Tíminn - 05.08.1976, Side 7

Tíminn - 05.08.1976, Side 7
Fimmtudagur 5. ágúst 1976. TÍMINN 7 Útgefandi Framsúknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Kitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfuiltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Steimgrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhús- inu viö Lindargötu, simar 18300 —'18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiösluslmi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verö i lausasölu kr. 50.00. Áskriftar- gjald kr. 1000.00 á mánuöi. Blaöaprenth.f. r Hvað mikið þarf til að löggjafinn vakni? Það verður augljósara með ári hverju, að ört fjölgar tekjuháum og efnuðum mönnum, sem sleppa að mestu eða öllu við beinar skattagreiðsl- ur. Fleiri og fleiri læra þá list, að nota sér undan- þáguákvæði skattalaganna til þess að losna við skattana. Sá hópur stækkar vafalaust einnig, sem beinlinis telur rangt fram i trausti þess, að skattayfirvöld hafa ekki nógu frjálsar hendur til að áætla þeim skatt, sem þeim yrði að sjálfsögðu gefið fullt tækifæri til að leiðrétta, ef þeir gætu það með rökum. Haldi sliku áfram, verður þess áreiðanlega ekki langt að biða, að þær kröfur verða öflugar af hálfu launamanna, að tekjuskatturinn verði af- numinn með öllu, og neyzluskattar lagðir á i stað- inn. Þá fengju hátekjumennirnir það fram, sem þeir stefna að, með hinum villandi framtölum sinum eins og tapi, sem er tilbúið með ýmsum hætti. En lágtekjufólkið yrði að greiða hærri skatta á óbeinan hátt. Að sjálfsögðu ber að fordæma á hinn harðasta hátt þá menn, sem þannig nota sér ágalla og smugur skattalaganna. Það er ljóst að sam- félagsleg tilfinning þeirra er ekki rik. En þeir eru ekki einir i sökinni. Sök löggjafans eða rikis- stjórna og alþi.ngismanna er þyngri. Undanþágur voru upphaflega settar i góðri trú og höfðu einnig við viss rök að styðjast. En mörg undanfarin ár hefur verið ljóst, að þær hafa verið misnotaðar i sivaxandi mæli, auk þess sem þær hafa ýtt undir brask og skuldasöfnun. Þetta hefur löggjafanum verið ljóst, en hann hefur samt ekki rumskað. Þvert á móti hafa verið gerðar til- raunir til að auka undanþágurnar, t.d. að gera hlutabréfagróðann skattfrjálsan, en ólafur Björnsson prófessor sýndi manna bezt fram á, hversu auðvelt væri að misnota það. Sumpart hefur þetta aðgerðaleysi rikisstjórna og Alþingis verið sprottið af sinnuleysi, en sumpart af ótta við reiði þeirra manna, sem ekki fengju áfram að vera skattlausir með þessum hætti. Gunnar Thoroddsen tapaði vafalitið pólitiskt I fyrstu á skattalögreglunni, þótt hún hafi aukið álit hans siðar. Nú ætti hins vegar að vera nóg komið. ósóminn hriðmagnast ár frá ári. Meira ætti ekki að þurfa til þess, að löggjafinn vaknaði eftir langan og ljótan draum. Það yrði rikisstjórninni til mikils sóma, ef hún tæki með festu á þessu máli, sem gæti i senn skapað möguleika fyrir hækkun al- menna frádráttarins og auknu jafnrétti. En taki stjórnin ekki forystuna, verða einstakir þing- menn að hefjast handa og sjá hverju er unnt að koma fram. 32 biskupar Það hefðu einhvern tima þótt mikil tiðindi á ís- landi, ef þar væru komnir saman 32 biskupar. Nú er ísland komið svo i alfaraleið, að þetta þykir ekki tiðindum sæta. Það er þó i raun merkur at- burður, þegar svo margir norrænir kirkjuleið- togar hittast og ræða málefni og verkefni kirkj- unnar i heimi samtimans. Þótt kirkjan sé orðin gömul stofnun og fornfáleg á augum ýmissa, getur hún enn áorkað miklu, ef hún fylgist með timanum. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Lætur Giscard Chirac hætta? Auknar viðsjár milli Giscards og Gaullista Giscard. VAXANDI viösjár viröast nú milli þeirra flokka, sem styöja stjórn Giscards forseta á þinginu og studdu hann i siö- ari umferö forsetakosning- anna voriö 1974. Þaö er jafnvel ekki talið útilokaö, að þessar viðsjár geti leitt til þess, að Giscard geri miklar breyting- ar á rikisstjórninni eöa jafnvel myndi nýja stjórn áður en þingiö hefur störf nú i haust. Viösjár þessar eru ekki nýj- ar af nálinni, heldur rekja ræt- ur sinar til forsetakosning- anna 1974. Gaullistar urðu þá fyrir þvi áfalli i fyrri umferö kosninganna, aö frambjóðandi þeirra fékk færri atkvæði en Giscard, sem bauð sig fram fyrir flokk sinn, Óháöa lýö- veldisflokkinn, en hann haföi verið i samvinnu við Gaullista i stjórnartið þeirra de Gaulle og Pompidou. Þessi úrslit komu á óvart, þvi að flokkur Gaullista hafði verið álitinn miklu stærri en flokkur Gis- cards, eins og hafði lika sýnt sig i þingkosningunum árið áður. 1 siðari umferð forseta- kosninganna tóku Gaullistar þaö ráð, þótt það væri þeim nauðugt, að styðja Giscard, enda hefði Mitterand, fram- bjóðandi jafnaöarmanna, sem var studdur af kommúnistum, unnið auðveldan sigur ella. Miöflokkasamsteypan, sem var undir forystu Jeans Leca- nuts, studdi Giscard einnig. Þetta tryggði honum sigurinn. Eftir kosningarnar myndaði Giscard samsteypustjórn þessara þriggja flokka. For- sætisráðherrann valdi hann úr flokki Gaullista, sem var eðli- legt, þar sem hann var stærst- ur þeirra á þingi. Fyrir valinu varö einn af yngstu leiðtogum Gaullista, Jacques Chirac, sem siðar var kosinn formað- ur flokks Gaullista. Meðal eldri leiðtoga I fiokki Gaullista mæltist þaö misjafnlega fyrir, að Giscard skyldi fremur velja Chirac en einhvern þeirra. SAMVINNA þeirra Gis- cards og Chiracs virtist i fyrstu ganga sæmilega, þótt hinir eldri leiðtogar Gaullista væru þeim oft þungir i skauti. A þinginu i vetur fór vaxandi ágreiningur að koma i ljós. Agreiningur þessi var milli flokks Gaullista annars vegar og flokks Giscards og mið- flokkasamsteypunnar hins vegar. Það ýtti undir þetta, að sá orðrómur komst á kreik, að Giscard hefði i tiyggju fyrir þingkosningarnar, sem eiga að fara fram 1978, að koma á samstarfi um framboð milli flokks sins og miðflokkasam- steypunnar. Þetta gæti leitt til þess, að frambjóðandi sliks kosningabandalags fengi fleiri atkvæði i fyrri umferð kosn- inganna en frambjóðandi Gaullista og yrði hann þá að draga sig i hlé i siðari umferð- inni, þegar keppt væri við sameiginlegan frambjóðanda jafnaðarmanna og kommún- ista. Þaö kom svo i kjöl- far þessa orðróms, að Giscard hugsaði lengra, þvi að fyrir honum vekti að koma á samstarfi eftir kosningarnar milli jafnaðarmanna og áður- nefnda kosningabandalagsins og útiloka þannig bæði Gaull- ista og kommúnista frá stjórnarþátttöku. Erfitt er að dæma um hvað hæft er i þess- um sögusögnum en hitt er vist, að þær hafa orðiö til að kæla sambúðina miili Gaullista og Giscards, og viröast einnig hafa orðið til að auka árekstra hjá þeim Giscard og Chirac, auk ágreinings um einstök mál. Chirac er lika sagður hugsa sér að veröa frambjóð- andi Gaullista i forsetakosn- ingunum 1981, þegar kjör- timabili Giscards lýkur. Gis- card mun hins vegar ekki hafa i hyggju að draga sig i hlé, a.m.k. ekki á þessu stigi. A SIÐASTA þingi komu upp ýmis deilumál milli stjórnar- flokkanna, sem ekki tókst að leysa fyrir þinglokin. Mest- um ágreiningi olli tillaga Gis- cards um nýjan eignaauka- skatt, sem legðist á við sölu fasteigna, hlutabréfa og fleiri eigna. Skattsvik eru mikil i Frakklandi að þvi talið er, og hafa verið birtar ýmsar tölur i þvi sambandi, eins og t.d. að tekjur rikisins yrðu 12 mill- jörðum dollara meiri, ef öll kurl kæmu til grafar. Þetta hefur leitt til sihækkandi óbeinna skatta og nema þeir nú orðið um 63% af tekjum rikisins. Giscard hefur viljað stöðva þessa þróun og byggist tillaga hans um eignaauka- skattinn m.a. á þvi. Hann gengur.þó ekki langt, en gert erráð fyrir, að hann geti num- iö um 3% af tekjum rikisins. Tillagan um hann hefur hins vegar sætt harðri mótspyrnu meirihluta Gaullista og stjórnarandstaðan hefur einn- ig tekiö henni þunglega, Gagn- rýni hennar byggist ýmist á þvi að raunverulegir auðmenn sleppi of vel, en hins vegar sé i vissum tilfellum gengiö of nærri millistéttunum t.d. i sambandi við sölu sumarbú- staöa. Tillaga Giscards hefur þvi ekki enn veriö samþykkt, en gert er ráð fyrir að hann geri nýja tilraun á næsta þingi til að fá hana samþykkta. Margt bendir til þess, að Giscard hyggist móta á þenn- an og annan hátt ákveöna um- bótastefnu, sem kosið verði um i þingkosningunum 1978. Hann telji það rétta svarið við samfylkingu jafnaðarmanna og kommúnista, en sam- kvæmt skoðanakönnunum myndi hún fara með sigur af hólmi, ef kosið væri nú. Gaull- istar eru andvigir þessu, en hægri menn virðast i uppgangi hjá þeim. Þeir gagnrýna lika utanrikisstefnu Giscards og telja hann allt of hlynntan At- lantshafsbandalaginu og Efnahagsbandalaginu. Þar liggja leiðir þeirra og kommúnista saman, en jafnaðarmenn virðast hins vegar eiga þar meira samleið með Giscard en kommúnist- um. Þ.Þ. Chirac.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.