Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. mai 1976.
TÍMINN
7
Skólastjóramótin eru jafnan fjölsótt. Þessi mynd er frá Eiöamótinu 1972.
Á ísafirði:
Fræðslu- og kynningarmót
skólast jóraf élagsi ns
Skálholt:
Ráðstefna
um kristni
og þfóðlíf
Menntamálanefnd þjóð-
kirkjunnar gengst fyrir ráðstefnu
um kristni og þjóðlif i Skálholti
dagana 18. - 20. júíii.
Framsöguerindi verða flutt i
Rikisútvarp dagana 4., 11. og 15.
júni. Málshefjendur verða dr.
Björn Björnsson prófessor, sem
ræðir um „hlutverk kirkjunnar i
islenzku nútlmaþjóðfélagi”,
Haraldur Ólafsson lektor, sem
talar um „stöðu kirkjunnar I
islenzku nútlmaþjóðfélagi”, og
dr. Páll Skúlason prófessor sem
ræðirum „áhrif kristni á þjóðlff”.
Á ráðstefnunni verður fjallað sið-
ar um erindin I umræðuhópum.
Gert er ráð fyrir að þátt-
takendur verði um 40 úr ýmsum
stéttum og þjófélagshópum. Um
20 félagasamtök hafa ákveðið að
senda fulltrúa á ráðstefnuna.
Héraðsvaka
Rangæinga á
laugardagskvöld
Héraðsvaka Rangæinga verður
haldin að Felagsheimilinu Hvoli
Hvolsvelli laugardaginn 29. mai.
Vandað verður til hennar eftir
föngum og reynt að gera hana
þannig úr garði, að hún verði
skemmtun fyrir alla eða
eins konar fjölskylduhátíð. Helztu
skemmtiatriði verða kórsöngur
og munu bæði samkór Rangæinga
og Kór Rangæingafélagsins i
Reykjavik koma fram. Þá leikur
ungur og efnilegur hljómlistar-
maður, Guðmundur Magnússon,
á pianó. Einnig verða ávörp, stutt
kvikmynd, visnaþáttur og fleira
til skemmtunar. Að lokum verður
stiginn dans.
Héraðsvakan hefst kl. 9 og er
þess vænzt að Rangæingar fjöl-
menni.
Fimmta fræðslu- og kynningar-
mót Skólastjórafélags tslands,
fyrir skólastjóra og yfirkennara
i grunnskólanum verður haldið
á Isafiröi, i menntaskólanum
(Edduhóteiinu) dagana 20.-25.
júnf n.k.
Mótið veröur sett að kvöldi þess
21. júni, en strax á mánudags-
morgun hefst flutningur erinda.
Inngangserindi flytur Hörður
Lárusson deildarstjóri skóla-
rannsóknadeildar menntamála-
ráðuneytisins um nýju náms-
skrána fyrir grunnskólann,
sem væntanlega er á þessu
ári. Enn fremur mun Reyn-
ir Bjarnason námsstjóri
fjalla um sama mál. Ólafur
Proppé námstjóri ræðir um
námsmat. Gurli Doltrup nám-
stjóri i dönsku flytur erindi um
kennsiu eriendra tungumáia i
grunnskólanum. Helgi Jónasson
fræðslustjóri Reykjanesum-
dæmis flytur erindi um hiutverk
fræðsluskrifstofa og Kristján
Ingólfsson fræðslustjóri Austur-
lands mun kynna nýjar reglu-
gerðir um grunnskóiann.sem eru
sem óðast að koma út. Loks mun
fil. lic. Magnús Gislason rektor
Lýöháskólans I Kungálv I Sviþjóð
flytja erindi um sænsk skólamál.
Þátttakendur mótsins skiptast i
starfshópa og fyrirspurnir og um-
ræður verða að loknum erinda-
flutningi.
Aðalfundur S.I. hefst á mánu-
daginn og lýkur á föstudegi.
Skólastjórafélag tsiands varð
15ára á s.l. ári, en það var stofn-.
að 12. júni 1960. Afmælisins'
hefur ekki verið minnzt, en
mótið á Isafirði er m.a. þátt-
ur I þeim hátiðahöldum. Þá
mun blað félagsins Skóla-
stjórinn koma út prentað og
i vönduðum búningi, þar sem
saga félagsins og störf þess verða
rakin I stuttu máli og myndum. 1
tilefni af 15 ára afmæli félagsins
hefur stjórn þess boðiö þeim hjón-
um fil. lic. Magnúsi Gislasýni og
konu hans frú Brittu, skóla-
stjórahjónum frá Lýðháskólanum
IKungSlv iSviþjóðtil landsins, og
verða þau heiðursgestir mótsins á
tsafirði.
Stjórn Skólastjórafélags Is-
lands skipa:
Hans Jörgenson skólastj. Rvik.
form., Vilbergur Júliusson skóla-
stj., Garðabæ ritari, Gunnar Guð-
A miðvikudag og uppstigning-
ardag verður efnt til kynningar á
starfsemi Hússtjórnarskóla
Reykjavikur eins og hún var á
liðnum vetri og er fyrirhuguð á
næsta ári. Til sýnis verður vinna
nemenda úr handavinnu, mat-
reiðslu o.fl.
Fyrir áramót voru haldin 2-3
daga námskeið i matreiðslu aðal-
lega fyrir húsmæður, þar sem
kennt var gerbakstur, frysting
matvæla, glóðarsteiking, græn-
metisréttir, fiskréttir, smurt
brauð o.fl. Ennfremur voru nám-
skeið I fatasaumi og vefnaði.
Þessinámskeið sóttu samtals um
mundsson skólastj. Kópavogi,
gjaldkeri. Meðstjórnendur Böðv-
ar Stefánsson skólastj. Ljósa-
fossi, Kári Arnórsson skólastj.
Rvik., Cli Kr. Jónsson yfirkenn-
ari, Kópavogi og Rúnar Bryn-
jólfsson yfirkennari Hafnarfirði.
300 manns.
I janúar hófst 5 mánaða nám-
skeið i hússtjórn og eiga nemend-
ur kost á að búa i heimavist skól-
ans ef þeir óska eftir þvi.
Að venju hafa verið haldin 5
vikna kvöldnámskeið I mat-
reiðslu en i vetur voru einnig
haldin námskeið fyrir karlmenn,
sem voru mjög vel sótt.
Skólastjóri skólans er Jakobina
Guðmundsdóttir, en aðrir kenn-
arar eru Jakobina Pálmadóttir,
Sigriður Gisladóttir, Aslaug Sig-
urgrimsdóttir, Asdis Magnús-
dóttir, Hanna Guttormsdóttir og
Áslaug Þorgeirsdóttir.
Aðalfundur
Dagsbrúnar
Vorsýning í
Hússtjórnarskólanum
Aðalfundur Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar var haldinn
I Iðnó sunnudaginn 23. mai 1976.
t upphafi minntist formaður,
Eðvarö Sigurðsson, látinna
félaga. Meðalþeirra var Sigurður
Guðnason er var formaöur Dags-
brúnar frá 1942-1954.
Þá voru lesnir og samþykktir
reikningar félagsins og formaður
flutti skýrslu stjórnar, segir i
fréttatilkynningu um fundinn.
Á starfsárinu höfðu 448 nýir
félagsmenn verið samþykktir i
félagið en 41 höfðu látizt.
Aðalfundurinn samþykkti, að
árgjald félagsmanna fyrir áriö
1976 yrði kr. 8.000,-. Einnig sam-
þykkti fundurinn að tekin yrði
upp ný aðferð við innheimtu
félagsgjalda og frá og með næstu
áramótum yrði þaö ákveðinn
hundraðshluti af dagvinnukaupi.
Enn fremur voru samþykktar
nokkrar breytingar á reglugerö
Vinnudeilusjóös.
1 yfirliti formanns um fjárhag
félagsins og starfsemi sjóða kom
m.a. fram, að á árinu nutu 470
félagsmenn bóta úr Styrktarsjóöi
Dagsbrúnarmanna og sjóðurinn
greiddi i bætur tæpar 11 millj.
króna. A vegum Lifeyrissjóðs
Dagsbrúnar og Framsóknar ann-
aðist skrifstofa félagsins greiðslu
til Dagsbrúnarmanna samkv.
lögum um greiðslur á lifeyri til
aldraöra i stéttarfélögum. 488
Dagsbrúnarmenn eða ekkjur
þeirra fengu greidd þessi eftir-
laun 1975 og var heildarfjárhæöin
röskar 34,2 milljónir króna.
84 Dagsbrúnarmenn fengu á ár-
inu greiddar atvinnuleysisbætur
samt. að upphæð 5,3 millj. króna.
Greiddar bætur og lífeyrir til
Dagsbrúnarmanna á vegum
félagsins árið 1975 námu þvi 50,4
milljónum króna.
Úr Lifeyrissjóði Dagsbrúnar og
Framsóknar fengu á árinu 1975
282 sjóðfélagar fasteignalán er
alls námu kr. 160 millj. króna.
Hafa þá alls 1133 sjóðfélagar
fengið lán úr lifeyrissj. er samt.
nema 393 millj. króna. Hámark
einstakra lána nema nú kr. 1.400
þús.
Þá var samþykkt á fundinum
tillaga frá stjórn félagsins að
auka hlutafé Dagsbrúnar I Al-
þýðubankanum úr 4 millj. i 10
millj. króna.
Vegna 70 ára afmælis Dags-
brúnar I janúar s.l. var samþykkt
tillaga að þakka þeim fjölmörgu
samtökum ogeinstaklingum, sem
heiðruðu félagiö á afmæli þess.
Lýst var stjórnarkjöri sem
fram fór I jan. sl. Aðeins ein til-
laga barst og var stjórnin þvi
sjálfkjörin.
Stjórn félagsins er nú þannig
skipuö:
Formaður: Eðvarð Sigurðsson
Varaformaður: Guðmundur J.
Guðmundsson
Ritari: Halldór Björnsson
Gjaldkeri: Baldur Bjarnason
F járm álaritari: Andrés
Guöbrandsson
Meðst jórnendur : Gunnar
Hákonarson, Öskar Ölafsson
Varastjórn: Ragnar Geirdal
Ingólfsson, Högni Sigurðsson,
Þórður Jóhannsson.
Leikfélag Seltjarnarness:
Tekur upp sýningar á
„Hlauptu af þér hornin"
Leikfélag Seltjarnarness hef-
ur ákveðiö að hefja á ný sýn-
ingar á gamanleiknum
„Hiauptu af þér hornin” eftir
bandariska rithöfundinn Neil
Simon, en sýningar hafa legið
niðri frá þvi um páska vegna
prófa og annarra anna leik-
enda.
Akveðnar hafa verið tvær sýn-
ingar i félagsheimilinu á Sel-
tjarnarnesi, á föstudag og
sunnudag.
Eftir sýningar á Seltjarnar-
nesi er ætlunin að halda með
gamanleikinn til nálægra
byggðariaga, aðallega á
Suðurlandi.
Aður en hlé var gert um pásk-
ana var gamanleikurinn sýnd-
ur 8 sinnum og hlaut mjög
góðar viðtökur áhorfenda.
Leikendur eru sjö, en leik-
stjóri er Helgi Skúlason, og
leiktjöld gerði Steinþór
Sigurðsson.