Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Þriðjudagur 18. mal 1976
Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI
Eftir Rona Randall
bergi. Hvers vegna ekki að búa hér á hótelinu og leigja
vinnustofu, þar sem þú getur unnið? Hvernig er annars
með sýninguna?
— Ekkert — í bili.
— Ekl^ert! Ég hélt, að þú hefðir komið til Parísar þess
vegna!
— Sýningin var þin hugmynd, Venetia — og ég viður-
kenni, að ég var hrif inn af henni. Ég er það ennþá, en ég
sýni ekki i bráð...ekki fyrr en ég hef eitthvað annað en
andlitsmyndir að sýna. Nú ætla ég að fara að mála það
sem mér sýnist — ekki bara skemmtanasjúkar konur.
Það er ástæðan fyrir þremur svefnherbergjum. Eitt
þeirra er þegar upptekið.
— Þó ekki Myra Henderson, er það? sagði hún hæðnis-
lega.
— Enga vitleysu! Það er gamli kennarinn minn — Si-
mon Beaumont, sem á að vera þar. Myra fann
hann....veikan og illa á sig kominn á St. Georges sjúkra-
húsinu. Það minnsta sem ég get gert er að hugsa um
hann.
— En hvers vegna í ósköpunum?
Vegna þess að hann á engan annan að til þess og vegna
þess að hann hugsaði um mig, þegar ég var fátækur, lítill
drengur. Þá var hann þekktur listmálari — ríkur og gjaf-
mildur. Nú er hann gamall og yfirgefinn — í orðsins
f yllstu merkingu. Og að sjá þann, sem maður tilbað einu
sinni vera orðinn fátækan vesaling, vekur hjá manni sið-
ferðislega skyldu til að hjálpa og ég get ekki skotið mér
undan henni.
— En ég hef engar skyldur gagnvart honum, æpti hún.
— Auðvitað ekki. Ábyrgðin er mín og ég ætla mér að
bera hana.
— Með því að láta gamlan mann búa undir þínu þaki —
bókstaflega sjá fyrir honum?
— Já, þangað til hann er fær um að sjá fyrir sér sjálf-
ur.
Hún starði á hann, en kastaði síðan höfðinu aftur og
skellihló. — Er það nú bónorð! Ég verð að viðurkenna,
kæri Brent, að þetta er það einkennilegasta, sem ég hef
fengið, alveg stórsniðugt! Brent, þú ert alveg einstakur!
Var það þess vegna, sem þú tókst allt í einu upp á að
biðja mig að giftast þér, til að ég segði já, áður en ég
kæmist að sannleikanum? Skyndilega hætti hún að hlæja
og augun urðu aftur eins og rifur. — Hélztu raunveru-
55
-
lega, að ég kærði mig um að deila heimili mínu með
skrýtnum gamlingja, sem þarf kannske að mata með
skeið og hugsa um eins og barn...sníkjudýri...betlara!
— Hann er ekkert af þessu! Hann fer að vinna aftur.
Han á að búa hjá mér og deila með mér vinnustof unni —
og enginn, ekki einu sinni þú, Venetia, getur breytt því.
Mér þykir leitt ef ég hef farið klaufalega að því að biðja
þín. Ég hefði átt að segja þér frá Símoni fyrst, en mér
datt ekki í hug, að þú hefðir neitt á móti þvi, að hann
byggi hjá okkur i stórri íbúð. Hann yrði ekkert fyrir þér,
þú þyrftir ekki einu sinni að sjá hann, ef þú vildir það
ekki. Hann gæti borðað í herberginu sínu, já ef ég þekki
Símon rétt, býst ég við að hann hefði kosið það. Orðið
,,sníkjudýr" þyldi hann aldrei að heyra.
Venetia dró djúpt andann. Ertu búinn að missa glór-
una, Brent?
— Nei, þvert á móti, ég er einmitt búinn að fá heil-
brigða skynsemi.
— Ef þetta er þinn rétti persónuleiki, þá vildi ég heldur
þann Brent sem ég þekkti áður...eigingjarnan, hégóm-
legan og beztan við sjálfan sig.
— Ef ég var þannig, hvernig fórstu þá að því að verða
ástfangin af mér?
Hún stappaði niður fætinum. — Komu þér út! æpti hún.
— Farðu og spurðu Myru hvort hún vildi ekki deila þess-
ari dýrmætu ábyrgð með þér. Ég vil það ekki!
Hann tók frakkann sinn og fór. Hún lyfti höndinni, en
lét hana falla aftur. Láttu hann fara, hvíslaði rödd innra
með henni. — Þetta er ekki það líf, sem þig hef ur dreymt
um með honum. Ef hann metur gamlan mann meira en
þig, getur hann ekki elskað þig sérlega mikið...En til-
hugsunin olli henni örvæntingu.
í dyrunum sneri Brent sér við. Hann horfði rólegum
augum á hana, en sagði svo: — Veiztu, að ef ég spyrði
Myru, held ég að hún mundi heldur ekki játa, en ástæðan
er allt önnur. Hún elskar mig nef nilega ekki neitt.
— Ef til vill er hún ekki fær um að elska neinn mann!
— Þar skjátlast þér — hún getur það — og gerir það
líka.
— Og hvern, ef ég má spyrja? Venetia gat ekki að því
gert, en hún var forvitin
— Mark Lowell, svaraði Brent rólega.— Hún gerir sér
ekki grein f yrir því ennþá, en einn góðan veðurdag gerir
hún það. Rödd hans var næstum dapurleg.
G
E
o
I
R
I
Einvlgis- V ÞU verður
áskorun til Brukka fyrst
verður að koma____að kljást við
fráforingia! vfirmpnn f
ÞRIÐJUDAGUR
18. mai
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnirkl. 7.00, 8.15og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttir kl. 7.30,8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Guðrún Birna Hannes-
dóttir endar söguna af
„Stóru gæsinni og litlu,
hvitu öndinni” eftir Meind-
ert DeJong i þýðingu Ingi-
bjargar Jónsdóttur (14).
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttirkl. 9.45. Létt lög milli
atriða. Fiskispjailkl. 10.05:
Asgeir Jakobsson flytur.
Hin gömlu kynni kl. 10.25:
Valborg Bentsdóttir sér um
þáttinn. Morguntónleikar
kl. 11.00:
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan: „Gest-
ur i blindgötu” eftir Jane
Biackmore. Þýðandinn,
Valdis Halldórsdóttir, les
(7).
15.00 Miðdegistónleikar.
Ruggiero Ricci og Sinfónfu-
hljómsveit Lundúna leika
„Havanaise” op. 83 og
„Introduction og Rondo
Cappriccioso” op. 28 eftir
Saint-Saens,Pierino Gamba
stjómar. Hljómsveit Tón-
listarháskólans i Papis leik-
ur þætti úr svitunni
„Iberia” eftir Albeniz,
Rafael Frubeck de Burgos
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
17.30 „Sagan af Serjoza” eftir
Veru Panovu. Geir Krist-
jánssonlesþýðingusina (8).
18.00 Tónleikar. Tilkyhning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Trú og þekking. Erindi
eftir Aasmund Brynildsen
rithöfund og gagnrýnanda I
Noregi. Þýðandinn, Matthi-
as Eggertsson bændaskóla-
kennari, flytur fyrri hluta.
20.00 Lög unga fólksins.
Ragnheiður Drifa Stein-
þórsdóttir kynnir.
21.00 Aö tafli. Guðmundur
Arnlaugsson flytur skák-
þátt.
21.30 „Ég biö aö heilsa” ball-
etttóniist eftir Karl O. Run-
ólfsson. Sinfóniuhljómsveit
tslands leikur, Páll P. Páls-
son stjórnar.
21.50 LjóÖeftir Pétur Hafstein
Lárusson. Höfundur les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir. Kvöldsag-
an: ,,Sá svarti senuþjófur”,
ævisaga Haralds Björns-
sonar. Höfundurinn, Njörð-
ur P. Njarðvlk, les (21).
22.40 Harmonikulög. Tore
Lövgren og félagar leika.
23.00 A hljóöbergi. „Novelle”
eftir J.W. von Göthe i leik-
gerð Max Ophuls. Með aðal-
hlutverkin fara: Oskar
Weraer, Otto Collin, Kathe
Gold, Erik Schumann og
Willy Birgel.
Þriðjudagur
18. mai
20.00 Fréttir og veöur
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Skólamál Fossvogsskóli
— opinnskóli. Fylgst er með
kennsluháttum i Fossvogs-
skóla. Umsjónarmaður
Helgi Jónasson. Stjórn upp-
töku Sigurður Sverrir
Pálsson.
21.10 Columbo Bandariskur
sakamálamyndaflokkur.
Ljósfælinn frambjóöandi.
Þýðandi Jón Thor
Haraldsson.
22.40 Utan úr heimi.
Umsjónarmaður Jón Hákon
Magnússon.
23.10 Dagskrárlok
23.50 Fréttir. Dagskrárlok.