Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 13
Miftvikudagur 26. maí 1976. TÍMINN 13 Á FLÓTTA FRÁ ÁSTINNI Eftir Rona Randall 62 / — Ertu svona gjörbreyttur? — Það vona ég. Ég var montinn og merkilegur með mig áður. Ég skil í rauninni ekki, hvernig þér gat þótt vænt um mig. Hann varð fyrir raunverulegum vonbrigðum, þegar hún sagði: —Æ, ég var bara skotin í þér, Brent. Þegar hún sagði það, vissi hún, að það var satt. — Þá vona ég að Venetia sé ekki bara skotin í mér líka, þótt það virðistóneitanlega Iíta þannig út. Hún er búin að slita trúlof uninni, Myra. En það kemur þér kannske ekki á óvart að heyra það? — Jú, það gerir það. Mér datt ekki í hug að slíkt kæmi fyrir ykkur. — Ekki mér heldur, en það gerðist samt. — Hvenær? — Daginn, sem ég fékk íbúðina. Ég fór beint til hennar og bað hana að giftast mér. í fyrstu virtist hún glöð, meira aðsegja hamingjusöm, en á sama andartaki og ég minntist á Símon, varð hún öskuvond. — Sagðirðu henni ekki frá honum fyrst? Brent leit hissa á hana. — Hefði ég átt að gera það? Myra hristi höfuðið með uppgjafarsvip. — Karlmenn! Ef þú hefðir beðið hana að hjálpa þér að hugsa um Símon, hefði hún áreiðanlega brugðizt öðruvísi við. — Það efast ég um. Auk þess var hann ekki eina ástæðan. — Nú? Hvað var það meira? Brent horfði ofurlítið vandræðalegur á hana. — Segðu mér það, Brent. — A... það varst... þú — Ég? sagði Myra ringluð. — Hvers vegna ég? — Henni líkaði ekki tilhugsunin um að búa í íbúð, sem þú hefðir útvegað okkur. Myra leit samúðarfullum augum á hann. — Það undrar mig ekki að heyra, Brent. Ég hefði brugðizt eins við... það mundi hver einasta kona gera. En hvers vegna í ósköpunum varstu að segja henni það? — Hvern f járann annan átti ég að segja? — Þú hefðir átt að taka hana með, sýna henni íbúðina og minnast ekki á mig. Ég er viss um, að henni hefði líkað hún, þegar hún sæi hana. Svo hefðirðu getað beðið hana að hjálpa þér með Símon, þangað til hann væri fær um að standa á eigin fótum. — Með öðrum orðum, ég er tillitslaus, sagði Brent. — Það eru allir karlmenn, sagði Myra beizklega og Brent leit rannsakandi á hana. — Það er eitthvað að, Myra. Ég vildi, að þú gætir sagt mér, hvað það er. — Ekki núna, ég vil helzt ekki tala um það. — Svo það hefur þá komið eitthvað fyrir? — Ég sagðist ekki vilja tala um það... Brent... vertu svo vænn! Þú færð að vita það nógu snemma. Viltu ekki heldur reyna að sættast við Venetiu? — Það stoðar ekki. Ég er búinn að reyna það. Ég kraup ekkert f yrir henni, eins og ,ég hef gert svo oft áður. Ég vissi, hvað ég vildi og gekk hreint til verks. En á sama andartaki og talið barst að þér, fór allt upp í loft. Myra horfði áhyggjuf ull á hann. — Þú átt þó ekki við, að það haf i verið mér að kenna, að þetta fór út um þúf ur á milli ykkar? — Á vissan hátt. Hún ásakaði mig fyrir að vera með þér leynilega... — Hún líka! Orðin duttu út úr Myru, án þess að hún réði við það. — Hvað áttu við? spurði Brent hvasst. — Hún líka? — Æ, ekkert. Myra leit á úrið. — Ég verð að f ara. Hún gekk til gamla mannsins og kyssti hann á vangann og tók svo kápuna sína. — Ég kem af tur í heimsóknartímanum á morgun, sagði hún. — Milli þrjú og f jögur. Gamli maðurinn kinkaði kolli. — Komdu eins fljótt og þú getur, ég vinn að bak- grunninum þangað til. Brent f ylgdi Myru niður í lyftunni og þegar þau komu niður á götuna, sagði hann: — Ég fylgi þér til sjúkra- hússins. — Nei! næstum hrópaði Myra og hann leit hissa á hana. — Kærirðu þig ekki um félagsskap minn? spurði hann sár. — Það er ekki það. Ég vil gjarnan vera ein dálitla stund, ef þú hef ur ekki mikið á móti því. — Ég er á móti því. Við höfum aldrei tíma til að tala saman. Þegar þú kemur í heimsókn, er það til að sitja fyrir hjá Símoni. — Auðvitað . Annars kæmi ég ekki. — En við erum þó vinir, Myra? — Auðvitað erum við það, fullvissaði hún hann. — Og þar sem ég er ekki trúlof aður Venetiu, er ekkert því til fyrirstöðu, að við séum saman öðru hverju. G E I R I K I K U B B U R Geiri veröur aö berjast viö nokkra '~\gr% til aö geta 'v^\\ skoraö á Brukka! Fyrst berst. hann viö höfuösmanninn! ....klukkan þrjii, ,-^Veröur aö vera hanny sjálfur...á þessum tima' \| —liSSjUn sólarhrings 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 IVIiödegissagan: „Mynd- in af Dorian Gray” eftir Os- ear Wilde Sigurður Einars- son isfenskaöi. Vaídimar Lárusson les (2). 15.00 Miödegistónleikar 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). Tón- leikar. 16.20 Tónleikar. 17.30 Endurtekiö efni Bréf til kennslukonu 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Úr atvinnulifinu Hekstrarhagfræöingarnir Bergþór Konráðsson og Brynjólfur Bjarnason sjá um þáttinn. 20.00 Kvöldvaka a. Einsöngur L’m liesta Ágúst Vigfússon Kvæði eftirÁrelius Nielsson Gamla bryggjan Sigriöur Stormasöm ævi á stóíi hiskups. Kórsöngur 21.30 útvarpssagan: „Siöasta Ireistingin” eftir Nikos Kazant/.akis Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (32). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur", ævisaga Haralds Björns- sonar Höfundurinn, Njöröur P. Njarðvik, les (25). 22.40 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskrárlok. 18.00 Björninn Jógi Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Demantaþjófarnir Finnsk framhaldsmynd. 3. þáttur. Efni annars þáttar: Strákarnir sjá einn demantaþjófanna fela eitt- hvað niðri i fjöru. Þéir ákveða aö rannsaka kofa þjófanna um kvöldið, en bófarnir hefja skothrið og flýjasiðan tilhafs á stolnum báti. Þýðandi Borgþór Kjærnested. (Nordvision-Finnska sjónvarpiö) 18.40 Gluggar Breskur f ræðslumyndaflokkur. Ahmed gamli — 70 ára fill Kassabilakappakstur Saga járnbrauta Þýðandi Jón O. Edwald. Hlé 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Magdalena Schram. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.20 i kjallaranum Gunnar Egilson, Jón Sigurðsson trompetleikari. Arni Elvar. Guðmundur Steingrimsson. Gunnar Ormslev. Björn R. Einarsson og Jón Sigurðs- son bassaleikari leika jass- lög. Söngvari og kynnir Sig- rún Hjálmtýsdóttir. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.45 Lifsnautn Sænskt s jónvarpsleikrit eftir Önnu-Mariu Hagerfors. Leikstjóri Gun Jönsson. Aðalhlutværk Mona Malm, Gösta Bredefeldt, Johan Wahlström, Anna-Lo Sund- berg og Sebastian Hakans- son. Nina er hálffimmtug. Börn hennar eru stálpuð_ og hana langar að vinna utan heimilisins. Við læknisrann- sókn kemur i Ijós. að hún þjáist af krabbameini og hún fær að vita. að ævi hennar er senn á enda. Hér er fjallað um viðkvæm vandamál þeirra. sem eiga viö ólæknandi sjúkdóm að striða. Tekið skal fram, að sum atriði i leikriti þessu eru mjög átakanleg og ekki við barna hæfi. Þýðandi Borgþór Kjærnesfed. » (Nordvision-Sænska sjónvarpið) 23.25 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.