Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 17

Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 26. mai 1976. TÍMINN 17 i Verkföll: Stafa verkföllin af gróðrafíkn tiltölulega fámenns hóps? Helgi Benónýsson skrifar: Verkföll hafa verið árviss hér frá árinu 1960. Ástæður til þeirra eru margar, en höfuð- orsök eru breyttir atvinnu- hættir, stórrekstur i vaxandi mæli hefir ýtt undir launþega að gæta betur réttar sins. Þó kastaði tólfunum þegar rikis- stjórn sú er tók við 1960 beitti sér fyrir þvi að hrekja sem flesta frá þátttöku i framleiðsl- unni og færa atvinnutækin á fárra manna hendur. Það er ótrúlegt, en satt, að þar var með i verkum vinstri flokkur, kratar. Það var ekki sá andi rikjandi þegar flugmenn Loftleiöa lögðu á sig tveggja til þriggja ára eftirgjöf á kaupi, þegar halla- rekstur varð hjá flugfélagi þeirra, en það, meðal annars, hefur gert Loftleiðir að einum traustasta máttarstólpa þjóðar- innar. Þeir flugmenn, sem siðar unnu hjá félaginu, voru ekki eigendur aö þvi, en vildu njóta ágóðans með háu kaupi, i stað þess að njóta aðildar að fyrir- tækinu sjálfu. Afleiðingin varð stórverkfall, með fjall-háum kaupkröfum, sem varð við- miðun hinna láglaunuðu vinnu- flokka. Sama gerðist i útgerð og fisk- vinnslu 1960. Þá voru geröar, bæði leynt og ljóst, ráðstafanir á opinberum vettvangi til þess aö reka menn frá framleiðslu sjávarafurða og færa atvinnu- tækin á fárra manna hendur. Til þess voru notuð hjálpar- tækin: Bankar, sjóðmyndanir SJÖ ÁR í FORVITNI- LEGU SAFNI Verkföll hafa valdið hér ómælanlegu tjóni. Um það er jafnan deilt hverjum þau séu að kenna. útgerðar og fiskvinnslustöðva. Þessar ráðstafanir rikis- stjórnar og stuöningsflokka hennar voru eingöngu gerðar til þess að ná yfirráðum yfir út- flutningsverzlun sjávarafuröa, einkum vegna stóreigna- myndunar útflytjenda i við- skiptalöndum okkar, sem hinir stærri vildu sitja einir aö. Afleiðing af þessu varð barátta milliútgeröarmanna og hinna stóru útflytjenda, um hráefnaverö, sem siðar átti eftir að koma fram i siendurteknum verkföllum. Þar hefir hinn fá- menni hópur fiskkaupenda fáa formælendur. Þeir hafa skapað þjóðinni óbætanlegt tjón, með siendurteknum verkföllum, og einna mest á siðustu vertið, þvi að þau stóðu þá yfir miöja afla- hrotu loönuvertiðar. fjárlögum rikisins hefur safninu verið veittur styrkur. tslenzka dýrasafnið var ekki stórt I sniöum i upphafi. En það hefur stækkað og fært Ut kviarn- ar. Nú er það á báöum hæðum I Breiðfiröingabúð, og stendur til að set ja safngripina i glerskápa. En þótt rýmkazt hafi um safnið, eru húsakynni þess ónóg. Mál- verk, sem eru átta til tiu metra löng (þau eru eftir Gunnar Bjarnason og Odd Steinþórs- son), njóta sin til dæmis ekki. Það kemur Islenzka dýra- safninu raunar ekki við, en sýnir þó, að sá, sem það rekur, Kristján Jósepsson, hefur ýmis járn I eldi, að hann hefur á annað ár haft meö höndum hjónamiölun. Hann segir, að margt fólk hafi leitaö til sin i þvi sambandi.bæöiúrReykjavIk og utan af landi. Undanfarin ár hefur forstöðu- maður safnsins gert sér skrá um fólk, sem áhuga hetur á söfnun. í fyrra leitaöi hann hófanna viö þetta fólk um stofnun félags þess konar áhugamanna, og var upp úr þvi stofnaö Félag áhugasafnara. Enn hefur hann á prjónunum annað, sem hann telur þurfa samtök um, en þaö tamningaog kennsluskóli dýra, er hann nefnir svo. Markmiðið er að kenna dýrum ýmsar listir, og verður kynningarfundur haldinn um þetta mál innan skamms Nú er vor i lofti, og einhvern góðviðrisdaginn væri ekki frá- leitt fyrir fólk, sem er á ferli ná- lægt miðbænum aö líta inn i dýrasafniö og sjá, hvernig þaö er úr garði gert. Þetta hefur tæpast veriö févænlegt fyrir- tæki, en það er fleira athyglis- vert en það, sem einhver eða einhverjir geta grætt á. K.J. skrifar: Það eru nú bráðum sjö ár siöan Islenzka dýrasafniö i Breiðfirðingabúð var opnaö. Það hefur siðan verið opið al- menningi, og hefur þangaö margt komiö innlendra gesta og útlendra. Það er ekki úr vegi að vekja ofurlitla athygli á þessu safni. Börn hafa löngum haft gaman af að koma i safnið, og erlendir gestir hafa talið sig sækja þangað talsveröan fróðleik. Þeir hafa til dæmis oft furöaö sig á þvi, hve Islenzka sauökind- in er breytileg að útliti. Sumir, til dæmis franskir forráðamenn safna, hafa haft mikinn hug á þvi aö fá héðan uppstoppuð dýr i söfn heima hjá sér, og væri^ sennilega unnt að selja úr landi nokkuð af uppstoppuðum, Is- lenzkum dýrum. Skinnum af vorlömbum, hornum og hesta- hófum er einnig sótzt eftir. Þetta safn hefur notiö stuön- ings af happdrætti, og hafa hundrað og fjörutiu umboðs- menn úti á landi, einkum kenn- arar, skólastjórar og kaupfé- lagsstjórar annast sölu mið- anna. Hafa og ýmsir skólastjór- ar hug á þvi að koma upp söfn- um við skólastofnanir sinar, þar sem þær hafa ekki verið til áður en annars litlir visar að sliku. Um sex hundruð börn I Reykjavik og nágrenni bæjarins hafa einnig hjálpað til við sölu happdrættismiðanna. Margir hafa oröið til þess að styðja íslenzka dýrasafniö á annan hátt. Þar má nefna sam- band Islenzkra samvinnufélaga, Búnaðarfélag Islands, Stéttar- samband bænda og framleiðslu- ráð landbúnaðarins. Reykja- vikurborg hefur einnig lagt nokkuð af mörkum, og á Kristján, ásamt einum af safngripunum. Gunnar Jónsson, stöðumælavörður: — Þetta siöasta fannst mér drepleiöinlegt (Sigur), annars man ég ekki eftir neinu, sem mér hefur þótt gaman af, af þessum sem ég hef séö. Erla Magna Alexandersdóttir, atvmnulaus: — Keramik eftir Jökul Jakobsson fannst mér gott, nema mér fannst hann gera litið úr kvenþjóðinni. Yfirleitt hefur mér fund- izt leikritin léleg að öðru leyti og kenni þar sjónvarpinu mest um, þeir vilja greinilega leggja i sem minnstan kostnað viö leikritin. Það er betra að hafa þau færri og góð. heldur en mörg og léleg. Hvað hefur þér fundizt um islenzku sjónvarps- leikritin, sem sýnd hafa verið i vetur? tris Stefánsdóttir, nemi: — Ja, það sem ég hef séð fannst mér ágætt, t.d. Birta, sem mér fannst fint. Sigriður Jónsdóttir, afgreiðslustúlka: — Ég hef ekki séö nema sum af þeim sem sýnd hafa veriö, enda vinn ég mikiö á kvöldin. Þau sem ég hef séð hafa verið áoæt. Ingi Hjörleifsson, sölumaður: — Þetta siöasta, Sigur eftir Þorvarð Helgason, fannst mér þaö langbezta af þeim Islenzku sjonvarpsleikritum sem ég hef séð I sjónvarpinu i vetur. Hin fannst mér yfirleitt fyrir neðan allar hellur og nauðaómerkileg. r TIMA- spurningin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.