Tíminn - 01.06.1976, Síða 20

Tíminn - 01.06.1976, Síða 20
20 TÍMINN Þriðjudagur 1. júni 1976. Útboð Olíumöl h.f. Hamraborg 7, Kópavogi ósk- ar hér með eftir tilboðum i akstur á stein- efnum úr námu i Rauðamel við Grinda- vikurveg að blöndunarstöð Oliumalar h.f. i Smárahvammslandi i Kópavogi. Útboðsgögn afhendast á skrifstofu Oliu- malar h.f. Tilboð sendist Oliumöl h.f. fyrir kl. 14 föstudaginn 4. júni n.k. Oliumöl h.f. Unglinganámskeið í áhaldafimleikum • að Laugarvatni Dagana 22.-25. júnl gengst FSt fyrir fimleikanámskeiði I tþróttamiðstöð tSt að Laugarvatni. Námskeiðið er ætlað fyrir stúlkur og pilta sem eru að æfa þrep 1-3 i f imleikastiganum. Kennarar verða tveir. Þátttökugjald er kr. 6000.00 auk fargjalds Þátttökuþarfað tiikynna fyrir 10. júni innritun er á skrif- stofu tSt I sima 83377 og hjá formanni námskeiðsnefndar FSt, Ástbjörgu Gunnarsdóttur I slma 33290 hún gefur einn- ig nánari upplýsingar. Fimleikasamband íslands. Góðar kýr til sölu að Svarfhóli, Hvalfjarðarstrandarhreppi. Upplýsingar ekki gefnar i sima. Vöruflutningamenn Til sölu er GMC Astro vörufiutningabif- reið, árg. 1973, ekin 95 þús. km, hlass- þyngd 13 tonn. Bifreiðin er i mjög góðu ásigkomulagi og verður til sýnis bak við Hótel Esju i dag. Upplýsingar gefur Marteinn Karlsson i simum 93-6238 og 93-6252, Ölafsvik. .. Lesendur segja: „Hvers vegna fá okkar fremstu skákmenn ekki listamannalaun?" G.S. skrifar: Við tslendingar höfum státað okkur af þvi að eiga mjög fram- bærilega skákmenn, og ávallt erum við hreykin af stór- meisturunum okkar, Friðriki Ólafssyni og Guömundi Sigur- jónssyni, sem báðir verða að teljast með fremstu skákmönn- um heimsins. Báðir þessir merku skákmenn hafa nú gert skáklistina að at- vinnu sinni, enda verða þeir að einbeita sér að skákinni til þess að ná góðum árangri á alþjóða- skákmótum, þar sem allir keppendur eru atvinnumenn. Það er ekki hægt að loka aug- unum fyrir þvi að forsenda þess að menn nái góðum árangri á alþjóðaskákmótum er að miklu leyti undir þvi komið hvort menn fá tækifæri til þess að ein- beita sér algjörlega að skákinni, eða stunda skákiökanir að kvöldlagi og um helgar, eftir stranga vinnu. Dæmi um þetta sjáum við alls staðar I Iþróttum og gildir það sama um skákina. Það er að minum dómi skömm fyrir íslendinga,að hafa ekki fyrir löngu gefið Friðriki Ólafssyni tækifæri til þess að helga sig skákinni, þvi aö það er samdóma álit allra, að hann er afburðamaður á þessu sviöi. En I mörg ár varð Friðrik að stunda skáklistina eins og hvert annaö tómstundagaman að loknum erfiðum vinnudegi. Skák er mjög vinsæl hér á landi, og nú eigum við mikið af mjög efnilegum skákmönnum. Ég vil varpa fram þeirri spurn- ingu, hvort ekki sé rétt að gefa nokkrum af okkar efnilegasta skákfólki tækifæri til þess aö helga sig skákinni. 1 þessu sam- bandi vil ég nefna það, að Ulf Anderson, hinn kunni skákmað- ur Svla, fær listamannalaun, sem gerir honum kleift að helga sig skákinni. Gætum viö ekki notað sömu aðferð? Skák er af mörgum talin til lista — og alla vega virðast Svi- ar lita svo á, að skák sé listgrein — og það beri að veita styrk til þeirra sem ná góðum árangri á þvi sviði. Arlega er veitt opinber laun til listamanna, og ákveöur sérstök úthlutunardeild lista- manualauna hver fái laun hverju sinni. Um mat þeirra hafa alltaf verið skiptar skoðan- ir og verða alltaf, þvl að ekki er hægt aö nota neina algilda mælistiku á list. Mig langar til þess að spyrja þá menn, sem I þessari ágætu nefnd starfa, hvort það hafi aldrei hvarflað að þeim að úthluta launum til skákmanna. Ef það er vilji okkar ungu og efnilegu skákmanna, s.s. Helga ólafssonar og Margeir Péturs- sonar, að helga sig skákinni (um það veit ég að vísu ekkert) þá teldi ég það vera mjög miður, ef þeir fengju ekki tæki- færi til þess af fjárhagsástæð- um. Ég tel það engum vafa undir- orpiö, að styrkur frá opinberum aðilum til handa skákmönnum myndi mælast vel fyrir hjá al- menningi. A Frá gagnfræðaskólum Kópavogs Innritun nemenda næsta vetrar i Þing- hólsskóla og Vighólaskóla fer fram fimmtudaginn 3. júni n.k. kl. 10—12 og 14—16 I skólunum. Innritun þessi nær aðeins til þeirra, sem ekki hafa þegar látið innrita sig. Innritað verður bæði i skyldunámsdeildir og fram- haldsdeildir, þar sem gefinn verður kostur á kjörsviðum eftir þvi sem þátttaka leyfir. Skólaskrifstofan i Kópavogi. Hemlahlutir í flestar gerðir bifreiða frá Japan og Evrópulöndum Stýrisendar í brezkar , vöru- og fólksbifreiðar og dráttarvélar 33LOSSI?-------------- Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun -8-13-51 verkstæöi ■ 8-13-52 skrifstofa y 33LOSSI? Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa - AAargrét frd Dalsmynni: „í málæðinu er mesta harka þótt marga skorti getuna" Dalsmynni 15/5 1976 Póstsamgöngur eru ekki greiðar hér á Snæfells- nesi, ég var farin að álita, að þið þyrðuð ekki að birta bréfið mitt en svo kom það i gær. Ég get ekki orða bundizt þegar þingmenn okkar leyfa sér að eyða mörgum dögum á fárra ára fresti I jafn nauðaómerkilegt mál og Z-una, þenn- an útlenda, úrelta og óþarfa staf, hann er orðinn þjóðinni dýr, utan allra leiðinda, sem hann hefur valdið. Ég álit að langskólagengiðfólk eigi að geta sýnt yfirburði án þess að hafa sérstakan stimpil. Ég sendi þingmanni, sem barðist við að vekja Z- una upp frá dauðum um árið, þessar stökur, og leyfi ykkur að birta þær, og einnig nokkrar I viðbót sem eru settar saman eftir siðustu Z-fréttir. í málæðinu er mesta harka, þó marga skorti getuna. Alþingismenn ætla að þjarka, endalaust um Z-una. Þó að þeir eflaust allir vilji, efla menningu og frið. Þeir eru að vona að þjóðin skilji, hvað þingmenn eru menntað lið. Þetta er ekki ærlcg glima, aðeins snobb og fánýtt hjal. Dýrmætum og dýrum tlma, drengir eyða I þetta mal. Merkismálin mega ei dragast, þó mörgum þyki vinnan ströng. Um Z-una mættuð seinna jagast, syfjaðir I timaþröng. Mér fannst þetta þá, en nú finnst mér ódrengi- legt að berja þetta fram af sliku offorsi á siðustu stundu, að kennurum, nemendum og öðrum sem eru á móti þessum málflutningi, vinnst ekki tlmi til andmæla. Þetta er i lagi með gömlu þingmenn- ina sem eru búnir að vera, hvort sem er, en þeir yngri ættu að athuga, að unglingarnir, sem verið er að hrella að óþörfu verða bráðum kjósendur. i landhelginni Bretar berjast, og beita her við seiða dráp. Þjóöin á I vök að verjast, verður að sýna þrek og táp. Þjóðarskúta á æstum öldum, illa stödd við skuldalón. brýzt hún um á báruföldum, blindsker geta unnið tjón. Z-u stimpill menntamanna, margan áður hafði glatt. Ef yfirburði átti að sanna, var ekki nóg að borga skatt. Mörgum öldnum íslendingi, á þvl finnst ei nokkurt lag. Að Z-u menn á þessu þingi, þvæla um málið nótt og dag. Um smámál þingmenn þjarka og þæfa, þegar vanda að höndum ber. Stóru málin salta og svæfa, Z-an þeirra hugsjón er. Margrét I Dalsmynni.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.