Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 23

Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 18. maí 1976 TÍMINN 23 Viðtalstímar alþingismanna og borgarfulltrúa Framsóknarflokksins Þórarinn Þórarinsson alþingismaður verður til viðtals að skrif- stofu Framsóknarflokksins, Rauðarárstig 18, laugardaginn 22. mai frá kl. 10 til 12. Viðtalstími stjórnar FUF í Reykjavík Stjórn FUF i Reykjavik verður til viðtals þriðjudaginn 18. mai kl. 17-19 að Rauðarárstig 18. Allir sem áhuga hafa á geta haft samband við stjórnina og munu stjórnarmenn svara fyrirspurn- um og taka við ábendingum ef fram koma. © Ég hefði... staðið i markinu, þegar hann þurfti tvisvar sinnum á sömu minútunni að (50) hirða knöttinn tvisvar sinnum úr netinu hjá sér. — Fyrst skoraði Friðrik Ragnarsson af stuttu færi en siðan barðist nýliöinn Þórir Sigfússon skemmtilega i gegnum vörn FH-inga, með þvi að leika á 2-3 FH-inga. Þórir renndi knettin- um fram hjá Friðriki — stöngin inn. Keflvikingar gerðu þar meö út um leikinn og öruggur stórsig- ur (6:1) þeirra var siöan staö- reynd. MAÐUR LEIKSINS: Ólafur Júliusson. — MH/—SOS. Vantaði strákana, þeir náðu aö sýna margt gott, sagði Bill Heidock, þjálfari Vikings-liðsins. Ég bjóst við Fram-liðinu sterkara. — Sóknarleikur þeirra var langt frá þvi, að vera hættulegur. Þeir áttu aðeins eitt skot að marki i leikn- um og Diðrik ólafsson fékk litiö að spreyta sig i markinu, sagöi Heidock. Heidock var mjög ánægður með mörkin — þau voru hrein og fal- leg, sagði hann. Nýliðinn Harald- ur Haraldsson — ,,Offi”, skoraði fyrra markið (10 min.), meö góðu skoti úr vitateig, en siöan skoraði Gunnlaugur með þrumufleygi á 78. minútu. MAÐUR LEIKSINS: Róbert Agnarsson. — SOS © Hermann ólögleg. Þaö er greinilegtað Atli kastar knettinum — með aðeins annarri hendi. Það sást á þvi, að hendurnar á honum fýlgdust ekki jafnt að, þegar hann kast- aöi — og siðan kom snúningur á knöttinn. Valdimar Valdimarsson svar- aði fyrir Blikana (2:1) á 12. minútu siöari hálfleiksins, þeg- ar hann skoraöi stórglæsUegt mark af 23 m færi. Þrumuskot frá honum skall i þverslánni og þeyttist þaðan i netiö. Hermann Gunnarsson skoraði skömmu siðar (3:1) fyrir Val, af stuttu færi, eftir sendingu frá Alberti Guðmundssyni, og siðan bætir Guðmundur Þorbjörnsson öðru marki viö (4:1), eftir aö mark- vörður Blikanna hafði hálfvar- ið skot frá Bergsveini Alfons- syni. Einar Þórhallsson var skásti maöur Breiöabliksliðsins. — Ég var ánægður með sumt, sem strákarnir gerðu, en annað ekki. — Vörnin er höfuðverkurinn hjá okkur, sagöi Þorsteinn Frið- þjófsson, þjálfari Blikanna, eft- ir leikinn. MAÐUR LEIKSINS: Hermann Gunnarsson. — SOS Beirút var kjörinn forseti Libanon, og Suleiman Franjieh, forseti lands- ins, heföu hitzt og rætt stjórn- málakreppuna sem nú er I land- inu. Sarkis var kosinn eftirmaður Franzjieh, en getur ekki tekið við embætti fyrr en Franjieh hefur sagt formlega af sér. Óstaöfestar fregnir hermdu i gær, að miklir bardagar heföu geisaö i fjöllunum fyrir austan Beirút, þar sem vinstri menn stöðvuöu i fyrri viku mikla fram- sókn hægri manna. Engin meiriháttar átök urðu i höfuöborg landsins sjálfri en greinilegt var, að ibúar hennar óttuðust engu að siður að til þeirra myndi koma, þvi litil sem engin umferö var i borginni i gær- dag. Deilurnar milli vinstri manna i Libanon og Sýrlendinganna stafa af mótmælum vinstri manna gegn þvi að i Libanon eru nú um fjörutiu menn úr fastaher Sýr- lands og Palestlnuskæruliðar, sem taka fyrirskipanir beint frá Damaskus. Franjieh forseti hefur nú enn bætt við i flækju þá, er stjórnmál i Libanon eiga við að glima, meö þvi aðneita með öllu að hafa lofað sýrlenzku rikisstjórninni aö hann myndi segja af sér fljótlega eftir kjör eftirmanns sins. Alþingi Ýmislegt I þessum ábending- um er þannig vaxiö, að eðlilegt má kalla og æskilegt, að alþing- ismenn gefi sér tóm til aö gaum- gæfa það, t.d. viövörunarorö starfsmanna Skólarannsókna- deildar menntamálaráöuneytis- ins. Þeir vara við nýrri ger- breytingu og segja m.a. i sinu á- liti: Það hlýtur einnig að valda óá- nægju sem gæti valdið glund- roða I starfi skólanna, ef alþingi samþykkir lög er fyrirskipa kennurum að kenna staf- setningu, sem mörgum þeirra er þvert um geö aö nota og þeir telja hafa skaöleg áhrif á árang- ur og áhuga nemenda sinna. Ég vitna ekki frekar til þess- arar umsagnar, en viöhorf Samb. isl. barnakennara og fleiri kennarasamtaka hniga I sömu átt. Forstöðumenn Rikisútgáfu námsbóka minna á kostnaðar- hliðina.ogerþaðað vonum. Allt eru þetta ábendingar fólks, sem vinnur beinlinis að islenzku- kennslunni, og þvi rétt og skylt að taka þær til Ihugunar. Min viðhorf bæði til málsins sjálfs og málsmeðferðar hef ég skýrtviö umræður I neðri deild og vil einnig leitast við aö skýra þau nú hér i hæstvirtri efri deild. Frumvarp þetta var siðast rætt I neðri deild á næturfundi, sem stóð alllangt fram á 6. tim- ann. Minnist ég þess ekki að hafa setiö þingfund á þeim tima sólarhrings siðan laust eftir Samkór Selfoss með stjórnanda sinum, Dr. Hallgrimi Helgasyni Samkór Selfoss með hljómleika Um þessar mundirheldur Sam- kór Selfoss vorhljómleika sina. Efnisskrá er fjölbreytt. Auk is- lenzkra ættjarðarlaga og þjóð- visudansa verður flutt kantata eftir Franz Schubert, Sigursöng- ur Mirjams, sem nú heyrist i fyrsta sinn hér á landi. Ennfrem- ur sýngur kórinn i fyrsta islenzk- um flutningi bibliu-mótettu eftir 1950, en það var viö 2. umr. fjár laga, þegar fjöldi þingmanna gerði grein fyrir breytingartil- lögum sinum og þáverandi for- maður fjárveitinganefndar, Gisli Jónsson, svaraöi sérhverj- um þeirra svo sem þá var venja. Fylgismenn frumvarpsins munu telja, að langar ræöur andstæðinga þess beri vott um fáheyrðan mótþróa gegn þvi, að frumvarpið nái að ganga undir atkvæði og hljóta endanlega af- greiöslu hér á Alþingi þvi er nú situr. Þetta er bæði og. Það hef- ur nefnilega ekki sjaldan borið við, aö þingmál hafi stöðvazt á siðustu dögum þings hreinlega vegna tímaskorts og þá vegna þess að sýnt þótti, aö umræöur yrðu svo langar, aö ekki rúmuð- ust innan þeirra timamarka, sem Alþingi hafði sett sér hverju sinni. — Andstæöingar frumvarps- ins undrast hins vegar, að forseti skyldi freista að þoka málinu áfram með svo löngum næturfundi. En einnig þetta hef- urstundum til boriö og oft tekizt — en ekki ævinlega. Hér er þvi um engin einsdæmi að ræöa. Háttvirtír alþingismenn geta verið alveg rólegir þess vegna og ég tel þarflaust aö tala um þetta I ásökunartóni. Ekki æskilegur framgangsmáti Hitt sýnist mér aftur á móti liggja I augum uppi, að fram- gangsmáti þessa máls á Alþingi þessa siðustu daga geti vart tal- izt æskilegur undirbúningur á- kvörðunar um islenzka staf- setningu i einstökum atriöum. Málsmeðferöin öll virðist mjög styðja þá skoðun mina, aö ekki sé æskilegt, að Alþingi setji sjálft stafsetningarreglur i ein- stökum atriðum. Sé fremur ráð, að Alþingi leitist viö aö tryggja meö skynsamlegri rammalög- gjöf rækilegan undirbúning sér- hverrar ákvörðunar um is- lenzka stafsetningu, um búning móðurmálsins i rituöu formi, og aö Alþingi taki sér ákvörðunar- vald um það, hvenær leyfa skuli breytingar á stafsetningu þeirri.sem notuð er i opinberum plöggum. Þetta siðastnefnda helgast meðal annars af þvi, aö sérhver breyting kostar hið opinbera ærna fjármuni er Al- þingi hlýtur að hafa forgöngu um aö afla og koma þó margar aörar orsakir til og enn mikil- vægari að minum dómi. ígræðsla botnlagna Mér þykir rétt að láta það fyrirrennara Bachs við Tómasar- kirkjuna i Leipzig, Johann Kuhnau, Tristis est anima mea. Stjórnandi kórsins er dr. Hall- grimur Helgason, en i kantötu Schuberts við texta Grillparzers syngur einsöng Dóra Reyndal, og Chrystyna Cortez annast pianó- undirleik. Fyrstu hljómleikar verða i Sel- koma fram hér eins og i neöri deild, að ég var andvigur þeim breytingum, sem geröar voru á stafsetningu 1973 og 1974 vegna mikillar ihaldssemi minnar i þessum efnum, taldi ég rangt að gera nokkrar breytingar á staf- setningunni þá. Éggrætþvi með glotti, þótt horfið yröi frá þess- um breytingum i verulegum at- riöum. Hinsvegar var ég ákaf- lega veikur fyrir röksemdum hæstvirts þingmanns Gils Guð- mundssonar gagnvart endur- reisn zetunnar, þegar hann gerði grein fyrir atkvæði sinu um meðferð þingsályktunartil- lögu i Sameinuðu þingi 1974. Hann benti á, að allir menn gætu lifað án botnlanga, það vefjist fyrir mönnum hvenær skuli taka hann, en engum detti i hug að græða hann i' aftur eftir að hann hefur veriö num- inn brott! — Ég hef sannfærzt um það betur og betur, að þessi ábending er nánast pottþétt og ég mundi telja þaö miöur farið að taka á ný til viðaörita z. Stafsetningin yrði tekin til athugunar á ný Af þvi sem ég áöan sagöi leið- ir þaö að sjálfsögðu, aö ef mitt frumvarp yrði samþykkt á Al- þingi, þá mundi ég beita mér fyrir þvi, aö stafsetningin yröi tekin til athugunar á ný. Hef ég þá einkum I huga reglurnar um stóran staf og litinn og fleiri á- * kvarðanir.sem ekki varða notk- un zetunnar. Færi nú svo, aö háttvirtir al- þingismenn samþykktu frum- varp hv. 9. þingmanns Reykja- vikur og fleiri án þess aö gefa sér tóm til að kanna og meta álit og umsagnir fjölmargra aðila, sem meðal annars standa næst- ir þvi aðframkvæma fyrstu lög- inum Islenzka stafsetningu, þá held ég, aö væri skynsamlegt aö bæta tveimur greinum inn I þetta frumvarp. Annars vegar um þaö, aö Alþingi til öryggis tæki að sér ásamt meö hinni hefðbundnu útgáfu alþingistíö- inda útgáfu þeirra námsbóka, er varða islenzkukennsluna! Hins vegar þyrfti að taka inn i frumvarpiðákvæði um sektir og .jafnvel þyngri viöurlög, ef opin- berir starfsmenn kynnu að ger- ast brotlegir við lögin. Miklu skiptir, þegar sett eru lög um tiltekiö eftii i fyrsta sinni, að hæfilegrar festu, sé gætt við framkvæmd þeirra! En sleppum þvi. Mér sýnist foss-bió fimmtudaginn 20. mai, og siðan að Hvolsvelli á laugardag og aö Hellu á laugardagskvöld. Auk framangreindra verkefna má af nýju efni, sem kórinn flyt- ur, nefna frumflutning kórslags- ins Sumardis eftir söngstjórann, við ljóð Guðmundar Danielsson- ar, og fimm islenzka þjóövisu- dansa. eins og málum er nú komið, að skynsamlegt væri aö láta hér staöar numið við meðferö frum- varps hv. 9. þingmanns Reykja- vikur og fleiri. A vissan hátt væri æskilegt að skera úr þeirri þrætu, þeim ágreiningi, sem upp hefúr komið á Alþingi i þessu máli. Og um skeið hug- leiddi ég það, hvort ekki væri réttast að stuðla að þvi, að svo mætti verða. En þegar hvort tveggja kemur til, hversu hæpið — óeðlilegt vil ég segja — það er að minni hyggju, að Alþingi semji ritreglur ogsetningafræði og svo hversu örðugt er um vik að brjóta máliö til mergjar með viðunandi hætti á þeim tíma, sem nú virðist vera til umráða hér á hv. Alþingi, þá held ég réttast, að láta þetta frumvarp biða að sinni. Æskilegt heföi verið að mi'n- um dómi að afgreiða frumvarp mitt um meðferð stafsetningar- málsins. Mér er ljóst, aö til þess vinnst vart timi, enda þótt það sé stórum einfaldara, en staf- setningarreglurnar sjálfar. — En þess megum við alþingis- menn minnast, aö islenzk staf- setning er ekkert dægurmál, og þegar á allt er litið, þá geta allar frekari aögerðir Alþingis vel beðiö haustsins. PÖSTSENDUM magnas asmunosson Ora- og skartgripaverzlun Sími 1-78-84 • Ingólfsstræti 3 Sendum i póstkröfu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.