Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 19

Tíminn - 26.05.1976, Blaðsíða 19
Miðvikudagúr 26/ mai 1976. TtMINN 19 iiiiiii Vestfjarða- kjördæmi Eftirgreindir þingmálafundir hafa verið ákveðnir: Steingrimur Hermannsson og Gunnlaugur Finnsson mæta að Uppsölum á Isafirði fimmtudaginn 27. mai kl. 16.00. í Bolungarvik fimmtudaginn 27. mai kl. 21.00. Steingrímur Hermannsson mætir á Suðureyri föstudaginn 28. mai kl. 21.00. Fleiri fundir verða auglýstir siðar. Húsvfkingar Bæjarfulltrúar Framsóknarflokksins verða til viðtals á skrif- stofu flokksins á Húsavik miðvikudaginn 26. mai 1976 kl. 17-19. Framsóknarfélag Húsavikur. Framsóknarfélag Hveragerðis og Ölfuss heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 10. júni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur mál. Þórarinn Sigur- jónsson alþingismaður mætir á fundinum. Aformað er að á undan aðalfundi verði haldinn almennur stjórnmálafundur, enn er óákveðið hverjir verða formælendur á þeim fundi. Nánar auglýst siðar. F.H.O. Tólfta starfsór Tónskóla SigursveinsD. Kristinssonar Tólfta starfsári Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar lauk með skólaslitum i Hagaskóla 9. mai sl. Við skólann störfuðu, auk skólastjóra, 20 kennarar. Nemendur voru 432 og skiptust þannig á námsgreinar: Einsöngur 15, pianó 132, harmónium 14, gitar 97, fiðla 19, cello 5, þverflauta 17, altflauta 5, klarinett 10, trompet 12, hom 2, melodika 3, blokkflauta og nótna- lestur 101 nemandi. 1 aðalnámsgreinum voru þreytt ÓLÖGLEGUR sjávarafli, svo sem undirmálsfiskur, afii um- fram kvóta skips og afli, sem fenginn er með ólöglegum veiðar- færum eða á bannsvæðum, verð- ur nú gerður upptækur sam- kvæmt lögum, sem sett voru á Alþingi. Sjávarútvegsráðuneytið sendi I gær út fréttatilkynningu til að vekja athygli á þessari lagasetn- ingu og segir þar að lög þessi öðl- ist þegar giidi og veröi væntan- lega birt i næsta hefti A-deildar Stjórnartiöinda. Meginefni laga þessara er það, að með sérstökum úrskurði, sem sjávarútvegsráöuneytiö kveður upp, skal gera ólöglegan sjávarafla upptækan og láta and- viröi hans renna i sérstakan sjóð til eflingar fiskirannsókna og vis- indalegs eftirlits með fiskveiöum. Meö ólöglegum sjávarafla er átt við afla: 1) sem ekki nær lág- marksstærð þeirri, sem ákveðin er I lögum, reglugerðum eða sér- stökum veiðileyfum, 2) sem er umfram ákveðinn hámarksafla, 149stigpróf sem skiptust þannig á námsstig: I. stig 47, II. stig 46, III. stig 31, IV. stig 15, V. stig 6, VI. stig 2, VII. stig 2 stigpróf. Músikfundir voru haldnir mánaðarlega fyrir alla nemendur undir umsjá kennara. Haldnirvoru nemendatónleikar fyrir jól og páska, þeir fyrri i Hagaskóla, hinir siðari i Mennta- skólanum í Hamrahliö, auk þess voru 5 nemendatónleikar haldnir i skólasalnum i Hellusundi 7. sem bátum er settur. 3) sem aflaö er með ólöglegum veiðarfærum. 4) sem aflað er á svæöum þar sem viökomandi veiðar eru bannaöar eöa án þess að tilskilin veiðileyfi séu fyrir hendi. Sjávarútvegsráðuneytið byggir ákvarðanir sinar um magn og andvirði hins ólöglega afla á upplýsingum sérstakra eftirlits- manna þess, starfsmanna Fram- leiöslueftirlits sjávarafurða svo og öörum tiltækum sönnunar- gögnum. En jafnframt skal gefa hlutaðeigandi kaupendum og seljendum meints ólöglegs afla kost á að gera grein fyrir slnu máli. Upptökumálum þessum má visatil meðferðar Sakadóms, en ekki frestar það þvl, að innheimta megi andvirði hins upptæka aflahluta, hjá kaupendum eða seljendum hans, eftir því sem við á hverju sinni. Úrskurði sjávarútvegsráðu- neytisins má fullnægja með að- för, að viku liðinni frá birtingu hans. Bifreiða- eigendur í Keflavík mótmæla lógu iðgjaldi ó flugvallar- bílum Klúbburinn ÖRUGGUR AKST- UR i Keflavik hélt umferðar- málafund I Framsóknarhúsinu fyrir nokkru. Var hann sóttur af 30-40 manns. Formaður klúbbs- ins, Ingvi Brynjar Jakobsson, lögregluvarðstjóri setti fundinn og stjórnaði honum. Að loknu ávarpi formanns af- hentu þeir Hjálmar Stefánsson tryggingafulltrúi og Baldvin Þ. Kristjánsson 10 ára verðlaun Samvinnutrygginga fyrir örugg- an akstur, tilheyrandi árunum 1974 og 75. Var þar um að ræða samtals 25 verðlaun til bifreiða- eigenda meðeinkennistölunum ö- G og J, en einnig voru tilkynnt viðurkenningarmerki fyrir 5 ára öruggan akstur til 116 bifreiða- eigenda frá sömu árum, eða alls 141 merki. Þá hófust „hringborðsumræð- ur” um „umferðina á Suðurnesj- um.” Framsögu hafði og fyrir svörum sat aðalleg Þórir Maronsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn i Keflavik, en margir fundarmanna tóku þátt i umræð- unum. Margt athugunarvert kom fram, segir I fréttatilkynningu frá fundinum. Borin var fram og samþykkt einróma eftirfarandi tillaga: „Aðalfundur Klúbbsins ÖRUGGUR AKSTUR I Keflavik, haldinn 18. mai 1976, samþykkir að skora á Samvinnutryggingar g.t.. að leiðrétta nú þegar það mikla ósamræmi og ranglæti, sem felst i þvi að eigendur JO-bif- reiða skuli greiða sem næst helm- ingi lægra iðgjald fyrir ábyrgðar- tryggingu bifreiða en aðrir bif- reiðaeigendur á Reykjanes- og Reykjavikursvæði. ” Ingvi Brynjar Jakobsson var endurkjörinn formaður og með honum i stjórn Pétur Þórarinsson bifreiðastjóri og Leifur Sigurþórsson rafvriki. O Fnykvandamdl Verksmiðjunum má skipta i þrjá flokka. 1 fyrsta flokki eru verksmiðjur sem valdið hafa verulegum óþægindum, verk- smiöjurnar i Keflavik, Hafnar- firöi og á Akranesi. Starfsleyfi þeirra var háö þvi aö reistur yrði reykháfur, 60 m eða hærri. 1 greinargeröinni kemur fram, að ekkerthafi orðið úr framkvæmd- um, sem áttu samkvæmt starfs- leyfinu að ljúka 1. október 1975. Verksmiðjumar fengu hins vegar frest til eins árs, eða til 1. október 1976, á grundvelli fjárskorts, aö þvi er segir I greinargeröinni. 1 öðrum hópnum eru verk- smiðjur sem valdið hafa tölu- veröum óþægindum, en þær eru einkum i fámennari byggöar- lögum. Þar var skilyrði það, að reistur yröi 30-50 m reykháfur. 1 þriðja hópnum eru verksmiöj- ur sem ekki hafa valdið umtals- verðum óþægindum og voru litlar eða engar kröfur settar fram um hæö reykháfa i þeim tilvikum. I greinargerðinni segir að niðurstaðan sé sú, að timabært sé aö endurskoða starfsleyfin og rýmka þ^pnig ákvæði þeirra, að verksmiðjumar geti fært sér i nyt tækni til lausnar vandamálinu. Lögin um upptöku ólöglegs sjóvar- afla senn í gildi Verið Chubb Fire slökkvitæki ávallt við hendina. Auglýsið í Tímanum Vatnstæki kolsýrutæki dufttæki slönguhjól slönguvagnar eldvarnarteppi. Munið: A morgun getur verið of seint að fá sér slökkvi- tæki Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sundaborg Reykjavík Sími 84-800 Sjómenn athugið útgerðarfélag á Norð-Austurlandi, sem er að hef ja útgerð skuttogara vill ráða: skip- stjóra, 1. stýrimann og 1. vélstjóra. Aætlað er að skipið hefji veiðar 1. júli n.k. Allar nánari upplýsingar gefur Helgi Jónatansson i sima 11440, herbergi 102 milli kl. 2 og 6 fimmtudaginn 27. mai n.k. Bændur athugið 14 ára drengur frá reglusömu heimili i Reykjavík óskar eftir vinnu í sveit (vanur). Sama heimili getur tekið skólastúlku til vetrardvalar. Upplýsingar í síma 3- 56-02. 15 ára drengur óskar eftir að komast í sveit. Upplýsingar í síma 91- 21639, eftir kl. 7 á kvöldin. 16 ára stúlka óskar eftir að komast í vinnu í sveit i sumar við heyskap eða barna- gæslu. Upplýsingar i sima 91-82952. Sveit Óska eftir að koma 9 ára telpu á gott sveita- heimili i 1 til 2 mánuði gegn meðgjöf. Upplýs- ingar í síma 91-21846. 14 ára drengur óskar eftir plássi í sveit. Upplýsingar í síma 15580, Reykjavík. AÐEINS KR 47,850,- GVRO kastdreif- arinn fy rirligg jandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.