Tíminn - 15.06.1976, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.06.1976, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þrifijudagur 15. júni 1976 Sjómanna- dagurinn í roki og rigningu á ísafirði G.S.tsafiröi/—hs—Rvik. Hátifta- höld Sjómannadagsins á tsafiröi hófust kl. 15 á laugardeginum meö opnun málverkasýningar Jónasar Guömundssonar, hins fjölhæfa iistamanns og fyrrum sjómanns. A sýningunni eru 25 vatnslitamyndir, sem flestar éru á einhvern hátt tengdar sjónum. Klukkan 9 aö morgni Sjó- mannadagsins fóru 5 skip i hóp- siglingu meö yngri kynslóöina, en sú sjóferö varð styttri en ætlaö haföi veriö, vegna töluverös öldu- gangs. Blómsveigur var lagður á minnisvaröa sjómanna klukkan 13, en aö þvi loknu var guös- þjónusta. Þrátt fyrir helli- rigningu og storm, er hér var komið, fór fram kappróöur á firöinum að guösþjónustunni lokinni og sigraði áhöfnin á b/v Bessa i þeim átökum. Þrir aldraðir sjómenn voru heiöraöir, þeir Anton Ingi- bjartsson, Guðbjörn Jónsson og Agúst Einarsson. Aöalræöu dagsins flutti svo áöurnefndur Jónas Guömundsson, og mun honum ekki hafa tekizt að ljúka henni vegna rigningar og roks. Þrátt fyrir leiðinlegt veður fóru hátiöahöldin hiö bezta fram og var mikil og almenn þátttaka i þeim. Sjómannadansleikur var haldinn á laugardagskvöldið. Allir togararnir fjórir, sem geröir eru út frá ísafiröi voru i höfn, en þeir lönduöu fyrir helgina 80-110 tonnum hver eftir 6-7 daga veiöiferð. 1 Strákarnir máttu ekkert vera aö þvi aö stilla sér upp fyrir ljós- mvndarann, en héldu ótrauðir áfram viö að raka mold og bera * skarna á runnabeðin meðfram Miklubrautinni. Þeir gátu þó ekki stillt sig um að minnast á það, að þeir væru miklu duglegri en stelpurnar, sem væru bæði latar og kærulausar. Timamynd: Gunnar. Sigurður Jónsson, verkstjóri eins hópsins í unglingavinnunni sagði, aö þetta væri allt harðdug- legt fólk. „Stelpurnar eru blóðlatar" — segja strákarnir í unglingavinnunni um vinnufélagana af veikara kyninu Egilsstaðir: Þjóðminja- og húsvernd- arsýning Safnastofnun Austurlands — SAL heldur i sumar þjóðminja- sýningu i skólanum á Egils- stööum i samvinnu viö Minjasafn Austurlands, og veröur hún opin daglega frá 19. júni - 8. ágúst. 1 tengslum viö minjasýninguna veröur sérstök húsverndarsýn- ing, sem sett var upp i Norræna húsinu i fyrrasumar undir heitinu Húsvernd, og er höfundur hennar Höröur Agústsson, listmálari, en aö henni standa Húsfriðunar- nefnd, menntamálaráöuneytið og Norræna húsiö. Fellur hún vel að hinni sýningunni, þar sem vakin er athygli á nauösyn aögeröa I húsvernd hér eystra. Þjóöminjasýningin hefur sem mgginþráö umhverfi bóndans á liöinni tiö segir i fréttatilkynningu SAL og byggir á munum og myndum úr lifi sveitafólks. Munirnir eru allir austfirzkir, bæöi úr fórum minjasafnsins á Skriöuklaustri og Safnastofnun- ar, sem stóö fyrir minjasöfnun i allmörgum byggöum hér eystra i fyrra og veröur þvl starfi fram haldiö i sumar. Sýningaratriöi skipta hundruöum: auk muna og þjóö- lifsmynda eru mokkur handrit og gamlar mannamyndir ónafn- greindar og upplýsingar um þær vel þegnar frá sýningargestum. Þá veröur komiö fyrir á sýningunni veglegu llkani af prestsetrinu i Vallanesi eins og :þaö leit út nálægt siöustu aldamótum, og er þaö mótaö og gefiö til minjasafns hér eystra af Páli Magnússyni, lögfræöingi frá Vallanesi og syni hans Magnúsi, myndlistarmanni. I sýningarskrá veröur getið muna og gefenda þeirra: Hjör- leifur Guttormsson skrifar þar yfirlit um þjóöminjavernd á Austurlandi og hlut SAL að þeim málum, og Gunnlaugur Haralds- son ritar um aöföng sýningar- innar, en hann er starfsmaöur Safnastofnunar og hefur séö um uppsetningu sýningarinnar. —hs—Rvík Þessa dagana vinna 1000-1100 unglingar við að fegra og snyrta borgina. Þau eru á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur og eru nemendur úr 7. og 8. bekk grunnskóla síðastlið- ins vetrar. Eflaust hafa margir rekið augun í slíka vinnuflokkaá leiðsinni um borgina, og enginn efast liklega um það/ að þeir vinna þarft verk. Vinnuskóli Reykjavíkur eða unglingavinnan svo- kallaða stendur yfir frá 1. júní til 1. ágúst. Daglegur vinnutimi eldri ungl- inganna er f rá 8-4 e.h., þ.e. 8 klst, en yngri hópurinn vinnur 4 tíma á dag. Hinir fyrrnefndu fá 145 kr. á klukkutimann en hinir siðarnefndu 130 kr. Sigurður Jónsson, sem nýlokið hefur mennta- skólanámi, en vinnur í sumar sem verkstjóri eins vinnuhópsins, sagði, er við rákumst á hópinn við jarð- ræktarstörf við AAiklu- brautina, að þetta væri harðduglegt fólk og al- ódýrasti vinnukraftur sem völ væri á. Það kom og í Ijós er við ræddum við krakkana, að þau voru óánægð með launin, en vinnan fannst þeim ágæt. Annan hóp rákumst við á inni við Elliðaárnar, en hann var um það bil að Ijúka við að hreinsa ár- svæðið og siðan átti að hreinsa allar fjörur frá Elliðaám og út á Seltjarnarnes og frá Seltjarnarnesi inn í Foss- vog. AAikið verk framund- an þar, en strákarnir létu engan bilbug á sér finna, þrátt fyrir rigningar- suddann, sem var þennan dag. Ekki varö betur séö, en að stúlkurnar ynnu vel og samvizkusamlega viö aö hreinsa beðin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.