Tíminn - 21.05.1976, Síða 7

Tíminn - 21.05.1976, Síða 7
Föstudagur 21. mal 1976 TÍMINN 7 |iiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini| 1 íslenzk stúlka hlýtur | 1 verðlaun í Frakklandi FB-Reykjavlk. Nú stendur yfir listsýning i Orley flugstö&inni I Paris, þar sem sýnd eru lista- verk eftir erlenda listamenn, sem dveljast viö nám I Frakk- landi og hlotið hafa styrk frá franska rikinu. A þessari sýn- ingu á ung íslenzk listakona, Nina Gautadóttir, verk. Er það ofið teppi, og hefur hiln nii hlotið fyrstu verðlaun fyrir það. Verð- launin veita eigendur sýningar- salanna, þar sem sýningin fer fram. Einnig hefur Nina hlotið verö- laun, bronsverðlaun,fyrirannaö teppi, sem hún sýndi á stórri sýningu i Grand Palace i Paris. Nina stundar nám I Ecole Nationale Superieure des Beauxarts, en það er myndlist- arskóli, þar sem kennd er al- hliða myndlist. Vinnur Nina nú að prófverkefni sinu, og er það stórt teppi. Prófverkefnið er lokastig námsins I þessum skóla. Hér stendur Nlna við vetstoi með einu af teppum slnum I. =IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍ Ndttbólið FB-Reykjavik. Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á Náttból- inu, leikriti Maxims Gorki, sem sýnt hefur veriö I vetur i Þjóðleikhúsinu. Náttbólið veröur sýnt á laugardags- og miðvikudagskvöld. Nokkur hiutverkaskipti hafa orðið I leikritinu frá þvl á frumsýn- ingu. í þeim tveimur sýning- um, sem eftir eru, mun Bjarni Steingrlmsson fara með hlut- verk Ævars R. Kvarans, sem lék Médvedév lögregluþjón. i nokkrum stærstu hlutverkum leiksins eru GIsli Halldórsson, Róbert Arnfinnsson, Rúrik Haraldsson, Hákon Waage, Erlingur Glslason, Bessi Bjarnason, Sigrún Björnsdótt- ir, Anna Kristin Arngrims- dóttir, Herdis Þorvaldsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Baldvin Ilalldórsson, Gisli Al- freðsson og Guðrún Stephen- sen. A myndinni er Gisli Hall- dórsson I hlutverki föru- mannsins Lúkasar. Hjörtur Hjartarson, formaður bygginganefndar Húss verzlunarinnar, tekur fyrstu skófiustunguna. Timamynd : G.E * .::x; “1 ¥■ lyi ' ■> t* ■'«. ML'* - gffigjp 'VJm ’ ***f „Hús verzlunarinnar" Fyrsta skóflustungan tekin ó miðvikudag F.J. Reykjavik. — Fyrsta skóflu- stungan að „Húsi verzlunarinn- ar” var tekin i nýja miðbænum við Kringlumýrarbraut á mið- vikudag. Stofnsamningur fyrir félagið, Hús verzlunarinnar, var undirrit- aður 30. des. 1974 af fulltrúum allra byggingaraöila og staðfest- ur skömmu siðar af félögunum með skipun fulltrúa i stjórn félagsins. Stjórn Húss verzlunar- innar er nú þannig skipuð, að hver eignaraðili skipar einn aðal- mann og annan til vara. Verzlunarbanki Islands: Þor- valdur Guðmundsson, Höskuldur Ölafsson. Lifeyrissjóður verzlunar- manna: Bjarni Felixson, Jón Jó- hannesson. Verzlunarmannafélag Reykja- vikur: Hannes Þ. Sigurðsson, Elis Adolphss. Félag isl. stórkaupmanna: Július S. Ólafsson, Arni J. Fann- berg. Kaupmannasamtök íslands: Magnús E. Finnsson, Leifur Is- leifsson. Bilgreinasambandið: Geir Þor- steinsson, Ingimundur Sigfússon. Verzlunarráð Islands: Hjörtur Hjartarson, Hjalti Geir Krist- jánsson. ,,Hús verzlunarinnar” munrisa i norðvesturhorni nýja mið- bæjarins nálægt gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar. Húsið verður norðan við fyrir- hugaða yfirbyggða göngu- og verzlunargötu og tengist henni með torgi. Byggingin verður samtals 13 hæðir auk götuhæðar og kjallara, samtals 13.641 ferm eða 47.051 rúmmetrar. Þar af eru 3.645 ferm eða 12.757 rúmmetrar bila- geymslur. t kjallara undir aðalbygging- unni verða sameiginlegar geymslur og tækjabúnaður. Á götuhæð verða yfirbyggðar bilageymslur auk þjónustustarf- semi ýmiskonar undir aðalhús- inu. A þaki bilageymslunnar sunnan aðalbyggingarinnar, myndast stórt göngutorg er tengist fyrstu hæð hússins. Þar verða afgreiðslusalir banka og lifeyrissjóðs auk veitingasölu o.fl. Á annarri til tiundu hæö verða skrifstofur. A efstu hæðunum er gert ráð fyrir aö komi bókaog minjasafn auk fundarherbergja. Halda tónleika ó Raufarhöfn. í Skjólbrekku og ó Húsavík Dagana 22., 23. og 25. mai halda þau Margrét Bóasdóttir sópran- söngkona, Kjartan Óskarsson klarinettleikari og Hrefna Unnur Eggertsdóttir pianóleikari tón- leika i félagsheimilinu Hnitbjörg Raufarhöfn, Skjólbrekku Mý- vatnssveit og i félagsheimilinu Húsavik. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00, nema á Raufarhöfn, þar eru þeir kl. 17.00. A efnisskrá eru sönglög eftir is-. lenzka og erlenda höfunda, verk fyrir klarinett og pianó eftir Saint Saens og Pierné, verk fyrir pianó eftir Brahms og Debussy og verk fyrir sópran, klarinett og pianó eftir Spohr og Schubert. Kór Öldutúnsskóla fer til Noregs A föstudaginn 28. mai heldur kór öldutúnsskóia I söngför til Noregs og tekur þar þátt I norrænu barna- kórakeppninni, sem fram fer I Bergen. Sunnudaginn 23. mai efnir kórinn til tónleika IHáteigskirkju klukkan 5 siðdegis. Efnisskráin er fjöl- breytt, m.a. verða frumflutt kórverk eftir dr. Hallgrim Helgason, Pál P. Pálsson og norska tónskáldið Egil Hovland. Stjórnandi kórsins er Egill Friðleifsson. Opnunar- tími Blómaskóla Michelsens Hveragerði verður til kl. 7 (kl. 19.00) alla daga sumar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.