Tíminn - 21.05.1976, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.05.1976, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Föstudagur 21. maí 1976 Tvær freigátur styrktar á stefni og skut: SÉRSTAKLEGA BÚN- AR TIL ÁSIGLINGA! Gsal-Eeykjavik — Brezka varnarmálaráðuneytiö hefur lát- ið útbúa tvær freigátur sérstak- iega til ásigiinga á islandsmið- um. Freigáturnar, sem hér um ræðir, eru Jaguar og Lincoln, báðar úr varaflotanum, en þær hafa verið styrktar á stefni og skut með tréverki utanborðs og sandpokum að innanverðu. Aug- sýnilegt er, að útbúnaður þessi er geröur með ásiglingar i huga, þvi að brezku freigáturnar beita einkum fyrir sig stefni og skut. þegar þær sigla á isienzk varð- skip. Freigáturnar tvær eru báðar komnar nokkuð til ára sinna, og hafa verið i endurbyggingu að undanförnu. Samkvæmt fréttum frá brezka varnarmálaráðuneyt- inu eru freigáturnar tilbúnar að sigla á Islandsmið með litlum fyrirvara. Timinn ræddi i gær við Helga Agústsson forstöðumann islands- deildar norska sendiráðsins i brezka blaðið Telegraph hefði greint frá þvi i gærmorgun, að tvær freigátur hefðu verið kallað- ar úr varaflotanum, Jagúar og Lincoln, og styrktar á stefni og skut. Blaðið segir, að brezkar freigátur hafi á siðustu vikum orðið fyrir miklum skemmdum. Nefnir blaðið freigáturnar Fal- mouth, Naiad, Mermaid, og Dia- mede i þvi sambandi. Blaðið segir ennfremur, að ein freigátan verði i viðgerð i nokkra mánuði, en læt- ur þess ekki getið hvaða freigáta það er. Fullvist má þó telja, að þar sé átt við Falmouth, sem skemmdist mjög verulega fyrir nokkru, er hún reyndi að sökkva Tý. Blaðið segir, að þessistyrking á freigátunum tveimur eigi að auð- velda þeim að „vera i návigi við, varðskipin”! Telegraph hefur það eftir tals- manni skipasmiðastöðvar flot- ans, að þessi útbúnaður á frei- gátunum sé „eingöngu til varn- ar”! t lok fréttarinnar segir, að nú sé aðeins ein freigáta eftir i varahði flotans. Helgi Ágústsson sagði, að brezku blöðin i gærmorgun hefðu litið skrifað um ráðherrafund NATO i Osló, og hvergi hefði ver- ið minnzt á viðræður Einars Ágústssonar og Croslands. Hins vegar var fyrsta frétt BBC út- varpsstöðvarinnar i gærmorgun um viðræður ráðherranna. London i gær, og sagði Helgi að |íliílllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllinilllllllllllllllllllllllllllllllllllllll|||||||||||illl|||||ll||||||| | Menntamálaráðherra: (Líklegt að Rússar (fái leyfi til rann- Isóknanna í sumar 1 gébé Rvik------Ég tel liklegt að sovézku visindamennirnir fái leyfi til jarðeðlisfræðirannsókna hér i sumar, þó enn hafi form- legt leyfi ekki verið gefið, sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra í gær. Kvaðst ráðherra taka þá ákvörðun fljótlega, en hann hcfði fyrst kynnt rikisstjórninni málið áður en formleg ákvörðun yrði tekin. Þá sagði ráðherra, að talað heföi vcriö um allt að átján manns, scm kæmi með i hinum sovézka leiðangri. ís- lenzkir visinda menn munu verða með í leiðangrinum og munu visindamenn beggja þjóð- anna skiptast á upplýsingum og skýrslum um niðurstöðu jarð- eðlisfræöirannsóknanna. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði, að Sovétmennirnir myndu hafa með sér eitthvert magn af sprengiefni, sem er nauðsynlegt við bergmáls- mælingar og fleira. Sagði ráð- herra einnig, að að sjálfsögðu myndu islenzkir sérfræðingar um sprengiefni fylgjast að öllu leyti með meðferð þessa sprengiefnis, ogað farið yrði að islenzkum lögum i þvi efni. Mi i I Vrrn i 1 rniinal Fiskrækt er skilgreind þann- ig, að hún sé hvers konar að- gerðir, sem ætla má að skapi — eða auki — fiskmagn veiðivatns. Hvað laxveiðiánum viðkemur, felur þetta I sér ýmis atriði, svo sem rétt veiðiálag, laxastiga- gerð og sleppingu seiða af ýms- um stærðum. Slepping seiða I Is- lenzkar ár er orðin mjög algeng, og er þar bæði um kviðpoka- seiði, sumarseiði svo og göngu- seiði að ræða. Allar þessar tegundir eiga rétt á sér, en við mismunandi aðstæður. t VEIÐIHORNINU I dag, verður gerð grein fyrir fyrrgreindum seiðum, en upplýsingarnar gaf Árni Isaksson hjá Veiðimála- stofnun. Kviðpokaseiði <■ Kviðpokaseiði nefnast seiðin þegar þau hafa klakizt út úr hrognum, en kviðpokinn, sem er forðanæring seiðisins er énn all- stór. Seiðin eru enn ekkert byrj- uð að éta ög þar sem þau eru með afbrigðum ljósfælin, leita þau þegar niður I mölina á botni árinnar. Þessi seiði henta bezt þar sem litið sem ekkert klak hefur átt sér stað eða hefur mis- farizt af einhverjum orsökum. Helzta vandamálið með þessi seiði er það, að þau geta ekki bjargað sér nema þau fái öruggt fylgsni i grjótbotni og þeim verður að sleppa áður en kvið- pokinn er upp urinn. A þeim stöðum sem seint vorar, eru kviðpokaseiðin oft tilbúin til sleppingar áður en árnar eru hæfar til að taka við þeim. Sumarseiði Sumarseiði kallast seiði, sem alin hafa verið i 2-3 mánuði fyrir sleppingu. Þau hafa þann kost fram yfir kviðpokaseiðin að þau hafa lært að éta, og mestu af- föllin, sem þvi eru samfara, eru búin. Þau geta einnig lifað uppi I vatni og eru ekki eins háð þvi að finna skjól i möl eins og kvið- pokaseiðin. Seiðum þessum hef- ur venjulega verið sleppt siðla sumars, en æskilegra væri að sleppa þeim I byrjun sumars til að nýta aðalvaxtartimann I ánni. Þetta á vafalaust eftir að breytast með framförum i laxa- eldi, og sem dæmi má nefna að Laxeldistöðin I Kollafirði hafði á s.l. vori til sölu stálpuð seiði þegar i byrjun júni, og svo er einnig i ár, eins og reyndar hef- ur verið minnzt á hér I VEIÐI- HORNINU áður. Þessi seiði henta bezt á svæði þar sem klak er litið sem ekkert, og eru sett á sömu svæði og kviðpokaseiðin, en árangur af sleppingu sumar- seiða er mun öruggari, ef að- stæður eru að einhverju leyti erfiðar. Gönguseiði Gönguseiði eru seiði, sem náð hafa 12-15 cm lengd og eru tilbú- in til sjávargöngu að vori. Þau ganga I sjó fljótlega eftir slepp- ingu, og eiga þvi ekki að vera I samkeppni viö seiði framleidd i ánni. Þetta eru þvi einu seiðin sem sleppa má á svæði þar sem lax hrygnir og fullt er af náttúruiegum seiðum fyrir. Frumskilyrði er að sjálfsögðu, að seiðin séu komin I göngubún- ing áður en þeim er sleppt, þvi annars dvelja þau áfram i ánni I samkeppni við þann fisk, sem fyrir er. Tilraunir I Eldistöðinni i Kollafirði hafa sýnt, að ekki eru öll seiði komin I göngubún- ing þótt þau séu orðin 12-15 cm löng og sum ganga ekki til sjáv- ar. Það sem ræður þvi hvort seiðin fara I göngubúning eða ekki, er fyrst og fremst meðferð seiðanna siðustu 35 vikur fyrir sleppingu, en á þeim tima verða þau að fá náttúrulega birtu- breytingu. Aðalfundur Eimskipafélags íslands 1976: Jöfnunarhlutabréf gefin út og hlutafé aukið um 10% Hluthöfum greiddur 13% arður MIIWOSS FB-Reykjavfk. Aðalfundur Eim- skipafélags tslands var haldinn I gær. Var þar flutt skýrsla um starfsemina á siðasta ári, sem er 61. starfsár félagsins. A fundinum var samþykkt að greiða 13% arð til hlutahafa. Þá var samþykkt að neyta heimildar I skattalögum um útgáfu jöfnunarhlutabréfa, þannig að hlutafé félagsins, eins og það er nú, verði tvöfaldað, þ.e. hækkað úr kr. 210.588.750 i kr. 421.177.500, og að útgáfa jöfnun- arhlutabréfanna fari fram fyrir árslok 1976. Ennfremur samþykkti fundur- inn, að hlutafé Eimskipafélagsins skuli aukið um 10%. Skal hluthöf- um gefinn kostur á að kaupa aukningarhluti á nafnverði I réttu hlutfalli, þ.e. 10%, við hlutafjár- eign þeirra. Stendur forkaups- réttur til 31. desember 1977. Þeir menn, sem úr stjórn áttu að ganga, voru endurkjörnir. Stjórnina skipa: Halldór H. Jóns- son, Birgir Kjaran, Thor R. Thors, Pétur Sigurðsson, Ingvar Vilhjálmsson, Axel Einarsson. Rekstur félagsins 1 skýrslu um starfsemi félags- ins á siðastliönu ári segir, að tap hafi orðiö á rekstrinum, sem nemur kr. 17.009.574, og höfðu þá verið afskrifaðar af eignum þess kr. 601.126.632. Hagnaöur af rekstri eigin skipa félagsins, 20 að tölu, varð á árinu 1975 kr. 1.141.496.594, hagnaður af rekstri leiguskipa nam kr. 52.060.017, og þóknun fyrir af- greiðslu erlendra skipa o.fl. nam kr. 4.210.522. Halli á rekstri vöru- afgreiðslu nam kr. 35.042.590. Eru fyrningar á eigum vöruafgreiðsl- unnar kr. 57.307.505 þá ekki reikn- aðar. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins i árslok 1975 kr. 4.725.183.475, en skuldir að meðtöldu hlutafé kr. 4.496.318.241. Bókfæröar eignir umfram skuldir námu þannig I árslok 1975 kr. 228.865.234. 22 skip i 333 ferðir Skip félagsins tuttugu að tölu eru á árslok 1975 bókfærö á kr. 2.072. 439.855 og fasteignir bók- færðar á kr. 680.459. 958. Hlutafé félagsins var I árslok 1975 kr. 202.813.750, þar af á Eim- skipafélagið kr. 17.817.000. Alls voru 22 skip I förum á veg- um félagsins siöasta ár, og fóru þau 333 ferðir milli Islands og annarra landa. Eigin skip félags- ins, 20 að tölu, fóru 300 ferðir milli landa, og er það 49 ferðum fleira en árið áður, en leiguskipin tvö fóru 33 ferðir og er það 41 ferð færra en árið áður. Skip félagsins sigldu þetta ár 898 þúsund sjómilur. Alls komu skipin 830 sinnum I 90 hafnir i 17 löndum, og 878 sinnum á 48 hafnir úti á landi. I erlendum höfnum höfðu skipin oftast viðkomu I Kaupmannahöfn og Rotterdam, 75 sinnum á hvor- um stað. Þá komu þau 73 sinnum til Hamborgar, 54 sinnum til Gautaborgar, 48 sinnum til Ant- werpen og Felixstowe, 34 sinnum til Kristiansands, 32 sinnum til Norfolk, 23 sinnum til Helsing- borgar og 22 sinnum til Weston Point. A innlendum höfnum utan Reykjavikur voru viðkomur skip- anna tiðastar I Vestmannaeyjum 71 talsins. Þá komu þau 63 sinnum til Akraness, 61 sinni til Hafnar- fjarðar, 60 sinnum til Keflavikur, 58 sinnum til Akureyrar, 53 sinn- um til ísafjarðar, 42 sinnum til Straumsvikur og 28 sinnum til Patreksfjarðar. Skip félagsins fluttu samtals 529 þúsund tonn af vörum, en höfðu flutt 540 þúsund tonn árið áður. Kaup og sala I október 1975 keypti Eimskipa- félagið Bæjarfoss, sem kom til Reykjavikur 1. desember 1975,. Þá samdi félagið um kaup á Skeiðfossi I janúar sl., og kom það skip til Reykjavikur 7. marz sl. Eimskipafélagið seldi skip sitt, Laxfoss, til Grikklands I aprll 1976. Framkvæmdir Ýmsar framkvæmdir hafa átt sér stað á vegum félagsins á ár- inu 1975. M.a. hefur verið unnið að þvi að koma upp ryðvarnarstöð I vörugeymslu félagsins við Borg- artún, þannig að þar sé hægt að hreinsa og ryðverja bila, sem koma með skipum félagsins hing- að til lands, strax eftir komuna. Standa vonir til að hún geti tekið til starfa næsta haust. Þá er búizt við, að framkvæmd- ir við byggingu Oddeyrarskála á Akureyri geti hafizt á þessu sumri, en unnið hefur verið að margháttuðum undirbúningi fyr- ir það verk. Við Sundahöfn er unnið að undirbúningi svæðis þar sem þriðja vörugeymsluhús fé- lagsins við þá höfn á að risa. Þar er einnig unnið að undirbúningi útisvæðis, en þörf fyrír slik geymslusvæöi fer ort vaxánai vegna aukinnar notkunar gáma. A siðasta ári veittu borgaryfir- völd leyfi til þess að byggt yrði við hús Eimskipafélagsins, Pósthús- stræti 2. Var þegar hafizt handa við þá framkvæmd. Lokið mun verða við að steypa húsið upp á þessu ári en verkinu veröur siöan haldið áfram eftir þvi sem aö- stæður leyfa. . ■**-/ csá V RSVKMFOSS safitt \> \ . " iiéHíT SKÓOAFOSS UOAFOSS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.