Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 6
TÍMINN ÞriOjudagur 11. mai 1976 H Ályktanir aðalfundar miðstjóri AÐALFUNDUR MIÐSTJÓRNAR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS FJ—Reykjavik. — Aöalfundi miöstjórnar Framsóknar- flokksins lauk á sunnudags- kvöld, meö samþykkt ályktana, sem hér birtast. t fundarlok flutti ritari flokksins, Steingrimur Hermannsson, ávarp. Aöaifundurinn hófst á föstu- dag meö yfirlitsræöu Ólafs Jóhannessonar, eins og frá hefur veriö skýrt i blaöinu. Fundarstjórar þess fundar voru Agúst Þorvaldsson, Brúna- stööum, og Hákon Sigurgrims- son, Kópavogr. Ritarar fundar- ins voru Jón R. Hjálmarsson, Skúli Oddsson, Jónas Gestsson og Leó Löwe. A iaugardag störfuöu nefndir, en klukkan fjögur hófst fundur aö nýju, og fóru þá fram kosningar. Fundarstjóri þess fundar var Daniel Agústinus- son. A sunnudag fóru fram umræöur og afgreiösla nefnda- álita. Fundarstjóri Þann daginn var Alexander Stefánsson. Þennan miöstjórnarfund sátu 105 af þeim 115 mönnum, sem rétt eiga á setuámiöstjórnar- fundi, en auk þeirra mætti fjöidi gesta. Ályktun um verk- og tæknimenntun l. Miöstjórn Framsóknar- flokksins minnir á: aö verkmenntun og starfs- kunnátta hlýtur ávallt aö veröa einn af grundvallar- þáttum sjálfstæörar þjóö- menningar og heilbrigös efnahagsllfs. aö vlötækt fráhvarf fólks frá likamlegri vinnu, s.s. búskap- arstörfum, veiöiskap og al- mennum iðnaðarstörfum, getur leitt til hrörnunar þjóð- menningar, og bendir mið- stjórnin sérstaklega á þá hættu, sem þvi er samfara, ef landsfólkið sjálft kann ekki þau störf og vinnur ekki þau verk, sem samfélagsþarfir og þjóöfélagsgerð krefjast á hverri tið, aö nútimaþjóðfélag á Islandi fær þvi aöeins staðizt, að verkmenntun og starfskunn- átta sé virt i raun og njóti m. a. stuðnings og örfunar skóla- og fræðslukerfis. II. Miöstjórn þakkar Vilhjálmi Hjálmarssyni menntamálaráö- herra áhuga hans og stuðning að þvi er varðar eflingu verk- menntunar og skorar á fjárveit- ingavaldið að stuðla fyrir sitt leyti aö sem skjótustum fram- gangi málsins. III. Miöstjórn ályktar að leggja beri sérstaka áherzlu á að hraða endurskipulagningu verk- og tæknimenntunar og annarrar nytsamrar starfsmenntunar innan fræðslukerfisins og i tengslum við það. 1. Stefna ber að þvi að sam- ræma framhaldsskólastigið og fella inn I þaö hinár ýmsu greinar verk- og tæknimennta og hvers kyns starfsþjálfun- ar. 2. Ráðherra skal skipa sérstaka ráögjafanefnd þeirra aöila, sem bezt þekkja til innán hinna ýmsu skóla á fram- haldsskólastigi, og þeirra aðila, sem hagsmuna hafa að gæta varöandi mótun fram- haldsskólastigsins, s.s. sveit- arfélaga, landshlutasamtaka, samtaka vinnumarkaðarins, grunnskóla og háskóla. Hlut- verk ráðgjafanefndarinnar skal vera að fjalla um sam- ræmingu framhaldsskóla- kerfisins og vera ráðherra til ráðuneytis um samningu frumvarps til laga um þetta efni, svo og framkvæmd laga og endurskoðun með tilliti til sibreytilegra þarfa þjóðfé- lagsins. 3. Lög um framhaldsskólastigiö skulu m.a. mótast af eftirfar- andi sjónarmiðum: a. Jöfn og góð menntunar- aðstaða fyrir alla. b. Allir skulu hafa rétt til þess að vera 3—4 ár i fram- haldsskóla. Við lok hvers námsárs skal leitast við að veita nemendum rétt til starfs, svo og réttindi til á- framhaldandi náms, c. Frjálst val námsleiöar, og leitast skal við að hafa námsframboðið þannig, að nemendur tapi sem minnst- um tima við það að skipta um námsleið eða braut. Gildi þekkingarinnar er óháð þvi hvar öflunin fer fram. d. Nemendur verða að geta fléttaö saman almennt nám og verkmenntun. 4. Athuga skal gaumgæfilega hvernig bezt verður staðiö að tæknimenntun á háskólastigi I framtiðinni og sérstaklega kannað, að hve miklu leyti tækninám getur farið fram I samvinnu við hinsar ýmsu rannsóknarstofnanir, sem til eru nú þegar I landinu. 5. Meö tilliti til mikilvægis verk- og tæknináms, verður ekki hjá þvi komizt að taka alla kennaramenntun i land- inu til rækilegrar endurskoð- unar, og þá sér i lagi menntun þeirra, er ætla aö leggja stund á kennslu I verklegum grein- um. STJÓRNMÁ I. Framvinda efnahagsmála snerist Islendingum mjög i óhag árið 1974, en á þvi ári missti vinstri stjórnin starfhæfan meiri- hluta á Alþingi. Tilraunir for- manns Framsóknarflokksins þá til að efna til viðtæks samstarfs um nauðsynlegar efnahagsráð- stafanir tókust ekki. Þær stjórn- málasviptingar leiddu til kosn- inga á miöju ári 1974 og til mynd- unar núverandi rikisstjórnar. Gegn vonum manna hélt hin ó- hagstæöa þróun efnahagsmála á- fram á árinu 1975, þó að á sumum sviöum yröi vart nokkurra bata- merkja á siðustu mánuðum árs- ins. Viðskiptakjörin gagnvart öörum þjóðum versnuðu enn á ár- inu 1975. Þjóðartekjur og þjóðar- framleiðsla minnkuðu einnig verulega. Rikisstjórnin hefur snúizt gegn þessum vanda með ráðstöfunum, sem miða að þvi aö tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveg- anna, draga úr viðskiptahalla viö útlönd, hægja á verðbólguhraðan- um og halda uppi fullri atvinnu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður hefur tekizt að minnka verö- bólguhraöann og tryggja mikla atvinnu. Ber að fagna þeim ár- angri, ekki sizt þegar litið er til ýmissa nágrannalanda, þar sem svipuðum vanda hefur verið mætt með aðgerðum, sem leitt hafa til stórfellds atvinnuleysis. A hinn bóginn varð áfram mikill greiðsluhalli á rikissjóði áriö 1975 og alvarlegur halli á viðskiptun- um við útlönd. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins 1976 álltur þaö vera markmið góðrar efnahags- stjórnar að draga þaö mikiö úr verðbólgunni, að hún veröi sam- bærileg við það, sem gerist meðal helztu viðskiptaþjóða okkar, svo og að ná sem fyrst jöfnuði I við- skiptum við útlönd og tryggja fulla atvinnu i landinu. Til þess að ná þessum mark- miðum leggur fundurinn áherzlu á þetta: 1. að rikisbúskapurinn sé greiðsluhallalaus og skuldir rikissjóðs, sem myndazt hafa á undanförnum árum, séu greiddar hæfilega niöur, 2. að sem bezt sé vandað til vals þeirra framkvæmda, sem ráð- izt er I, og að rlkisvaldið hafi um það styrka forystu i sam- vinnu við atvinnusamtökin, aö þær framkvæmdir sitji fyrir, sem arðbærar eru þjóöarbú- skapnum. Fundurinn lýsir stuðningi við það, að árlega sé gerö lánsfjáráætlún, sem sé stefnumarkandi um fram- kvæmdir þjóðarinnar á hverj- um tima. 1 þvi sambandi telur fundurinn, að takmarka verði erlendar lántökur við fjár- mögnun þeirra framkvæmda, sem á lánstimanum afla eöa spara þann gjaldeyri, sem nægir fyrir fjármagnskostnað- inum. 3. að efld sé sérhver framleiöslu- grein, sem getur eða hefur haslað sé völl á erlendum mörkuðum og nýjar greinar á slikum sviðum studdar af al- efli. Sérstaklega þarf að auka hagnýtingu innlendra hráefna og leita nýrra, þ.á.m. fisk- stofna sem ekki eru fullnýttir. Þá minnir fundurinn á mikla þýðingu matvælaframleiöslu landbúnaðarins og iðnaö úr framleiðslu hans, • svo og fóðurvöruiðnað úr grasi. 4. að bætt sé samkeppnisaöstaöa Islenzkra framleiðslugreina viö erlendan varning á innlendum og erlendum mörkuðum. Fund- urinn telur, að innlend fram- leiðsla, sem keppir við inn- flutning, þurfi að greiða tolla og söluskatt af hráeini, hærra orkuverö, hærri fjármagns- kostnað og búi á margan hátt við erfiðári aðstöðu en sam- keppnisaðilinn. Þetta þarf aö leiðrétta, og beina jafnframt fjármagni þjóöarinnar 1 vax- Kosningar á aðal- fundi miðstjórnar Framkvæmdastjórn Fram- sóknarflokksins er skipuð 14 mönnum. Fimm af þeim eru sjálfkjörnir, formaður flokks- ins, ritari og gjaldkeri, varafor- maður og formaöur Sambands ungra Framsóknarmanna. Aöalfundurinn kýs 9 menn I framkvæmdastjórn og voru þessir kjörnir: Eysteinn Jóns- son, Helgi Bergs, Þórarinn Þórarinsson, Erlendur Einars- son, Guðmundur G. Þórarins- son, Jónas Jónsson, Ragnheiöur Sveinbjörnsdóttir, Hákon Sigur- grimsson, og Eggert Jóhannes- son. Jón Skaftason, alþm., sem veriö hefur i framkvæmda- stjórn, baðst eindregið undan endurkosningu, en I hans staö var kjörinn Hákon Sigurgrims- son. Varamenn I framkvæmda- stjórn næsta kjörtimabil voru kjörnir: Halldór Asgrimsson, Hannes Pálsson og Geröur Steinþórsdóttir. Kosin var niu manna blað- stjórn Timans. Eina breytingin, sem þar varð, var aö Óðinn Rögnvaldsson baöst undan endurkjöri og var Magnús Bjarnfreðsson kosinn i hans stað. I stjórn Húsbyggingarsjóðs átti að kjósa einn mann og var Jón Aðalsteinn Jónasson endur- kjörinn. Endurskoðendur reikninga Timans voru kjörnir Hallgrim- ur Sigtryggsson og Páll Lýös- son. Voru þeir báðir endur- kjörnir. Endurskoðendur reikn- inga flokksins voru kjörnir: Hannes Pálsson og Jón Rafn Guðmundsson, báðir endur- kjörnir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.