Tíminn - 15.06.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.06.1976, Blaðsíða 13
1? TÍMINN Þriöjudagur 15. júni 1976 Þriðjudagur 15. júni 1976 TÍMINN 13 Erlendur Einarsson forstjóri á aðalfundi SÍS: ÞROUN EFNAHAGSMÁLA rj - . o ...samvinnuhreyfingin vill vera virkur aðili í því að auka framleiðslu þjóðarinnar JG — BIFRÖST. — A aöalfundi Sambands Isl. samvinnufélaga á Bifröst flutti Erlendur Einarsson forstjóri itarlega ræöu, yfirlit yfir starfsemi Sambandsins og Sam- vinnuhreyfingarinnar á 74. starfsárinu. Þar greindi for- stjórinn frá helztu atriöum i starfseminni, skýröi og skil- greindi stööu samvinnuhreyfing- arinnar um þessar mundir. Aö þvi loknu vék Erlendur Einarsson nokkuö aö þróun cfna- hagsmáia, og sagöi þá meöal annars á þessa leiö: Þróun efnahagsmála. „Þróun efnahagsmála her á landi hefur veriö mjög óhagstæö und- anfarin ár. Mjög mikill viöskipta- halli og skuldir þjóðarbúsins vekja óhug i brjóstum margra hugsandi manna. Til viðbótar kemur svo óvissan um ástand fiskistofna viö strendur landsins og hver veröi framvinda fiskveiö- anna á næstu árum. Það fer vart á milli mála, aö viösjárveröir timar eru fram- undan i efnahagsmálum þjóöarinnar. Riöur þvi á miklu, að tekiö sé á vandamálunum meö festu og raunsæi, ef foröast á mjög alvarleg skakkaföll i rekstri þjóöarbúsins. Ekki þarf aö fara i neinar graf- götur um þaö, að undirrót efna- hagsvandans hefur hingaö til ver- iö óhófleg verðbólga. Þaö er aö finna meiniö, sem veröur að upp- ræta. Um þetta ættu allir að geta verið sammála. Gallinn er hins vagar sá, að ekki hefur reynzt unnt aö sameina þjóöina um leiöir til þess aö halda verðbólgu I skefjum. Mjög margir hafa stundarhag af þvi, að verðbólgan haldi áfram litiö beizluö, og hinir, sem gera sér grein fyrir hættunni, sem af verðbólguástandinu staf- ar, eru annað hvort ekki tilbúnir að taka á sig nauðsynlegar fórnir til þess aö nema burt „mein- scmdina” eöa þá að þeir láta ber- ast undan verðbólgustraumnum án þess að taka i árar og freista þess aö hamla á móti straumn- um. En hvað er þá til ráöa til þess aö komast út úr verðbólguvand- anum? Svar við þessari spurn- ingu liggur ekki á lausu. Hér þarf eflaust margt aö koma til, og eitt er vist, aö leita verður nýrra ráöa, ef hefja á varnarsókn gegn efnahagsvandanum. Sókn veröur aö koma til, og það þarf að undir- búa vel slika sókn, ef hún á að bera árangur. Fyrst verður aö fá almenning til þess að skilja hætt- una, sem framundan er. Siðan veröur aö geraáætlun um þaö aö færa veröbólguna niður i áföng- um. Verkalýöshreyfingin verður aö vera virkur aöili 1 þessari gagnsókn á móti veröbólgunni. Launastéttirnar þurfa aö gera sér glögga grein fyrir þvi, að i verö- bólgu á borö viö þá, sem hér hefur rikt, þá á sér stað gifurleg eigna- tilfærsla i þjóöfélaginu. Þetta ástand skapar einmitt þá miklu hættu, aö þeir riku (sem eiga miklarfasteignir) verði rikari, en hinir fátæku (sem eiga litlar eöa engar fasteignir) veröi fátækari. Það má segja, aö verðbólgan grafi markvisst undan okkar vel- feröarþjóöfélagi. Stjórnvöld og þeir sem stjórna efnahagsmálunum, mega alls ekki gefast upp viö aö finna leiöir til þess aö hafa hemil á verðbólg- unni. Langvarandi veröbólgu- timabil getur einmitt skapaö ■ slika hættu. Þaö er viss hætta á þvi, aö menn sigli of værukærir * ofan á veröbólgusjónum og ráö- stafanir i efnahagsmálum miöist þá viö þaö, aö þjóöfélagiö geti aö- lagaö sig mikilli veröbólgu, I staö þess aö aögeröirnar þurfa aö miö- ast viö þaö aö draga úr veröbólgu, vera fyrirbyggjandi aögeröir. I þessu sambandi nægir aö benda á verðtryggö spariskirteini rikis- stóös, vaxtaaukasparisjóösbækur og háa vexti, svo nokkuö sé nefnt. Þetta á aö bæta sparifjáreig- endum veröbólgutap, og eru sparifjáreigendur að sjálfsögöu vel að sliku komnir. Hitt er aug- ljóst, aö þetta sem nú hefur verið nefnt er jafnframt veröbólgu- aukandi. Þetta felur i sér keöju- verkun. Þess vegna veröur aö leita nýrra ráða. Þaö er vissulega hægara sagt en gert. En gera veröur þaö samt. Ástæöa er til þess aö vara viö þvi, að hiö erfiöa efnahagsástand getur dregið kjark úr mönnum viö atvinnuuppbyggingu. Slikt má ekki ske. Það þarf einmitt aö beita kröftunum enn meira aö þvi aö efla og auka þjóöarfram- leiösluna. Slikt er nauðsynlegt til þess aö unnt sé að lagfæra gjald- eyrisstöðuna. Minnkun innflutn- ings getur aldrei leyst þann vanda. Nú riður á þvi, aö þjóöin beiti mannafla og fjármagni til þess aö efla arövænlega fram- leiöslu. Þetta veröur að hafa for- gang. Sambandið og samvinnuhreyf- ingin vill vera virkur aðili i þvi aö auka framleiðslu þjóöarinnar á sem flestum sviöum. Samvinnu- félögin eru virkur aðili á margan hátt I framleiöslustarfinu. Þau styöja einstaklinga i ýmsum framleiöslugreinum. Þau reka verksmiöjur og vinnslustöövar, og Sambandiö hefur öfluga út- flutningsstarfsemi, m.a. i gegn- um skrifstofur sinar erlendis. Iðnaöur Sambandsins hefur farið ört vaxandi á undanförnum árum. Umsetning Iðnaðardeildar var um 3 milljaröar á s.l. ári. jVaxandi hluti af framleiöslu , Sambandsverksmiöjanna er fluttur út á erlenda markaöi. Nú hefur verið ákveöiö aö gera ■ stórt átak til þess aö efla ullariön- < aö Sambandsins meö stækkun Ullarverksmiöjunnar Gefjunar. Þessar framkvæmdir eru hafnar og eiga aö koma i gagniö i lok þessa árs. Þessi stækkun Gefj- unar á m.a. að sjá prjóna- og saumastofum viösvegar á land- inu fyrir auknu hráefni i fram- leiðslu á ullarvörum. Forráöamenn Sambandsins hafa vakið athygli stjórnvalda á þvi, að nauösynlegt sé aö lagfæra samkeppnisaðstöðu islenzks iön- aöar, bæöi á innlendum og er- lendum mörkuöum. Ákveönar til- lögur til úrbóta hafa veriö sendar stjórnvöldum. Er þess vænzt, aö tillögur þessar veröi teknar til greina og stjórnvöld sýni þá á þann hátt, aö þau vilji efla is- lenzkan iönaö og beita honum m.a. i gagnsókn gegn efnahags- vanda þjóöarinnar. Samvinnu- hreyfingin ætlar aö vera með i beirri sókn”. y GEFJUN FÆRIR ÚT KVÍARNAR Sængurgerð flutt frá Akureyri til Sauðárkróks og Samvinnumenn hyggja á iðnað á Egilsstöðum Rætt við Hjört Eiríksson á aðalfundi SÍS Meöal þeirra méla er ofarlega voru á baugi á aöaifundi SlS,sem haldinn var I seinustu viku á Bif- röst i Borgarfiröi, voru málefni iönaöarins. Samþykkt var m.a. aö reisa kexverksmiöju og stækk- un á verksmiöjum Sambandsins á Akureyri. Viö hittum Hjört Eirfksson, framkvæmdastjóra Iönaöar- deildar SÍS, aö máli á aðalfundin- um og haföi hann eftirfarandi aö segja, en viö spuröum fyrst: — Hvaðvar merkast af þvisem samþykkt var á aöalfundinum, sem varöar Iönaöardeildina? — Varöandi umræöu á aöal- fundinum um málefni iönaöarins, þá var hér greint frá þvi, sem gerzt hefur á 74. starfsári Sam- bandsins hjá iönaöarfyrirtækjun- um. Þaö er ljóst, aö menn lita oröiö mjög til iðnaðarins til þess aö rétta viö og draga úr þeim sveif 1- um, sem veriö hafa i tekjuöflun þjóöarinnar og þá ekki sizt til þess aö taka viöþeim vinnukrafti, sem stööugt bætist viö á vinnu- markaöinn. Menn telja aö hinir fornu atvinnuvegir geti ekki leng- ur tekiö viö nægjanlegu fólki, ekki sizt ef til verulegs samdráttar kemur I fiskveiöunum. StS iðnaður á Egilsstöð- um. Sængurgerð á Sauðárkróki. — Ef liöiö starfsár er tekiö, þá var þaö merkast, aö keypt var prjónastofan Dyngja á Egilsstöö- um og ætlunin er aö efla þaö fyrirtæki verulega I náinni fram- tiö. Þarna er ráögert aö koma meö fleiri framleiðslugreinar og auka framleiösluna. Hafa veröur þó I huga, aö þróunin veröur aö vera nokkuö samhliöa vexti byggöarlagsins, svo ekki valdi óþarfa röskun á högum. — Hvað vinna margir starfs- menn viö Dyngju núna? — Þar eru i svipinn 22 starfs- menn. — Þá er þaö og nýmæli, aö ætlunin er aö flytja sængurgerö Gefjunar frá Akureyri yfir til Sauöárkróks og starfrækja sængurgeröina þar. Jafnframt er ætlunin aö stækka þá deild, og setja á markaöinn nýjar fram- leiösluvörur frá þessari deild. — Sængurgeröin framleiöir svetapoka og sængur. Sængur Gefjunar eru orönar mjög vel þekktar, og eru mest notuöu sængur á Islandi, og kosta ekki nema brot af þvi sem venjuleg dúnsæng kostar i dag. Þarna eru einnig framleidd rúmteppi og aörar skyldar vörur. Stækkun Gefjunar — Nú er ákveðið aö stækka Gefjun. Er þetta mikil fram- kvæmd? — Sú stækkun sem fyrirhuguö er á verksmiöjunni er veruleg. Þaö er búiö aö kaup nýtt kembi- og spunavélasett og framkvæmd- ir eru hafnar viö nýbyggingu, þar sem veröa um 2000 fermetrar af viöbótarhúsnæöi fyrir iönrekstur og 600 fermetrar birgöageymsla. Áætlaö er aö þetta kosti um 320 milljónir króna, og viðgerum ráö fyrir þvi, aö árleg framleiösla þessarar viöbótar veröi fyrir um 300 millj. kr. á ári. Siðan veröur garniö frá þessari nýju verk- smiöju unniö i fatnað um allt land, þannig aö þetta er töluverö viöbót viö fyrri framleiöslu. Má gera ráö fyrir, aö framleiöslan tvöfaldist að verögildi, eöa veröi aö verömæti um 600 milljónir króna sem fullunnin vara. Nýju vélarnar framleiöa garn, sem siöan veröur ýmist prjónaö úr eöa ofiö. Úr prjónavoöinni eöa vefnaöinum er siöan sniöinn og saumaöur fatnaöur. Tjón i eldi — Nú uröuö þiö enn fyrir bruna- tióni. Var þaö mikiö tjón? — Já viö urðum fyrir miklu tjóni. Sem kunnugt er þá varö alvarlegur eldsvoöi i Gefuni, i janúar áriö 1969 og nú uröum viö fyrir þvi aö eldur kom upp i Heklu. Þótt þessi bruni væri ekki i neinni likingu viö þaö sem varö áriö 1969, þá varö samt mikiö tjón I eldinum. Ekki kom til rekstrar- stöövunar nema einn dag og þess- vegna varö tjóniö minna en ella. Talið er aö tjóniö hafi numiö um 25 milljónum króna. Var þaö aö langmestu leyti tjón á vörum. — Nú hefur þaö komiö fram I fjölmiölum aö Iönaöardeildin hef- ur i hyggju aö hefja leöursútun og forsútun á gærum f stórum stil. Er eitthvað aö frétta af þeim mál- um? Af leöursútun er ekkert nýtt að frétta. Þetta er i athugun, og margs er aö gæta áöur en lagt veröur í slikt fyrirtæki. — En hvaö forsútun viökemur, þá er ætlunin aö fara út i gærusút- un i auknum mæli. Viö höfum sent mikið magn af forsútuöum gær- um til Finnlands, svo éitthvaö sé nefnt, og fyrir þetta á aö vera markaöur. Annars er stefna okk- ar auövitaö sú aö fullsúta gærurn- ar hér heima. Þaö er dálitiö vill- andi, hefi ég oröiö var viö, þetta meö forsútunina. — 1 raun og veru er þetta full sútun. Þaö er aöeins eftir aö lita gæruna og þá er hún fullsútuö. — Hvaö starfa margir hjá Iönaðardeild StS? — Þaö eru um 900 manns. Þvi er svo viö aö bæta, aö samvinnu- hreyfingin stundar margvislegan iönaö, og hefur fjölda manns i vinnu viö iönaö, sem ekki er tal- inn meö I þeirri tölu. Má þar t.d. nefna matvælaiönaö búvörudeild- ar og hraöfrystiiðnaðinnog fleira, og starfsmenn sambandsins munu vera um 3000 eins og fram kemur I skýrslum. — Þaö er enginn efi á þvi, aö starfsmönnum i iönaði mun fara fjölgandi á næstu árum, og þá ekki sizt hjá Samvinnumönnum. Þaö er lifsnauösyn telja margir, sagöi Hjörtur Eirfksson aö lok- um. — JG. Listahátíð í Reykjavík Kammertónleikar á Kjarvalsstöðum Efnisskrá: Jón Asgeirsson: íslenzk þjóölög fyrir pianókvintett Jóhannes Brahms: Klarinettu- kvintett op. 115 Hafliði Hallgrimsson: Islenzk þjóölög Maurice Ravel: Tzigane Igor Stravinski: Oktett fyrir blásara. Þetta voru skrýtnir en skemmtilegir tónleikar — skrýtnir vegna þess hvernig efnisskráin var saman sett, meö þeim afleiöingum aö 19 lista- menn komu fram, en þó aldrei fleiri en 9 I senn (og gáfu vinnu sina. Til samanburöar má geta þess, aö mér er sagt aö Anne- liese Rothenberger taki hálfa aöra milljón fyrir komu sina hingaö, eöa jafngildi þeirrar upphæöar sem veitt er á árinu til tónlistarstarfsemi i landinu annarrar en Sinfóniuhljóm- sveitar íslands), og vegna þess hve Kjarvalsstaðir eru undar- legt hús. Þar ber margt til, erda ekki ljóst ósérfróöu auga hvaö húsiö hefur umfram ýmislegt það sem Arkitektafélagiö sýnir þarna á göngunum og aldrei hlaut náö ódauöleikans i stein- steypu. Þreytandi stammgestur Stólarnir i konsertsalnum eru svo óþægilegir aö áheyrendur voru haltir ogskakkirþegar upp var staöiö, en yfir trónir Kjar- valsstaöaloftiö fræga, óum- flýjanlegt og yfirþyrmandi eins og drukkinn konsertgestur. A tónleikunum nægöi því ekki aö ofbjóöa sjónum manna, heldur gaf þaö frá sér margvisleg hljóö aö auki, sem hámarki náöu meöan Guöný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson voru aö spila Ravel — þá fór einhver ýluvél i þvi í gang og olli truflun um hriö. 1 hléinu voru ljósin slökkt I þeim hiuta loftsins sem fjær er konsertpallinum meö þeim afleiöingum, aö allan siö- ari hluta hljómleikanna hrikti i þviog small meöan það kólnaði. ísafoldarhljómur En þetta voru bráöskemmti- legir tónleikar, óskalög tón- skálda og hljóöfæraleikara. Þvi miöur mun undirbúningur hafa veriö crflitill — fólki hóaö saman i kvartett úr öllum áttum til aö spila saman ifyrsta (en vonandi ekki slöasta) sinn, og æfinga- timi of stuttur. Islenzk þjóölög fyrir pianó- kvintett eftir Jón Asgeirsson er ágæta velsamiö og skemmtilegt verk. Jón mun vera einna yngstur þeirra tónskálda san fástviö „Islenzka tónlist” I þeim skilningi aö hún byggist á minn- um úr tónhefö þjóöarinnar. — Hann „starfar ekki á hugsjóna- grundvelli alheimsborgarans”, þeim hinum sama sem skapaði húsageröarlist Breiöholts, Bændahallar og Kjarvalsstaöa (svo dæmi séu nefnd). Sætt og súrt Klarfnettukvintett Brahms telja margir fullkomnasta kammerverk tónbókmenntanna (þótt aörir telji hann væmnari en tárum taki). Siguröur Snorrason heföi e.t.v. mátt láta klarinettuna „blómstra” meira, en i þessum mjög svo kúltiver- aöa flutningi hans og kvenna- kvartetts Guönýjar Guömunds- dóttur var þetta sannur kvintett I staö smá-klarinettukonser(s. Hafliöi Hallgrimsson er frá- bær sellisti og fjölhæfur lista- maöur, og sem betur fer hefur honum tekizt flest betur en þessar skelfilegu þjóðlagaút- setningar. En allt um þaö — flutningur Sigriöar E. Magnús- dóttur viö 5. mann var meö miklum ágætum, enda var hluti þessa hóps i flokki islenzkra tónlistarmanna, sem fór meö þetta verk og önnur um Skandi- naviu haustiö 1974. Snjall fiðlari Guöný Guömundsdóttir og Halldór Haraldsson fluttu nú Tzigane (Sigaunann) eftir Ra- vel. „Verkiö krefst virtúósa- hæfileika af einleikaranum, og notar Ravel öll þau tæknibrögð sem fyrirfinnast I fiölutækni, enda haföi hann Caprisu Pagan- inis sér til hliösjónar” (skrá). Guöný lék snilldarlega, ekki einasta á fiöluna heldur og á áheyrendur (áhorfendur) meö virtúósafasi.enda fögnuöu menn ákaft. Loks var fluttur Oktett fyrir blásara eftir Stravinski, undir stjdrn Páls P. Pálssonar. Til- drögum þessa tónverks er lýst i skránni — þaö er sónata fyrir átta blásara, sem ort var upp úr draumi sem skáldið dreymdi, en mundi ekkert úr morguninn eftir annaö en hljóöfæraskipan ogþaö, aötónlistin i draumnum var mjög þægileg. Þessi oktett var annars fluttur fyrr i vetur á vegum Kammersveitarinnar, af sama liði, nema Askenasi stjórnaöi. Oktettinn er litrik músik og skelegg, þótt ekki verki hún eins „þægilega” á mig og á tónskáldiö, og vel flutt af blásurum vorum eins og vænta mátti. Lif og list Þvi miöur voru þessir tónleik- ar ekki sérlega vel sóttir. Mér er ekki ljóst hvort þau varanlegu áhrif sem Listahátiöin i Reykja- vik hefur á islenzka listamenn og almenning veröa tugmilljóna viröi. Hinsvegar skilst mér aö hlutur islenzkra listamanna i þessum hátiöum fari vaxandi, og er þaö vel. En eigi þeir aö læraeitthvaö af hinum frægu al- heimsstjörnum þyrftu þeir greinilega aö fá tækifæri til aö vinna meö þeim, enda segja kunnugir, aö á sambærilegri listahátiö I Þrándheimi hafi kapp verið á þaölagt, aö norskir listamenn kæmu fram meö stjörnunum. Þvi Listahátiðin veröur aö fá einhvern varanleg- an tilgang annan en eina setn- ingu í túristapésa. 10.6. SiguröurSteinþórsson P.S. I tilefni af frásögn minni af tónleikum Samkórs Selfoss, sem birtist I Timanum 11. þ.m., vil ég bæta þessu viö: Samkór- inn hefur nú haldið þessa tón- leikatvisvará Selfossi, tvisvar i Hverageröi.á Hellu, Hvolsvelii, Vestmannaeyjum og Reykja- vik. Söngnum hefur fariö enn fram meö æfingunni, eins og vænta mátti, en sérstaklega hefur einsöngvarinn, Dóra Reyndal, stítt sig. A siðustu tón- leikunum, sem voru i Hvera- geröi, er mér tjáö aö hún hafi sungiö „eins og engill”. s.S. Listdans í Þjóðleikhúsinu ■ m Svo mælir Svarthöföi, aö ballett hafi upphaflega veriö gógó, sem dansaö var fyrir framan sautjándu og átjándu aldar kónga, þar sem riki voru þaö traust og vel skipulögö, aö orkan fór fyrst og fremst i þaö aö lcita aö nýjum munaði fyrir kónginn. Ballett var sumsé fyrst dansaöur fyrir framan hásætiö, hann er hin konungborna list. Þaö tók aöalinn næstum þrjár aldir að þróa ballettinn i þaö sem hann núna er, þá listgrein þar sem ekki veröur haft rangt viö. Aöeins sá sem æft hefur þrotlaust frá blautu barnsbeini, á sér vonir um árangur — og er jafnvel ekki viss þrátt fyrir þaö. Og meöan ballettinn þróaðist varö aðallinn lika háttvisari, ræddi saman á frönsku og varö brátt næstum þvi ótalandi á tungu hinna stritandi erfiöis- manna og þræla, sem sáu rikinu farboröa á sem flestum sviöum. Nú er þetta horfin tiö og minn- ingarnar eru aðeins dapurlegar hallir fullar af skrauti og draug- um —og svoballettinn, þvi hánn var bókstaflega það eina kon- unglega, sem liföi af byltinguna I Rússlandi, og kommarnir lét- ust einfaldlega ekki sjá aö ballettinn haföi veriö gógó fyrir höföingja og gerðu hann i staö- inn aö gógó fyrir hinn venjulega borgara, og þrátt fyrir loðinn boöskap er ballett svo rótgróin og vinsæl listgrein i Rússlandi, að þaö mun taka mörg ár aö fá miða á Svanavatnið hjá þeim i Bolshoi. Menn biða vaföir tepp- um viö miðasölurnar heilar nætur og ganga svo grátandi heim, þvi enn einu sinni var uppselt, þegar rööin kom aö þeim. Á Islandi er þetta enn svolitiö öröuvisi, þótt viö höfum nú fengið Islenzkan dansflokk. Hér heitir Svanavatnið ennþá Leir- vogsvatn og veriö er aö fitja upp á fyrstu sporunum ennþá. Samt eru tslendingar mikiö upp á ballett, ef marka má Listdans- sýningu Þjóðleikhússins á lista- hátiö 1976, en þar komu fram þau Anna Aragno frá ttallu og Helgi Tómasson, auk tslenzka dansflokksins, — þakiö ætlaöi-. bókstaflega að rifna af húsinu. Helgi Tómasson og Anna Aragno Helgi Tómasson er goösögnin I islenzkum dansi. Honum hefur tekizt aö skapa sér alþjóölegt nafn, sem út af fyrir sig er afrek þó ekki væri nema vegna þéss aö hann er frá landi, þar sem allt önnur dansþróun varö en á meginlandi Evrópu. Helgi Tómasson hefur á siö- ustu árum starfað meö New York City Ballet, nú slðast I Lin- coln Centre og er einn 'héilzti dansari hópsins. Þar nýtur hann iöulega leiösagnar tveggja beztu danshöfunda okkar tima, þeirra Balanchine og Jerome Robbins, aö þvi er okkur er tjáö af Þjóöleikhúsinu. Helgi hefur hlotiö óvenjulegan frama og hvarvetna er boriö lof á hann sem listamann. Helgi var hér seinast á ferö- inni i fyrrahaust þegar hann dansaði I Coppeliu meö Islenzka dansflokknum, en nú er Anna Araeno I för meö honum. Um önnu Aragno segir á þessa leið 1 leikskrá: „Anna Aragno hefur á siöustu árum veriö meö eftirsóttustu dönsurum á listdanssviöum heimsborganna. Anna er itölsk, fædd i Róm en stundaði list- dansnám I London. Kornung vakti hún mikla athygli i hlut- verki Giselle og 17 ára gömul hlaut hún verðlaun og styrk til náms viö Bolshoi ballettinn i Moskvu, þar sem hún naut til- sagnar Messerer, Gherdt og Semionova ásamt Leonid Lavrovsky og Veru Vasilieva. Siöar fór hún til Bandarikjanna og var ráöin sem sólódansari aö Metropolitan óperunni þar sem hún varð síöar prima ballerina. Anna Aragno hefur dansaö sem gestur meö fjölmörgum frægum ballettflokkum og á listahátiö- um. Má þar nefna Bolshoi ballettinn og ballettinn i Monte Carlo (meö Nureyev) auk fjöl- margra bandariskra ballett- flokka. Einnig hefur hún dansaö i sjónvarpi i ýmsum Evrópu- löndum. Aðalmótdansari henn- ar siðustu ár, hefur veriö Ed- ward Villella. Hefur hún nýlega lokið sýningarferö meö Vilíella um þver og endilöng Bandarik- in. Hafa þau hlotiö frábæra dóma fyrir dans sinn, en meöal þekktustu atriöa þeirra eru tvi- dansar úr Hnotubrjótnum, Svanavatninu, Don Quixote og Giselle.” 1 frægum bókum er þvi haldið fram.aöklassiskur ballett veröi ekki dansaöur út i hörgul þótt látin sé æska og bernska, timi og ótimi i æfingar og þjálfun. Menn veröi að hafa þetta i sér lika, bera það undir hjartanu. Viö Bolshoi mæla þeir t. d.nem- endur, hálslengd og samræmi likamspartanna innan metra- kerfisins.mæla allt mögulegt til aö finna hinn eina rétta, sem finnst svo meðal milljónanna. Þegar maöur les þetta af bókum undrast maður meinlætiö bak viö dansinn, sem þó er svo frjáls i eöli sinu, en þegar maöur sér þetta sama á sviöinu, skilur maður aö þetta er guösgjöf, eöa allt aö þvi. Þau Helgi Tómasson og Anna Aragno dönsuðu tvidans úr Hnotubrjótnum viö tónlist Tsjaikovskis, danshöfundur George Balanchine, og Don Quixote, tónlist eftir Leon Minkus, en danshöfundur er Marius Petipa. Viðtökurnar voru þvilikar, aö áhorfendur vildu bókstaflega ekki sleppa af þeim hendinni framar. Vals, Ungverskir dansar og Kerran íslenzki dansflokkurinn sýndi fyrst vals eftir Kenneth Tillson, sem er Breti, búsettur i Osló, en hann er einn gesta Þjóðleik- hússins I þessari sýningu. Vals hans við tónlist Alex- anders Glazunov var frjáls og hugþekkur og vel viö hæfi flokksins, sem virðist eiga erfiö- ast viö lyftingar ennþá: maöur er ekki alltaf öruggur um döm- urnar. Kerraner á hinn bóginn öllu tilþrifameiri dans, en þar er dansað við tónist Prokofjevs. Ég hefi þvi miður ekki þekkingu til aö meta sem skyldi frásagn- armáta dansaranna, sumt var meiri látbragösleikur en ballett, þótt skótauið væri af klassisku sortinni. Sá kafli var beztur hjá tslenzka dansflokkiium aö minu viti. Myndmálið var skýrt og dansinn skemmtilegur. Ungverskir dansar Ingibjarg- ar Björnsdóttur við tónlist Jó- hannesar Brahms virðast á hinn bóginn ekki mjög heilsteypt verk þótt þetta unga fallega dansfólk nyti sin oft vel. Verkið er i einhvers konar þjóödansa- stil, en ekki i hinum klassiska anda. úg hygg aö íslenzki dans- flokkurinn megi vel viö una. Það hlýtur aö vera heitt inni fyrir óvana dansflokka undir sama þaki og Heloi. Tómasson og Anna Arango. MÍr| ár munu liöa unz „nervösitet” fer af á- horfendum og af dönsurum, og hér hefur hver nóg meö sig, á- horfendur og dansarar, en ef mæla má eftir áhuga áhorfenda er bjart framundan i listdansi á tslandi núna. Jónas Guömundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.