Tíminn - 18.05.1976, Page 4

Tíminn - 18.05.1976, Page 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 18. maí 1976 ■vn Var Victor Hugo mesti kvennabósi? Nýlega er komin út ævisaga Victors Hugo eftir rithöfundinn Samuel Edwards. Ýmislegt kemur þar fram, sem ekki hefur veriðhaldið á lofti áður svo sem margar sögur af kvennafari skáldsins. Fram eftir árum var hann mjög heiðviröur og sam- vizkusamur i öllu, og vildi alltaf að hið góða sigraði, og kom það fram i bókum hans, að bófar og illmenni fengu vanalega makleg málagjöld, svo sem minnast má úr „Vesalingunum” og fleiri bókum. Hann var iöinn og góður fjölskyldufaðir, átti fjögur börn með konu sinni og heimilislífið virtist hið bezta. Allt í einu skipti hann um lifnaöarhætti, tók sér ástkonu, sem hét Juli- etta Drouet, og hefur hún haldið dagbækur, sem vitnaö er i i ævi- sögunni. Juhette þessi segir frá þvi, að á fyrstu tveimur árunum eftir að Victor Hugo breytti um lifnaðarhætti, þá hafihann verið „óöur i kvenfólk”. — Dagurinn gat liöið eitthvað á þessa leið hjá honum: Að morgni til fór hann I gönguferö, ef hann á leið sinni sá álitlega gleðikonu, þá var hann ekkert að tvinóna við það, en dreif sig með henni heim til hennar. Siðan átti hann kannski stefnumót við fræga leikkonu og þau borðuðu há- degisverð með vini einhvers staðar i ró og næði. Hvað þar gerðist meira, var ekki gott að segja, segir Juliette, — en gefur i skyn að það hafi verið eitthv. svipað morgninum. — Síðan kom hann til min síðdegis, við borðuðum saman kvöldverð og hann var hjá mér fram á nótt. Það þýddi ekkert fyrir mig, seg- ir i dagbókinni, að vera af- brýðissöm, þetta var eins og einhver árátta á manninum. Húnnefnir i dagbókinni, aö eftir þvisem hún komst næst, þá hafi hann ha ft m ök við um það bil 200 konur á þessum tveimur árum, sem hún hélt dagbókina. Manni verður á aö spyrja: — Ef þetta er eitthvað nærri lagi, hvenær gafst mannninum timi til að hugsa og skrifa bækurnar sinar. Ævisöguritarinn bollaleggur mikið um hvað valdiö hafi straumhvörfum i lifi skáldsins, og kemst að þvi, að hann hafi skyndilega uppgötvað ástar- samband eiginkonu sinnar við franskan blaðamann og list- gagnrýnanda, Sainte-Beuve, og álitið að öll borgin (Paris) vissi um það mál. Til þess að hefna sin og sýna almenningi það, að hann væri ekki neinn vesalings kokkálaður eiginmaður, þá dreif hann sig til og tók sér ást- konu.keyptifyrirhanalitla íbúð VICTOR HU60 Meira en tómt bros 1 Vestur-Þýzkalandi eru skv. könnun flestar stúlkur, eða sex af hverjum tiu, sem starfa viö sjónvarp, ljóshærðar. Þar ráða sjónarmið karlmannanna. Af hærri stööum við sjónvarpiö þar er aðeins ein af hverjum þrem- ur stöðum falin konu, og er þeim þá oft gert að skyldu að hlaupa undir bagga i hinu daglega amstri. Dagskrárkynnar eru oft ljóshærðar fegurðardisir. Hér er mynd af einni þeirra Fanny Vanheiden. Hún er meira en brosið tómt,hún er ein af þeim allra áhrifamestu i samtökum þeirra vinstrisinnaðra kvenna, sem eru að risa upp til að vekja athygli á framtaki og störfum kvenna nú til dags, og að þau verði metin að verðleikum i þessum „heimi karlmann- anna”. og sá vel fyrir henni, — en setti það skilyrði, að þar mætti eng- inn annar karlmaður koma. Það var sem sagt áðurnefnd Juliette Drouet (sem þó hét réttu nafni Julienne Gauvain) og hún var honum alltaf trú og trygg og beið eftir honum, meðan hann var á ferðinni um borg og bý með hinum og þessum konum. Þegar Victor Hugo var rúmlega sjötugur, þá hét hann henni fyrst tryggðum — og hélt það. Hann hætti þá þessum skyndi- ævintýrum sinum og lifðu þau siðushi árin i friösælli sambúð. Hún andaðist árið 1883, og Hugo árið 1885, þá orðinn 83 ára gam- all. Nýlega hefur verið gerð kvik- mynd i Frakklandi um hluta ævi hans. Ekki er hún samt um hans eigin ástarævintýri, heldur fjallar kvikmyndin um eina dóttur hans, sem strauk að heiman með brezkum her- manni, og var þetta mikil sorg- arsaga. Kvikmyndin heitir „Sagan af Adele H.” og aðal- hlutverkið leikur ung, frönsk leikkona, Isabelle Adjani, sem þykir ein bezta- og fallegasta — unga leikkonan nú I Frakklandi. Þessi kvikmynd og ævisagan um skáldið ætti aö verða til þess, að menn taki rykfallnar bækur sinar fram úr bókahillum ogfariað lesa og kynna sér verk Victors Hugo. Hér sjáum við myndaf skáldinu á efri árum og leikkonunni, Isabelle Adjani, sem leikur dóttur hans I kvik- myndinni „Sagan af Adele H.” DENNI DÆMALAUSI „Nú þvoum við helminginn af garði Wilsons af mér.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.