Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. mal 1976 TÍMINN 5 32 SÍÐUR 103. IM. tl. ár«- FASTUDACUR 14. MAl 1»J* PrmUnilja Mo.Kunhla^inv Mesti leki úr olíuskipi UI.IDKVDANDI rlnum var I daK apraulad úr tklp- um o» þyrlum i íjúinn vló halnarborKÍna Ca ('oruna á Norúur-Spáni rlllr vprrnc Inyuna I ollullulningatklp- inu Drqiola. trm ttraadaúl I Inniiclinfunnl of kroln aúl I tvrnat. Oltulrklnu •lolnar ikrllltklúnaúi á frtur mrnfaú IJorurnar á Njósnamál í Danmörku Afhen gegn mrira mafn rn kartl á IJorur I Rrrtlandi of Krakklaadi IM7 þrfar Ubrriusklpiú Torrry Caayoa lúrtl. baú rr mrtla tlyi trm orúiú hrlur al þrttu lafi þar lil nú. Hlutlaú á rrfaiú. Luns í ræflu í Britesel: Mesti hernaðarviðbúnaður í heimi norður af íslandi JOSEF 1-unv, Iram- kvrmdavljúrl Alltnlvh.lv bandalaftint. tafúi I rarúu i kæru iretum llann tafúi aú Itland vrrl úmittandi lyrlr bandalaf iú Of llkll þvl viú útokkvandi lluf vilamúúurtkip Uann tpáúl þvl aú rf bandaltflú SovTUI krretlp I Bretar senda skuttogara og auka eftirlit Nimrod-þotna RRKZKA tljúrnin tklpaúi I mllll brnkra lofan flufhrrnum I f*r aú auka Itlrnikra varútklp trm rfllrlll Nlmrod-þolna yfir rryndu aú trufla þá viú Itlandtmiúum rn nritaúi | vrlúarnar. þvl aú hún hrfúl ákvrúlú aú trnda þaafaú brllitklpiú Blakr trm rr bútú Sraral' rldflaufumof þyrlum. Jalnlraml lllkynnll landbúnaúar- Of sjávarúl- vrftráúunryliú aú þaú hrfúi Irkiú á Irifu 3«2 Irtla tkullofara. rlla. III f*>lutlarfa viú Itland. Skullofarinn Irr frá llull I daf Of lalv maúur ráúunrylltint aafúi Nei, segir Kekkonen. Forsiða Mbl. nýlega. ÖHu er tjaldaö I þágu hins góða mátstaðar. Hræsní Mbl. i Reykjavlkurbréfi Mbl. sl. sunnudag er blaðamennska og isienzkir fjölmiðlar gerðir að umtalsefni, og kemst höfund- urinn aö þeirri niðurstöðu, að öll dagblöðin, að Mbl. undan- skildu, séu ákaflega óvand- virk og öáreiðanleg blöð. Sjálfsagt má eitthvað að öll- um blöðunum finna, og þvl er ekki að neita, aö æsifrétta- mennska slðdegisblaöanna hefur sett blett á islenzka blaðamennsku. En þö má ekki gleyma þvi, aö þessi siðdegis- blöö hafa bryddað upp á ýms- um nýjungum, sem eru góðra gjalda verðar, og hafa átt sinn þátt Iþvlað Hfga við aö m örgu leyti staðnaða blaðamennsku hérlendis. En óneitanlega eru gallarnir þó fleiri, þvf miður. En hvað um Mbl., stærsta blað landsmanna? Hvernig hefur þvl reitt af I moldviöri siðustu vikna og mánaða? Er það með öliu laust við æsinga- skrifin, sem svo mjög eiga aö cinkcnna önnur blöð? Hefur þvi tekizt að þræða hinn þrönga stig heibarlegrar og réttsýnnar blaðamennsku? t þeim efnum er frammi- staða Mbl. ekkert til að hrópa húrra fyrir, þrátt fyrir lofsöng ritstjóra blaðsins um eigiö vammleysi. Gauragangurinn vegna veitingar prófessors- embættis við Háskólann ný- lega er ágætt dæmi um æsi- fréttamennsku Mbl. Mikið fárviðri geysaði á slðum blaðsins dag eftir dag vegna „hneykslanlegrar embættis- veitingar menntamálaráð- hcrra”, sem átti aö hafa farið út fyrir öll sibieg mörk mcð embættisveitingu sinni. Svo mikill var hamagangurinn, að Matthlas ritstjóri mátti ekkert vera að þvl að hlusta á rök cða skýringar. En brátt skýrðust málin. Ritstjóra Mbl. varð ljóst, að hann hafði hlaupið á sig og kaus að hætta frafári slnu. Ráðherranum blöskraði Þetta er þvi miður ekki eina dæmið um skringilega blaða- mennsku Mbl. Þannig hefur blaðið tekið upp þann sið ab birta með áberandi hætti sjón- armið meintra lögbrjóta, hvort seni það eru skipstjórar, sem stabnir hafa verið aö ó- lögiegum veiðum á friðuðum svæöum, eða embættismenn, sem kærðir hafa verið fyrir af- glöp I starfi. A þessum mönn- um hefur Mbl. sérstaka vel- þóknun, að þvl er virðist, og hampar þeim óspart, þó að gloppurnar I málflutningi þeirra séu öllum Ijósar. Blaðamennska af þessu tagi flokkast sjáifsagt undir „hcið- arleg og vandvirk” vinnu- brögð að dómi ritstjóra Mbl. En svo mjög hafa mönnum blöskraö eínmitt þessi vinnu- brögö Mbl„ að jafnvel ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins hafa séð ástæðu til að setja of- an I við ritstjóra blaðsins. Glópska AAbl. í landhelgisskrifum Það væri hægt aö nefna fjöl- mörg önnur dæmi um ein- kennilega biaðamennsku Mbl„ hræsni og tviskinnung, t.d. I sambandi við meðferð þeirra sakamála, sem hafa verið efst á baugi undanfarið. Um það verður fjallað slöar. En langsamlega mest er glópska Mbl. I sambandi við skrif um landhelgismáliö. Vikum og mánuðum saman hefur Mbl. skrifað I þeim dúr, að ekki mætti blanda saman landhelgismáli og varnarmál- um, þó aö tengslin milli þess- ara mála séu augljós, hvort sent okkur tikar betur eða verr. Þaö er engum vafa undirorpiö, að þessi stefna Mbl. hefur átt sinn þátt I þvi að sannfæra ráðamenn Atlants- hafsbandalagsins unt, að af- skiptaleysi þeirra af deilunni skipti engu máli. Það sama hugsa Bandaríkjamenn, sem ekki er óeðlilegt, úr þvl að málgagn sjálfs forsætisráð- herra heldúr þessari skoðun fram. 66 -föld fjárlög íslenzka ríkisins i þessu sambandi má teija það fremur ótrúlegt, að BandarlkjamÖnnum standi á sama um aðstöðuna á Kefla- vtkurflugvelli, og að þeir vilji ekki eitthvað á sig leggja til aö halda henni, þegar litið er á þaö, að þeir þyrftu að verja 22 milljörðum dollara til að konta sér upp annarri aðstöðu, sem þó væri ekki sambærileg við KeflavikurflugvÖU, að sögn franikvæmdastjóra At- lantshafsbandalagsins. Sú upphæð, sem um er að tefla I þessu sambandi, eru tæpir 4 þúsund milijarðar islenzkra króna, eða u.þ.b. 66-föld fjár- lög Islcnzka rlkísins. Verzlunarvara Breta og Vestur-ÞjóÖverja Að sjálfsögðu er liklegt, að Mbl. reki upp míkiö rama- kvein, þegar bent er á þessar staðreyndir. öryggis og varn- armál eiga ekki að vera nein „verzlunarvara” að dómi rit- stjóra Mbl. Hér er þó ekki um meirí verzlun að ræða af hálfu islendinga en það, aö þeir eru einungis að biðja um aö fá aö vera óáreittir af einni banda- lagsþjóð sinní, sem beitir her- skipum I þvf skyni að knésetja lslendinga I mesta Iffshags- munamáli sfnu. Þaö er þvi I rauninni fráleitt að tala um verzlun af hálfu islendinga. Hins vegar er ástæða til aö benda Mbl. á aðrar NATO- þjóðir, sem nota landhelgis- máliösem verzlunarvöru. Það eru Bretar og Vestur-Þjóð- vcrjar, sent hafa beitt sér gegn þvf, að bókun sex um tollaivilnanir hjá EBE fyrir tslendinga, komi til fram- kvæmda, fyrr en islendingar gefa cftir I landhelgismálinu. Fyrst voru það Vestur-Þjóð- verjar, sem beittu þessu vopni, og slöan Bretar. Kommúnistar ánægðir með Mbl. Miöuö við hin hættulegu skrif Mbl. I landhelgismálinu blikna önnur mál, sem deilt hefur verið um I dagblöðun- um. Þó að Bandarlkjamenn og ráðantenn Atlantshafsbanda- lagsins hafi gert sig seka um dómgrcindarskort meö þvl að trúa Mbl. I blindni, eru hinir almenuu lesendur btaðsins ekki svo dómgreindarlausir, að þeir fallist á skrif Mbl. Og þeint, sem incst er skemmt, er islenzkutn kommúnistum, sent vona, að Mbl. haldi áfram að skrifa unt landhelgismálið og Atlantshafsbandatagið I þeim gagnrýnislausa dúr, sem þaö hefur gert. A nteban fjölg- ar i Keflavikurgöngum. En á ritstjórnarskrifstofum Mbl. sitja sjáifumglaðir ritstjórar og kyrja likt og Sölvi Helgason forðum: „Ég er gull og gersemi, gimsteinn elskurlkur. Ég er djásn og dýrmæti, drottni sjálfum likur.” -~a.þ. Jón R. Hjólmarsson: Leikmannsþankar um landshlutasamtök Samtök sveitarfélaga hafa nú verið viö lýði um árabil, unnið mikið starf og sannað ágæti sitt sem veigamikill aðili I stjórnkerfi landsins. Tilgangur þessara sam- taka hefur frá upphafi verið að vinna að framförum, skipulagn- ingu og ýmsum sameiginlegum verkefnum hinna dreifðu sveitarfélaga I viðkomandi lands- hlutum. Þessu hlutverki hafa samtökin gegnt með sóma og orðið sveitarfélögum I heild til gagns og eflingar. Einnig hafa samtökin gert mikiö til að auka kynni og samhug meöal sveit- arstjórnamanna og skerpt skilning þeirra á gildi samvinnu og samstöðu. — 0 — En þaö er eitt alvarlegt atriði, sem háir starfsemi samtaka sveitarfélaga verulega og gerir tilveru þeirra ótryggai hæsta máta Þau hafa sem sé engan lagalegan grundvöll i stjórnkerfi rikisins. Af einhverjum ástæðum hefur ekki enn verið fyrir hendi ákveðinn meirihluti fyrir þvi á Alþingi aö lögfesta þessi samtök og fela þeim ákveðinn hluta af stjórnsýslunni. Þau verða þvi að byggja tilveru sina á sjálfboöa- starfi einstakra hreppa og bæjar- félaga. Þaö segir sig sjálft, að hæpið mun til lengdar að efna til vlðtækrar ^skipulags- og félags- starfsemi á grundvelli, sem getur brostið, þegar minnst varir. En einmitt þaö getur gerzt, þvi aö hvert og eitt sveitarfélag mun geta sagt sig úr þessum sam- tökum fyrirvaralitið ef þvi býður svo við að horfa. Þannig er félagsskapurinn að vissu leyti sem hús á sandi reist. Nú er það vei hugsanlegt að brátt náist samstaða umtð lög- festa samtök sveitarfélaga I einni eða annarri mynd og væri það mjög æskilegt. En meðan svo er ekki, leita á hugann ýmsar hug- myndir um grundvöll og upp- byggingu samtakanna, og spurn- ingar vakna um það, hvort sitthvað heföi ekki mátt gera öðruvtsi en raun varð á, og hvort ekki sé hugsanlegt að hægt hefði veriö að finna þessum félagsskap traustari undirstöður en þær, sem notazt hefur verið við til þessa. Nú eru fyrir hendi önnur og miklu eldri samtök sveitarfélaga innan lögsagnarumdæma lands- hlutanna. Þar er átt við sýslu- nefndirnar, sem vinna vissulega lika að sameiginlegum verk- efnum og skipulagsmálum, þótt innan þrengri ramma sé en hjá landshlutasamtökum. — 0 — Þá kemur aö spurningu um það, hvort ekki sé hugsanlegt og jafnframt hyggilegt aö breyta nokkuð til um skipun sýslu- nefndanna og gera þær að stjórn- unareiningum I rikara mæli en hingað til, og láta þær um leið mynda nýjar undirstöður hins stærra samfélags, er við getum nefnt landshlutasamtök, fylki eða eitthvað annað. Það sem gera þarf til að svo megi veröa er ifyrsta lagi að haga kosningu á fulltrúum hreppanna til sýslunefndanna með allt öðrum hætti en veriö hefur, fá sýslunum siðan aukin fjárráð og fela þeim verkefni við hæfi. Að öllum likum mundi heppi- legast að hreppsnefndir kysu sjálfar fulltrúa sina i sýslustjórn og um fjölda þeirra færi nokkuð eftir stærð viðkomandi sveitar- félags. Sýslunefndir, sem þannig yrðu virkar stjórnsýslustofnanir sveitarfélaga i hverju lögsagnar- umdæmi, mifndu siðan kjósa úr sinum hópi fulltrúa til að fara meö umboö sitt i stjórn lands- hlutans eða fylkisins og um f jölda þeirra færi einnig nokkuö eftir fjölda hreppa og fjölmennis sýsluféiagsins. Þessi nýskipun mundi ótvirætt stuöla að aukinni valddreifingu og efla samvinnu sveitarfélaga innan hverrar sýslu. En það mundi ekki siður - styrkja landshlutasamtök og gera þeim kleift að gegna betur en áður þvi veigamikla hlutverki, er varðar skipulag, stjórn og framkvæmd þeirra mála, sem sameiginleg eru öllum sveitarfélögum lands- hlutans. Jafnframt þessu væri eðlilegt að rikisvaldið fæli sam- tökum þessum mjög aukinn hluta af þeim verkefnum, sem þaö hefur áður haft með höndum. Veröi horfiö að þessari skipun um uppbyggingu landshlutasam- taka, er ég sannfærður um að þau þyrftu siður aö óttast tilviljana- kenndar úrsagnir einstakra sveitarfélaga, og jafnframt er mjög liklegt að um leið yröi greiðari vegur til samstöðu á Alþingi um að’fá slik samtök lög- fest. SERSTAKT TILBOÐ BOSCH HJÓLSÖG 7 1/2" HD 1150 WÖTT Ætti að kosta v kr. 42.100 En kostar kr. 32.700 'unnaí S$S£ÚW>m h.f. Reykjavík — Akureyri og í verzlunum víða um landið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.