Tíminn - 21.05.1976, Qupperneq 8

Tíminn - 21.05.1976, Qupperneq 8
Föstudagur 21. mal 1976 TÍMINN 8 Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, Pick-upp bifreið og landbúnaðar traktor, er verða sýnd að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 25. mai kl. 12- 3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna Hjúkrunarskóli íslands Eiríksgötu 34 óskar að ráða húsmæðrakennara, sem matráðskonu og kennara i næringarefna- fræði og sjúkrafæði. Laun samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna. Ráðningartimi frá 1. september 1976. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri. . Sjávarútvegsráðuney tið. Bátar til rækjuleitar á djúpslóð Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir 2-3 togbátum til rækjuleitar og rækjuveiða á djúpslóð fyrir Norður- og Austurlandi frá miðjum júni til óákveðins tima. Æskilegt er að bátarnir verði ekki minni en 100 brúttó rúmlestir. Þeir, sem áhuga hafa á þvi að leggja báta til þessa verkefnis, hafi samband við ráðuneytið fyrir 1. júni n.k. Sjávarútvegsráðuneytið. Bátar til loðnuleitar Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir 4-5 velútbúnum hringnótabátum til loðnu- leitar og tilraunaveiða á loðnu fyrir Norðurlandi i sumar (væntanlega frá þvi siðast i júni til 15. september). Æskilegt er að bátarnir hafi einnig út- búnað til flotvörpuveiða. Þeir, sem áhuga hafa á þvi að leggja báta til þessa verkefnis, hafi samband við ráðuneytið fyrir 1. júni n.k. Frá Árósum: ÍSLENDiNGAR MÓTMÆLA VEIDIAÐFERDUM BRETA FB-Reykjavik. — tslenzkir stúdentar i Arósum vildu fyrir nokkru sýna hug sinn til aö- gerða Breta á Islandsmiðum, er til Arósa kom brezka her skipið HMS Interpid. Skipið kom til Arósa 14. mal og var þar til 18. mai. Sunnudaginn 16. mai efndu Islendingarnir til mótmælastöðu við skipið frá kl. 14 til 16, en þá var skipiö opið almenningi til sýnis. Timanum hefur borizt frá- sögn tveggja námsmanna þeirra Asgeirs Sigurgestsson- ar og Brynjólfs G. Brynjólfs- sonar, af aðgerðunum. Þeir segja að auk þess sem ákveðið hafi verið að efna til mót- mælastöðu við skipiö, hafi verið samið dreifibréf um landhelgismálið, og hafi þvi verið dreift til þeirra, sem komu að skoða skipiö. Tæplega eitthundrað manns tóku þátt i aðgerðunum, og er það meirihluti Islendinganna i Arósum. Leyfi hafði verið fengið hjá lögreglu borgarinn- ar fyrir mótmælastööu Islend- inganna, og fóru aðgerðirnar I alla staði vel og friðsamlega fram. Er hópurinn kom að skipinu tók á móti honum brezkur liös- foringi og spurði, til hvers staðið væri við skipið. Er hon- um var tjáð, hverrar þjóðar viðmælendur hans væru, bauð hann hópnum um borð, þó með þvi skilyrði, að mótmæla- spjöld yrðu eftir I landi. Var þvi boði að sjálfsögðu hafnað. Að sögn Asgeirs og Brynjólfs vöktu aðgerðir ís- lendinganna mikla athygli i Danmörku eins og meðal ann- ars má sjá á þvi, að blöð birtu frásagnir og myndir af at- burðinum. Fyrirsagnir biað- annahljóðuðu svo: Torskekrig I Arhus — Torskekrig pa havnen I Arhus og Arhus- demonstration mod „britiske overgreb”. Myndirnar þrjár, sem hér fylgja með eru teknar af Brynjólfi Brynjólfssyni. Sýna þær Islenzku stúdentana I mótmælagöngunni, og á einni þeirra eru Islendingarnir að ræða við brezkan liösforingja við skipshlið. Stúlkurnar þrjár halda á tveim af spjöldunum, sem gengið var með. A öðru spjaldinu stendur: Guð blessi þorskinn, en á hinu Brezka ljónið sýnir tennurnar. Heldur ljónið þar á tanngarðinum i loppunni. mn : Q£'5.1 f ,Ami / f ij' Jx § 1 il 91 Wh*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.