Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 21

Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 11. mai 1976 TÍMINN 21 FF Hvað" hét hundur...? Jóhannes Daviðsson skrifar: Ég var að blaða i gömlu sunnudagsblaði Timans. Þar rakst ég á smágrein, eftir Snorra Sigfússon, um gamla gátu: „Hvað hét hundur karls sem I afdölum bjó?” Snorri segir þar, að Vilmundur Jónsson, þáverandi landlæknir hafi giskað á, aö fyrsta orðið væri prentvilla fyrir „Hvat” og Hvatur hafi hudurinn heitið, þvi enginn hundur geti hafa heitið „Hvað”. Ekki er ég sammála þeim mæta manni i þvi. Bæði er nú það, að orðið „hvat” i fornu máli er sama og „hvað” nú og i öðru lagi hlaut hundsnafnið i gátunni að vera i nefnifalli og þá Hvatur og þá var gátan auöráðin. Þegar ég las þessa smágrein i morgun kom mér allt i einu i hug atvik úr bemsku minni. Ungur piltur frá Núpi i Dýra- firði var næturgestur á Alfadal. Honum fylgdi hundur. Um morguninn stóðum við bræð- urnir við loftsgatið og gesturinn hjá okkur. Hundurinn var á gólfinu við stigann. Hvað heitir hundurinn? spyr þá Kristján, elzti bróðir minn. Hann heitir eins og þú, svarar gesturinn. Ekki trúðum við þvi og endurtók Kristján spurninga. Tæplega er þarna að finna hund Karls, þennan sem bar nafnið skrýtna. Engu að siður birtum við myndina til uppllfgunar — hún er þó altént af hundi. Svarið var hið sama hjá gest- inum. — Heitir hann þá Kristján? ? Nei, hann heitir: „Eins og þú”. Ég man ekki hvort að við trúðum þvi nokkurn tima, að hundurinn héti þessu skritna nafni, en svo var það i raun og veru. Ég hringdi til Hauks Kristinssonar á Núpi og spurði hann, hvort hann myndi eftir hundi á Núpi með þessu nafni. Hann hélt nú það. Þetta var allra vitrasti hundur, og kunni að heilsa og þakka fyrir sig með þvi að rétta fram framlöppina. Er það þá óliklegra að karlinn i afdalnum hafi nefnt hund sinn „Hvað”? Jóhannes Daviðsson, Hjarðardal. Mynster-AAunster-ónámkvæmni t Timanum 4. april er minnzt i Miinzterhugvekjur. Sagt er að >ær hafi tröllriðið öllu trúar- œrfi á Islandi I tvær aldir og I )eim hafi danskan og islenzkan •unnið saman i eitt. Mynsterhugleiðingar komu út 1839. Höfundur þeirra var Jakob Peter Mynster biskup. dann var fæddur 1775. Hann var Iberandi maður i dönsku cirkjulifi og stóö þar mjög á jndverðum meiði viö Grundt- /ig, sem var systursonur stjúpa Hynsters. Réttur titill islenzku pýöingarinnar er: Hugleiðingar um höfuðatriði kristinnar trúar. Sagt er að þær séu útgefnar á islenzku af Þorgeiri Guð- nnundssyni. Það er „Þorgeir i iundinum góða”. Þýðendur auk Þorgeirs voru Brynjólfur Pétursson, Jónas Hallgrimsson )g Konráð Gislason. Af þéssu má það vera ljóst, aö það er að minnsta kosti ónákvæmt, að fullyrða að „Miinsterhugvekjur” hafi „tröllriðið islenzku trúarlifi i tvær aldir”. Og þó að Fjölnis- menn hafi margt merkilegt gert hefur þvi litt verið á loft haldið til þessa, að i höndum þeirra hafi danskan og islenzkan runnið saman i eitt. Þaö er kannski dálitiö ónákvæmt orða- lag lika. H.Kr. Sárnar skrif angurapans 'Gisli Magnússon skrifar: Ég veit ekki hvort þiö viljið koma meöfylgjandi linum á framfæri. Þær eru skrifaðar i gremjukasti. Mér sárnaöi þegar ég las dóm þessa angurapa um þá Einar og Asgrim. Aður sótti ég sýningar, ef ein- hverjar voru, er mig bar til Reykjavikur. Nú er ég hættur þvi að mestu. Fer oftast heimskari út af þeim en inn. Oðru máli gegnir um Asgrims- safn og Hnitbjörg. Þaðan fer ég út annar maöur og betri — i bráð. Mér er alltaf jafnmikil nautn að koma þangað, Með beztu sumarkveöjum Gisli Magnússon „Heita skal kaup- staður sveitin..." Samkvæmt samþykkt út- varpsráðs hinn 9. aprll sl. fengu Reykvikingar rétt fyrir rangt svar i' kjördæmakeppninni hinn 1. mai. Vissu og spyrill þáttarins og dómari eigi betur, enda virðist skylt aö trúa máli Helga Skúla Kjartanssonar, höfundar spurninganna og margra hinna umdeilanlegu svara. — Sýnd var mynd af ibúöarhúsi Stephans G. Stephanssonar skálds i Marker- ville byggðinni og spurt i útjaðri hvaða kaupstaðar þetta hús stæöi. Þannig háttar til að i Markerville, sem er sveita- byggð alllangt fyrir norðan Calgaryborg, heldur sunnar en miðleiöis þaðan til Edmonton, höfuöborgar Albertafylkis, er enginn kaupstaður, Nokkru sunnar en bær skáldsins stendur, er agnarlitiö sveita- þorp, örfá hús og kirkja. Þar kæmi engum til hugar að kalla kaupstað. Stephan G. Stephansson var fermdur i Viðimýrarkirkju i Skagafiröi. Hugstim okkur, að sýndhefði verið mynd af Viöi- mýri I spurningakeppninni og spurt nálægt hvaða kaupstaö þessi kirkja væri. Hver svaraði Varmahlið, þótt þar sé margfalt stærra þorp og meiri verzlun en I litla bæjahverfinu sunnan við hús Stephans G. og jöröina sem hann yrkti? Enginn heilvita maður. Af þvi að Varmahllö er ekki kaupstaður. 1 þeim fylkjum Kanada, sem ég ferðaöist um á sl. sumri, British Columbia, Alberta , Saskatchewan og Manitoba, er mikill fjöldi litiila þorpa, sem fremur kallast „hamlets” en „villages” á ensku. Eru þau mörg á stærð við bæjahverfin I öræfum, 3-5 bæir I hnapp, ekki óviða litil sveitakirkja jafn- framtog sumsstaðar búðarhola. Slika staði kalla tslendingar ekki kaupstaði, hvorki i Kanada né á tslandi. Er það þvinýmæli, sem útvarpsráð hefur fyrirfram staöhæft, að rétt skuli vera, að Markerville-byggöin sé kaup- staður. Um það dugar engum aö efast. Heita skal kaupstaður sveitin. Þá vitum við það, landar Helga Skúla Kjartans- sonar, hvað sem frændur okkar i Kanada segja og þeim viröist, sem nokkra staðþekkingu hafa I Markerville. Agúst Sigurðsson, Mælifelli. HRINGIÐ I SIMA 18300 MILLI KLUKKAN 11- Ertu búinn að fá þér vinnu í sumar? Páii Stefánsson nemi: — Já, ég er búinn að fá vinnu I Landsbankanum, en þar vann ég einnig siðast liöið sumar. Jakob S. Jónsson ncmi: — Já, ég er búinn að fá mér vinnu. Hvað? Ja, ætli það flokkist ekki undir almenna verkamannavinnu. Það er örstutt siðan ég Kjartan Arnason nemi: — Nei, ég er ekki búinn að fá neina vinnu ennþá. Ég er aö gera mér vonir um að fá vinnu um atvinnumiðlun menntaskóla- nemenda. Hildur Karen Jónsdóttir nemi: — Nei, ég er ekki búin að fá vinnu ennþá. Ég hef sótt um vinnu á fleiri en einum stað, en engin svör fengið enn. Ég læt liklega skrá mig hjá atvinnumiðlun menntaskólanema I skólanum I Hamrahlið. Jón Nórland nemi: — Já, ég er búinn að fá vinnu sem sendiferðabilstjóri. Ég hef unnið viö það áður. Siöast liðiö sumar var ég I byggingavinnu. r ° TIMA- spurningin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.