Tíminn - 15.06.1976, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.06.1976, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. júni 1976 TÍMINN 11 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhús- inu við Lindargötu, slmar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i iausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Margir kostir Nýlega birtist hér i blaðinu grein eftir Vilhjálm Hjálmarsson menntamálaráðherra um Oslóar- samninginn. Vilhjálmur Hjálmarsson bendir þar fyrst á þann meginávinning samningsins, að Bretar lofa að virða 200 milna fiskveiðilögsöguna eftir 1. des. En fleiri kostir fylgja samkomulaginu og þá rekur Vilhjálmur Hjálmarsson á eftirfarandi hátt: „Bundinn er endir á alvarlegt hættuástand á fiskimiðunum og þungri ábyrgð létt af islenzkum stjórnvöldum. Friðun svæða verður virt og ungfiski þyrmt i samræmi við islenzkar reglur, eins og þær eruogkunnaaðverða.Sókn Breta næstu 6 mánuði minnkar um meira en helming miðað við togara- fjölda júni-nóvember s.l. ár, og um tugi þúsunda smálesta hvernig sem á málið er litið. Veiðisvæði Breta minnkar frá þvi sem var fyrir útfærsluna vegna miklu stærri friðunarsvæða og vegna breyt- inganna lúr 12 i 20 og 20 i 30 sjómilur. Útlegð inn- lendra fiskiskipa af Austfjarðamiðum er lokið og íslendingar fá frið til að veiða á öðrum heimiluðum veiðisvæðum. Unnt er að hefja viðgerðir á varð- skipunum og efla landhelgisgæzluna á annan hátt til almenns eftirlits og gæzlu i fiskveiðilögsögu íslands. Tollar lækka og hagkvæmari viðskipti fást i löndum EBE. íslenzk-brezk viðskipti á mörgum sviðum ná aftur að þróast eðlilega. Gifurlegu álagi er létt af ýmsum islenzkum aðilum, þar á meðal Alþingi og rikisstjórn, sem nú geta beitt sér af auknum þunga að lausn aðkallandi viðfangsefna á sviði efnahagsmála, atvinnurekstrar, orkuöflunar o.s.frv.” Þá hrekur Vilhjálmur Hjálmarsson þá fullyrð- ingu, að varðskipsmenn hafi barizt til einskis. Hann segir: ,,Enn bera menn sér það i munn, að til einsk- is hafi skipshafnir varðskipanna háð hetjulega baráttu við ofurefli fyrst nú sé samið. Þetta er endaleysa þvi samningur til stutts tima með svo skertri sókn sem þessi greinir, og fulla viður- kenningu á 200 milunum hefir aldrei fyrr staðið til boða, og hefði ekki fengizt nú án undanfarandi baráttu. Þvi ber að þakka landhelgisgæzlunni allt frá yngsta skipverjanum til æðsta yfirmanns i landi um leið og þakka ber forystu utanrikisráðherra og ómetanlega störf þeirra fjölmörgu manna, sem unnið hafa málstað íslands gagn á hafréttarráð- stefnunni og við samningaborðið.” Þáttur Nató Menntamálaráðherra vikur að þvi i áðurnefndri grein sinni, hver sé þáttur Nato I þeirri lausn, sem náðist i Osló. Hann segir: „Mönnum hefur að von- um orðið tiðrætt um hvort íslendingum hafi orðið lið að Nato i landhelgisdeilunni við Breta. Herskip bandalagsins skárust ekki i leikinn á fiskimiðunum. Og er ég ekki sannfærður um, að það hafi verið vilji íslendinga að þau gerðu það. Við viljum i lengstu lög vinna sjálfir löggæzlustörfin á landi og i land- helginni. Hins vegar mun Atlantshafsbandalagið hafa beitt Breta miklum þrýstingi um að draga her- skipin út og ganga til samninga. Aðstoð i þvi formi gátum við þegið. örðugt er að segja með vissu á þessari stundu, hvern þátt það hefir átt i skjótum árangri við samningaborðið i Osló. Og aldrei verður vitað, hver staða okkar hefði orðið i deilunni við Breta án aðildar að Nato. Þar verða menn að spá i eyður og draga ályktanir af likum”. Rétt er að geta þess, að þegar Crosland gerði grein fyrir Oslóarsamningnum i brezka þinginu, færði hann það sem rök fyrir honum, að Bretar myndu hafa sætt vaxandi þrýstingi af hálfu Atlantshafsbandalagsins, ef samningurinn hefði ekki verið gerður. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Reagan getur enn sigrað Ford AAikill ósigur Fords í AAissouri Reagan berst tii þrautar. SENNILEGA verður það ekki útkljáð fyrr en á flokksþingi republikana, sem hefst 16. ágúst I Kansas City, hver verður frambjóðandi þeirra i forsetakosningunum, sem fara fram 2. nóvember I haust. Hinn 8. þ.m. lauk prófkosning- um i þeim 30 rikjum, þar sem prófkosningar fara fram. Prófkosningar fara ekki fram i 20 rikjum. Fulltrúar þar eru kosnir af flokkssamtökum með ýmsum hætti. Þegar prófkjörum lauk hinn 8. þ.m., var ókosið i eliefu þessara rikja hjá republikönum. í sumum þeirra hafði þó nokkur hluti fulltrúanna verið kjörnir, þannig var það t.d. I Missouri, þar var búið að kjósa meirihluta fulltrúanna i kjördæmafélögunum, en ó- kjörnir voru 19 fulltrúar, sem kosnir voru af flokksþingi republikana i rikinu. Það kjör fór fram siðast liðinn laugar- dag og þykir hafa orðið sögu- legt. Þegar prófkjörum lauk 8. þ.m. var staðan þannig, að Ford hafði fengiö 957 fulltrúa kjörna, Reagan 861, en 162 höfðu ekki tekið endanlega af- stöðu. Eftir var að kjósa um 280 fulltrúa i áðurnefndum 11 rikjum og verður kjöri þeirra ekki endanlega lokið fyrr en eftir sex vikur. Baráttan verður hörð I þessum rikjum, þar sem það getur ráðið úrslit- um á flokksþinginu hvorum þeirra Ford eða Reagan full- trúarnir þaðan fylgja að mál- um. FYRSTA orrustan um þessa fulltrúa var háð i Springfield i Missouri á laugardaginn var, en þar var þá háð flokksþing republikana i fylkinu. Þangað komu þeir Ford og Reagan báðir og létu ljós sitt skina. Ford og fylgismaður hans lögðu aðaláherzlu á þann á- róður, að Ford væri miklu sigurvænlegri frambjóðandi en Reagan. Republikanir myndu biða álika afhroð I for- setakosningunum i haust ef Reagan yrði I kjöri,og þegar hægri öflin fengu þvi fram- gengt 1964, að Goldwater var I kjöri. Þessar röksemdir virð- MEÐAN baráttan helzt þann- ig áfram hjá republikönum virðist fullur friður vera að komast á hjá demókrötum. Bersýnilegt er að Carter mun hljóta útnefningu sem fram- bjóðandi demókrata strax I fyrstu atkvæðagreiðslu á flokksþingi þeirra, sem hefst 12. júli i New York. Upphaf- lega höfðu blaöamenn spáð, að friður og ró myndi rikja um Ford á flokksþingi repu- blikána, en algert ósamkomu- lag yrði á flokksþingi demó- krata. Þetta sýnir að erfitt er að treysta spádómum hversu sennilegir, sem þeir virðast. Þ.Þ. Ford brosir enn. ast þóekki hafa bitiö á fundar- menn, þvi að eftir að hafa hlýtt á mál þeirra beggja, urðu úrslitin i kosningunum þau, að Reagan fékk 18 full- trúa kjörna, en Ford aðeins einn. Þetta er talinn mikill ósigur fyrir Ford, Hann var talinn hafa möguleika á að fá flesta fulltrúa I Missouri kosna og þótti það liklegt til að styrkja stöðu hans i þeim 10 rikjum, þar sem enn er ókosiö. Af þvi veitti ekki heldur, þvi að flokkssamtökin i flestum þess- ara rikja eru i höndum hægri manna, þannig er það t.d. i New Mexico, Colorado, Mont- ana, Iowa, Utah og Norður- Dakota. Eftir úrslitin i Miss- ouri, þykir Reagan liklegur til að sigra I öllum þessara rikja. Hins vegar ætti Ford að hafa möguleika til að sigra i Connecticut, Delaware og Washington. Hins vegar þykir tvisýnt um úrslitin i Minne- sota. Eftir kosningarnar i Missouri hefur Ford 958 full- trúa, en Reagan 879, svo aö ekki munar nú nema um 80 fulltrúum. Þaö þykir ekki ólik- legt, að Reagan takizt að jafna þennan mun i þeim kosning- um, sem eftir eru og komast jafnvel upp fyrir Ford i tölu yfirlýstra flokksþingsfulltrúa. Úrslitin verða þá i höndum þeirra 160fulltrúa, sem segja sig enn óháða. Þaö ‘er' von fylgismanna Fords, að flestir þeirra muni snúa á sveif með Ford, þegar til alvörunnar kem- ur, en þó er það engan veginn vist. Allt bendir til, að barátta þeirra Fords og Reag- ans haldi áfram meö fullri hörku þá tvo mánuöi, sem eftir eru til flokksþings i Kans- as City og úrslitin verði ekki ráðin fyrr en við atkvæða- greiðslu þar. Líkurnar fyrir þvi, að Ford sigri aö lokum, virðast þó heldur meiri, en Reagan getur þakkað það ó- venjulegum áróöurshæfileik- um, að hann hefur reynzt Ford miklu erfiðari keppinautur en liklegt þótti i upphafi. Þess má geta, aö rétt fyrir flokksþing republikana i Miss- ouri, fór þar fram skoðana- könnun, sem leiddi 1 ljós, aö Carter myndi auðveldlega sigra þá Reagan og Ford, ef þá hafi verið kosið i Missouri. Carter hefði sigrað Ford með 44% gegn 39%, en Reagan með 49% gegn 1%.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.