Tíminn - 18.05.1976, Síða 8

Tíminn - 18.05.1976, Síða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur 18. mai 1976 MÉR var fært dagblaðið Timinn frá 9. maí 1976 og sýnd þar grein eftir Jakob G. Pétursson. Hann segist hafa leitað lengi að ábyrg- um aðilum vegna Tilraunastöðv- arinnar að Reykhólum, en einn af þeim er undirritaður, forstjóri Rannsóknastofnunar landbúnað- arins, sem ber ábyrgð á tilrauna- stöðinni. Mér þykir fyrir þvi að Jakobi skuli hafa gengið svona illa að fá svör við spurningum sinum, en það eru gefin út sex dagblöð i landinu og ég er áskrifandi að einu þeirra og sé hin sjaldan, þar á meöal Timánn, sem ég hef ann- ars mjög gaman af að lesa. Hvers vegna i ósköpunum sendi Jakob mér þessar spurningar ekki beint, eöa a.m.k. eintak af Timanum með greinum sinum, ef hann vildi fá svör? Af hverju spurði hann ekki tilraunastjórann á Reykhólum, Inga Garðar Sig- urðsson, sem býr nokkra metra frá honum? Ég er hræddur um að okkur gengi seint, tilraunamönn- um, að finna sannleikann, ef viö beittum aðferöum Jakobs við að afla upplýsinga. Mann grunar að Jakobi hafi gengið annað til en fróðleiksfýsn með þessum blaða- skrifum. En mér er ljúft aö svara spurningunum, enda er þeim auð- svarað. Spurning 1: Hvað kostar yfir árið að starf- rækja tilraunastöð landbúnaðar- ins að Reykhólum. Svar: Þessu getur hver sem er flett upp i fjárlögum fyrir árið 1976, bls. 96. Laun Kr. 2.575.000,- Onnur rekstrargjöld 2.730.000,- Viðhald 1.200.000,- Vextir 15.000,- Gjöldsamtals 6.520.000,- Seldar vörur og þjónusta Kr. 2.100.000,- Framlög úr rikissjóöi Kr. 4.927.000,- Tekjur samtals Kr. 7.027.000,- Mismunur, notaður til ýmissa fjárfestinga kr. 507.000,-. Samkvæmt ársreikningi 1975 urðu tekjur af sauðfé búsins kr. 2.859.333,-. Rikisreikningur, B-hluti fyrir árið 1974 er kominn út og inni- heldur m.a. reikninga Tilrauna- stöðvarinnar á Reykhólum. Spurning 2: Hvað greiöir bú hennar mikið af þeim kostnaði, og þá um leið, hver veröur hiutur hins opinbera? Svar: Svar er að finna hér aö ofan. Spurning 3: Hvað geta yfirmenn nefndrar stofnunar uppiýst um verkefni og árangur þessarar tilraunastarf- semi? Svar: A. Jarðræktartilraunir. I ársskýrslu Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins 1975 I jarð- ræktartilraunir er á bls. 34—51 greint frá tilraunum á Reykhól- um á sviði jarðræktar, þ.e.a.s. með áburð.kalk, grasstofna, beit, grænfóður, sláttutima o.s.frv. Þessar tilraunir eru sem hér segir, og er smáatriðum sleppt: Tiiraun nr. 7-51. Vaxandi skammtar af kalí á tún — i 41iðum og 4 endurtekningum. Sýnd eru meðaltöl 24 ára og árs- ins 1975. Tilraun nr. 8-51. Vaxandi skammtar af köfn- unarefni á tún — i 4. liðum og 4 endurtekningum. Niðurstöður 1975 og meðaltöl 23 ára. Tilraun nr. 9-53. Samanburður á tegundum köfnunarefnisáb. á tún—i 5 liöum og 4 endurtekningum. Niðurstöö- ur 1975 og meöaltöl 23 ára. Tilraun nr. 9-51. Sveltitilraun meö P og K á tún — i 4 liðum og 4 endurtekningum. Niðurstöður 1975 og meðaltöl 24 ára. Tilraun nr. 20-56. Sauðfé, menn og hestar i Barðastrandarsýslu. Björn Sigurbjörnsson: Tilraunastöðin að Reykhólum Kalk á mýri — i 8 liðum og 4 endurtekningum. Niðurstöður 1975 og meðaltöl 20 ára. Tilraun nr. 228-68. Vaxandi skammtar af kalki m/biönduðum túnáburði— Í 5 lið- um og 4 endurtekningum. Niður- stöður 1975 og meðaltöl 8 ára. Tilraun nr. 270-70. Arleg kölkun og kalk til 8 ára — 1 5 liðum og 4 endurtekningum. Niðurstöður 1975 og meðaltöl 6 ára. Tilraun nr. 271-70. Ahrif beitar á uppskeru og gróöur, Grund, Reykhólasveit— i 2 liðum. Niðurstöður 1975 og meðaltöl 6 ára. Tilraun nr. 221-68. Samanburður á stofnum af vallarsveifgrasi — 2 stofnar I 4 endurtekningum. Niðurstööur 1975 og meðaltöl 7 ára. Tilraun nr. 399-75. Kiipping á vallarsveifgrasi — klippt á 12 mismunandi timum. Tilraun nr. 355-75. Arleg og varanleg áhrif þjöpp- unar á jarðveg— ekið mismun- andi oft með traktor, 4 liðir i 4 endurtekningum. Tilraun nr. 268-70. Gróðurfarsbreyting á kölnu landi— bæði friðað og beitt. Með- altöl 5 ára. Tilraun nr. 231-70. Vaxandi P og K með 100 N — 6 liðir i 4 endurtekningum. Niður- stöður 1975 og meðaltöl 6 ára. Tilraun nr. 254-70. Samanburður á teg. N-áburður + kalk, Djúpadal — 4 liðir i 4 endurtekningum. Niðurstöður 1975, meðaltöl 6 ára. Tilraun nr. 327-72 og 328-72. P,K,K — 15 liðir i 3 endurtekn- ingum framkvæmd á N-Tungu, Rauðasandshr., Hjarðardal. önundarfirði og Felli, Dýrafirði. Niðurstöður 1975 og meðaltal 4 ára. Tilraun nr. 310-73. Vaxandi N á tún — 5 liðir i 3 endurtekningum framkvæmd á Skjaldfönn, Hrafnabjörgum og N-Tungu, örlygshöfn. Niðurstöð- ur 1975 og meðaltöl 3 ára. Tilraun nr. 364-75. Vaxandi skammtar af brenni- steini.Feil— 5 liðir I 3endurtekn- ingum. Niðurstöður 1975. Tilraun nr. 326-73. Vaxandi skammtar af P og K, brcnnisteini og kalki— 14 liðir i 3 endurtekningum, framkvæmd að Hrafnabjörgum, ögurhreppi, Skjaldfönn, Nauteyrarhr. og Unaðsdal, Snæfjallahr. Niður- stöður 1975 og meðaltöl 3 ára. Tilraun nr. 341-75. Sáðtimi grænfóðurtegunda, Stór-Holt Saurbæ — 3 sáðtimar 3 afbrigði i 4 endurtekningum. Niðurstöður 1975. Tilraun nr. 401-75. Stofnar vallarsveifgrasa — 7 afbrigði sáð 1975. Tilraun nr. 394-75. Stofnar túnv.— 7 afbrigði sáð 1975. Tilraun nr. 376-75. Sláttutimiá snarrót—Sáð 1975. Tilraun nr. 336-75. Grænfóðurblöndur til beitar — Sáð 1975 en eyðilagðist af gæs. Tilraun nr. 340-75. Stofnar hafra til grænfóðurs II — Sáð 1975 eyðilagðist af gæs. Tilraun nr. 381-75. Uppskera og þroskaferiil hafra — Sáð 1975. Skemmdist af gæs en verður haldið áfram, (tilraunir 336 , 340 og 381 voru allar á sama stað og urðu fyrir ágangi gæsa) Tilraun nr. 392-75. Grastegundir og N, P og K — 3 tegundum sáð 1975. Tilraun nr. 354-75. Grindatað á nýrækt. — 6 liðir, sáð 1975. Tilraun nr. 329-75. Grastegundir og kalk — 9 tegundir og afbrigði, sáð 1975, kalk borið á i marz 1976. Tilraun nr. 289-75. Ahrif beitar á gróðurfarsbreyt- ingu á nýrækt— Sáð 1975, við hlið tilraunar nr. 20-56, Kalk á mýri. Nokkuð skemmd af gæsum. 5 lið- ir. Tilraun nr. 332-75. Haustsláttur túna — Sáð 1975. Lagðar voru niður 3 tilraunir áriö 1975. Þessar tilraunir eru skipulagð- ar með svipuðum tilraunum á hinum tilraunastöðvunum (Möðruvöllum, Skriðuklaustri, Sámsstöðum og auk þess á Hvanneyri), og niðurstöður þeirra eru undirstaðan undir leiö- beiningum ráðunauta um jarð- rækt.Niðurstöðurnarer aðfinna í ýmsum skýrslum RALA. Þær eru notaðar i greinum i timariti stofnunarinnar, i Frey, i útvarps- erindum og af ráðunautum. Of langt má! yrði að birta þær allar i svona svargrein, enda getur Jakob snúið sér til min eða Inga Garðars, ef hann vill kanna niðurstöður nánar. Vegna legu Reykhóla eru jarð- ræktartilraunir, sem þar hafa verið framkvæmdar, um margt mjög sérstæðar. Vegna veðurfarslegrar sér- stöðu, einkum vorkulda og vegna staðsetningar, gegnir tilrauna- stöðin á Reykhólum hlutverki sem ekki verður sinnt með jafn- góðu móti frá öðrum stöðvum stofnunarinnar. Fjarlægðanna vegna gæti stöðin sinnt rannsókn- um i Dalasýslu, Vestfjörðum öll- um og i vestanverðri Húnavatns- sýslu. Þegar hinum umfangs- miklu dreifðu áburðartilraunum i Barðastrandasýslum og Isa- fjarðarsýslum lýkur, gæti verið ástæða til að taka fyrir áburðar- tilraunir i Dalasýslu, á Strönd- um og jafnvel um vestanverða Húnavatnssýslu i stað þeirra sem niður falla. Þá kemur til greina að gera dreiföar tilraunir með grastegundir og stofna á svæði stöðvarinnar. Fjöldi tiiraunareita á Reykhólum og i dreifðum tilraunum frá Reykhólum. Ar Reitafjöldi 1971 612 1972 1027 1973 897 1974 659 1975 901 B. Sauðfjárrannsóknir og sauðfjárrækt 1. Erfðir á rauðgulum illhærum og ræktun á alhvítu fé. Rauðgular illhærur eru alvar- legasti eðlisgallinn á islenzku ull- inni. Grundvöllur að rannsóknum á Reykhólum á erfðum á rauð- gulu illhærunum var lagður árið 1961, þegar fé var keypt að Reykhólum eftir fjárskipti. Rannsóknirnar sjálfar hófust árið 1963 undir stjórn dr. Stefáns Aðalsteinssonar, og hafa staðið óslitið siðan. Veigamiklar upplýsingar hafa fengizt um erfðirnar á rauðgulu illhærunum með rannsóknum á Reykhólum. Ræktunin á alhvita fénu hefur gengið beztá Reykhólum af öllum stöðvunum, þar sem þessar rannsóknir hafa farið fram. Fjárstofninn þar er nú orðinn hvitari en nokkur annar fjárstofn i landinu. Gærur af Reykhólalömbunum hafa oft verið senda.r i sérsútun i Sútunarverksmiðju Sláturfélags Suðurlands og hafa tekið fram öllum gærum, sem þangað hafa borizt að lit, gljáa og toglagi, og þær hafa verið sérstaklega jafnar að gæðum. Ull af tilraunafénu hefur einnig verið send i sérvinnslu i ullar- verksmiðjur, bæði i Álafoss og Gefjun. Hefur ullin verið talin einstaklega vel hvit og eftirsókn- arverð fyrir iðnaðinn að þvi leyti. 2. Arfgengi á hagnýtum eiginleikum Afurðatölur yfir Reykhólaféð hafa verið notaðar með tölum yfir sauðfé frá öðrum fjárbúum til þess að kanna erfðir á hagnýtum eiginleikum, þ.e.a.s. frjósemi áa, lambavænleika, ullarmagni og ullarflokk. Jafnframt hafa þessar tölur verið notaðar til að reikna út leiðréttingarstuðla og til að byggja upp kynbótaeinkunna- kerfi. Kynbótaeinkunnir þessar hafa verið notaðar sem hjálpartæki við val ásetnings lamba frá árinu 1965. 3. Afurðasemi Reykhóiafjárins Fjárstofninn á Reykhólum hefur gefið ágætar afurðir undanfarin ár. Tölurnar hér á eftir eru frá árinu 1974. Ær, sem lifandi voru i byrjun sauðburðar, 266 að tölu, áttu 452 lömb eða 169,9 lömb eftir hverjar 100 ær. Lambavanhöld voru 6,86% af lömbum undan ám. Til nytja komu 421 lamb eða 158,3 lömb eftir 100 ær lifandi i byrjun sauðburðar. Reiknaður meðalþungi allra lamba var 14,00 kg. Föll af Reyk- hólalömbum voru vegin, kæld og nýrmörslaus. Ef nýrmör er 5% af skrokkþunga, hefðu Reykhóla- lömb átt að vega 14,74 kg að meðaltali með nýrmör. Reiknað kjöt eftir á sem lifandi var i byrjun sauðburðar á Reykhólum var nýrmörslaust 22,16 kg, en 23,33 kg með 5% nýr- mör. Af 47 gemlingum báru 33 eða 70,2%. Af þeim voru 6 tvilembdir eða 18,2 %. Alls fórust eða fædd- ust dauð 11 gemlingslömb af 39 fæddum, þar af 4 tvilembingar, eða 28,2% Reiknaður meðal- fallþungi 28 gemlingslamba var 14,33 kg, en með 5% nýrmör hefði hann orðið 15,08 kg. Reykhólaærnar voru allar vetr- arrúnar. Ullarmagnið eftir aldri áa var sem hér ségir: Aldur Fjöldi Ull.kg 1 V. 46 2,54 2 v. 50 2,83 3 v. 48 2,90 4 v. 40 2,60 5 v. 39 2,61 6 v. 31 2,62 7 v. 18 2,43 8 v. 12 2,48 9 v. 12 2,33 10 V. Vegið meðaltal 2 v. og 7 2,27 eldri 257 2,66 Af þessum tölum virðist aug- ljóst, að afurðasemi Reykhóla- íjárins sé fyllilega nógu mikil til þess að réttlæta dreifingu á kynbótafé þaðan i stórum stil til þess að bæta ullar- og gærugæði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.