Tíminn - 21.05.1976, Side 11

Tíminn - 21.05.1976, Side 11
Föstudagur 21. maf 1976 TÍMINN 11 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Vandræðalegt yfirklór Þjóðviljans Þjóðviljinn heldur áfram vandræðalegri viðleitni til að bera á móti þvi, að ýmsir leiðtogar Alþýðubandalagsins hafa undanfarið haldið uppi samtölum við þá Björn Jónsson og Gylfa Þ. Gislason um myndun stjórnar með Sjálfstæðis- flokknum, sem leysi núverandi rikisstjórn af hólmi fyrir eða eftir kosningar. Þjóðviljinn þorir þó ekki að bera á móti þvi að slik stjórn geti verið meira en hugsanleg, en segir hins vegar, að hún komi þvi aðeins til greina, að Sjálfstæðisflokkurinn fallist á, að dregið verði úr völdum verzlunarauðvaldsins og verkalýðs- hreyfingunni tryggð aukin völd. Þetta stóð þó ekki i veginum, þegar nýsköpunarstjórnin sæla var mynduð á sinum tima og voru foringjar Alþýðubandalagsins (Sósialistaflokksins) þá sizt óskeleggari en núverandi foringjar þess. Þvert á móti hefur verzlunarauðvaldið aldrei safnað meiri gróða en á þessum árum, þegar verið var að eyða hinum mikilvægu gjaldeyrisbirgðum, sem höfðu safnazt erlendis á striðsárunum. Alþýðubandalagið myndi ekki frekar nú en þá, láta þetta valda ágreiningi, ef það ætlaði sér á annað borð að komast i stjórn, eins og það hefur nú mikinn hug á. Það segir lika sina sögu, að i forystugrein Þjóð- viljans i gær er tekið skýrt fram, að Alþýðu- bandalagsmenn hafi ekki neitt á móti þvi að vera i stjórn með þeim Geir Hallgrimssyni og Gunnari Thoroddsen af persónulegum ástæðum. Og hvergi er minnzt á það i forystugreininni, þótt löng sé, að varnarmálin geti verið þröskuldur i vegi slikrar stjórnar. Kysst á vöndinn Það sést glöggt á skrifum erlendra blaða um þorskastriðið, að ekkert er liklegra til að hafa áhrif á bandamenn okkar i Nató, en ótti við það, að þeir kunni að missa afnot eftirlitsstöðvarinnar i Keflavik. Á þvi er lika mikil hætta, að lang- varandi þorskastrið snúi almenningsálitinu á íslandi bæði gegn eftirlitsstöðinni og þátttökunni i Nató. Fátt er vænlegra til sigurs, en að banda- mönnum okkar svonefndum sé gert þetta ljóst. Þvi miður hafa orðið veruleg mistök á þessu. Stærsta blað þjóðarinnar, Morgunblaðið, hefur hvað eftir annað gefið beint og óbeint til kynna, að þorskastriðið muni engu breyta um viðhorf íslendinga til Nató. Jafnframt hefur það gefið til kynna, að það væri ánægt með afstöðu banda- lagsþjóða okkar i Nató til þorskastriðsins, enda þótt engin þeirra hafi tekið opinberlega fulla afstöðu með okkur, nema þá helzt Norðmenn. Ómögulegt er að segja hvað mikið þessi afstaða Mbl. hefur dregið úr þvi að þessar þjóðir þrýsti nægilega að Bretum til undanláts eða hvaða áhrif þetta kunni að hafa haft á Breta til að halda striðinu áfram. Samkvæmt ummælum Mbl., þyrftu þeir að minnsta kosti ekki að óttast um eftirlitsstöðina i Keflavik, þótt þeir héldu þorska- striðinu áfram. Lengst gengur þó Mbl., þegar það afsakar þá afstöðu Bandarikjastjórnar að neita okkur um strandvarnarskip. Sú afstaða sýndi hins vegar litinn skilning á málstað íslands. Sá, sem þetta ritar, er fylgjandi þvi að reynt sé að hafa góð skipti við Bandarikin, en það verður ekki gert með þvi að kyssa á vöndinn, heldur verður að sýna fulla reisn i samskiptum við þau. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Ford og Carter keppa að lokum Þeir eru nú líklegustu frambjóðendurnir Allir andstæðingar Carters sameinuðust um Brown I Maryland. EFTIR pröfkjörin i Michi- gan og Maryland siðastliðinn þriðjudag, hafa líkurnar auk- izt fyrir þvi að Carter og Ford verði keppinautarnir i for- setakosningunum i haust. Ford vann i báðum þessum prófkjörum og var sigur hans sérstaklega glæsilegur i heimariki hans, Michigan, þar sem hann hlaut 67% atkvæða, en Reagan ekki nema 32%. í Maryland fékk Ford 58%, en Reagan 42%. Eftir þessi úrslit er það nokkurn veginn ljóst, að Ford þarf ekki að draga sig i hlé fyrir flokksþingiö, eins og ýmsir stuðningsmenn hans voru farnir að óttast, ef hann tapaði i Michigan. Horfúr eru hins vegar á þvi að hann tapi fyrir Reagan i nokkrum þeirra forkosninga, sem eftir eru, og þvi þykir liklegra að Reagan hafi fleiri yfirlýsta fylgis- menn, þegar á flokksþingið kemur. ÚrsUtin verða þá i höndum þeirra fulltrúa, sem hafa verið kjörnir á þingið án þess að lýsa fyrirfram stúðn- ingi við ákveðinn frambjóð- anda. Talið er, að mikill meirihluti þeirra styðji Ford og hann muni þvi bera sigur af hóhni og verða frambjóðandi flokksins. Það styður Ford einkum meðal hinna óháðu fulltrúa, að allar skoðana- kannanir benda til að hann sé stórum sigurvænlegri en Reagan i forsetakosningun- um. Það styrkir Ford ekki sizt, að atvinnuleysi fer nú minnkandi i Bandarikjunum og verðbólga hefur hægt á sér. ÞAÐ varð Ford mikill óbeinn styrkur i forkosningun- um i Michigan, að mjög hörð barátta var hjá demókrötum miUi þeirra Carters og Udalls, en allir fyrri keppinautar Udalls, höfðu dregið sig i hlé og sameinazt um að styðja hann i trausti þess, að það gæti hjálpað til að stööva sigur- göngu Carters. t þe'ssari baráttu lagði Carter áherzlu á að hljóta liðveizlu stuðnings- manna Wallace, en talsverð hætta þótti á, að þeir kysu Reagan i þeim tilgangi að hnekkja Ford. Þetta tókst Carter að mestu, en þó er talið að verkamenn og blökkumenn hafi átt meginþátt i þvi að Carter tókst að vinna nauman sigur. Hann fékk 44% at- kvæða, en UdaU 43%. Fyrir Carter var mjög þýðingar- mikið að vinna þennan sigur, þótt naumur væri. Það reyndist Carter ómetanlegur styrkur, að áhrifamestu leiðt;ogar • bilaiðnaðarmanna studdu hann, ásamt mörgum leiðtogum blökkumanna. Carter fékk þvi tvo þriðju atkvæðanna i Detroit, en aftur á móti tapaði hann fyrir Udall i úthverfum borgarinnar, þar sem efnaðra fólk býr, Það styrkir mjög aðstöðu Carters til framboðs, að siðustu for- kosningar benda til að hann á að fagna vaxandi stuðning hjá verkamönnum og blökku- mönnum. ÓSIGUR Carters fyrir Brown i Maryland, er ekki eins alvarlegur og ætla mátti i fljótu bragði. Kosið var i tvennu lagi. 1 fyrsta lagi fór fram persónulegt val um frambjóðendur, en i öðru lagi um lista flokksþingsfulltrúa, sem þeir lögðu fram. Brown gat aðeins tekið þátt i fyrra kjörinu en ekki þvi siðara, þvi að hann bauð sig svo seint fram, aö hann hafði ekki tæki- færi til að leggja fram lista flokksþingsfulltrúa. Hann sigraði i fyrra kjörinu með 48% atkvæða, en Carter fékk 38%. Hins vegar sigraði Cart- er i' siðara kiörinu. og fær hann þvi flesta fulltrúana frá Maryland, sem mæta á flokks- þinginu. Það má þvi segja, að hann hafi fallið, en haldið velli. Af þeim ástæðum lagði hann ekki nærri eins mikla áherzlu á kosningabaráttuna i Marylandog i Michigan, sem er miklu stærra riki og þvi þýðingarmeira i þessu tilliti. Það styrkti Brown mjög i Maryland, að rikisstjórinn þar, sem er demókrati, og öll flokksvél demókrata þar, stóð með honum. AUir aðrir keppi- nautar Carters höfðu lika dregið sig i hlé og hvöttu fylgismenn sina til að kjósa Brown. Hið sama munu þeir gera i þeim prófkjörum, sem eru eftir. Þar munu þeir styðja Browneða Church eftir þvi hvor þykir sigurvænlegri. CARTER getur þvi átt eftir að biða fleiri ósigra. Þrátt fyrir það þykir óliklegt, að andstæðingum hans i flokkn- um takist að hindra útnefn- ingu hans á flokksþinginu. Sennilega hefur hann komizt rétt að orði, þegar hann sagði nýlega, að hér eftir gæti enginn stöðvað Carter nema Carter sjálfur, en þar átti hann við, að hann gæti mis- stigið sig t.d. á þann hátt, að segja einhverja óvarlega eða ógætilega setningu, sem nota mætti gegn honum. Slikt hefur oft hent forsetaefni. Carter er hins vegar ekki Uklegur tU þess, þvi að þótt hann hafi komið meira fram en nokkurt annað forsetaefni og látið spyrja sig spjörunum úr, hefur hann ekki sagt neitt, sem andstæðingarnir hafa getað notað gegn honum með einhverjum árangri. Þetta er vissulega ekki litU þrekraun hjá manni, sem oft hlýtur að vera á úttaugaður, þar sem hann er stöðugt á fundum eða ferðalögum. Þetta hefur átt drjúgan þátt i þvi að auka traust á honum. Eins og er, spá flestar skoð- anakannanirnú þvi, að Carter munisigra Ford i forsetakosn- ingunum. En margt getur breytzt á rúmum fimm mánuðum. Um Ford hefur verið sagt.að hann séseinn til, en sæki i sig veðrið, þegar hann er loks kominn af stað. Þ.Þ. Carter getur ekki oft notið hvildar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.