Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.05.1976, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. mal 1976. TÍMINN 13 ÞESSI glaöbeitti hópur er hluti Alþýöuleikhússins, sem nú er á ferö um Suöurland meö leikritiö „Krummaguli” eftir Böövar Guðmundsson i sviössetningu Þórhildar Þorleifsdóttur. Tónlist- ina i Krummagulli samdi Jón Hööver Askelsson. Leikritið var frumsýnt á Neskaupstaö 28. marz s.I., en leikhópurinn hefur siöan fariö um Austfiröi og Norö-Austurland — og sýnt yfir 30 sýningar. A Suðurlandi hefur hópurinn þegar sýnt á Akranesi og f Borgarfiröi, en er nú á leið austur fyrir fjall og sýnir m.a. i Arnesi, Aratungu, Sigöldu, Hvols- velli og viöar. Leikritiö er ekki siöur ætlað fullorðnum en börnum. A myndinni t.f.v. Arnar Jóns- son, Asgeir Adamsson, Maria Arnadóttir, Þráinn Karlsson og Kristin ólafsdóttir. Timamynd: Gunnar. VANTAR YÐUR starfsfólk? o Höfum vinnufúst fólk, vant margvisleg- ustu störfum. Atvinnumiðlun stúdenta Simi 1-59-59. Störf tveggja hafnarvarða er einnig gegna hafnsögumannsstörfum, við Akraneshöfn, eru hér með auglýst laus til umsóknar. Umsóknum skal skila i siðasta lagi 18. mai nk. til undirritaðs, sem einnig veitir nán- ari upplýsingar. Bæjarstjórinn á Akranesi. Hreppsnefnd Hvammstangahrepps: Fagnar þingsályktunartillögu um aukna þjónustu á Hvammstanga Vegna framkominnar tillögu til þingsályktunar um aukna opin- bera þjónustu á Hvammstanga hefur hreppsnefnd Hvamms- tangahrepps gert eftirfarandi samþykkt: Hreppsnefnd Hvammstanga hrepps fagnar þingsályktunartil- lögu Ragnars Arnalds og Páls Péturssonar um auka opinbera þjónustu á Hvammstanga við ibúa Vestur-Húnavatnssýslu, þar sem lagt er til að á Hvammstanga verði m.a. starfrækt skrifstofa Sjúkrasamlag V-Húnavatnssýslu, lögregluvarðstofa og viðhalds- þjónusta Rafmagnsveitna rikis- ins og Landsimans. Hreppsnefndin hefur lengi krafizt þess að þjónusta opin- berra aðila við ibúa V-Húna- vatnssýslu verði aukin. Farið hef- ur verið fram á að skrifstofuhald Sjúkrasamlagsins verði flutt til Hvammstanga, að þangað verði ráðinn löggæzlumaður og þar komið upp viðhaldsþjónustu frá Rafmagnsveitum rikisins og Landssimanum. Þeir aðilar sem leitað hefur verið til með úrbætur i þessum efnum hafa allir leitt hjá sér að gera þar nokkra bót á og eru þau viðbrögð opinberra aðila algjör- lega óþolandi. Ibúar Hvammstanga og V- Húnavatnss • allrar eiga kröfu á að fá opinbera þjónustu með sama hætti og aðrir landsmenn og ættu ekki að þurfa að kaupa hana hærra verði en aðrir. Samt mætti nefna mörg dæmi þess að léleg þjónusta ofangreindra aðila hefur orðið ibúum og fyrirtækjum i sýslunni dýr. Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps skorar þvi á Alþingi að samþykkja umrædda tillögu og krefst þess að sem allra fyrst verði hafizt handa um að koma upp á Hvammstanga þeirri opin- beru þjónustu við ibúa V-Húna- vatnssýslu semtillagan gerir ráð fyrir.” Onnur lág- launaráðstefna Láglaunaráöstefnan 1976. veröur haldinn 16. mai n.k. i Lindarbæ, og er hugsuö sem framhald ráö- stefnunnar um kjör láglauna- kvenna, sem haldin var á sama staö i janúar I fyrra og var fyrsta aögerö kvennaársins 1975. Fyrir ráðstefnunni nú standa auk Rauðsokkahreyfingarinnar eftirtalin verkalýðsfélög á Reykjavikursvæðinu: Iðja, félag verksmiðjufólks, Starfsstúlkna- félagið Sókn, Verkakvennafélagið Framsókn, Verzlunarmannafé- lag Reykjavikur, Verkakvenna- félagið Framtiðin i Hafnarfirði, ASB-félag afgreiðslustúlkna I brauða- og mjólkurbúöum og Starfsmannafélag rikisstofnana. Oðrum stéttarfélögum og félaga- samtökum, sem hafa margar konur innan sinna vébanda, hefur verið boðið að senda fulltrúa til ráðstefnunnar og hafa nokkur vyrkalýösfélög úti á landi þegar tilkynnt þátttöku sina. Á ráðstefnunni i fyrra var leit- azt við að draga fyrst og fremst fram sérstöðu kvenna I atvinnu- lifinu, aðstæður þeirra og aðbún- að á vinnustöðunum og á heimil- Hreppsfélög — Sveitarfélög Takið eftir 32ja ára gamall vélvirkja- og pipulagningameistari, van- ur rafsuöu, logsuöu, vélaniöursetningum og verkstjórn, óskar eftir föstu og góðu starfi úti á landi. Húsnæöi þarf aö geta fylgt. Vinsamlega hringið i sima 99-1681. unum. Að þessu sinni verða rædd- ar leiðir til úrbóta, starf og barátta stéttarfélaganna og virkni kvenna innan þeirra, verk- menntun, fæðingarorlof, dagvist- unarstofnanir og fleira. (Fréttatilkynning) Hvetja til stofnunar kvik- myndasjóðs Fundur i Félagi kvikmynda- gerðarmanna, haldinn 30. april 1976, lýsir áhyggjum sinum yfir þeim hætti, sem verið hefur á út- hlutun styrkja til kvikmynda- gerðar úr Menningarsjóði. Fund- urinn telur, að miðað við núver- andi stöðu islenzkrar kvikmynda- gerðar og þess fjár, sem til henn- ar er veitt af opinberum aðilum, berifyrst um sinn að vinna mark- visst að uppbyggingu smámynda- gerðar innan listgreinarinnar, þar eð markaði, aðstöðu og til- tæku fjármagni sé á þann veg háttað, að naumast sé grundvöll- ur fyrir gerð alislenzkra lang- mynda I frambærilegum gæða- flokki. Fundurinn telur, að út- hlutanir styrkja þessara undan- farin ár, sýni betur en nokkuð annað þá brýnu nauðsyn, sem stofnun kvikmyndasjóðs er, og beinir þeirri eindregnu áskorun til hæstvirts menntamálaráð- herra, að hann hlutist til um stofnun sjóðsins hið fyrsta. (Frá F.K.) Til sölu á Húsavík i sambýlishúsi að Garðarsbraut 71. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og málningu. Raflagnir, töflur og sjónvarpslögn frá- gengin. Öll sameign, lóð og bilastæði frágengin. Verð: 2ja herbergja kr. 3.800.000 3ja herbergja kr. 5.200.000 4ra herbergja kr. 6.100.000 Varði hf. — Húsavik. BORGARNES SUNNUKVOLD Stór-bingó Fjölskylduskemmtun Ungmennafélagshúsinu, Borgarnesi, föstu- dagskvöldið 7. mai kl. 21. 1. Kynning á sumarferðum 1976. Fyrirspurnum svarað um ferðamál: Guðni Þórðarson. 2. Litkvikmynd frá sólarlöndum. 3. Bingó, Vinningar: 3 utanlandsferðir. Mætið stundvislega. É SÓLSKINSSKAPI NED SUNNU KRMSKRIFSTOFAN SUNNA lýsið í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.