Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 20
20
TÍMINN
Þriðjudagur 11. mai 1976
HVERNIG Á AÐ
STJÓRNA
FISKVEIÐUM?
Stjórnunarfélag íslands og Verkfræðinga-
félag íslands gangast fyrir ráðstefnu
undir nafninu „HVERNIG A AÐ
STJÓRNA FISKVEIÐUM?” dagana
14—15. mai n.k. að Hótel Loftleiðum.
DAGSKRÁ:
Föstudagur 14. mai
kl. 15:30 Kaffiveitingar
kl. 15:45 Setning: Itagnar S. Halldórsson form. SFt
ki. 16:00 Stefna stjórnvalda I stjórnun fiskveiða:
Matthias Bjarnason sjávarútvegsráðherra.
kl. 16:30 Fiskfræðileg þekking og stjórnun veiöa: Dr.
Jón Jónsson forst. m. Hafrannsóknar-
stofnunar.
kl. 16:45 Sjónarmið útvegsmanna: óiafur Björnsson
útvegsmaður Keflavík og Marteinn Jónasson
forstj. B(JR
kl. 17:20 Viðhorf sjómanna: Páll Guðmundsson skip-
stjóri
kl. 17:45 Ahrifin á fiskvinnslustöðvarnar og sjónarmið
þeirra: Eyjólfur tsfeld Eyjólfsson forstj. SH
kl. 18:10 Fyrirspurnir til ræðumanna
kl. 19:00 Káðstefnu frestað
Laugardagur 15. mai
kl. 09:30 Almennar afieiðingar aukinnar stjórnunar
fiskveiðanna: Eggert- Jónsson hagfræðingur.
ki. 10:00 Fjárfestinga- og veröjöfnunarsjóðir sem
stjórntæki i sjávarútvegi: Davið óiafsson
kl. 10:30 seðlabankastjóri.
ki. 12:30 Umræðuhópar starfa.
kl. 14:00 Hádegisverður.
kl. 14:30 Umræöuhópar skiia áliti.
kl. 15:15 Almennar umræður. Stuttar ræður.
Kaffi og panelumræður undir stjórn Kjartans
Jóhannssonar verkfræöings.
kl. 18:00 Ráðstefnuslit: Jóhannes Zoega form. VFt.
Ráðstefnugjald er kr. 4.200,-, og innifalið i
þvi er matur og kaffi auk annars
kostnaðar.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til skrif-
stofu Stjórnunarfélagsins i sima 8-29-30.
öllum heimill aðgangur.
Stjórnunarfélag íslands
Verkfræðingafélag Islands
r
•M
I
v r-'l
■t,
V*
Aðstoðarlæknar ít
3 stöður aðstoðariækna á Lyflækningadeild Borgar- f'&J
spitaians eru lausar til umsóknar frá 1. júli og ein frá 1. <
ágúst 1976 tii 6 mánaða. "***
Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykja-
vikur við Reykjavikurborg.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
skulu sendar yfirlækni deildarinnar, fyrir 5. júni n.k.
Frekari upplýsingar veitir yfirlæknirinn.
P
Reykjavlk, 6. mai 1976
Stjórn sjúkrastofnana
Reykjavíkurborgar.
ri-y>
Fjármálaráðuneytið.
Tilkynning
til launaskatts
greiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vak-
in á þvi, að 25% dráttarvextir falla á
launaskatt fyrir 1. ársfjórðung 1976 sé
hann ekki greiddur i siðasta lagi 17.mai.
Lesendur
segja:
„Dáðlausir dýrtíðarstaurar
og dæmigerð áróðursflón"
Margrét Guðjónsdóttir skrifar:
Oft hef ég verið undrandi yfir hvernig staðið er að kjarabaráttunni hér á landi. Við, sem erum
svona fámenn þjóð, ættum að geta komið okkur saman um sanngjarnari lausn á þessum málum.
Stórir hópar, bæði atvinnurekendur og verkafólk, standa I þeirri meiningu að ekki sé hægt aö tala
um kaup og kjör I alvöru, nema undir verkfallsþvingun, og nokkrir æsingamenn nota sér það og
eru ekki ánægðir, nema sem flest stöövist og mest spillist, bæöi hjá einstaklingum og þjóðfélaginu
i heild.
Það viröist tiðkast, að I mörgum fjölmennum félögum erhægt að fá samþykkt næstum hvað
sem er af 5-10 mönnum, og er það siöan birt I öllum fjölmiðlum I nafni fjöldans, þvi að það virðist
engin mætingaskylda vera, þótt svo greiða eigi atkvæði um verkföll eða samningsdrög. Þvi er
það, að fáeinir harðir menn I hverju félagi fá i hendur geysimikið vald og hiö bitra verkfallsvopn
einnig. Ég álit, að ef þeir kærðu sig um gætu þeir komiö fram raunhæfum kjarabótum og lagfær-
ingu á kerfinu, en eftir hvern verkfallsslag er aftur byrjað á sama söngnum, að allt bröltið hafi
orðið til einskis og nú verði aö byrja á nýrri og enn magnaðri baráttu, þvi allt sé þetta rikisstjórn-
inniaö kenna. Þetta er alltaf sama sagan.hversem er istjórn.
Þvi sendi ég ykkur nú opið bréf til þeirra, sem ganga erinda braskaralýðs I hverju verkfalli,
finna aldrei neina raunhæfa kjarabót, en hella oliu i eld verðbólgu og dýrtlðar, sem gerir þá fá-
tæku fátækari, en hina riku rikari.
Þetta er hugleiðing aö loknum verkföllum 1976.
Margrét Guðjónsdóttir, Dalsmynni.
Forkólfar spara ekki sprokið,
það er spennandi allt þetta fri.
Nú er vandræða verkföllum lokiö,
og verðbólgan magnast á ný.
Þið örfáu uppreisnar gaurar,
sem öskrið á verkföll og tjón.
Eruð dáðlausir dýrtiðarstaurar
og dæmigerð áróðursflón.
Hverjir eru hinir „Dáðlausu”, sem höfundur
talar um I kvæðinu? Verkalýðsforystan?
Vinnuveitendur? Rikisstjórnin og sáttasemj-
endur hennar?
Ef til vill allir þessir — og hver einn einasti
maður, sem I dag er tengdur launabarátt-
unni. Nánari skilgreining verður þó ekki
gripin úr lausu lofti — hún felst ef til vill I
kvæðunum, ef betur er að gáð.
Þjóðfélagskerfið þið þekkiö,
en þessi ráð eru köld.
Almenning æsið og blekkið,
sem afhendir stórkostleg völd.
Kauphækkun mikils hann metur,
en mennirnir læra ekki hót.
Dýrtiðin óðara etur,
hverja einustu kjarabót.
Verkalýð alltaf er otað,
ölium til mæðu og tjóns.
Ef valdið — af viti er notað,
væri það hamingja fróns.
Rammfalskar vonir þið vekið,
og vasist með oliu og fisk.
Frá fátækum flest allt er tekiö,
og fært upp á auðugra disk.
Þið ekki eruö barnanna beztir,
þó blásið þið tiðum I kaun.
Og eruð þið ekki flestir,
með ágætis bitlinga- og laun?
Þið upphugsið alls konar kvaðir,
og ýmsu er slegiö á frest.
t sviðsljósi sitið þið glaðir,
og samninga tefjið sem mest.
Þið elskiö lokaðar leiðir,
langdregið þras og kák.
Við samninga sitjiö þið gleiðir,
að sumli, spilum og skák.
Ýmislegt orðiö er rotið,
illt er við kerfið að fást.
Ef allt heföi I áfengi flotið,
væri ennþá veriö að kljást.
Hjá Ólafi enginn fékk dropa,
og ykkur varð ekki rótt.
Það er sorglegt aö fá engan sopa,
þegar setið er dag og nótt.
Þeir, sem áfram sér eru að pota,
finnst enginn reikningur hár.
Verkfall er vertiðarhrota,
til valda, álits og fjár.
Margre*t Guöjónsdóttir, Dalsmynni.