Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Miövikudagur 26. mai 1976. Miðvikudagur 26. mai 1976. TÍMINN 11 Skólaslitaræða Ingólfs A. Þorkelssonar, skólameistara Menntaskólans í Kópavogi, við brautskróningu fyrstu stúdentanna mm Skólameistari afhendir nýstúdentum verðlaun fyrir góðan námsárangur. Fyrsti stúdentahópurinn, sem útskrifaöist frá Menntaskólanum I Kópavogi. Stúdentshúfurnar settar upp. breytingunum harölega og há- skdlakennarar sumir hverjir tek- ið undir mótmælin. Ekki er séð fyrir endann á deilunni. Hér er tekizt á um heföbundin fræði og ný. Enda þótt við viöurkennum nytsemissjónarmiðið hér á landi, vib okkar aðstæður, hljótum við jafnframtaðihuga i alvöru, hvort við séum ekki á góri leið með að knýja menntirnar undir ok tækn- innar og hagvaxtarins. Tæknin á ekki að vera æðsta markmið mannsins heldur tæki til að gera mannllfiö betra. Hún á að þjóna manninum en ekki vera herra hans. Tækniþróunin er nú þegar orðin bölvaldurinn mesti i háþró- uðustu iðnrikjum veraldar. Lát- um þá þróun vera okkur viti til varnaðar. Geigvænlegar afleiö- ingar hennar: mengun, gróöur- eyðing og ofveiði blasa hvarvetna viðí dag. Og verum minnug þess, hvernig nú er komiö fyrir okkur Islendingum s jálf um, i þessu e fni. Fiskimiðin, sem hafa séð okkur fyrir lifsbjörginni, eru að verða upp urin vegna ofveiði útlendinga og allt of mikillar sóknar okkar sjálfra i fiskistofnana. Þrátt fyrir þau stórvirki, sem visindin og tækni hafa unnið á þessari öld, er litiö lið að þeim, þegar leita skal svara við spurn- ingum sem þessum: Hvað er illt og hvað er gott, hvað er réttlátt, hvað er ranglátt? Einstaklingur- inn kemst ekki hjá þvi að svara þessum spurningum, svörin falla i samræmi við stað og tima, þau geta verið afstæð, en ekkert sam- félag fær staðist, ef þeim er látið ósvarað. Leiti menn ekki svara við þessum spurningum, hefur menntunin ekki tekizt sem skyldi. Námsgáfur eru góð gjöf, guðs- gjöf, en þær eru ekki bezti mæli- kvarðinn á manngildið. Þekking- in er meðalið, ekki markið sjálft. Það er undir manndómi hvers og einskomið, hvernig hann ávaxtar gáfurnar, til hvers hann notar þekkinguna. Þarna tel ég, aö komiö sé að kjarna málsins. Menntunin er, eins og Stephan G. Stephansson sagði svo snilldarlega, hinn and- legi uppvöxtur mannsins. Sjálf- stæöi I hugsun, viðsýni, dreng- skapur og hugdirfska, m.ö.o. manndómsþroskinn er mikilvæg- asta mark menntunarinnar. Kæru stúdentar. Þið eruð fyrsti nemendahópur- inn sem útskrifast úr Mennta- skólanum i Kópavogi. Lengi mun ég minnast ykkar, ekki einungis sem hóps, heldur hvers einstakl- ings i hópnum. Það var gott og skemmtilegt að kynnast ykkur. örðug glima við þung viðfangsefni er að baki. Nú hafið þið hlotiö umbun fyrir erfiði ykkar og gleðjist, er merkum á- fanga er náö. Við kennararnir, þökkum ykkur samveruna og samstarfiö á undanförnum þrem- ur árum. Ég þakka forystumönn- um og fulltrúum ykkar lærdóms- rik skoðanaskipti I skólastjórn og á fundum með nemendaráði. Nýliðinn vetur, siðasti vetur ykkar I menntaskólanum, var harður og misviðrasamur á þessu landshomi. Vetrarvertlðin, sem nú er á enda var langt frá þvi að vera eins gjöful og vænzt hafði verið. Margvislegur vandi steðj- aði að i okkar þjóöfélagi og óger- legt að spá, hve farsællega greið- ist framúr honum. Övægilega er tekizt á um sjálfa lifsbjörg okkar, fiskinn á miðunum. 1 dag horfið þið, ungu stúdent- ar, vondjarfir til framtiöarinnar svo sem vera ber og vist eigið þið margra kosta völ. Viðfangsefnin blasa við, fjölbreytt og heillandi. En þess er þó að vænta, að lifið verði ykkur hart og misviðrasam t áköflum einsog veturinn i vetur, að það færi ykkur angurs- og unaðsstundir i bland og oft kann ykkur að finnast að eftirtekja erf- iðis ykkar svari ekki sanngirnis- kröfum. Guggnið samt ekki, gef- izt ekki upp. Sækið fram af þvi meiri atorku, þvi þyngra, sem ykkur finnst fyrir fæti. Lifiö i þeirri fullvissu, að hver og einn sé aö töluverðu leyti sinnar eigin gæfu smiður og veröi aö bera á- byrgð á sjálfum sér, en gleymið heldur ekki þeirri samábyrgð, sem hverjum þjóðféiagsþegn er á heröar lögð og þeirri skyldu, sem honum ber til að stuðla að sam- eiginlegum velfarnaði sinna með- bræðra. Þegar min kynslóð var að vaxa úr grasi á keppuárunum, trúðu menn þvi, að tækni og vfsindi myndu búa mannkyninu bjarta og glæsilega framtið, færa van- heilum lækningu, svöngum saön- inguog erfiöismönnum umbun og hvild. Og mikil stórvirki hafa verið unnin á sviðum tækni og visinda á þeim áratugum sem siðan eru liðnir, ekki vantar það. En þrátt fyrir alla framvindu erum við fjær þvi en nokkru sinni að sjá öll- um svöngum jarðarbörnum fyrir saðningu og sjálf visindin hafa sýnt fram á það með óyggjandi rökum, að heimurinn okkar, heimur tækni ogvisinda, erheim- ur á heljarþröm, heimur sem fær ekki staðiztnema mannkynið geri sér ljóst, að gæði jarðarinnar eru ekki óþrotleg ogað varnarbarátta framtiðarinnar verður að snúast um varðveizlu iifvænlegs um- hverfis og niðurskiptingu lifsvið- urværisins en ekki um taumlaus- an ágóða og aukinn hagvöxt einni þjóð til handa á meðan önnur af- máist I volæði. Sú varnarbarátta verður bæði löng og tvisýn. 1 þeirri varnar- baráttu er þörf djarfra, viðsýnna og drengilegra liðsmanna. I þeirri varnarbaráttu er þörf fyrir ykkur. Hafi seta ykkar i Menntaskól- anum i Kópavogi hjálpað til að gera ykkur hæfa til þeirrar her- þjónustu, hefur ekki verið stritað tii einácis. Farið heU. Gæfan fylgi ykkur. Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari, við skólaslitaathöfnina á laugardag. Timamyndir: G.E. Hr. menntamálaráöherra, nem- endur, kennarar, góöir gestir. 1 nafni skólans býð ég ykkur öll velkomin. 1 dag veröur sá atburður hér i Kópavogi, að fyrstu stúdentarnir, 53 að tölu, útskrifast úr mennta- skólanum. Þetta er gleðidagur, dagur stúdentanna fyrst og fremst, en jafnframt merk tima- mót i skólasögu Kópavogs. Þegar skólinn var settur i fyrsta skipti sagði ég, að Kópa- vogur hefði hlotiö nafngiftina — Bær æskunnar i vöggugjöf — af þvi að hér heföu verið fleiri ung- menni að hlutfaUi en i öðrum bæj- um. En það var einmitt vegna æskunnar og framtiðarinnar, að Menntaskólinn i Kópavogi var settur á stofn. Við skólasetninguna flutti þá- verandi menntamálaráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, ávarp og sagði m.a.: „Það hefur verið ánægjulegt að vinna að þvi með bæjarstjóra Kópavogskaupstaðar, bæjar- stjórn, fræðslustjórum fyrrver- andi og núverandi og fræðslu- ráðsmönnum að hrinda I fram- kvæmd hugmyndinni um menntaskólakennslu i byggðar- laginu. Ýmsa erfiðleika hefur þurft að yfirstiga til að komast i þann áfanga sem náð er i dag, en með góðum vilja, einbeittni, ráð- snfild ogtiUiliðrunarsemi margra aðila, sem of langt yrði upp að telja, hefur tekiztað ráða fram úr margskonar vanda, þannig að við má una að srnni.” Ráðherra átti koUgátuna.ýmsa erfiðleika þurfti að yfirstiga, margan vanda varð að leysa bæði fyrir og eftir að skólanum var formlega komiö á fót, en það var gert i ofanverðum júnimánuði 1973. Starf skólans skyldi hef jas11 septembermánuði, tveim mánuð- um eftir að skólameistari var skipaöur til starfa. Agætt heföi verið að fá 2 ár til 'undirbúnings, og vel hefði mátt sætta sig við eitt ár. Eri 2 mánuðir voru það, klippt og skoriö. Skólastofnunmnr varö ekki frestað. Svo ákaft kallaði æskulýðurinn i Kópavogi á menntaskóla, svo brýn var þörfin oröin. Skóli þarf húsnæði. Hvoiki var ákveöið, hve mikið húsnæði feng- ist I Kópavogsskóla — en þar hef- ur skólinn verið tU húsa frá þvi starf hans hófst — né var það vit- að, hve stórt það þyrfti að vera, þvi að um nemendafjöldann var allt á huldu. Ekki kemst skóli af án kennara. Allir menntaskólar i landinu, ut- an hinn nýstofnaði skóli I Kópa- vogi, höfðu að miklu eöa öllu leyti skipulagt starfsemi skia fyrir skólaárið 1973—74, m.a. ráðið kennara til starfa. Sökum kenn- araskorts hefur verið og er enn rikjandi mikil samkeppni mUli skóla um að fá sem hæfasta kenn- ara til starfa. An nemenda verður enginn skóli. Akvörðunin um stofnun skólans var tekin það seint á ár- inu, að nemendur i Kópavogi, sem hugðust stunda mennta- skólanám, höfðu sótt um skóla- vist i Reykjavik. Ég skal játa það, að mér fannst ábyrgðin hvila allþungt á mér þessa júnidaga árið 1973, ábyrgð- in á þessari nýju menntastofnun, sem hafði ekkert endanlega á- kveðið húsnæði — enga kennara tónlistarsvið. Hiö siðasttalda er starfrækt I samvinnu við Tón- listarskóla Kópavogs. Aformaö er að bæta siöar viö þrem nýjum námsbrautum: viöskiptabraut, heimUisfræða- og matvælaiðju- braut, mynd- og handmennta- braut. En þær framkvæmdir biða sins tima, þegar byggt hefur ver- ið yfir starfsemi skólans, og læt ég útrætt um þær að sinni, enda tala athafnir jafnan skýrara máli en orð. Menntaskólinn i Kópavogi var settur I þriðja sinn 6. september 1975. Skólaárið hófst með nám- skeiði i námstækni og var það nýj- ung istarfi skólans. 245riemendur voru innritaðir lskólaton sl. haust. BekkjardeUdir voru 12 og ár- gangar 4. Skólinn er þvi fullvax- inn, hvað árgangafjölda snertir. Kennarar við skólann voru 23 að tölu, þar af 12 fastráðnir. Kjör- svið eru 4 I skólanum, sem fyrr segir og valgreinahópar voru 10 I vetur. Skólinn hefur verið tviset- inn frá upphafi. Kennt er frá morgni til kvölds. Ekki mun ég fjölyrða um hús: næðis- og byggingarmál skólans, þótt ærin ástæða væri tU þess. Ég vil ekki varpa skugga á þennan fagnaðardag með harmatölum um byggingarmál. Menntamála- ráðherra heimsótti skólann 9. april sl. áður en hann sat fund með byggingarnefnd og bæjar- yfirvöidum i Kópavogi og þótti honum þröngt setinn bekkurinn. Húsnæði skólans er nýtt og vist- legt svo langt sem það nær. TU- finnanlegast er, að sérstakt hús- næði skortir fyrir bókasafn, iþróttir og félagsstörf nemenda. Enginn samkomusalur er I skól- anum. Húsnæðið sníöur starfsemi skólans allt of þröngan stakk. Starfið er forsendan, sem hús- næðið á að miðast við, en ekki öf- ugt. Cr þessu fæst ekki bætt fyrr en nýtt skólahús verður byggt. Kennslulok hjá stúdentsefnum voru 7. april, og dagurinn þvi nefndur lokadagur. Menntaskól.. innl Kópavogi er ekki latinuskóli, heldur almennur menntaskóli. Hann er nýr skóli og skapar sér venjur i samræmi viö sinn tima. Athöfn sú, sem fram fór, er 4ðu. bekkingar kvöddu skólann, nefndist þvi ekki dimission eða brottsending, heldur Kópamessa. Stúdentsefni messuðu yfir kenn- urúm, kvöddu hvern kennara 4. bekkjar og skólameistara með á- varpi og námsmeyjar færðu þeim gjafir, en kennarar þökkuðu fyrir sig og árnuðu nemendum heilla. Siðan messaði skólameistari yfir stúdentsefnum, „kópum”, flutti þeim kveðjur og árnaðaróskir. Þar næst sungu .nemendur og kennarar Kópamessusálm, sem ortur var I tileftii dagsins. Þá voru sungnir stúdentasöngvar og ættjaröarlög, en söngur er ómiss- andi þáttur hverrar messu. Vorpróf hófust 9. april, og þeim lauk 15. mai. 234 nemendur gengu undir próf, þar af 2 utan skóla, nokkrir nemendur heltust úr lest- inni á skólaárinu. Allir nemendur utan 4 stóðust próf, fengu til- skylda fullnaðareinkunn, 29 nem- endur þurfa að endurtaka próf i einstökum greinum. 53 nemendur gengu undir stúdentspróf og stóð- ust það allir. Hæstu einkunnir hlutu eftir- taldir nemendur. I 1 A. Valgarður Þ. Guðjónss. 8,2 ” 1 B. Magnea Jónasdóttir 8,5 ” 1 C. Guðrún Ó. Ólafsd. 8,2 ” 2 M. SigriðurÞ.Skúlad. 8,7 ”•2 X. (Áslaug Guðmundsd. 9,2 hæsta einkunn yfir skólann ” 2 X. Helga Þorvaldsd. 9,2 hæsta einkunn yfir skólann ” 2 Y. Sigurður E.Hjaltason 9,0 ” 3 N. Þorgerður Jónsdóttir 8,3 3 F. Ása ögmundsdóttir 8,1 ” 3 E. Þörður Arason 7,9 ” 3 E. Haukur Ingason 7,9 ” 4 M. Kristin Hallgrimsd. 8,4 (hæsta einkunn á stúd.prófi) ” 4 N. Ragnheiður Björnsdóttir 8,2 ” 4 E. AriGuðmundsson 8,0 Til hvers eru skólar, hvert er markmið menntunar? Um aldir hafa menn velt fyrir sér spurningunni um menntahug- sjónina og svörin við henni eru margvisleg svo sem: varðveizla menningararfsins — þekkingar- leitin — kristilegt lif og siðgæði svo eitthvað sé nefnt. Staöur og timi eru forsenda svars hverju sinni. Menntahugsjónin er ekki hin sama i einræðisskipulaginu og lýðræðissamfélaginu. Hún er önnur I allsnægtaþjóðfélögum hins vestræna heims en i ör- birgðarsamfélögum þriðja heimsins, þar sem baráttan viö skortinn hlýtur að móta allt við- horf manna. Hvert er markmið menntunar- innar samkvæmt islenzkri skóla- löggjöf ? í grunnskólalögunum, er sam- þykkt voru á Alþingi 8. mai 1974, erýtarlegmarkmiðslýsing I 2. gr. frumvarpsins. Þar eru höfuðat- riðin þrjú: 1) að búa nemendur undir líf og starf I lýöræðisþjóðfélagi, sem er i sífelldri þróun. 2) að efla skilning nemandans á íslenzku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum. 3) að binda ekki starf skólans við fræðsiuna eina, heldur i æ rlk- ara mæli að stuðla að alhiiöa þroska nemandans. I markmiðsgrein menntaskóla- laganna er lögð áherzla á sömu atriði svo og undirbúning undir háskólanám. Samkvæmt þessum markmiðsgreinum er lögð á- herzla á hagnýtt gildi menntunar- innar, á starfsmenntun og rik á- herzla er lögð á andlegan þrœka nemandans. Með aukinni deildaskiptingu hafa náttúruvisindi og stæröfræði rutt sér æ meira til rúms i menntaskólunum, en svonefnd humanistisk fræði látiö undan siga utan félagsvisindi. Þessar breytingari menntaskólunum, og raunar skólakerfinu öllu, sigla i kjölfar þeirrar öru tækniþ-óunar, sem átt hefur sér stað á síðustu áratugum. Þannig hefur skólinn, þótt ihaldsamur sé, reynt að koma til móts við kröfuna um hagnýtari menntun. Við komumst ekki hjá þvi að laga menntakerfið að þörfum at- vinnuveganna i rikari mæli en hingað til, að stofna til nýrra námsbrauta, sem lúta t.d. að verkunaraðferðum sjávarafla og vinnslu úr hráefnum landbúnað- arins. og dtrúlegt en satt — enga nem- endur. Slikar aðstæöur við skólastofn- un eru þó ekkert einsdæmi á ts- landi, og segir það sina sögu. Mér var auðvitað ekkert vandara um en öðrum, og ekki dugði að vila verkefnið fyrir sér, heldur snúa sér ótrauður að þvi. Húsnæðis- málið leystist furöu fljótt, hús- vörður var ráðinn og hafði hann eftirlit meö innréttingum. Kenn- ara tókst að útvega á einni viku, en ekki var þaö fyrirhafnarlaust og varð að seilast eftir sumum inni aðra skóla. Þannig tókst aö fá þann stofn, þann kjarna, i kenn- araliðið, sem ennþá starfar við menntaskdlann. Það má með sanni segja, að góðir kennarar eru burðarstoðimar I starfi hvers skóla. Nemendurnir létu heldur ekki lengi á sér standa. Obbinn af þeim, sem sótt höfðu um skólavist annars staðar, kom með umsókn- ir sinar eða sendi þær til skólans I júllmánuði — og var þaö vissu- lega mesta gleöiefnið. Tveir ár- gangar hófu nám i skólanum, þvi að menntadeild hafði verið starf- rækt I Vighólaskóla veturinn 1972—73. Óþarft er að rekja þetta nánar. Skólinri komst á legg og var settur viö hátiðlega athöfn að viðstöddu fjölmenni 22. septem- ber 1973 I Félagsheimili Kópa- vogs. 110 nemendur innrituðust i skólann. Kennarar voru 11, þar af 6 fastráðnir. Skólinn hefur nú starfað i' þrjú ár. Hann er að vaxa úr grasi og hefur ekki slitið barnsskónum. Skólinn er i mótun. Ætlunin er að byggja hann upp I áföngum, þannig að hann verði I framtið- inni menntaskóli með fjölbrauta- sniði, sem veitt geti upprennandi kynslóð i Kópavogi fjölbreytta framhaldsmenntun á samstilltum en mismunandi námsbrautum. Nú geta nemendur skólans val- ið um 4 kjörsvið, málasvið, nátt- úrufræðisvið, eðlisfræöisvið og Þessi þörf knýr nú dyra hjá okkur og gerði nýlega vart við sig, er Neytendasamtökin létu kanna gerlainnihald i matvæl- um, er seld voru i verzlunum i Reykjavik. 1 ljós kom vftaverð vankunnátta i meðferð matvæl- anna, sérstaklega yfirþyrmandi skortur á hreinlæti. I umræðum þeim, er spunnust af þessari nið- urstöðu, kom fram krafa um það að setja á stofn námsbraut við Háskóla Islands I matvælaverk- fræði. Fyrir skömmu tók háskóla- rektor undir þessa kröfu og sagði, að gera þyrfti háskólanámið hag- nýtara og tengja það nánar at- vinnuvegunum. Um þessa sömu kröfu, þetta sama nytsemissjónarmið, hefur að undanförnu staðið mikill styr i frönskum háskólum, þar sem ætl- un stjórnvalda er að miða há- skdlanám meiren áður við þarfir atvinnuveganna. Franskir stúdentar segja, að með fýrirhug- uðum breytingum sé háskóla- námið selt auðhringum á vald og þrengt sé mjög að humanistisk- um fræðum. Þeir hafa mótmælt Viðstaddir fyrstu stúdentabrautskráningu Menntaskóians i Kópavogi voru núverandi og fyrrverandi menntamálaráðherrar, Vilhjálmur Hjáimarsson og Magnús Torfi ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.