Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 11. mai 1976 TÍMINN 23 Framsóknarkonur í Reykjavík Félag framsóknarkvenna heldur fund fimmtudaginn 13. mai kl. 20:30 að Rauöarárstlg 18. Umræðuefni: Kirkjumál. Ólafur Jóhannesson dóms- og kirkjumálaráöherra mætir á fundinum. Fjölmennið og takið með ykkur kaffibrúsann. Stjórnin. Framsóknarmenn Keflavík og nógrenni Fundur veröur haldinn i Framsóknarhúsinu I Keflavlk fimmtu- daginn 13. mai kl. 20:30. Framsögumaður Steingrlmur Her- mannsson forstjóri Rannsóknaráðs rikisins ræðir um iönþróun og stóriðju. Fundarstjóri veröur Birgir Guðnason. Framsóknarmenn fjöl- mennið stundvlslega. Akranes og nærsveitir Framsóknarfélag Akraness heldur fund um stjórnmál I Fram- sóknarhúsinu á Akranesi sunnudaginn 16. mai kl. 16.00. Fram- sögumaður verður Ólafur Jóhannesson, dómsmálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. fVerkfræðingar Bygginga- tæknifræðingar! Starf forstöðumanns tæknideildar ísa- fjarðarkaupstaðar er laust til umsóknar. Laun skv. launaflokki B-1 + 20% álag + bifreiðastyrkur. Umsóknarfrestur er til 20. mai n.k. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. ísafirði, 5. maí 1976 Bæjarstjóri ísafjarðar Lögtaksúrskurður Keflavík, Grindavík, Njarðvík og Gullbringusýsla Lögtaksúrskurður vegna ógreiddrar en gjaldfallinnar fyrirframgreiðslu þing- gjaida 1976 var uppkveðinn í dag, fimmtu- daginn 6. maí 1976. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fara fram að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Keflavik, 6. mai 1976. Bæjarfógetinn í Keflavik, Grindavík og Njarðvík, Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Jón Eysteinsson. Jörundur Pálsson með eina af mörgum Ksju-myndum sinum l'imamvud: Gunnar. Hefur málað á annað hundrað myndir af Esjunni! gébé Rvik — Ekki munu þeir mar'gir islenzku listmálararnir sem sérhæfa sig i að mála aö- eins eina íyrirmynd og telja má að Jörundur Pálsson, arkitekt, sé þar i sérflokki, en hann hefur valið sér Esjuna sem verkefni. Fyrstu Esjumynd sina málaði Jörundur árið 1947, en þá nýj- ustu i gær. Ails kveðst hann hafa inálað rúmlega eitt hundrað Esjumyndir. Jörundur hefur tvisvar haldiö einkasýningar i Ueykjavík þar sem hann hefur eingöngu sýnt Esju-myndir, en þriðju sýninguna áætlar hann að opna i haust. Timinn ræddi stuttlega við Jörund nýlega. — Ertu ekki búinn að fá leið á að mála Esjuna? — Nei, öðru nær, nú fer ég fyrst að kunna eitthvaö! svarar hann og bætir við, að ekki sé mikið, þó að hann máli Esjuna i tiu ár, þegar litið sé á verk danska listmálarans Oluf Höst, sem málaöi sömu hlöðuna og sveitabæinn i þrjátiu ár og varð heimsfrægur fyrir! F’lestar myndir Jörundar eru vatnslitamyndir, en á næstu sýningu mun hann einnig sýna kritarmyndir af Esjunni. — Ég hef farið viða um i nágrenni Esju og málað fjallið frá ýms- um sjónarhornumogeralltaf að finna nýtt og nýtt mótiv, þvi íjallið er t.d. gjörólikt frá Kjal- arnesi séð, en héðan af Klepps- veginum, sagði hann, en vinnu- stofa Jörundar er á Kleppsveg- inum, þar sem nú má finna um 30 Esjumyndir, ef einhver hefir áhuga á að lita inn og fá sér Esjumynd. Listiðnaður á Listahótíð A Listahátiðinni i júni n.k. verður efnt til sérstakrar listiðn- aðarsýningar, þar sem sýndir verða islenzkir listiðnaðarmunir. Auk islenzkra þátttakenda hefur tveim þekktum listhönnuðum frá Finnlandi verið boðið að taka þátt i sýningunni. Listiðnaðarsýningin verður haldin i Norræna húsinu dagana 5. til 20. júní. Aðstandendur sýn- ingarinnar eru félagið Listiðn með stuðningi Félags Islenzkra iðnrekenda og útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins. Þá hefur Nor- ræna húsið veitt aðstoð I sam- bandi við boð til erlendu gest- anna. Þátttaka • i sýningunni er opin þeim, sem starfa á listiðnaö- arsviðinu, svo sem félögum List- iðnar, útflytjendum nytjahstar, og öðrum þeim sem má flokka undir þetta sérsvið. Sérstök matsnefnd mun velja sýningarmunina, en fram- kvæmdanefnd sýningarinnar hef- ur nú sent frá sér bréf varðandi þátttöku I sýningunni. 1 fram- kvæmdanefndinni eiga sæti Jón Ólafsson, húsgagnaarkitekt, Hilmar Sigurðsson, teiknari FIT, Ottó Ólafsson, teiknariFlT, Úlfur Sigurmundsson, hagfræöingur, Hrafn Gunnlaugsson, frkvstj. Listahátiðar og Þóra Kristjáns- dóttir, fulltrúi Norræna hússins. Hjónin Vuokko og Antti Nur- mesniemi verða sérstakir gestir sýningarinnar, en þau eru kunnir listhönnuðir, bæði i heimalandi sinu og erlendis. Hafa þau fengið margs konar viðurkenningar fyr- irstörfsin á listiönaðarsviðinu, — m.a. I fataiðnaði, keramik, hús- gagna- og gleriönaði. Er mikill fengur i þátttöku þeirra á þessari sýningu. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku á Listiðnaðarsýningunni, eru vin- samlegast beðnir um að hafa samband sem fyrst við Jón Ólafs- son, húsgagnaarkitekt, i sima 13013. Vill að bíllinn verði tekinn aftur í vísitöluna Timanum hefur borizt eftirfar- andi frá FtB: Félag islenzkra bifreiðaeig- enda átelur stjórnvöld fyrir þær skefjalausu hækkanir, sem nú undanfarið hafa oröið á rekstrar- kostnaði bifreiða fyrir þeirra til- stilli. Bensin hefur hækkað um 17%, tryggingar um allt að 70%, auk annarra hækkana, sem leiöa af siöustu ráðstöfunum. Meiri hluti þessara hækkana rennur beint i rikissjóð sem skattur og tollar. Hér er þvi um að ræða aukningu á hinum óhóflegu álög- um ríkisins á bifreiðaeigendur. Félagið vill eindregið vara viö þeirri stefnu, sem stjórnvöld hafa haft, að auka álögur á bifreiða- eigendur i hvert skipti sem rikis- sjóður er I fjárþröng. Þessistefna sýnir, aö ráðamenn þjóðarinnar gera sér ekki grein fyrir þýðingu bifreiöarinnar i nútima þjóðlifi. Það er nauðsynlegt fyrir þjóöina að ráöamenn geri sér það ljóst, aö við lifum á siðari hluta 20. aldar og að bifreiöin er ekki lengur ,,lúxus”tæki, heldur þarfasti Ráðskona Kona um f ertugt með 3 börn óskar eftir ráðs konustöðu. Er vön sveitastörfum. Simi 7- 17-54 eftir kl. 8 á kvöld- in. þjónninn og forsenda þess að unnt sé að lifa mannsæmandi lifi i þessu landi. I bréfi F.l.B. til rikisstjórnar- innar, dagsettu 3. febrúar 1976, óskuðum við eftir þvi að ríkis- valdið léti af þeim leiða sið að gripa erlendar oliuhækkanir feg- ins hendi, sem forsendu til öflun- ar aukinna toll- og skatttekna. F.l.B. gerir þá kröfu til stjórn- valda, að rekstrarkostnaöur bif- reiða verði tekinn aftur inn i út- reikningsgrundvöll visitölu fram- færlsukostnaðar. (FráF.Í.B.) r Bílasalan Höfðatúni 10 SELUR ALLA BÍLA: Fólksbila — Stationbíla Jeppa — Sendibila Vörubíla — Vöruflutningabila 14 ára reynsla i bilaviðskiptum. Opið alla virka daga kl. 9—7, laugardaga kl. 1—4. Bilasclan Höfðatúni 10 Simar 1-88-70 & 1-88-81

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.