Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 2
TÍMINN
Miðvikudagur 26. maí 1976.
ínúkhópurinn kominn heim:
„Fróbærlega vel tekið"
— segir Helga Jónsdóttir , ein af ínúkunum
gébé Rvik. — Leikhdpurinn ínúk
kom heim snemma I gær-
morgun eftir vel heppnað 35
daga ferðalag um
Suður-Ameríku. Hópurinn sýndi
inúk rúmlega tuttugu sinnum
við glfurlega góðar undirtektir i
sex löndum. Alls mun inúk nú
hafa verið sýndur yfir tvö
hundruð sinnum, bæði hér
heima og erlendis og hefur hann
hvarvetna hlotið frábærar
viðtökur og lof gagnrýnenda.
Tíminn hafði samband við
Helgu Jónsdóttur, sem er ein af
inúkunum og spurðist fyrir um
ferðalagið.
— Okkur var alls staðar tekið
alveg framúrskarandi vel, það
var fullsetið á allar sýningar hjá
okkur og leiknum óskaplega vel
tekiö, sagði Helga. Hún sagðist
varia vera búin aö átta sig eftir
feröina, enda hefðu þau þurft að
taka svo mikið inn I einu, aö hún
yröi að hugsa sig um þegar
inúk á litla sviði Þjóðleik-
hússins: Kristbjörg Kjeld,
Ketill Larsen, Brynja
Benediktsdóttir, Helga Jóns-
dóttir og Þórhailur
Sigurðsson.
skýra ætti frá smáatriðum. —
Við byrjuðum á að sýna átta
sýningár. I Caracas, á alþjóð-
legri leiklistarhátið, þar sem
leikhópar frá fjölmörgum lönd-
um sýndu, sagði hún, og vorum
við einu Norðurlandabúarnir
m
FRÆ
MR fræ vor eftir vor
anœfrdir bœndur haust eftir haitst!
grasfræblöndur
MRy
50% vallarfoxgras KORPA (islonzkt)
25% túnvingull DASAS
10% hávingull PAJBJERG
15% vallarsveifgras DASAS
SÝNDUí
SEX LÖND-
UM SUÐUR-
AMERÍKU
fyrir utan einn leikhóp frá
Sviþjóð. Þaðan fórum við til
Bogota i Columbiu, þaðan til
Sao Paulo i Brasiliu, þá til
Panama, Costa Rica og
Guatemala.
— Við sýndum I hringleika-
tjaldi i Guatemala, og voru
áhorfendur á annaö þúsund,
sagði Helga, en þaö sem mér er
minnisstæöast, er að rétt áður
en sýning átti að heíjast,
byrjuðu þessar voöalegu
þrumur ogsvokom hellirigning.
Við lékum bókstaflega i vatns-
bununni, þvi tjaldið var
hriplekt. Leikurinn virtist
höfða mikið til Indiána
þarna, sem eru á mjög
lágu stigi. Fólk sem vinnur aö
þeirra málum kom til okkar og
var mjög hrifið af ínúk. Viö
leikum alltaf á islenzku, en jafn-
framt er leikin segulbandsupp-
taka á tungumáli þess lands
sem við erum i hverju sinni, svo
áhorfendurfylgjast vel meö (fllu
sem fram fer.
— Þaö er feiknarleg vinna,
sem fylgir svona ferðalögum
sem eru mjög erfið að auki,
sagði Helga að lokum, en þetta
var jafnframt mjög ánægjulegt
og við reyndum aö setja okkur
inn i umhverfiö á hverjum staö
eftir þvi sem tök voru á. Hinir
Inúkarnir eru Brynja
Benediktsdóttir, Kristbjörg
Kjeld, Þórhallur Sigurösson og
Ketill Larsen.
Stykkishólmur:
5,5 mil l|. 1 kr. 1 iagi n-
aður af Skipavík hf.
FB-Reykkjavik. Skipasmiðastöð-
in Skipavik hf. i Stykkishóimi
skilaði i fyrsta sinn hagnaöi á
árinu 1975, og nam hann 5.5
milljónum króna eftir að afskrif-
að hafði verið i samræmi við
lagaheimildir, að þvi er segir i
frétt um aðalfund stöövarinnar.
Starfsemi Skipavikur jókst
verulega á siðasta ári, en 1. júni
sl. var Vélsmiðja Kristjáns Rögn-
valdssonar sf. sameinuð Skipa-
vik. Stærstu verkefni á árinu voru
fjórtánda nýsmiði stöðvarinnar,
sem hlaut nafnið Kristbjörg ÞH
44, og var afhent i marzmánuði.
Stórviðgerðir voru fram-
kvæmdir á mb. Asgeiri Torfasyni
IS 96, mb Svan SH 111 og Flóa-
bátnum Baldri. Viðgerðin á
Baldri er fyrsta stórviðgerðin,
sem stöðin annast á stálskipi.
Nýting dráttarbrautanna i
Stykkishólmi batnaði verulega og
námu greidd leigugjöld i brautun-
um á árinu 1975 tvisvar og hálfu
sinni hærri upphæð en á árinu
1974.
Þá kom fram i skýrslu
stjórnarinnar, að unnið er að þvi
aö ljúka verkstæðisbyggingu
félagsins og auka tækjabúnað
þess. Einnig hefur verið unnið að
Kirkjuvígsla
á Reykjum
AS. Mælifelli. — Á uppstigningar-
dag, 27. mai, mun vigslubiskup
Hólastiftis, sr. Pétur Sigurgeirs-
son vigja kirkju á Reykjum i
Tungusveit. Þetta kirkjuhús
byggði i upphafi hinn kunni
kirkjusmiður, Þorsteinn Sigurðs-
sonárið 1896, en fyrir þrem árum
var kirkjan oröin svo iUa farin, að
ráðizt var i fulla endurbyggingu.
Veröur sfðar greint frá þvi verki I
Timanum, enhér er um mikla og
kostnaðarsama framkvæmd að
ræöa hjá fámennum söfnuði, sem
lagt hefur mikið af mörkum I fé
og fyrirhöfn, en ekkert tU sparað
að kirkjan yrði sem bezt búin.
Við vígsluathöfnina syngur kór
Mælifellsprestakalls undir stjórn
Björns Ölafssonar á Kriphóli, en
nágrannaprestar aðstoða við
athöfnina. Siðar um daginn
verður samsæti I Árgarði I boði
safnaðarins.
Alhliða blanda, saðmagn 20—25 kg á ha. Þessi blanda
(og einnig H-blanda M.R.) hefur við tilraunir gefið
mesf uppskerumagn af islenzkum grasfrœblöndum.
yplj 20% háliðagras (Oregon)
IVIHM 45% túnvingull DASAS
25% vallarsveifgras DASAS
Bi«iMr misar 10% hásveifgras DASAS
Hentar vel þar sem þört er á þolmlklu grasi og
gefur elnnig mikla uppskoru.
Sáðmagn 25—30 kg á ha.
nm
II
iatíL
K
I
lTniiTrrrn
Ræktun laxveiðiánna
VEIÐIHORNIÐ hefur fengið
allar þær upplýsingar sem hér
fara á eftir frá Arna tsakssyni
hjá Veiðimálastofnuninni, en
hér á eftir verður f jallað um ný
uppeldissvæöi I ám:
Ólaxgengan hluta árinnar má
gjörnýta þótt ekki sé byggður
laxastigi eða annað fiskiræktar-
mannvirki. Möguleikar á upp-
eldi laxaseiða eru viða fyrir
hendi þótt fiskurinn hafi ekki
komizt þar upp vegna hindrana.
Hversu góðar aðstæðurnar eru,
fer fyrst og fremst eftir þvi,
hvernig áin er meö tilliti til eft-
irfarandi atriða: a) botngerðar,
b) straumþunga, c) næringar-
efnamagns og d) hitastigs.
Góð laxá hefur fremur gróf-
gerðan malarbotn, sem ekki
hreyfist. Straumþunginn er
verulegur þar sem laxaseiðin
þrifast, en er nokkuð mismun-
andi eftir seiðastærð. Stærri
seiði eru I meiri straum og undir
stærri steinum heldur en
smærri seiði. Framleiðnin fer
mikið eftir steinefnainnihaldi
vatnsins ásamt hitastigi. Ár
með hátt stéinefnainnihald hafa
hærri frumframleiðslu, sem
skilar sér upp eftir fæðukeðj-
unni og endar I fiskframleiðslu.
Hraði þessa næringarflutnings
fer eftir hitastigi. Mismunurinn
á framleiðni hlýrra áa og
kaldra er svo glfurlegur, að
segja má, að hitastig sé það at-
riði sem ræður úrslitum varð-
andi það hvort á er hæf til laxa-
ræktar eða ekki. Sú regla hefur
verið höfð til hliösjónar hér á
landi, að ef meöalhitastig ár er
yfir 10 gr. C. I þrjá mánuði yfir
sumarið hentar hún fyrir laxa-
uppeldi, en annars ekki.
Það væri að mörgu leyti æski-
legt, að búið væri að sleppa
smáseiðum i ólaxgengan hluta
ánna I eitt eða tvö ár áður en
fariö er að byggja laxastiga.
Auðvelt er að kanna afkomu
seiðanna i ánni, og I samræmi
við þá könnun er hægt að taka á-
kvarðanir um stigagerð eða
önnur fiskiræktarmannvirki.
Fiskvegir eru svo dýrir, að það
verður að teljast eðlilegt aö
frumáætlanir um framleiðslu-
getu árinnar ofan við fyrirhug-
aðan stiga séu lagðar til grund:
vallar áður en ráðizt er I bygg-
ingu.
Laxlausar ár
Það eru fyrst og fremst 2
ástæður fyrir þvi, að ár eru al-
gjörlega laxlausar. Ánnað hvort
er hindrun á göngu I neðri hluta
árinnar, eða skilyrði hennar
slik, að lax getur ekki alizt upp I
henni. Ef um hindrun er að
ræða, eru möguleikar á þvi, að
áin geti fóstrað töluvert af laxi
ef á reynir, en ef um stutta og
bratta dragá er að ræða er eins
liklegt að hún hafi slæm skil-
yröi. Séu þessi slæmu skilyrði
bundin við eitt stig, svo sem
hrogna- eða kviðpokastig, má
auðveldlega bæta úr þvi með
sleppingu stálpaðra seiða. Það
er nokkuð mismunandi eftir ám
hvaða atriði það eru, sem
standa i vegi fyrir ræktun.
Að lokum skal tekið fram að
búast má við að verð göngu-
seiða lækki hlutfallslega á næstu
2 árum, þar sem grundvöllur
hefur fengizt fyrir framleiðslu
góðra eins árs gönguseiða I stað
tveggja ára, sem beztum ár-
angri hafa skilað á undanförn-
um árum. í VEIÐIHORNINU á
morgun, verður fjallað um
sleppingu seiða.
Hið nýja merki Skipavikur
þvi að fá ýmsar nauðsynlegar
endurbætur á dráttarbrautinni i
Skipavik. Ber þar hæst smiði við-
gerðarbryggju, sem er mjög
nauðsynlegt til þess að hægt sé að
veita fullkomna þjónustu við
hvers konar viðgerðir og tryggja
enn betri nýtingu dráttarbrautar-
innar.
Á aðalfundinum kom fram, að
menn eru uggandi um framtiðar-
horfur i skipasmlðum vegna
lækkunar lána opinberra fjár-
festingarsjóða til nýsmiði fiski-
skipa og skipaviðgerða innan-
lands. Töldu fundarmenn brýna
nauðsyn, að stjórnvöld mörkuðu
hið fyrsta stefnu i lánamálum
skipasmiðaiðnaðarins, sem
tryggði áframhaldandi upp-
byggingu hans hér á landi.
Á fundinum var kynnt nýtt
merki Skipavlkur, sem Hilmar
Sigurðsson hefur gert. Stjórn
skipasmiðastöðvarinnar Skipa-
vlkur skipa nú Ólafur Kristjáns-
son, Rögnvaldur Lárusson og
Guðmundur Kristjánsson kosnir
af aðalfundi, Finnur Jónsson
tilnefndur af Stykkishólmshreppi
og Þorsteinn Björgvinsson
tilnefndur af Starfsmannafélagi
Skipavikur. Framkvæmdastjórar
eru Halldór S. Magnússon og
Ólafur Kristjánsson.
Smyglmálið:
Tveir í
20 daga
gæzlu
°9
einn í
10 daga
Gsal-Reykjavik — Að sögn
Haralds Henrýssonar sakadóm-
ara voru tollverðirnir tveir úr
Reykjavik, sem fyrir skömmu
voru settir i gæzluvaröhald vegna
tolllagabrots, úrskurðaðir I allt að
tuttugu daga varðhald. Þriðji
maðurinn, sem hnepptur hefur
veriö I varðhald vegna sama
máls, var úrskurðaður i allt að tiu
daga varðhald.
Haraldur kvaöst litið geta sagt
frá málinu á þessu stigi, en sagði
að það snerist um meintan ólög-
legan innflutning á áfengi.
Haraldur sagði að frum-
rannsókn málsins heföi farið
fram á vegum rannsóknarlög-
reglunnar i Keflavlk, og að maö-
urinn sem úrskurðaður var i tlu
daga varðhald, hefði verið úr-
skuröaður af sakadómi Kefla-
vlkur, en hinir tveir, báöir hátt-
settir menn innan tollgæzlunnar i
Reykjavik, hefðu verið úrskurð-
aðir af sakadómi Reykjavlkur.