Tíminn - 11.05.1976, Side 12

Tíminn - 11.05.1976, Side 12
12 Þriðjudagur 11. mai 1976 Þriðjudagur 11. mai 1976 TÍMINN 13 Hvernig ná menn 100 ára aldri — eða lifa það jafnvel að eiga hundrað ára brúðkaupsafmæli? A þeim tveim árþUsundum sem liðin eru siöan Hippokrates var uppi, hafa menn borið fram meira en 200 kenningar, sem út- skýra af hverju menn eldast. En það er ekki fyrr en nú, að menn eru nálægt þvi að ráða gátu ell- innar. 1 Kief starfa 700 manns við Elli- fræðastofnun Læknavisindaaka- demiu Sovétrikjanna. Skref fyrir skref þoka þeir áfram þekkingu okkar á hrörnun og þar með á leyndarmálum langlifis. Sóknin á hendur ellinni er háð á þrem deildum stofnunarinnar, 0 Siifurbrúðkaup heitir, þegar fólk hefur verið 25 ár i hjónabandi, gullbrúðkaup við 50 ára mörk. Þar á eftir kemur demantsbrúð- kaup. En hvað heitir, þegar fólk hefur veriö gift I hundrað ár eins og þau Balaksji og Amina frá Azerbædsjan? sem sameina sextán rannsókna- stofur og sjúkradeildir. Þeim ráð- um, þeirri meðferð, sem hér eru prófuð er með virkum hætti fylgt eftir i daglegu lifi milljóna manna á ýmsum aldri. Menn byrja miklu fyrr að eld- ast en við höldum, eða á 30-35 ára aldri. Þá byrjar „forbrekkis- gangan” eins og fræðimenn kalla þetta æviskeið. — Sjálf er þessi þróun mjög einstaklingsbundin, segir próf. Nikita Mankovski. Hún er erfða- bundin, þ.e.a.s. hver einstakling- ur eldist með sinum hraða. Það má færa að þvi rök, að maðurinn sem dýrategund geti búizt við þvi að lifa i 100-120 ár, og að við af ýmsum ástæðum vanlifum um 30- 40 ár. Nú um stundir getum við að nokkru leyti haft áhrif á ævitim- ann, og i tilraunum með dýr hafa menn lært að ná 30-35% árangri. í rannsóknastofum stofnunar- innar er verið að búa til ný lyf. Þau miða ekki við skammtima á- hrif eins og mörg örvandi efni, en eiga að hafa lifeðlisfræðileg áhrif. Hér er um að ræða vitaminblönd- ur sem hrörnandi likami þarf sér- staklega á að halda, og einnig efni sem innihalda aminósýrur o.fl. Ýmis þessara lyfja lofa góðum árangri. — Ellifræðin gerist æ sérhæfð- ari, segir Dimitri Tsjebotaréf for- stjóri stofnunarinnar, en hann er einnig forseti Alþjóðasamtaka ellifræðinga. Hún skiptist i þrennt i stórum dráttum: Liffræði ellinn- ar rannsakar hrörnunarferla allt frá einni frumu til mannsllkam- ans i heild. Ellisjúkdómafræðin kannar hvernig fyrirbyggja má ýmsa sjúkdóma i rosknu eða öldr- uðu fólki, sérstæðar lækningaað- ferðir sem beita verður viö slikt fólk. Og hin félagslega ellifræði gerir grein fyrir almennum lög- málum ellihrörnunar. Stofnunin hefur safnaö skýrsl- um, sem sýna bæði verulega hækkun meðalaldurs i Sovétrikj- unum, og svo að hlutur aldraðra i ibúafjöldanum fer vaxandi. 1 keisarans Rússlandi var meðal- aldur 35 ár, en nú er meðalaldur 70-72 ár. Siðasta manntal, sem gert var árið 1970 sýnir, að Sovét- rikin verða i vaxandi mæli land langlifisfólks. Einkum er hlutur aldraðra mikill og vaxandi i lýð- veldum eins og Grúsia, Armenia, Azerbædsjan, Jakútia. Tsjébota- réf segir, að þessi þróun sé eitt af einkennum okkar tima. Mann- talsstofa Sovétrikjanna telur, að ibúum muni hafa fjölgað um 80% árið 2000, en öldruðum um 100%. Eitt helzta verkefni sovézkra ellifræða er að hjálpa fólki að lækna i Þýzka Alþýðuveldinu, Búlgariu og Ungverjalandi. Ellifræðingar i landinu eru nú að ljúka þeim áfanga, sem kenna má við gagnasöfnun, sem nauð- synleg er til að hægt sé að komast að alvarlegum fræðilegum niður- stöðum. Þeir hafa sett skýr verk- efni i bráð og lengd. Fyrst er að berjast við elli sem ber of snemma að dyrum, berjast fyrir þvi, að menn noti sem bezt þann forða, sem náttúran hefur fengið okkur, mæla með þeim fé- lagslegum aðgerðum sem tryggja öldruðum möguleika á að hjálpa til eftir mætti án þess að þeim finnist þeir vera úr tengslum við lifið. Og langtimamarkmiðið er að berjast fyrir langlifi mannsins yfirleitt. lgor Zaséda — APN. komast yfir timabil svonefndrar „eftirlaunakreppu”, þegar mað- urinn losnar úr tengslum við störf og áhyggjur, sem hann hefur van- iztum margra ára skeið og finnur til einangrunar, finnst hann einskis nýtur og ekkert framund- an. Ellin er þverstæðufull þróun — við hlið hnignunar og hrörnunar virka ýmsir aðlögunarþættir. Það kemur á daginn, að heili okkar og vöðvar eldast þeim mun hægar sem við notum þá með virkari og reglubundnari hætti. Rétt starfs- val, skynsamlegt vinnuálag, skynsamlegt fæði, skipulagning hvildar— einmitt skipulagning en ekki bið eftir einhverju — hið fé- lagslega baksvið persónuleikans, þessir þættir og nokkrir aðrir geta haft veruleg áhrif á aölögun- arhæfni likamans að ellinni. Þessir þættir eru mjög til rann- sóknar i Ellifræðastofnuninni. Þar hefur i fyrsta sinn i Sovétrikj- unum verið gert heildaryfirlit yfir ástand taugakerfisins við bæði eðlilega og snemmbæra hrörnun. Langt er siðan menn tóku eftir þvi, að til eru heil svæði á jörð- unni sem eru eins konar friðlönd, þar sem menn lifa lengur, veikj- ast siður en annars staðar og halda starfsorku hérumbil til dauðadags. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að útskýra þetta fyrirbæri, settar hafa verið fram freistandi kenningar og leitað hefurveriðað „töfralyfum” lang- lifis. Nokkur slik svæði má og finna i Sovétrikjunum. Eitt fyrsta stórátak Ellifræðastofnunarinnar i Kief var að gera rannsókn á fjörutiu þúsund manneskjum, sem náð höfðu áttræðisaldri. Rannsóknin fór fram eftir viðtækri áætlun, sem fól isér m.a. spurningar um bæði öldungana sjálfa og forfeður þeirra, um mataræði, daglegt lif, störf o.s.frv Niðurstöður sýndu, að öldungar eru flestir i dreifbýli, meira en helmingur þeirra hefur unnið við landbúnað, og þeir hafa yfirleitt fengizt við sömu störfin lengi. Aðeins 8,4% öldunganna eru jurtaætur eingöngu, helming- urinn hefur aldrei neytt tóbaks eða misnotað áfenga drykki. Það er og forvitnilegt, að öldungar hafa svo til aldrei lent i hjóna- skilnuðum. Á siðustu árum hefur stofnunin i Kief orðið miðstöð samstarfs við KJARVALSSTAÐIR PÓLSK PLAKÖT MAÍ- JLINÍ | 1976 Tvær sýningar á Kjarvalsstöðum Listakona frá Finn- landi sýnir á Kjarvals- stöðum Ung listakona frá Finnlandi hefur komið til Islands með vindinn i fangið, — stólaði á farareyri til að sýna á Kjarvals- stöðum, en hefur ekki hlotið áheyrn frá einum fimm eða sex stofnunum l Finnlandi, sem hún leitaði til meö farareyri — en samt eru myndirnar hennar komnar upp, eins og 80 talsins og flestar fremur stórar. Terttu Jurvakainen er fædd i Muhos i Noröur-Finnlandi, þar sem menn hafa sterk bein og seigar taugar og það hefur sannarlega komiö sér vel nú, þvi að stórsýningar erlendis kosta offjár, am.k. þegar stofnanir eiga hlut að máli og gengið er frá hlutunum af þvi opinbera. Listakonan hefur haldið fjölda sýninga I heimalandi sinu, fyrst árið 1967 i Helsinki, en svo út. um allt Finnland, eða alls 17 sinnum, en auk þess hefur hún sýnt erlendis og tekið þátt i samsýningum. Hún hlýtur þvi að vera vinnusöm og hinn mesti atorkuforkur. En vikjum nú ögn að myndunum sjálfum. Terttu Jurvakainen málar ljóðrænar abstraktionir og hálf figurativar, ljóðrænar myndir. Hún er yfirleitt heppin með veð- ur i sinum myndum, er á ferli þegar sólin setzt, sumarið hverfur. Abstraktverkin eru einhvern veginn hálfgerðar ljósaskiptastemmningar lika, jarðbundnar og fylgja likum lögmálum. Portretmyndirnar eru verri en aðrar. Sagt er, að ef vel sé að gáð, séu flestir málarar alltaf að mála sömu myndirnar alla ævi. Terttu Jurvakainen er innan þess ramma. Hún málar liklega fimm gerðir af myndum og sumar eru næstum alveg eins. Samt eru þessar myndir sumar hverjar mjög góðar, en betra hefði verið að fækka þeim, þá hefði sýning hennár oröið mun sterkari. Þaö leynir sér ekki, að hún ræður yfir góðri tækni, en. hún notar sömu litina aftur og aftur, lika sömu gæsirnar en maður hélt nú satt að segja að nóg væri komið af þeirri fugla- tegund að Kjarvalsstöðum I bili, a.m.k. ef marka má blaöaskrif fyrir og eftir nýja stil. Terttu Jurvakainen hefur gott auga fyrir málverki og lit, en hættir samt stundum of litlu, og forð- ast næstum öll átök. Hún sagði i blaöaviötali, að hún væri svart- sýn, en málverkanna vegna þarf hún naumast að vera það, og við hvetjum alla til þess að sjá þessa eftirtektarverðu sýn- ingu hins finnska málara. Þetta gefur tilefni til dálitilla hugleiðinga. Kjarvalsstaðir hafa verið dálitið einkennilegir, svo til allt frá upphafi, sem listamiðstöð. Deilur og fjaðrafok útaf verðug- urn málurum og óverðugum hafa með einhverjum hætti fært staðinn úr úr kraftlinum listarinnar. Vonandi er þessi finnska sýning upphaf að þvi, að við fáum að sjá á Kjarvalsstöð- um. eitthvað merkilegt erlent, svona til tiibreytingar, og þessi látlausa finnska sýning er von- andi upphaf að fleiri slikum. Pólsk plaköt Á grákofóttum göngum Kjarvalsstaða hanga nú nær 50 plaköt eftir pólska listamenn. Þeir auglýsa allt mögulegt, óperur, leikhús, bókaklúbba, balletta visindakeppni, skiða- keppnir, sirkus og flugfélög, og svo auðvitað upplýsingaplakat fyrir sýninguna sjálfa, annað hefði naumast verið hægt. Pólsk plakatkúnst hefur hlotið heimsfrægð fyrir löngu. Er orö- in að eins konar þjóðlist þar i landi, svipaö og neonskiltin eru i borgum Vesturlanda. Menn láta sér ekki nægja að hripa eitthvaö á blað, eða prenta og líma eða negla á staur. Það verður lika að vera eitthvað fyrir augað, og þá helzt listaverk lika. Um pólska plakatgerð segir svo I sýningarskrá: „Annað hvert ár fer Alþjóð- legi plakatbiennalinn fram i Varsjá i Póllandi og ekki að ástæðulausu, þvi að pólsk aug- lýsingahönnun og plakatagerð hefur lengi verið talin standa öðrum framar sökum sérstakr- ar smekkvisi og listrænnar út- sjónarsemi. Plaköt hafa verið hönnuð i Póllandi frá þvi fyrir aldamót, en vöktu ekki verulega athygli alþjóðlega fyrr en i kringum 1920, og má segja, að pólsk plakatahefð hafi fyrst slegið I gegn árið 1925, þegar al- þjóðleg sýning á hönnun og skreytilist, sem haldin var i Paris, veitti þrem pólskum plakatasmiðum, þeim Czaj- kowski, Gronowski og Terttu Jurvakainen, listmálari frá Finnlandi. Skáldmannshlutur á liðinni öld Skáldið, sem skrifaði Mannamun Stryjenska sin æöstu verðlaun. Plakatagerð i Póllandi á fyrstu áratugum þessarar aldar tók lengi mið af hvelfdum linum og fléttingum Art Nouveau hreyfingarinnar i öðrum Evrópulöndum, en sá skreyti- still var i hugum pólskra hönn- uða aldrei aðskilinn frá þjóð- ernistilfinningum þeirra og baráttu fyrir sjálfstæði.” Ennfremur þetta i lokin: „Flestir þeir hönnuðir sem unnið hafa plaköt fyrir leikhús eða kvikmyndir, hafa haldið sig við hefðbundna grafiska tækni og málaravinnubrögð, en sumir yngri listamanna hafa þó farið inn á aðrar brautir, t.a.m. þau Mroszczak og Krauze, sem nýtt hafa ljósmyndatækni á áhrifa- mikinn hátt, t.d. i plakatinu „Yfirheyrslan” eftir Kafka. Hin aukna fjölmiðlun siðari ára hefur losaö plakatiö undan þeirri kvöð aö þurfa að miðla fjölda upplýsinga á einu bretti. Við þetta hefur þýðing plakatsins að visu breytzt nokk- uð, en hins vegar hefur þetta gert hönnuðinum kleift að gera plakat að persónulegra mynd- verki, og fara út i allskyns formtilraunir. En pólsk plaköt eru sérdeilis merkilegt dæmi um listform sem nýtir beztu grafisku tækni, sem völ er á, vinnur með margræð og breyti- leg tákn og fágaða formhugsun, en höfðar þó strax og dyggilega til almennings.” Hinir gráu og dapurlegu veggir Kjarvalsstaða eiga vel við plaköt. Ef til vill hefði þó mátt koma þeim fyrir á fjöl- breyttari hátt. Hin stærðfræði- lega nákvæmni og hið jafná' bil nemur burt ögurstundina, ævin- týrið og breytir i kerfi. Menn eru að falla frá geometriskri upphengingu á list hvort eð er, en nóg um það. Þetta er holl sýning fyrir þá, sem áhuga hafa á auglýsingum og plakötum, þvi að þarna má sjá marga vel gerða hluti. A plakatsýningu, sem haldin var i anddyri Nor- ræna hússins I vetur sá maður hversu skammt við Islendingar erum komnir i þessari tækni, út- færslunni sjálfri, sem hefur þó svo mikið að segja og þarna geta menn lært. Svo er þetta lika augnayndi fyrir alla jafnt. Jónas Guðmundsson. Sendibréf frá Jóni Mýrdal Kinnur Sigmundsson bjó til prentunar Bókaforlag Odds Björnssonar Senniléga vita menn yfirleitt ekki mikið um Jón Mýrdal. Mar.namunur hans, sem fyrst kom út árið 1872, var alkunnur og naut verulegrar alþýðuhylli. Önnur bók hans, sem út kom að honum lifandi, Grýla, var og talsverð kunn og sæmilega metin. En um æviferil hans hefur litið verið skrifað á bækur til þessa. Finnur Sigmundsson skrifar hér nokkur orð um Jón Mýrdal áður en kemur að bréfunum sjálfum, en hann var fæddur i Hvammi i Mýrdal 1825, en dó á Akranesi 1899. Hann lærði Irésmiðar i Reykjavik en barst svo norður i land. Svo giftist hann norður i Fnjóskadal, en stutt varð i sambúð hjónanna. Árið eftirfæddistþeim dóttir.en það sama haust fór Jón til Kaupmannahafnar og bjó ekki með konu sinni eftir það. Hun varð ekki gömul, og einka- dóttirin andaðist liðlega þritug, en hafði þó eignazt mann og tvær dætur með honum áður. Jón Mýrdal mun hafa þótt nokkuð ölkær og ekki mikill staðfestumaður á þessum árum. Þau tvö ár, sem Jón Mýrdal dvaldi I Danmörku kynnti hann sér rennismiði og hlaut jafn- framt nokkra æfingu i að mála smiðisgripina. Eftir heim- komuna stundaði hann smiðar viðs vegar norðanlands. Arið 1880 giftist hann aftur, breið- firzkri stúlku, bjó siöan með henni til dauðadags, og átti þá heima vestanlands. Lifði hann þá við litil efni og þröngan hag, og mun stundum hafa fundizt, að betur hefði mátt halda á fyrr á ævinni. Þessi bréf Jóns Mýrdals fjalla mest um einkahagi. Mörg þeirra segja frá viðleitni hans til að koma handritum sinum i verð. Það gekk ekki vel, og út- gefandi fékkst ekki að þeim fremurenáður ergetið. Það var ekki fyrr en eftir þessa öld miðja, að sögur hans voru gefnar út. Þessi bréfabók er að öðrum þræði heimild um það basl, sem þessi skáldsagna- höfundur átti i. Nú myndi hann hafa orðið metsöluhöiundur og skilað nýrri sögu á hverju ári. En hér koma lika allmörg bréf, sem gamli maðurinn skrifaði dótturdóttur sinni ungri. Þau standa fyrir sinu. Þau em heimild um lifsskoðun og heilræði þeirrar tiðar. og þau sýna ræktarsemi og hugarhlýju afans, sem hlýtur að snerta lesandann. H.Kr. l.ll SiiIHl 11111111

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.