Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 18. maí 1976 TÍMINN 7 Yfirlit um sjósókn og aflabrögð í Vestfirðingafjórð- ungi í apríl 1976 Stöðugar gæftir voru i aprilmánuði, en afli nokkuð mis- jafn eftir veiðarfærum. Afli linu- báta var góður allan mánuðinn, en hann var nálega eingöngu steinbitur, litillega þorskblandað- ur siðustu dagana. Afli netabát- anna tregaðist mjög siðari hluta mánaðarins og skiptu þá nokkrir yfir á linu. Togararnir voru flestir með sæmilegan afla i mánuðin- um. 1 april stunduðu 41 (41) bátur róðra frá Vestfjörðum, réru 20 (20) með linu, 12 (13) með net og 9 (8) með botnvörpu, auk nokkurra minni báta, sem voru byrjaðir handfæraveiðar . Heildaraflinn i mánuðinum var 6.550 lestir og er heildaraflinn frá áramótum þá orðinn 25.405 lestir. Ifyrra var aflinn iapril 7.636 lest- ir og heildaraflinn frá áramótum 25.591 lest. Af vertiðaraflanum er afli togbátanna 10.380 (13.272) lestir eða 41%, linuaflinn 11.653 (9.390) lestir eða 46% og afli neta- bátanna 3.372 (2.929) lestir eða 13%. •Afli h'nubátanna i april var 2.496 lestir i 348 róðrum eða 7,17 lestir að meðaltali i róðri, en var 2.639 lestir i 429 róðrum eða 6,15 lestir að meðaltah i róðri i april i fyrra. Aflahæsti linubáturinn i april var Kristján Guðmundsson frá Suðureyri með 223,6 lestir i 22 róðrum, en i fyrra var Orri frá Isafirði aflahæstur linubáta i april með 208,9 lestir i 25 róðrum. Aflahæstur netabáta i april var Garðar frá Patreksfirði með 264,0 lestir i 12 róðrum, en i fyrra var Helga Guðmundsdóttir frá Pat- reksfirði aflahæst i april með 299,8lestir i 15 róðrum. Aflahæst- ur togbátanna nú var Guðbjörg frá ísafirði með 399,6 lestir, en i fyrra var Framnes I frá Þingeyri aflahæst i april með 460,8 lestir. Aflinn i hverri verstöð i april: 1976: 1975: lestir Patreksfjörður 957 (1.450) Tálknafjörður 468 ( • 450) Bildudalur 0 ( 162) Þingeyri 272 ( 628) Flateyri 548 ( 523) Suðureyri 891 ( 798) Bolungavik 1.171 (1.235) Isafjörður 1.915 (2.051) Súðavik 328 ( 320) Hólmavík 0 ( 19) 6.550 (7.636) Janúar/marz 18.855 (17.955) 25.405 (25.591) Rækju- og skelfis kveiðarnar Rækjuverti'ð á Vestf jörðum var um það bil að ljúka i lok aprilmánaðar, aðeins nokkrir bátar á ísafirði og i Súðavik áttu eftir að veiða hluta af leyfilegu aflamagni. Rækjuvertið lauk á Bfldudal 9. april, og var landað þar i april 22 lestum, en við Isa- fjarðardjúp bárustá land 308 lest- ir i mánuðinum. Steingrimsfirð- ingar hættu rækjuveiðum i lok marzmánaðar. Alls hafa þá borizt á land 2.504 lestir af rækju frá áramótum, en i fyrra var aflinn á vetrarvertiðinni 1.850 lestir. Heildaraflinn á haustinu var aðeins 8811está móti 1.921 lest ár- iðáður. Er vertiðaraflinn þá 3.385 lestir, en var 3.771 lest yfir sama timabil i fyrra. A Bildudal bárust á land i vetur 218lestir, en haustið gaf82lestir. Er vertiðarafhnn þvi aðeins 300 lestir en var 523 lestir i fyrra. Við Isafjarðardjúp bárust á land i vetur 1.651 lest, en haustið gaf 585 lestir. Er vertiðaraflinn þvi 2.236 lestir, en var 2.339lestir i fyrra. Þess ber þó að gæta, að i vetur hafa 36 bátar stundað þess- ar veiðar, en þeir voru i fyrra 55. Við Steingrimsfjörð bárust á land i vetur 635 lestir, en á haust- vertiðinni 214 lestir. Er vertiðar- aflinn þvi 849 lestir, en var 909 lestir i fyrra. Vertiðaraflinn er þvi lakari á öllum stöðunum en afturá mótiskiptistafhnn núá 60 báta, en 82 báta i fyrra. Þrir bátar frá Bildudal voru byrjaðir veiðar á hörpuskel, og höfðu þeir aflað 42 lestir i mánuð- inum. Vináttukveðia frá æskufólki Fimmtugasta og fimmta vináttukveðjan frá æskufólki i Wales til æsku allra landa á vináttudaginn 18. mai 1976: „Æskufólk Wales sendir æskufólki heimsins kveðju sina. Með þessari kveðju réttum við ykkur öllum vinarhendur. Við hörmum það ranglæti, sem viðgengst um allan heim. Sumir lifa i allsnægtum meðan mihjónir deyja úr hungri. Það gengur grátlega seint að efla framleiðslu þjóða og réttláta skiptingu auðs. Þessvegna skortir helming mannkyns næga fæðu, hæfileg húsakynni og heilsugæzlu. Við skulum öll stuðla að betri skilningi þjóða i milli. Við getum náð þvl marki með aukinni menntun, en forðumst að beina þeirri mennt- un að eigin ávinningi. Ekkert menntakerfi heims má kasta á glæ menningu og siðum smáþjóðanna. Með þvi að vinna í Wales að mannbætandi menntakerfi og hagnýta þekkingu okkar á velferðarþjóðfélagi, getum við tryggt réttlæti og lifsfyllingu fyrir æskufólk framtiðarinnar.” Það var hugmynd sér Gwilym Davies, prests i Wales, að senda fyrstu vináttukveðjuna til æsku- fólks allra landa. Kveðjan var send frá útvarpsstöð i Englandi 18. mai 1922. Sá dagur var val- inn vegna þess að þann dag hófst fyrsta friðarráðstefna, sem haldin var i heiminum. Hún var haldin i Haag árið 1899. Fyrstu svörin, sem bárust, voru frá erkibiskupnum i Uppsölum i Sviþjóð og frá menntamálaráðherra Póllands. Siðan berast æ fleiri svör með hverju ári, og nú er kveðjunni útvarpað og hún birt i dagblöð- um i flestum löndum heims. Viða er höfð sérstök dagskrá um Wales i barnatimum útvarps- stöðva þennan dag. - Auglýsið í Tímanum Tónleikar burtfararprófs- nemenda Tónlistarskólans SJ—Reykjavik. — 1 dag, þriðjudag, kl. 7.15 siðdegis eru burtfararprófstónleikar Tónlistarskólans i Reykjavik. Þar leika Hrefna U. Eggertsdóttir á pianó, Inga Rós Ingólfsdóttir á selló og Kolbrún Hjalta- dóttir á fiðlu, en þær útskrifast úr skóianum nú i vor. Lára Rafnsdóttir og Svana Vikingsdóttir leika á pianó með þeim Ingu Rós og Kolbrúnu. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Beethoven, Brahms, Grieg, Debussy, Milhaud, Saint-Saens og Rosenberg. Nú er hvér síðastur TÉKKNESKA BIFRE/ÐAUMBOÐIÐ | Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SÍMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI Hlf. OSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAV. GUNNARS GUNNARSSONAR. að tryggja sér Skoda. Síðustu sendingarnar á hinu einstaklega lága afmælisverði eru að verða uppseldar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.