Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1976, Blaðsíða 1
FLUGSTÖÐIN HF Símar 27122 — 11422 Leiguf lug— Neyðarf lug ■ HVERT SEM ER HVENÆR SEM SLONGUR BARKAR TENGI Landvélar hf Gsal-Reykjavik. — Það hefur ekki komið til tals að ég eigi einkaviðræður við Crœsland ut- anrikisráðherra Breta á NATO-fundinum i Osló, sagði Einar Ágústsson utanrikisráð- herra I samtali við Timann I gær. Timinn innti utanrikisráðherra eftir þvi, hvort hann myndi ræða einslega við Crossland ef þess yrði ódcað af hálfu brezka utan- rikisráðherrans. Einar Ágústsson sagði, að tekin yrði afstaða til þess á fundinum, ef slik beiöni kæmifram, en sagði, að sllkt væri ekki útilokað. Einar Agústsson utanrikisráð- herra mun i ræðu sinni á fundin- um I Osló gera landhelgismáliö að umræðuefni og m.a. sérstaklega ræða um slöustu aögerðir Breta á miðunum, þ.e.as. ásiglingar Fal- mouth á Tý og hótun Nimrodþot- unnar um loftárás á Ægi. Einar Agústsson. Fulltrúar allra þingflokkanna: Vilja kalla sendi- herra íslands hjá NATO heim AÞ-Reykjavik. —t gær var lögð fram á Alþingi þingsályktunar- tillaga um að kalla heim sendi- herra íslands hjá Atlantshafs- bandalaginu. Eru flutnings- menn tillögunnar bæði úr stjórnarflokkunum og stjórnar- andstöðuflokkunum, en þeir eru Ragnar Arnalds (Ab), Magnús Torfi Ólafsson (SFV), Stein- grimur Hermannsson (F), Pét- ur Sigurðsson (S) og Jón Arm. Héðinsson (A). Þingsályktunartillagan er svohljóöandi: „Alþingi ályktar að fela rikis- stjórninni að kalla heim sendi- herra tslands hjá Atlantshafs- bandalaginu til að mótmæla hernaðarofbeldi Breta I Is- lenzkri landhelgi.” I greinargerð segja flutnings- menn, að tillagan sé borin fram I tilefni af atburöum seinustu daga og mánaða á miöunum umhverfis landið og þarfnist hún ekki nánari skýringa. Athygli vekur, að tveir af þingmönnum stjórnarflokk- anna, þeir Steingrimur Her- mannsson og Pétur Sigurösson eru meðal flutningsmanna. Óvist er, hvort tillagan verður borin undir atkvæöi Alþingis vegna þess hversu seint hún er fram borin, en vitað er, að hún n.ýtur stuðnings sumra þing- manna stjórnarflokkanna, bæði Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Bana- slys á Höfn Gsal-Reykjavik — Sautján ára gamall piltur, Aðalsteinn Ingólfsson, lézt i bifreiða- slysi aðfaranótt s.l. laugar- dags á Höfn i Hornafirði. Aðalsteinn var búsettur á Höfn. Um tildrög slyssins er ekki vitað, þar eö engir sjónar- vottar voru að slysinu, en bifreið Aðalsteins fannst rétt innan viö þorpið, þar sem hún lá úti i slpirði. Er taliö ltklegt að Aöalsteinn hafi misst vald á bifreiðinni með fyrrgreindum afleiðingum, og sjálfur kastast út úr bif- reiðinni. Einar Ágústsson, utanríkisráðherra: Viðræður milli mín og Crosslands hafa ekki komið til tals Fjölmennustu aðgerðir til þessa gegn dvol varnarliðsins og aðild tslands að NATO voru á laugardag, þegar farin var Keflavikur- ganga, sem endaði með útifundi á Lækjartorgi i Reykjavik. Þessi mynd er tekin við upphaf göngunnar, en þá voru þátttak- endur um 800. en á útifundinum voru um 8000 manns. Tima- mynd: G.E. í dag Skáksambandið leggst gegn skák- móti umboðs- manna tóbaks- framleiðanda -----► O Dr. Euwe fær gabbróstein í afmælis gjöf —► o Bretarnir á Vestfjarða- mið á ný Gsal—Reykjavik. — Brezku togaraskipstjórarnir fengu fyrir- mæli um það um helgina aö flytja sig á Vestfjaröamiö og voru fyrir- mælin gefin að undangengnum allmörgum atkvæðagreiðslum hjá togarskipstjórnunum, sem ýmist ákváðu að fara eða vera. Loks tók flotinn af skarið og skipaði þeim að halda á Vest- fjaröamiö. Fyrstu togararnir komu á mið- in úti af Vestfjöröum á miönætti sunnudagskvölds og i gær var allur togaraflotinn kominn á miö- in, svo og verndarflotinn. Það er ekki ýkja langt siðan brezku togararnir gáfust upp á veiðum á Vestfjarða;miðum og héldu aust- ur um aftur. Hvort sú saga endur- tekursig nú fer eftir aflabrögðum en vestfirzkir sjómenn eru mjög uggandi vegna komu brezku togaranna, enda mikið af ungfiski á miðunum. Óvenju mikið um lambalát SJ-Reykjavik. — Það viröist vera óvenju mikið um lambalát nú i vor, sagöi Siguröur Sigurðs- son dýralæknir að tílraunastöö- inni i dýrameinafræði aö Keld- um Iviðtali við Timann. Bæði er um að ræða svokallaö smitandi lambalát og lambalát, sem or- sakast af heysýklum, sem ber meira á þegar hey eru léleg eins og nú hefur verið um mik- inn hluta landsins. Viö höfum fengið dæmi um fósturlát hjá kindum um allt land nema af Austurlandi og Vestfjöröum. Hver orsök þessa er vitum við ekki. Þórarinn Snorrason böndi aö Vogsósum i Selvogi hefur oröiö illa úti vegna lambaláts i vor, og er talið að þar sé um smitandi lambalát að ræða. Yfir 160 ær hafa látiö lömb hjá honum og er þar um tilfinnanlegt tjón að ræða, þar sem lambið er um 7000 króna virði. Þórarinn haföi 385 ær á fóðrum i vetur. Tjón Þórarins er meira en talan um lambalátið segir til um þvi af 140 ám sem búnar eru að bera, var mikið af tvilembum, þar sem annað lambið fæddist dautt eða jafnvel bæöi. Samtals hefur Þórarinn misst 310-320 lömb. Aö sögn Þórarins er þetta mikið fjárhagslegt áfall fyrir hann og fjölskyldu hans, sex manns, sem vinnur öll við búið. Er þarna farið kaup fjölskyld- unnar yfir árið. Ekki bætir úr skák, að veturinn var dýr i fóðr- un, þvi mikiö þurfti að kaupa af fóöurbæti, og framundan eru kostnaðarsöm áburðarkaup. Þetta lamb hefur komizt á legg áfallalaust, en nú I vor hefur vcrið óvenju mikið um lambalát, eins og fram kem- ur I fréttinni. Þórarinn er eingöngu með sauð- fjárbúskap. Fé getur gengið lengi með sýkla þá, sem valda smitandi lambaláti. T.d. er ekki ótitt aö það berist milli bæja með hrút- um, er seldir eru. Að sögn Sig urðar Sigurðssonar láta venju- lega frá 10% upp i 80% ánna lömbum þar sem smitandi lambalát er fyrir. Tvibýli er I Vogsósum og á hinum bænum hefur litiö boriö á lambaláti I vor, aðeins 5-6 ær látiö lömbum. Hjá Siguröi Auöunssyni i Hveragerði I ölfusi hafa yfir 35 ær látiö lömbum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.