki frá Guði. Hann á ekki við sálræn vandamál að striða ... — Orðið ..Cique” þýðir sjöundi spámaðurinn.... Hún ræddi biturlega um aðra spámenn sem valdastéttin lét myrða. Hún minntist Malcoms X. Martins Luthers King og Georges Jack- son. — Nú hefur alþýðan leitt iram enn einn spámanninn. tii- kynnti hún. Hann kemur með hörn vindsins og striðshljóm. - SEGULBANDSSPÓLA FRÁ PATRICIU. ÉG ER GENGIN í SLA-HREYFINGUNA. FOR- ELDRARNIR SEGJAST EKKI TRÚA ÞVt.... Þannig voru fyrir- sagnir dagblaðanna daginn eftir. N'ÆST: BANKARÁNTÐ ELLEFTA GREIN hver stöðvaði mig i forstofunni: — Þetta var góð ræða hjá þér. Steve. Ég svaraði manninum. og sagðist ekki búast við að orð min breyttu miklu. XXX Ég gisti á heimili Hearsthjón- anna þessa nótt. Spennan á milli min og foreldra Pattyar jókst enn. þegar haft var eftir mér i blaðagrein að frú Hearst væri að- eins gæðastimpill á stjórnar- nefndina, sem hún átti sæti i. Þá átti ég við Reaganklíkuna. Nokkrum dögum áður sagði Hearst við mig: Þú hefur ekkert hér að gera mikið lengur. En eins og málum var nú komið var ég ekki fær um að koma mér annars staðar fyrir. Hearsthjónin voru heldur ekki þess umkomin aö visa mér á dyr. Klukkan þrjú um nóttina var ég enn ekki sofnaður. Úti á götunni loguðu ljós i húsvögnum og öðrum farartækjum fréttamannanna. Ég settist upp i rúminu og hóf að rita i dagbók mina. Miðvikudagur 3. april: Þessi dagur var sá erfiðasti frá upphafi. Astandið er mjög óljóst. Ég held dauðahaldi i vonina þótt sifellt syrti að. t dag talaði ég við Lester. Eg sagði honum að mér sárnaði ekki mest að Patty hefur snúið við okkur bakinu. heldur hitt. að hún virtist nú i, nýrri hættu. Nú er sennilegt að hún verði notuð á einhvern hátt. En þetta er ekki allt og sumt. Ég er gersamlega ringlaður. Ég veit að Patty býr við hræðilega andlega streitu. En ég veit ekki lengur hvað hún hugsar. Mér hrýs hugur þegar ég hugsa um andlegt ástand hennar. Hún hlýtur að hafa verið svikin. hrædd og beitt ymsum þvingunum. til þess að koma henni til þess aö taka þessa afstöðu. Hún er verkfæri i hönd- um þessara manna og auk þess niðurlægð. Ég grip sérhvert hálmstrá. Kannski er þetta á einhvern furðulegan hátt aðdragandi þess að hún verði látin laus. Mér virð- ist deginum ljósara að þeir nota Patty sem áróðurstæki. Jafn- framt viröast þeir annað hvort ætia að myrða hana eða nota sem persónugerving byltingarhug- sjónarinnar. Kannski ætla þeir að nevða hana til þátttöku i ein- hverjum glæpaverkum. Það er TÍMINN 11 Búnaðar tíðindi Hvaö kostar fóðrið?? Þaö eru ekki bara tslendingar, sem hafa áhuga á þvi að geta framleitt ódýrt fóður, en þó um leið gott fóður. 1 niðurstöðum búreikninga búreikningastofu okkar, greinir frá þvi árlega hvað heyið kostar, en aldrei hef- ur þar verið kannað hver munur er á votheyi og þurrheyi, að þvi er verð snertir. Nýlega birtist i vikublaöi danskra búvisindamanna yfirlit yfir kostnað við fóðurfram- leiöslu á siöasta ári, er búfræði- kennari Jens Korsholm Knud- senhafði safnað og reiknað. Var þar aðeins um að ræða gróf- fóður.en þurrhey þó ekki með i yfirlitinu, enda er það þar skoð- að sem algjör aukageta. Um- reiknað i islenzkar krónur, og miðað við að 1 dönsk króna sé 30 islenzkar er niöurstaðan þessi: Islenzkar krónur hver fóðureining Rófur með káli........16,50 Vothey af mais........16,50 Vothey af lucernum.....20,40 Votheyr af grasi......20,00 Hraðþurrkuð vara, lúcernur..............33,90 Til samanburðar korn(bygg)............19,50 Tölur þessar, eru ekki hár-ná- kvæmar þvi aö gengið mun nú vera 28-29 kr en hlutföllin rask- ast ekki fyrir þvi. Svona ódýrt fóður getum viö ekki framleitt, þvi að þótt vissir póstar framleiöslukostnaðar séu e.t.v. ekki hærri hér en þar, þá er eftirtekja (uppskera) af flatareiningu hér svo miklu minni en þar, og þaö hefur sitt að segja. En hvað um hlutföllin milli einstakra tegunda hjá okk- ur? Það væri fróðlegt að vita. Frétt frá Noregi Nýr landbúnaðarráð- herra aldrei verið jafn litil og siöast- liöið haust. Samkvæmt talningu á eftir- tekjunni sýnir það sig, að upp- skeran hefur verið aðeins 425.000 tonn eöa miklu minni en i meðalári. Um uppskeru annars jarðargróöurs er sagt, að hún hafi veriö um það bil 20% minni en i meöalári og 40% minni en áriö 1974. Ný lög um dýravernd Norðmenn hafa nýlega endur- skoðað lögin um dýravernd og hertverulega á þeim reglum og viðurlögum, sem varða illa meðferð og vanrækslu búfjár- eigenda á skepnum sinum. 1 tilefni af þvi, sem þar grein- ir, hefur bóndi nokkur skrifað ádrepu i Bondebladet þar sem hann átelur þingmenn fyrir samþykkt annarra laga, þeirra. sem mæla fyrir um friðun vissra villidýra, sem ráöast á búfé bænda og valda verulegum skaða. Segir hann, svo ekki verður misskilið, að rándýrin misþyrmi miklu fleiri skepnum úr hópi búfjár en þeim, sem bændur vanrækja. Hann mælir ekki bót aðferöum þeirra, sem vanrækja fé sitt, en segir að bæði bændur og rándýr noti búfé sé sér til framfæris. Hinsvegar sé rándýrunum sýnd hlifð, laga- lega, en búfjáreigendum hegnt. Með viðeigandi tækni má vinda hey og hálm í stórar rúllur er vega um 400 kg Þegar ég haföi forsjá um efnisval FREYS, gat ég þess einu sinni eða tvisvar i smá pistlum. aö i uppsiglingu væri tæknikerfi. sem rúllaði gróffóöri bænda i öðrum löndum i stórar rúllur eða bagga. þegar það væri þurrt orðið svo aö geymsluhæft teldist. Nú er þessi tækni og starfsað- ferð meö hana aö verða algeng austan hafs og vestan. Á þvi er enginn vafi, að bezt tekst þessi hirðingaraöferö þeg- ar um ræöir gróft hey eða hálm, og skilyrðislaust veröur hráefniö aö vera svo vel þurrt, að ekki hitni i þvi. Þessir stóru baggar eru svo þétt pressaöir, aö menn segja. aö vatn gangi alls ekki i þá. Það má vel vera aö þar sem rignir beint niöur frá himni sé það svo. en i sunnlenzkri stórrigningu með 10 vindstigum er vafasamt hvort þeir hrinda öllu frá sér. En látum það vera, það er náttúrlega hægt að hlaða svona böggum upp. þótt rúllulagaðir séu, og verja þá með viðeigandi yfirbreiðslum. Þeir, sem hirða gróffóður sitt á þennan hátt á ýmsum stöðum, hafa gjarnan lyftibúnað á dráttarvélum sinum til að flytja heim og jafnvel beint inn á fóðurgang, þar sem breidd og annað rými er nægilegt til þess, en auðvitaö þarf að skipuleggja byggingarnar svo að þetta sé hægt og er þá um stór fjós að ræða. Þótt þetta þyki álitleg og ágæt aðferð þar sem hún hefur verið reynd. tel ég ekki ráðlegt að viðhafa hana hér á landi fyrr en búið er aö prófa á deild Rala. sem fæst viö tæknilegar prófan- ir. þvi aö ýmislegt getur veriö um að ræða, sem mælir bæði með og móti þvi, aö búnaður eins og þessi geti talizt viö okkar hæfi. Aö minnsta kosti er vist. aö hann myndi ekki hafa komiö aö neinu gagni á Suöurlandi á siöasta sumri þótt hann hefði veriö albúinn til athafna. En fróölegt er eigi aö siöur aö kynn- ast þvi, sem með öðrum gerist, og einatt er eitt og annað á þeim slóðum til fyrirmyndar og eftir- breytni meðal okkar. Við umskipan norsku rikis- stjórnarinnar. eftir að Odvar Norli tók viö forsæti þar, hefur Th. Treholt vikið sem land- búnaðarráðherra en viö tekið óskar öksnes. öksnes er bú- fræöikandidat að menntun, hef- ur verið ráöunautur i Romsdal og Þrændalögum og tekið veru- legan þátt i stjórnmálastörfum á liðnum árum. Hann er 54 ára að aldri. Kjötþörf Norðmanna Á þessu ári munu Norðmenn þurfa að flytja inn um 20.000 tonnafkjöti, segir F.T. Isaksen, framkvæmdastjóri miðstöðva norskrar kjötverzlunar. Kjöt- framleiðsla norskra bænda hefur dregizt verulega saman vegna þess, að verð á kjöti hefur verið sett of lágt og í öðru lagi hefur kraftfóður hækkað svo mikið i verði, að óarðbært er að fram- leiða svinakjöt með þeim hlut- föllum verðs, sem eru milli kjöts og kraftfóðurs. örn er aö verða plága Um nokkur ár hefur örninn verið friöaður i Noregi og rikiö hefur greitt skaðabætur þegar sannast að örn hefur hremmt ungviöi úr hópi búfjár bænda. Til skaðabóta i þessu skyni er veitt ein milljón norskra króna árlega af opinberu fé, en nú hrekkur hún ekki til þessara þarfa. Þetta stafar af þvi, að arnarstofninn hefur vaxið tals- vert og um leiö þarfir hans fyrir æti. Arið 1973 fóru skaðabæturn- ar i fyrsta sinni fram úr fjár- veitingunni, en þaö ár tók örn- inn 202 kindur, 1653 lömb, 16 geitur, 82 kið og 5681 hreindýrs- kálf. Kartöf luuppskeran Norðmenn telja, aö undanfar- in 70 ár hafi uppskera kartaflna Efst er syrpa af böggum, þá er einn á gaffallyftu og neðst er bagga ekið um fóðurgang i fjósinu á gjafatima. Þessir upp undnu baggar eru yfirleitt 300-400 kg aö þyngd.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.