Tíminn - 11.05.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 11. mai 1976
TÍMINN
11
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn-
arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri:
Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús-
inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i
Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Áskriftar-
gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Stjórnarsamstarfið
ber að treysta
Hinn nýlokni aðalfundur miðstjórnar Fram-
sóknarflokksins var á vissan hátt frábrugðinn
fyrri fundum. Venjan hefur verið sú, að ræða
fyrst og fremst um stjórnmálaástandið og gera
ályktun i samræmi við það. Að þessu sinni var
þetta gert að vanda, en jafnframt ræddir sérstak-
ir málaflokkar, sem höfðu verið athugaðir og
ræddir i starfshópum fyrir fundinn.Á þennan hátt
var fjallað um orkumálin, kjördæmamálið og
verklegt nám. Ályktanir voru gerðar um öll þessi
mál og koma þar fram ýms ný viðhorf. Þessar
ályktanir verða siðar birtar og verður þá nánar
rætt um þær.
Umræðurnar um ástand og viðhorf i þjóð-
málum settu þó eðlilega mikinn svip á fundinn.
Það einkenndi mjög þessar umræður, að fullur
einhugur var um, að núverandi stjórnarsamstarf
bæri að treysta og halda þvi út allt kjörtimabilið.
Flokkarnir, sem standa að þvi, hafa löngum deilt
hart og eru ósammála um margt. Þeir tóku hins
vegar höndum saman á erfiðum timum, þegar
aðrir flokkar vildu ekki taka á sig ábyrgð, og hafa
orðið undanfarin misseri að glima við vaxandi
erfiðleika. Þegar stjórnin tók við, var verðbólgan
í algleymingi, m.a. sökum brotthlaups Björns
Jónssonar úr vinstri stjórninni, og var fyrir-
sjáanlegt, að þvi hjóli yrði ekki snúið við á
skömmum tima. Við þetta bættust svo siversn-
andi viðskiptakjör næstu misseri. Það hefur þvi
gengið erfiðlega að veita verðbólgunni viðnám.
Hins vegar hefur það tekizt að trvggja næga
atvinnu, sem óviða hefur heppnazt annars staðar
á þessum tima. Þá hefur verið haldið áfram
þróttmikilli byggðastefnu og gert meira stórátak
i orkumálum landsins en áður eru dæmi um. Þær
framkvæmdir eiga eftir að verða metnar i fram-
tiðinni, þvi að allt bendir til að orkuverð haldi
áfram að stórhækka.
Eftir örðugt starf i tæp tvö ár, bendir margt til
þess, að starf rikisstjórnarinnar sé að bera
árangur. Þrátt fyrir verðhækkanirnar að undan-
förnu, má gera sér vonir um, að verðbólgan verði
verulega minni á þessu ári en i fyrra og þannig
takist að draga úr henni i áföngum. Bersýnilega
hafa náðst traustari tök á rikisrekstrinum og að
afkoma rikisins verði þvi mun betri á þessu ári en
i fyrra. Sömu vonir er hægt að gera sér um við-
skiptin út á við. Þá bendir margt til þess, að
viðskiptakjörin muni fara batnandi, enda vilja
þeir, sem höfnuðu að taka á sig ábyrgð sumarið
1974, nú ólmir komast i stjórn. önnur stjórn en sú,
sem nú er, er þó ekki vænlegri til að halda endur-
reisnarstarfinu áfram. Þvi ber flokkum hennar
að treysta samstarfið og skila sem beztum
árangri á kjörtimabilinu.
Þar sem vonir standa til, að efnahagsaðstæður
fari batnandi, munu rikisstjórnin og flokkar
hennar fá betra tækifæri á siðari hluta kjör-
timabilsins en fyrri hluta þess til að fjalla um
fleiri mál en efnahagsmálin. Dómsmálaráðherra
hefur lagt fram frumvörp um endurbætur á
dómsmálakerfinu, og hann hefur sem viðskipta-
málaráðherra boðað frjálsari skipan verðlags-
mála. Aðrir ráðherrar hafa einnig merkar
lagabreytingar i undirbúningi, þvi má vænta
merkilegs löggjafarstarfs á siðari hluta kjör-
timabilsins.
Þ.Þ.
ERLENT YFIRLIT
Hafa Bréznjev og
Berlinguer samið?
Evrópufundur kommúnista loks ókveðinn
Marchais, leiötogi franskra komniúnista. og Berlinguer á fundi i Róm.
RÉTT fyrir helginga birti
fréttastofa Austur-Þýzkalands
tilkynningu þess efnis, aö full-
trúar frá kommúnistaflokkum
Evrópu myndu koma saman i
Austur-Berlin innan fárra
daga og ljúka þar undirbún-
ingi sameiginlegrar yfirlýs-
ingar um stöðu og samstarf
flokkanna. Yfirlýsingin yrði
svo lögð fram til endanlegrar
samþykktar á opinberri ráð-
stefnu flokkanna, sem yrði
haldin i náinni framtið. Gizkað
er á, að þessi ráðstefna verði
haldin i júli eða nokkru eftir
þingkosningarnar á ítaliu.
Það hefur um skeið verið á-
hugamál ráðamanna Sovét-
rikjanna, að koma á slikri ráð-
stefnu og fá þar samþykkta
yfirlýsingu, sem tryggði beint
eða óbeint forustuhlutverk
rússneska kommúnista-
flokksins. Upphaflega stefndu
Rússar að þvi, að þessi ráð-
stefna yrði haldin ekki siðar
en i mai 1975, en það tókst
ekki, og stefndu Rússar þá að
þvi, að hún yrði haldin ekki
seinna en fyrir þing rússneska
kommúnistaflokksins, sem
háð var i vetur. Það tókst ekki
heldur. Astæðan var sú, að
italski kommúnistaflokkurinn
vildi ekki, nema að vissu leyti,
sætta sig við það orðalag, sem
Rússar vildu hafa á yfirlýs-
ingunni. Franski kommún-
istaflokkurinn skipaði sér sið-
ar við hliö hans. Kommúnista-
flokkur Júgóslaviu hafði og
sérstöðu og einnig rúmenski
kommúnistaflokkurinn. Það,
sem þessir flokkar lögðu eink-
um áherzlu á, var aukið sjálf-
stæði flokkanna gagnvart
kommúnistaflokki Sovétrikj-
anna og að dregið yrði úr ýms-
um gömlum og úreltum kenni-
setningum, eins og vígorðun-
um um alræði öreiganna. Þá
lögðu þeir áherzlu á, að
kommúnistaflokkarnir gætu
ekki fylgt einni og sömu „lin-
unni”, heldur yrðu þeir að
haga framkvæmd stefnu sinn-
ar eftir mismunandi aðstæð-
um i hverju landi. Þetta vildu
Rússar ógjarnan fallast á, þvi
að þeir óttuðust að þetta gæti
leitt til þess, að samheldni
flokkanna rofnaði og yrði litið
meira en nafnið eitt.
ÞEGAR ljóst var, að þessi
ágreiningur yrði ekki jafnaður
fyrir flokksþing rússneskra
kommúnista, sem haldið var i
Bréznjev
ÞAÐ ER ekki ósennilegt, að
það samkomulag, sem nú
virðist hafa náðst milli rúss-
neska kommúnistaflokksins
og kommúnistaflokkanna i
Vestur-Evrópu, muni bera
verulega á góma i kosninga-
baráttunni á italiu. Af
hálfu italskra kommúnista
verður vafalitiö haldið fram,
að Berlinguer, leiðtogi þeirra,
hafi unnið mikinn sigur, þvi að
Bréznjev hafi orðið að sætta
sig við að fallast á sjónarmið
hans um sjálfstæði kommún-
istaflokkanna. Af hálfu and-
stæðinga kommúnista verður
þvi hins vegar vafalitið haldið
fram, að Bréznjef hafi slakað
til i þeim tilgangi að treysta
þannig betur samstarfið við
italska kommúnista. Vafaiitið
er það lika rétt, að Rússar telji
hag sinum betur borgið með
þvi að halda samstarfinu
áfram, heldur en að láta það
rofna, enda þótt þeir verði aö
sætta sig við að ráða ekki jafn-
miklu og áður um gerðir
kommúnistaflokkanna i Vest-
ur-Evrópu.
—Þ.Þ.
vetur, fóru ýmsir að gizka á,
að hann væri svo alvarlegur,
að kommúnisminn myndi
brátt klofna i þrjár greinar,
sem hefðu höfuðstöðvar i
Moskvu, Peking og Róm.
Þetta hafa valdamenn Sovét-
rikjanna vafalaust gert sér
ljóst. Allt bendir þvi til, aö þeir
hafi við nánari athugun talið
rétt að slaka til og afstýra
þannig aivarlegum klofningi.
Þær fregnir af efni áður-
greindrar yfirlýsingar flokk-
anna, sem kvisazt hafa út,
benda yfirleitt til þess, að það
séu Rússar, sem hafa slakað
meira til en Italir og Frakkar.
Sé þetta rétt, virðast Rússar
hafa komizt að þeirri niður-
stööu, að það myndi tryggja á-
hrif þeirra betur i Vestur-
Evrópu að halda áfram sam-
starfi við kommúnistaflokk-
ana þar á jafnréttisgrundvelli
en að láta koma til klofnings
við þá. Sennilega hafa þeir
ekki sízt haft það i huga, að
þetta væri þeim hagkvæmt, ef
svo færi að kommúnistar á
ttaiiu kæmust i stjórn innan
tiðar.