Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 11. maf 1976 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 49 sviðið. Það er mér mikilvæqt, bað skilurðu sjálfsagt. Justin bráðnaði á stundinni. — Fyrirgefðu Venetia, sagði hann skömmustulegur. — Fyrirgefðu. — Auðvitað fyrirgef ég þér, svaraði hún blíðlega. — Fæ ég þá að fylgjaþér á hótelið? — Ég veit það ekki... Þrátt fyrir allt gat verið að Mark vildi launa henni fyr- ir miðana, sem hún hafði sent honum og bjóða henni út. - En ef hann gerði það ekki...og Brent kæmi ekki...væri ágætt að hafa Justin í bakhöndinni. — Af hverju ertu ekki viss? spurði hann. — Ætlar Brent að sækja þig? — Kannske. — Og kannske ekki! Hann hef ur að minnsta kosti ekki látið sjá sig undanfarin kvöld. Af brýðisemin rak hann til að halda áfram: — Kannske hann sé með einhverri ann- arri. Venetia starði undrandi á hann. — Hvað áttu við? Brent með annarri? Aldrei! Það mundi hann ekki gera! Auk þess þekkir hann ekki aðrar en mig hérna í Paris. Hún vildi blátt áfram ekki trúa því, að Brent hefði kynnzt öðrum konum án þess að hún vissi það. Brent hafði aldrei litið á aðra konu síðan hún kom til sögunnar. En augnaráð Justins skelfdi hana. — Hverri? Um hverja ertu að hugsa? Afbrýðisemin lét hana gleyma allri varkárni. Hann hafði sagt það sem hann hefði átt að láta ósagt og nú varð hann að reyna að bæta úr því. Ef hann tæki orð sín aftur núna, yrði þetta hlægilegt. — Ég er ekki að hugsa um neina sérstaka, sagði hann, — en þér skjátlast þegar þú heldur, að hann þekki ekki neinn í París. Hann þekkir Lowells....og líka Myru Henderson, bætti hann við. — Myra Henderson! Stúlkan á sjúkrahúsinu? — Já, hann hitti hana í boðinu hjá Estelle. Hvers vegna skyldi hann ekki vera með henni? Venetia skellihló. — Elsku Justin, ef þú ert að reyna að gera mig af brýðisama, þá láttu þér detta einhverja betri í hug. Brent mundi ekki líta tvisvar á stúlku eins og Myru. — Hvers vegna ekki? Hún er...mjög aðlaðandi. Og gleymdu ekki að þau hittust aftur um kvöldið i Oper- unni. Tókstu ekki eftir að þau voru niðursokkin f einka- samræður þegar við vorum hérna á eftir? Brosið hvarf af andliti Venetiu. — Þú ert galinn, hvísl- aði hún. Hann hafði valdið henni áhyggjum og hann var ánægð- ur yfir því. — Gleymdu því, sagði hann. En grunurinn var vaknaður. Þegar hún hugsaði um það, þá höfðu þau Brent og þessi stúlka verið að tala saman, bara tvö....gat það raunverulega verið? — Finnst þér hún aðlaðandi, Justin? — Heyrðu nú, sagði hann vandræðalega. — Ég sagði þér að gleyma þessu.... Hún leit reiðilega á hann. — Gleyma því? Eftir að þú gerðir allt, sem þú gazt til að segja mér það? Hvers kon- ar f íf I heldurðu, að ég sé? Eða ertu kannske bara að vera andstyggilegur? Ertu að búa þetta til, Justin? — Nei, alls ekki, sagði hann ringlaður. — Mér fannst satt að segja að einhver ætti að haf a orð á þessu við þig með Brent. — Þú ert afbrýðisamur, sagði hún ásakandi. — Auðvitað er ég það. Það eru allir ástfangnir menn. Brent væri það líka, ef hann elskaði þig. Þá sæti hann í Óperunni á hverju kvöldi og gætti þess að enginn annar færi með þig. En er hann hérna? Skiptir það hann engu máli, hver fylgir þér heim? Honum líkaði ekki, það sem hann var að segja. Venetia hafði sært hann og hann langaði til að særa hana. — Þér finnst Myra Henderson ef til vill ekki aðlaðandi, hélt hann áfram. — En þú mátt trúa mér, þegar ég segi, að hún er það. Ég viðurkenni, að hún er engin Ijómandi fegurðardís, en ég veitti henni athygli í fyrsta skipti, sem ég sá hana. Hvers vegna skyldi Brent þá ekki gera það? Eða hvaða karlmaður sem er? Það eru læknar á sjúkrahúsinu og þeir eru mannlegir eins og aðrir. — Mark Lowell lika? Venetia var orðin óstyrk. — Finnst honum hún líka aðlaðandi? — Hvers vegna ekki? Já, hvers vegna ekki? Venetia varð skyndilega hrædd. Hún var sannfærð um að Myra Henderson var hættuleg, allar aðlaðandi konur voru hættulegar þegar hún var sjálf ekki viðstödd og gat keppt við þær. Það var barið að dyrum. — Tjaldið, ungfrú, tjaldið! Venetia settist við snyrtiborðið og strauk púður- kvastanum yfir andlitið. — Þú verður að fara núna, Justin. HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Dreki blistrar og Djöfull kemur á vettvang Hjálpið honum upp, en varlega’ þetta er úlfur. Hann bitur ekki I nema að þið verðið harkalegir A- ^við hann. - Við héldum að þú værir -—— JiJU jn^- Mork að er auöséö, ekki hreyfa 'ramhald 'Zí'SMttUJ 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Guðrún Birna Hannes- döttir les framhald sögunn- ar af „Stóru gæsinni og litlu hvitu öndinni” eftir Mein- dert DeJong (8). Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atriða. Fiskispjallkl. 10.05: Ásgeir Jakobsson flytur. Hin gömlu kynni kl. 10.25: Valborg Bentsdóttir sér.um þáttinn.. Morguntónleikar kl. 11.00: Yehudi Menuhin og Louis Kentner leika Sónötu nr. 3 i d-moll fyrir fiðlu og pianó op. 108 eftir Brahms/Smetana-kvartett- inn leikur strengjakvartett i As-dúr op 105 eftir Dvorák. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Gestur I blindgötu” eftir Jane Blaekmore Valdis Halldórs- dóttir les þýðingu slna (2). 15.00 Miödegistónleikar Adolf Scherbaum og Barokk- hljómsveitin I Hamborg leika Trompetkonsert nr. 2 i D-dúr eftir Giuseppe Torelli: Scherbaum stjóm- ar Amsterdam kvartettinn leikur Kvartett nr. 11 D-dúr fyrir flautu, fiðlu og sembal eftir Georg Philipp Tele- mann. Jörg Demus leikur á planó Partítu nr. 1 i B-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Hubert Schoonbroodt, Pierrick Houdy, Robert Gendre og kammersveit leika Konsertsinfónlu fyrir sembal, pianó, fiðlu og kammersveit op. 9 eftir Jean Francois Tapray: Gérard Cartigny stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar. 17.30 „Sagan af Serjoza” eftir Veru Panovu Geir Kristjánsson les 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.00 Nokkur orð frá Nairobi Séra Bernharður Guð- mundsson flytur erindi 20.00 Lög unga fólksins Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Að tafli Ingvar As- mur.dsson flytur skákþátt. 21.30 Elly Ameling syngur lög eftir Hugo Wolf 22.00 Fréttu-. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „Sá svarti _ senuþjófur”, ævisaga Haralds Björnssonar. Höfundurinn, Njörður P. Njarðvlk, les (19). 22.40 Harmonikulög Adriano leikur. 23.00 A hljóðbergi „Tal som regn”. Karen Blixen ræðir um sjálfa sig sem söguþul og segir frá Barrabasi og vini Heródesar konungs. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þjóðarskútan Þáttur um störf alþingis Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 McCloud Bandarlskur sakamálamyndaflokkur. Riddaralið stórborgarinar Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.50 Hver á að metta mann- kynið?! þessari bandarlsku fræðslumynd er lýst eðli og ástæðum matarskortsins i heiminumog bent á hugsan- leg ráðtilúrbóta. Einnig eru borin saman lifskjör manna I hinum ýmsu heimshlutum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 23.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.