Tíminn - 21.05.1976, Qupperneq 3

Tíminn - 21.05.1976, Qupperneq 3
Föstudagur 21. mal 1976 TÍMINN 3 Kristinn Finnbogason, framkvæmdastjóri Tímans: HEILDARSKULD DAGBLAÐSINS VIÐ BLAÐAPRENT NEMUR 6.638.000 kr. Aukinn launakostnaður vegna prentunar Dagblaðsins septem- ber ’75 — janúar 1976. Aukavinna með orlofi: Vélritun (Innskr.borð) kr. 2.752.000,- Umbrot kr. 6.449.240.- Tölva kr. 761.800.- Prentun kr. 392.040,- Mynda- og plötugerð kr. 262.350.- Allskr. 10.617.430.- + 12% launatengdur kostnaður kr. 1.274.088,- Uppbót vegna Dagblaðsins Launaskattur 3,5% af aukavinnu + uppbót kr. 4.212.978.- (10.617.430 + 4.212.978.-) (14.830.408.-) kr. 519.064,- 16.623.560.- + launatengdur kostnaður v. aukavinnu er samkv. upplýsingum frá Fél. isl. prentiðnaðarins u.þ.b. 25%. Þar af er orlof 9.33% og launaskattur 3.5% = 25% - 12.83% * 12%. 12.83% FJ—Rvik. — í Dagblaðinu I gær er þvi haldið fram, að stofnaðilar Blaðaprents hf. (Timinn, Visir, Þjóðviljinn og Alþýðublaðið) hafi ákveðið að vinna upp hluta af tapi sinu með þvi gera Dagblaðinu hærri reikninga fyrir prentun þess I Blaðaprenti en eðlilegt sé. Af þessu tilefni sneri Timinn sér til Kristins Finnbogasonar, fram- kvæmdastjóra, og innti hann eftir staðreyndum i þessu máli. — Ég vil taka það fram i upp- hafi, sagði Kristinn, að það var ekki meining min að ræða við- skipti Blaðaprents og Dagblaðs- ins opinberlega. Vegna þessara skrifa Dagblaösins tel ég þó rétt að ýms atriði komi fram opinber- lega, en ég harma það að til þess þurfi að koma, þar sem ég tel, að þessi mál eigi að ræða innbyrðis milli aðila, en ekki vera með sleggjudóma og æsingaskrif I fjölmiðlum, eins og forráðamenn Dagblaðsins gerðu I gær. Þegar beiðni barst um prentun Dagblaðsins á sinum tima, var það skýrt tekið fram, að sá aðil- inn — Visir eða Dagblaðið — sem gerðardómur úrskurðaði að skyldi ekki njóta viðskiptakjara stofnaðila Balaðprents, skyldi greiða fyrir prentunina það gjald, sem aðrir viðskiptaaðilar Blaða- prents greiöa. Gerðardómurinn úrskurðaði að Visir skyldi áfram njóta kjara sem stofnaðili en af þeim úrskurði leiddi, að Dagblað- ið var aðeins viðskiptaaðili við Blaðaprent og varð þvi að greiða fyrir prentun samkvæmt þvi. Þá var þvi og lýst yfir, þegar samþykkt var að prenta Dagblað- ið i Blaðaprenti að það gæti að- eins orðið um skamman tima, þar sem prentun fimmta dagblaðsins kallaði á mjög aukna aukavinnu i prentsmiðjunni, sem hefði I för með sér óþægindi og aukakostnað fyrir þau dagblöð, sem fyrir voru i Blaðaprenti. Meðan beðið var eftir úrskurði gerðardómsins og ekki var séð, hvort Visir eða Dagblaðið yrði að- njótandi viðskiptakjara stofnað- ila, greiddi Dagblaðið fyrir prent- un svipaða upphæð og þau blöð, sem fyrir voru i Blaðaprenti. En jafnframt var þvi lýst yfir aö Dagblaðið yrði að greiða hærri upphæð, ef úrskurður gerðar- dómsins félli gegn þvi. A þetta féllst Sveinn R. Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri Dagblaðsins, og er til um það bókun I fundargerðar- bók Blaðaprents. Úrskurður gerðardómsins var svo birtur 25. nóvember 1975 og var á þá leið, sem ég hef skýrt frá hér að framan. 1 byrjun desem- ber skýrði fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Blaðaprents, Ölaf- ur Eyjólfsson, frá þvi að allt útlit væri fyrir, að prentun Dagblaðs- ins skilaði verulegum hagnaði fyrir Blaðaprent, en það drógu þó ýmsir stjórnarmeðlimir i efa. Þá var ákveðið að biða með endan- lega ákvörðun um greiðslur fyrir prentun Dagblaðsins, þar til I sið- ari hluta janúarmánaöar 1976, þegar fyrir lægi bráöabirgðaupp- gjör Blaðaprents. Jafnframt var ákveðið, að Dagblaðiö greiddi tií bráðabirgða 50% ofan á taxta stofnaðilanna. Bráðabirgðareikningar Blaða- prents voru ekki tilbúnir, þrátt fyrir marggefin loforð fram- kvæmdastjórans, fyrr en um miðjan marzmánuð. Um svipað leyti lá fyrir skýrsla frá verk- stjórum Blaðaprents um aukinn launakostnað vegna prentunar Dagbiaðsins. Samkvæmt þessari skýrslu verkstjóranna nam beinn útlagö- ur kostnaður fyrir aukavinnu og yfirborganir vegna prentunar Dagblaðsins 16 milljónum 623 þúsund og 560 krónum. (Sjá yfirlitið, sem birtist hér með) — Ofan á þetta bætist siöan allt hráefni og fleira. Heildar- prentunarkostnaður Dagblaðsins er samkvæmt þeim reikningum, sem meirihluti stjórnar Blaöa- prents hefur nú ákveðið, krónur 21 milljón 84 þúsund 930 krónur til áramóta, en frá áramótum 5 milljónir 843 þúsund 920 krónur. Sá taxti, sem lagður er til grund- vallar þessum tölum, mun vera um 30% lægri, en taxti félags prentiðnaðarins, sem samþykkt- ur er af verðlagsstjóra. Um áramót hafði Dagblaðið greitt Blaðaprenti 16 milljómr 551 þúsund og 148 krónur. Nam þvi skuld blaðsins um áramót 4 milljónum 533 þúsund 782 krón- um, en heildarskuld Dagblaðsins við Blaðaprent nú er 6 milljónir 638 þúsund krónur. Auk þessarar skuldar Dagblaðsins skuldar hlutafélagiö Hilmir, sem tengt er Sveini Eyjólfssyni, allverulega upphæð til Blaðaprents. Skuldir þessar, sem Blaðaprent á útistandandi, eru það miklar, að svo til allt rekstrarfé Blaðaprents er bundið i þeim. Þýðir það að sjálfsögðu erfiöleika fyrir rekstur prentsmiðjunnar. Þá má geta þess, að meðan Dagblaðið var prentað i Blaðaprenti tóku þau blöð, sem I prentun voru, þar á Jónas Kristjánsson rit- stjóri, og Sveinn R. Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri, virða fyrir sér fyrsta eintak Dagblaðsins, sem prentað var i Blaðaprenti á pappir, sem Timinn lánaði Dagblaðinu. Timamynd: G.E. Skýrsla verkstjóra Blaðaprents um beinan út- lagðan kostnað Blaða- prents fyrir aukavinnu og yfirborganir vegna prentunar Dagblaðsins. meðal Timinn á sig verulegar aukagreiðslur vegna aukinnar yfirvinnu starfsmanna blaðsins vegna seinkunar á allri vinnu við prentun blaðsins. Þetta eru þær uppiýsingar sem ég vil að svo stöddu að komi opin- berlega fram. Ég er þess fullviss, að þegar upp er staðið, verði þrátt fyrir þessar greiðslur Dagblaðs- ins ekkert eftir i sjóðum Blaða- prents nema tap af viöskiptum Dagblaðsins við Blaðaprent. Um samskipti Timans og Dag- blaðsins er rétt að geta þess, að Timinn lánaði Dagblaðinu þann pappir, sem það hóf göngu sina á, og er óvist að Dagblaðið hefði get- að komið út án þeirrar fyrir- greiðslu Timans, sagði Kristinn Finnbogason að lokum. Brezku veiðiþjóf arnir kvarta sdran undan tregum afla Gsal—Reykjavik. — Brezku togararnir, sem stundað hafa veiðar á Vopnafjarðargrunni sið- ustu sólarhringa kvarta sáran undan tregum afla og voru flestir i gærdag á leið suður með Aust- fjörðum, sennilega að Hvalbaks- svæðinu, þar sem flestir togar- anna halda sig. Varðskipið Ægir komst I tæri við togara I fyrrinótt, en þeir hifðu allir inn veiðarfæri sin. Freigátan Salisbury reyndi að sigla á Ægi þá um nóttina, en mistókst. Samkvæmt upplýsingum tals- manna Landhelgisgæzlunnar i gær voru 30 brezkir togarar á Austfjarðamiðum i gærdag og 13 aðstoðarskip, þar af 6 freigátur. Engin viðbrögð hafa heyrzt hjá togaramönnum við neitun brezku rikisstjórnarinnar við kröfu þeirra um skaðabætur. Verkfræðingar borgarinnar í verkfall á mánudag gébé—Rvik. — Stéttar- félag verkfræðinga hjá Reykjavikurborg hefur boð- að verkfall frá og með hádegi n.k. mánudags til miðvikudagskvölds. Verk- fallið er boðað til að leggja áherzlu á og undirstrika launakröfur þeirra, en samningar féllu úr gildi um siðustu áramót. Fljótlega eftir áramót hófust samningafundir, en siðar visuðu verkfræðingar máii sinu til sáttasemjara rikis- ins. Þar itrekuðu fulltrúar borgarinnar fyrra tilboð sitt til verkfræðinga, sem þeir aftur á móti vilja ekki sætta sig við og boðuðu til áður- nefnds verkfalls. Agreining- urinn stendur um launatölur. Sjóour til styrktar Landhelgisgæzlunni var stofnaður í gær FB—Reykjavik. Stofnaður hefur verið sjóður til styrktar Land- helgisgæzlunni, og ber hann nafn- ið Hliöskjálf. Stofnendur sjóðsins eru Helga Larsen á Engi og barnabarn hennar Helga Berg- mann, en hún er dóttir Sigurðar Bergmann, sem Guðmundur Kjærnested hefur kallað „járn- karlinn”. Sigurður var einn þeirra þriggja, sem var á kafi I sjó þó nokkra stund, er siglt var á Tý nú siðast, og við sjálft lá að skipinu væri sökkt á miðunum fyrir austan land. Stofnfé sjóðsins er 36 þúsund krónur. Tekjur hans verða frjáls framlög og fjáröflunarleiðir, sem sjóðsstjórn hefur samstarf um hverju sinni með hjálp lands- manna. 1 skipulagsskrá sjóðsins segir, að markmið hans séu I fyrsta lagi að stuðla að aukinni menntun allra landhelgisgæzlumanna i landhelgis- og björgunarstörfum og i öðru lagi að stuðla að bættri aðstöðu og tækjum fyrir Land- helgisgæzluna. Er þetta gert samkvæmt nánari ákvörðun sjóðsstjórnar. Heimilt er i þessu skyni, að ráðstafa tekjum sjóðs- ins eins og þær eru á hverjum tima. Stjórn sjóðsins er skipuð fimm mönnum, og i fyrstu stjórn eru Selma Júliusdóttir formaður, Öskar Indriðason varaformaður, Sveinbjörg Guðmarsdóttir ritari, Guðmunda Helgadóttir gjaldkeri og Bára Þórðardóttir meðstjórn- andi. Verði sjóðurinn leystur upp" skal fjármunum hans varið til sjómannaheimilis i Reykjavik, samkvæmt ákvörðun sjóðs- stjórnar. Stjórnarmenn taka við framlögum og einnig er þeim veitt móttaka i Sparisjóði vél- stjóra, þar sem fé sjóðsins er varðveitt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.