Tíminn - 06.05.1976, Síða 9

Tíminn - 06.05.1976, Síða 9
Fimmtudagur 6. mai 1976. TÍMINN 9 Tímamyndir: G.E. íslenzkar tízkusýningar á Hótel Loftleiðum d vegum íslenzks heimilisiðnaðar, Rammagerðarinnar og Hótels Loftleiða á hverjum föstudegi „Föðurlandið" orðið tízkuvara UNDANFARIN þrjú sumur hafa fyrirtækin Islenzkur heimilisiönaöur, Rammageröin ogHótel Loftleiöir efnt til tizku- sýninga, þar sem kynntur hefur verið islenzkur klæönaöur, unn- inn úr islenzkri ull, að mestu handunninn. Siöast liöinn föstu- dag hófust þessar tizkusýningar að nýju, og munu þær fara fram iBlómasal Hótels Loftleiöa I há- deginu á hverjum föstudegi til 3. september n.k. Þaö sem eflaust vakti mesta athygli á tizkusýningunni s.l. föstudag voru islenzku ullar- nærfötin, sem yfirleitt hafa gengið undir nafninu „fööur- land”, en þetta er í fyrsta sinn sem islenzk ullarnærföt eru sýnd á tizkusýningu, svo vitað sé. Islenzku ullarnærfötin eru framleidd fyrir islenzkan heimilisiðnað og ætluð til sölu hér á landi og erlendis. Þau hafa fyrir löngu hlotið viðurkenningu útilifsmanna og annarra, sem stunda veiðar eða öræfaferðir. Myndirnar hér á siðunni skýra sig að öllu leyti sjálfar, en þó má geta þess, að meðal sýn- ingargripa er fatnaður, handof- inn af Guðrúnu Vigfúsdóttur á ísafirði. Enn fremur margar flikur handprjónaðar eða unnar i heimahúsum og litlum verk- smiðjum, viðs vegar um land. Þá er sýnt silfurskraut, smiðað af Jens Guðjónssyni gullsmið. Frú Unnur Arngrimsdóttir hefur frá upphafi séð um tizku- sýningar þessar, og svo er enn. Undirbúning hafa annazt Gerð- ur Hjörleifsdóttir, af hálfu ís- lenzks heimilisiðnaðar, Haukur Gunnarsson fyrir Rammagerð- ina og Emil Guðmundsson fyrir Hótel Loftleiðir. í mörg undanfarin ár hefur kalt borð staðið hádegisverðar- gestum i Blómasal til boða. Kalda borðið, sem samanstend- ur af 60 réttum, nýtur mikilla vinsælda, einkum meðal er- lendra ferðamanna. — Gsal —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.