Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 26. mai 1976. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhús- inu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- iýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 50.00. Askriftar- gjaldkr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Kjördæmaskipting og kosningaskipan Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins, sem haldinn var 8.-10. þ.m., var stjórnarskrármálið rætt sérstaklega, en það hafði verið undirbúið fyrir fundinn. í fyrsta lagi hafði Samband ungra Fram- sóknarmanna haldið um það athyglisverða ráð- stefnu og i öðru lagi hafði sérstakur starfshópur á vegum framkvæmdastjórnar flokksins rætt málið. Ýmsar hugmyndir höfðu komið fram. Á aðalfundin- um varð niðurstaðan sú, að samþykkt var um málið svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins haldinn i Reykjavik dagana 7.-9. mai 1976 samþykk- ir, að hraða beri endurskoðun stjórnarskrár lýð- veldisins Islands. 1 þvi efni leggur miðstjórnin á- herzlu á, að timabært er, að kjördæmaskiptingu og kosningaskipan verði breytt og áitur jafnframt, að i stjórnarskránni eigi aðeins að vera grundvallarat- riði varðandi kjördæmaskiptingu og kosningaskip- an, en öll nánari ákvæði og framkvæmdaatriði á- kveðin með kosningalögum. Við breytingar á kjördæmaskiptingu og kosninga- skipan telur miðstjórnin að eftirfarandi atriði þurfi að koma til skoðunar. I. Við skiptingu landsins i kjördæmi verði tekið meira tillit til sérstöðu héraða en nú er gert, þannig að auðvelduð verði svo sem kostur er samskipti kjósenda við fulltrúa sina á Alþingi. II. Skipting þingsæta milli landshluta miðist við jafnari atkvæðisrétt en nú er, þó þannig, að þeir þegnar, sem fjarri búa miðstöðvum valdsins, fái aðstöðumuninn bættan gagnvart þeim, sem þar búa. Uppbótarþingsæti verði lögð niður en þingsæt- um fjölmennustu kjördæmanna fjölgað að sama skapi. III. Allir alþingismenn verði kjörnir á sama hátt og fólki gefið aukið svigrúm til að velja milli fram- bjóðenda en þingsætum verði skipt milli stjórn- málaflokka innan hvers kjördæmis samkvæmt hlutfallsreglum.” Eins og þessi ályktun miðstjórnarinnar ber með sér, hafa umræðurnar snúizt fyrst og fremst um þann þátt málsins, sem fjallar um kjördæmaskipt inguna og kosningaskipanina. Þar eru leiðréttingar orðnar aðkallandi, sökum þeirra breytinga, sem hafa orðið á búsetu manna siðan 1959, þegar núver- andi kjördæmaskipting var ákveðin. Óhjákvæmi- legt er orðið að taka tillit til þessara breytinga, enda þótt áfram verði tekið tillit til sérstöðu þeirra, sem búa fjarri höfuðstöðvum valdsins. Af hálfu miðstjórnarinnar var ekki að þessu sinni tekin nein endanleg ákvörðun um afstöðu flokksins til þess, hvernig þessum breytingum skuli háttað, heldur bent á nokkur atriði, sem flokkurinn vill að verði tekin til sérstakrar skoðunar. Ástæðan fyrir þessu er sú, að lausn þessa mikilvæga máls verður að byggjast á samkomulagi milli flokkanna og leit- ast verður við að sætta þau mismunandi sjónarmið, sem þar koma fram. Æskilegast væri, að sem við- tækast samkomulag gæti náðst um þær breytingar, sem gerðar verða. Það var yfirleitt skoðun miðstjórnarmanna, að ó- heppilegt hefði verið, að Framsóknarflokkurinn hefði ekki átt aðild að þeim breytingum, sem voru gerðar á kjördæmaskipaninni 1942 og 1959. Þvi væri eðlilegt, að flokkurinn leitaðist við að eiga sinn þátt. i þeim breytingum, sem bersýnilega verða gerðar innan tiðar. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Kekkonen greip fast í taumana Kommúnistar reynast erfiðir samstarfsmenn KEKKONEN forseti hefur sýnt þaö enn einu sinni, a6 hann er hinn sterki maður Finnlands. Hann hefur neytt rikisstjórnina, sem var búin að biðjast lausnar, til að aftur- kalla lausnarbeiðni sina og halda störfum áfram, eins og ekkerthafi i skorizt. Fjórir af fimm stjórnarflokkunum urðu þó að bita i það súra epli, að sá fimmti fengi að greiða at- kvæði á móti frumvarpi rikis- stjórnarinnar um hækkun söluskatts. Hljóðalaust mun þetta þó ekki hafa gengið fyrir sig og segir orðrómurinn, að Kekkonen hafi hótað að segja af sér, ef ekki yrði farið að ráðum hans. Forsetakosning- ar eiga að fara fram i Finn- landi eftir tvö ár, en allir helztu flokkar landsins hafa lýst yfir þvi, að þeir muni þá styðja Kekkonen og er endur- kjör hans þvi meira en tryggt. Það sýnir bezt álit hans og þá tiltrú, sem hann nýtur, að hon- um skuli þannig tryggður stuöningur flokkanna meira en tveim árum áöur en kosningar fara fram. AÐDRAGANDI stjórnar- kreppunnarnú er i höfuðdrátt- um sá, að sósialdemókratar og miðflokkarnir hafa lengst- um farið með stjórn, en sam- starf þeirra rofnaði í fyrravor og var þá mynduö embættis- mannastjórn, sem fór með stjórn fram ýfir þingkonsing- ar, sem fóru fram siðastl. haust. Eftir kosningarnar hófst mikið þóf, en þvi lauk þannig, að Kekkonen þvingaði fimm flokka til aö mynda samsteypus tjórn. Þessir flokkar voru flokkur sósial- demókrata, flokkur kommún- ista, Miðflokkurinn, Sænski flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn. Forsætisráðherra- embættið fól Kekkonen göml- um flokksbróður sinum og félaga, Martti Miettunen. Stjórn þessari var yfirleitt ekki spáð langllfi, þvi að kommúnistar tóku nauðugir þátt I henni sökum ágreinings I flokki þeirra. Róttækari armurinn var andvigur stjórnarþátttökunni og var þvi spáð, að flokkurinn myndi nota fyrsta tækifæri til að fara úr stjórninni. Sóslaldemókrat- ar vildu hins vegar ógjarnan hafa kommúnista utan stjórn- ar, þar sem þeir gætu aflað sér fylgis vegna óvinsælla efna- hagsaðgeröa, en fýrirsjáan- legt var aö hjá þeim yrði ekki komizt sökum mikillar verð- bólgu og atvinnuleysis. Hvað eftir annað hefur stjórnin lika Þannig hugsar teiknari Dagens Nyheter sér, að Kekkonen loki stjórnina inni, þótt heitt sé orðið i baðklefanum. verið hætt komin, en þó lifað af. Hún hefúr gert ýmsar ráð- stafanir til að auka atvinnu og draga úr verðbólgu, en allar hafa þær einkenni þess, að um bráöabirgðaaögerðir er að ræða, eins og t.d. verðstöðvun, sem á að falla úr gildi innan fárra vikna og má þá búast við verulegum verðhækkunum. Þrátt fyrir þessar aðgerðir, hefur veriö mikill órói á vinnumarkaðinum. Sjómenn, hafnarverkamenn, lögreglu- menn og fleiri hafa farið i verkföll og hafa sum þeirra, eins og verkfall hafnarverka- manna, haft mikið efnahags- legt tjón I för með sér. Ýmis- legt gat þó bent til þess, aö stjórn in myndi vera komin yf- ir erfiöasta hjallann, ef henni tækist aö afla nægra tekna til að mæta halla á rikisrekstrin- um. ÞAÐ VARÐ niðurstaöan eft- ir miklar athuganir og viðræð- ur sérfræöinga og stjórnmála- manna, að hækkun söluskatts úr 11% 113% væri vænlegasta tekjúöflunarleiöin fyrir rikis- sjóð. Allir stjórnarflokkarnir féllust á þetta, nema kommúnistar, en leiðtogar þeirra óttuðust, að hinn rót- tæki armur þeirra, sem oft er kenndur við Stalin, myndi nota þetta til aö efla áhrif sfri innan flokksins. Sósialdemó- kratar kröfðust þess, að annað hvort samþykktu kommúnist- ar söluskattshækkunina eða stjórnin segöi af sér. Miettun- en taldi sér þá ekki annað fært en að biðjast lausnar, en Kekkonen neitaði að fallast á lausnarbeiðnina. Jafnframt setti hann stjórnarflokkunum þann úrslitakost, að hafa kom- iö sér saman innan fimm daga. Sú hugmynd kom til at- hugunar, að stjórnarflokkarn- ir fjórir, sem fylgdu sölu- skattshækkuninni, mynduðu nýja stjórn, en til þess höfðu þeir þingmeirihluta. Sósial- demókratar munu ekki hafa veriöþess fýsandi, m.a. vegna ótta viö samkeppni kommún- ista, þegar þeir væru komnir i stjórnarandstööu. Helzt munu þeir hafa kosiö að mynda einir minnihlutastjórn, likt og flokksbræður þeirra i Dan- mörku, en þaö vildi Mið- flokkurinn ekki samþykkja og heldur ekki Kekkonen. Þá mun engum flokkanna hafa litizt vel á hugmyndina um nýja embættismannastjórn. Eftir langt og mikið þóf, var fallizt á þá tillögu Kekkonens, að stjórnin héldi áfram, en kommúnistum væri leyft að greiöa atkvæði gegn sölu- skattshækkuninni. Vafalaust munu þeir þó ekki sleppa við gagnrýni Stalinista, sem munu telja kommúnista sam- þykkja hana óbeint með þvi að halda áfram I rlkisstjórninni. En þótt stjórnin hafi þannig komizt yfir þessa torfæru, er hún talin fjarri þvi að vera traust i' sessi. Nýjar viösjár munu t.d. koma til sögu, þegar verðstöðvuninni lýkur. I haust verða svo sveitastjórnarkosn- ingar og dregur það ekki úr óróanum. Miettunen og Kekkonen Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.