Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 11. mal 1976 Hvernig ná 100 ára aldi — eða lifa það jafnvel að eiga ára brúðkaupsafmæli? A þeim tveim árþúsundum sem liöin eru siðan Hippokrates var uppi, hafa menn borið fram meira en 200 kenningar, sem út- skýra af hverju menn eldast. En það er ekki fyrr en nú, að menn eru nálægt því að ráða gátu ell- innar. I Kief starfa 700 manns við Elli- fræðastofnun Læknavisindaaka- demiu Sovétrikjanna. Skref fyrir skref þoka þeir áfram þekkingu okkar á hrörnun og þar með á leyndarmálum langlifis. Sóknin á hendur ellinni er háð á þrem deildum stofnunarinnar, 0 Silfurbrúðkaup heitir, þegar fólk hefur verið 25 ár I hjónabandi, gullbrúðkaup við 50 ára mörk. Þar á eftir kemur demantsbrúð- kaup. En hvað heitir, þegar fólk hefur veriö gift I hundrað ár eins og þau Balaksji og Amina frá Azerbædsjan? sem sameina sextán rannsókna- stofur og sjilkradeildir. Þeim ráð- um, þeirri meðferð, sem hér eru prófuð er með virkum hætti fylgt eftir i daglegu lifi milljóna manna á ýmsum aldri. Menn byrja miklu fyrr að eld- ast en við höldum, eða á 30-35 ára aldri. Þá byrjar „forbrekkis- gangan" eins og fræðimenn kalla petta æviskeið. — Sjálf er þessi þróun mjög einstaklingsbundin, segir próf. Nikita Mankovski. Hiin er erfða- bundin, þ.e.a.s. hver einstakling- ur eldist með sínum hraða. Það má færa aö þvl rök, að maðurinn sem dýrategund geti búizt viö þvi að lifa i 100-120 ár, og að við af ýmsum ástæðum vanlifum um 30- 40 ár. Nú um stundir getum við að nokkru leyti haft áhrif á ævitim- ann, og I tilraunum með dýr hafa menn lært að ná 30-35% árangri. 1 rannsóknastofum stofnunar- innar er verið að búa til ný lyf. Þau miða ekki við skammtima á- hrif eins og mörg örvandi efni, en eiga að hafa lifeðlisfræðileg áhrif. Hér er um að ræða vitaminblönd- ur sem hrórnandi likami þarf sér- staklega á að halda, og einnig efni sem innihalda aminósýrur o.fl. Ýmis þessara lyfja lofa góðum árangri. — Ellifræðin gerist æ sérhæfð- KJARVALSSTADIR Tvær sýningar á Kjarvalsstöðum POLSK PLAKÖT MAÍ-JÚNÍ 1976 Listakona frá Finn- landi sýnir á Kjarvals- stöðum Ung listakona frá Finnlandi hefur komið til fslands með vindinn i fangið, — stólaði á farareyri til að sýna á Kjarvals- stöðum, en hefur ekki hlotið áheyrn frá einum fimm eða sex stofnunum i Finnlandi, sem hún leitaði til meö farareyri — en samt eru myndirnar hennar komnar upp, eins og 80 talsins og flestar fremur stórar. Terttu Jurvakainen er fædd I Muhos I Norður-Finnlandi, þar sem menn hafa sterk bein og seigar taugar og það hefur sannarlega komið sér vel nú, þvi að stórsýningar erlendis kosta offjár, am.k. þegar stofnanir eiga hlut að máli og gengið er frá hlutunum af þvi opinbera. Listakonan hefur haldið fjölda sýninga I heimalandi sinu, fyrst árið 1967 I Helsinki, en svo ut. um allt Finnland, eöa alls 17 sinnum, en auk þess hefur hún sýnt erlendis og tekiö þátt I samsýningum. Hún hlýtur þvi að vera vinnusöm og hinn mesti atorkuforkur. En vlkjum nú ögn að myndunum sjálfum. Terttu Jurvakainen málar ljóðrænar abstraktionir og hálf figurativar, ljóðrænar myndir. Hún er yfiríeitt heppin með veð- ur i sinum myndum, er á ferli þegar sólin setzt, sumarið hverfur. Abstraktverkin eru einhvern veginn hálfgerðar ljósaskiptastemmningar lika, jarðbundnar og fylgja likum lögmálum. Portretmyndirnar eru verri en aðrar. Sagt er, að ef vel sé að gáð, séu flestir málarar alltaf að mála sömu myndirnar alla ævi. Terttu Jurvakainen er innan þess ramma. Hún málar Hklega i'imin geröir af myndum og sumar eru næstum alveg eins. Samt eru þessar myndir sumar hverjar mjög góðar, en betra hefði verið að fækka þeim, þá heföi sýning hennár orðið mun sterkari. Það leynir sér ekki, að hiin ræður yfir góðri tækni, en. hún notar sömu litina aftur og al'tur, lika sömu gæsirnar en maður hélt nú satt að segja að nóg væri komiö af þeirri fugla- tegund að Kjarvalsstöðum I bili, a.m.k. ef marka má blaöaskrif fyrir og eftir nýja stll. Terttu Jurvakainen hefur gott auga fyrir málverki og lit, en hættir samt stundum of litlu, og forð- ast næstum öll átök. Ilún sagði I blaðaviðtali, að hún væri svart- sýn, en málverkanna vegna þarf hún naumast að vera það, og við hvetjum alla til þess að sjá þessa eftirtektarverðu sýn- ingu hins finnska málara. Þetta gefur tilefni til dálitilla hugleiðinga. Kjarvalsstaðir hafa verið dálitið einkennilegir, svo til allt frá upphafi, sem listamiðstöð. Deilur og fjaðrafok útaf verðug- urn málurum og óverðugum hafa með einhverjum hætti fært staðinn úr úr kraftlinum listarinnar. Vonandi er þessi finnska sýning upphaf að þvl, að við fáum að sjá á Kjarvalsstöð- um, eitthvað merkilegt erlent, svona til tilbreytingar, og þessi látlausa finnska sýning er von- andi upphaf aö fleiri slikum. Pólsk plaköt A grákofóttum göngum Kjarvalsstaða hanga nú nær 50 plaköt eftir pólska listamenn. Þeir auglýsa allt mögulegt, óperur, leikhús, bókaklúbba, balletta visindakeppni, sklða- keppnir, sirkus og flugfélög, og svo auðvitað upplýsingaplakat fyrir sýninguna sjálfa, annað hefði naumast verið hægt. ' Pólsk plakatkúnst hefur hlotið heimsfrægð fyrir löngu. Er orð- in að eins konar þjóðlisl þar I landi, svipað og neonskiltin eru i borgum Vesturlanda. Menn láta sér ekki nægja að hripa eitthvað á blað, eða prenta og llma eða negla á staur. Það verður Hka að vera eitthvað fyrir augað, og þá helzt listaverk lika. Um pólska plakatgerð segir svo I sýningarskrá: „Annað hvert ár fer Alþjóð- legi plakatbiennalinn fram i Varsja i Póllandi og ekki að ástæðulausu, þvl að pólsk aug- lýsingahönnun og plakatagerð hefur lengi verið talin standa öðrum framar sökum sérstakr- ar smekkvisi og listrænnar út- sjónarsemi. Plaköt hafa verið hönnuð i Póllandi frá þvi fyrir aldamót, en vöktu ekki verulega athygli alþjóðlega fyrr en I kringum 1920, og má segja, að pólsk plakatahefö hafi fyrst slegið I gegn árið 1925, þegar al- þjóðleg sýning á hönnun og skreytilist, sem haldiri var I Paris, veitti þrem pólskum -plakatasmiðum, þeim Czaj- kowski, Gronowski og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.