Tíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Funmtudagur 5. ágúst 1976. Fimmtudagur 5. ágúst 1976. TÍMINN JARÐSKJALFTARNIR í KÍNA Meir en 100 þúsund lótnir? FYRRI jarðskjálftinn í Kina á miðvikudaginn í siðustu viku og mældist 8,2 stig á Richter skala, átti upptök sin i borginni Tangs- han, sem er mikilvæg miðstöð járn- og stálframleiðslu. Tangs- han er i um 100 milna fjarlægð norðaustur af Peking og er ibúa- fjöldi borgarinnar talinn um 1 milljón. Sendiráðsstarfsmenn á- ætla, að fjöldi látinna sé kominn yfir 100 þúsund Enda þótt kínversk stjórnvöld hafi ekki birt opinberlega neinar tölur um áætlaöan fjölda látinna og særðra i jarðskjálftunum tveimur á miðvikudaginn, þá hafa erlendir sendirábsstarfs- menn þegar gert sér sameigin- lega heildarmynd af skaðanum. Sumir þeirra áætla, a.m.k. 100 þús. hafi látizt, og þá reikna þeir með að 2 milljónir manna hafa búið á svæðinu i 25 milna radius frá upptökum jarðskjálftans. Þessir sendiráðsmenn rök- styðja töluna með skýrslum frá fyrri jarðskjálftum, mannfjölda- tölum og tölum um fjölda látinna útlendinga. T.d. i jarðskjálftun- um i Perú 1970 létust 100 þús. manns, þótt sá skjálfti hefði bæði verið mun veikari svo og var svæðið sem varð fyrir honum lar.gt frá þvi að vera jafn þéttbýlt. 1 þessu mati er gert ráð fyrir, aö ibúafjöldi Tangshan sé 1060 þús- undir, en þá tölu fékk einn blaða- maður gefna siðastliðið vor, þeg- ar hann var á ferð um Tangshan. Þess berþó að gæta.að Kinverjar draga heldur úr mannfjöldatölum en hitt. 9 japanskir tæknifræðingar voru i Tangshan um leið og jarð- skjálftinn og hafa lik þeirra þriggja, sem saknað var, fundizti rústum hótelsins, sem þeir bjuggu i. 23 franskir ferðalangar bjuggu i nýrri álmu sama hótels og lifðu þeir allir jarðskjálftann af, nema ein kona, sem varð und- ir vegg. Varað er við fleiri jarð- skjálftum Eins og fram hefur komið i fréttum, þá hafa Kinverjar náð langt i jarðskjálftarannsóknum og hafa spár þeirra hingað til þótt ótrúlega öruggar. Aðeins 48 stundum eftir fyrsta jarðskjálft- ann, þá gaf stjórnin út viðvörun þar sem sagði, að enn einn jarð- skjálfti gæti komið. Styrkleiki hans er liklegur til að vera eitt- hvað um 7stig á Richter skala, og þvi gæti hann ollið gifurlegri eyði- leggingu meðan allt er svo veikt fyrir. Samtöl viö Kinverja út á götu og við þá sem eru i sambandi við sendiráðin, leiða i ljós að slikt hættuástand gæti staðið yfir frá tveimur dögum og upp i 2 vikur. Reynslan af jarðskjálftanum i Liaoning i febrúar á siðasta ári, sýnir þá, að fólkið var á götunni i allt aö tveimur mánuðum eftir jarðskjálftann. Fólkið býr á götunni Fyrir siðustu helgi, þegar Kin- Eitt af hinum fjöldamörgu sjúkraskýlum I Peking. A þessu horni var citt sinn verzlun, en svo hrundi þakið. JAPAN MONGOLIA KOREA akorea / Vv r’1303/, i/ Yeítóiv CHINA PAKISTAN BHDTAN TAIWAN P&ciffc ' Oc&an Söuth BURMA BANGLA' Arabian ViETNAM P HIUPPINES THAILAND Kort, er sýnir staðsetningu þeirra jarðskjálfta I Kfna, sem hafa verið 8 stig á Richter skala eöa meir. örvarnar merkja þrýstinginn á megin- land Kfna, en svörtu strikin tákna misgengið. — Fault Q Earthquake SOVIET UNION epicenters 0 Miles 400 Kínverjar horfast í augu við komandi jarðskjálftatímabil verjarnir voru að reisa tjoia og önnur bráðabirgðahúsnæði, þá fannst útlendingum þeir vinna verk sitt af svo mikilli umhyggju, að það mætti halda, að þjóðin byggist við að búa þarna i allt sumar. Hvarvetna má sjá fólk á reið- hjólum koma með langar bambusstangir, meðan aðrir gera veggi og gólf með lausum múr- steinum, sem liggja um allt. Alls staðar hefur fólk hópazt saman og ræðist hljóðlega við’, en börnin leika sér kringum hópana. Fjöldamargar fjölskyldur hafa hengt upp þvott sinn til þerris. Og sumir sitja undir ljósastaur- um og lesa blööin. Fékk sér eina asperin- töflu og svo fór heimur- inn af stað Kinversk yfirvöld hafa beðiö erlenda ferðamenn að hraða sér út úr landi hið fyrsta, svo þeir yrðu ekki fyrir frekari skaða og öðrum hópum hefur verið visað frá landinu áður en þeir komust þangað. Rose Salz var i Tangshan, þeg- ar jarðskjálftinn kom. Hún var stödd á hótelherbergi sinu, og var aö renna niður tveimur asperin- töflum, þegar allt varð vitlaust. Fyrst fór gólfið af stað, þá rúmið og ljósakrónan. Húsgögnin hrist- ust og flisar splundruðust. Og út- sýnið út um gluggann breyttist i hvert sinn, sem hin niu hæða hótelbygging tók nýja sveiflu. 1 næsta herbergi var vinkona hennar og hún sagði: Manstu þegar rúmið fór af stað i Exorist? Þannig var það hjá mér. Hún lá nefnilega i rúminu þegar skjálft- inn kom. En maður hennar hróp- aði aðeins: Þetta er þaö. Þetta er endirinn. En tveimur minútum siðar heyrðist róleg rödd. sem kallaði: Amerisku vinir. Er allt i lagi? Farið i skóna og komið strax með mér. Þetta kurteisa viömót var reyndar einkennandi fyrir alla ferð þessa fólks. Alls staðar hafði það mætt hlýlegu viðmóti. Þaö var komið íram viö okkur eins og aðalsfólk, sagði einn. Ég trúði þvi varla, það var aldrei gefið þjórfé. Fólkið var strax eftir jarö- skjálftann sett upp i lest og sent til Peking. En á leiðinni var lestin skyndilega stöðvuð oog kinversk- ur maður tók sér stöðú fyrir utan gluggann hjá Bandarikjamönn- unum. Þá kom seinni skjálftinn. Allan timann stóð maðurinn fyrir utan gluggann og bað okkur um að vera róleg, sagði einn úr ferða- hópnum. Þessum manni gleymi ég aldrei. Þegar fólkið komst loks til Japan, þar sem fréttamenn töl- uðu við það, þá tóku þeir eftir, að allir feröalangarnir foröuðust aö koma nærri háum'húsum. Og er það ef til vill engin furöa. Saga þeirra afla, sem orsökuðu jarðskjálftann Fyrri jarðskjálftinn á miðviku- daginn var einn sterkasti skjálfti, sem borg hefur lent i á vorum timum. Það er helzt, að jarð- skjálftinn i Tokyo 1923 hafi verið verri, en hann var skráður 8,3 stig á Richter. Reyndar er sú tala byggð á mjög ótryggum heimild- um, en þá er taliö að meir en 100 þúsund manns hafi látið lifið og margir af þeim i eldsvoðunum, sem fylgdu i kjölfarið. Það er álitið, að orsök jarð- skjálftanna i Kina á miðviku- daginn, séu þau öfl, sem þrýsta Asiu saman frá tveimur áttum, eins og svörtu örvarnar á teikn- ingunni sýna. Þessir kraftar eða öfl, sem bein ast aö sama punkti, mynduðu á sinum tima hæstu fjöll veraldar, Himalaya-fjöllin. Svo og hefur hálendi Kina hækkað verulega. Þessi sömu öfl valda einnig jarð- skjálftunum, sem hafa verið svo tiðir i Kina og hafa valdið mikilli eyðileggingu. Einn slikur jaröskjálfti i Kansu 1556 kostaöi nær eina milljón mannslifa, og er sá skjálfti hinn mannskæðasti i veraldarsögunni. Alvarleg truflun á efna hagsþróuninni í Kína Þessi öfl lýsa sér þannig, að stinn lög eða plötur I jarðskorp- unni reka I ýmsar áttir, svo að til árekstrar kemur, eða þá að eitt lag fer undir annað. Þessi kenn- ing, sem er kölluö plötu-kenn- ingin, hefur einungis nýlega veriö viðurkennd i Kina, sem mikilvæg skýring á jarðskjálftunum þar. Kinverskir jarðskjálftafræðing- ar hafa þaö fram yfir starfsbræð- ur sina erlendis, að þeir hafi mun meiri heimildir um jarðskjálfta. Meir en 5600 héraðsblöð hafa veriö rannsökuð til að fá heimild- ir um alla jarðskjálfta allt frá 1831 f. Kr. 9000 skjálftar hafa verið skráðir, og þar af hafa 1300 verið staðsettir, dagsettir og styrkleiki þeirra er nokkuð ná- kvæmlega þekktur. Elztu heimildir um jarðskjálfta I Kina eru frá Norö-austur svæð- inu, sem varð fyrir jarðskjálft- anum um daginn. Samkvæmt ný- legri skýrslu, sem bandariskir jarðskjálftasérfræðingar gáfu út eftiraöhafa dvalizt i Kina, þá má reiða sig nokkuð vel á allar heimildir af jarðskjálftum af styrkleikagráðu 4 og meir frá ár- inu 1484. Sambærilegar heimildir i Kaliforniu ná ekki nema aftur til 1930. Kinverskar rannsóknir sýna, að jarðskjálftar á hverju svæði koma margir saman á tiltölulega stuttum tima, og eru þeir þá frek- ar sterkir. A 71 ári eftir 1668, þá urðu mjög sterkir skjálftar á Norö-austur svæðinu, þar sem Peking, Tangshan og Tientsin eru. Einn var að styrkleika 8,5 þrir 8.0 og tveir 7.0. öflin, sem orsökuðu þessa jarð- skjálfta, stefna til Kina úr tveim- ur áttum. Annars vegar er þaö Indland, sem rekur til norðaust- urs og hefur hækkað Himalaya- fjallgarðinn, og hins vegar er það Mao formaður: Mikil eyðilegging. Kyrrahafsbotninn, sem rekur I vestur eða norð-vestur. Ahrif þessara afla hafa komið mjög vel fram á myndum, sem jarðfræðingar hafa tekið. Þær sýna greinilegt misgengi, sem liggur á norö-austursvæðinu til norðurs og suðurs. Það er álitið að orsök jarð- skjálftanna i siðustu viku sé frekar hreyfingar á Kyrrahafs- botninum en Indlandsmegin. Það eina, sem stendur milli Kina og hreyfingasvæöisins er Ryukyu- eyjaklasinn, sem nær frá suður- strönd Japans og I átt til Formósu. Frægasta eyjan i þessum klasa er Okinawa. Efnahagsleg áhrif jarðskjálftans Að sögn nokkurra franskra ferðalanga, sem staddir voru i Tangshan á meðan á jarðskjálft- anum stóð, þá er borgin 100% i rústum. Mikilvægi Tangshan er aðal- lega tvenns konar. Annars vegar er borgin framleiðsluborg og hins vegar, sem er engu litilvægara, þá er Tangshan þjónustuborg og samgönguborg. 1 Tangshan er mikill námu- gröftur, stálvinnsla og sements- framleiðsla. En þar er einnig viðgeröamiðstöð fyrir kinversku járnbrautirnar. Þó aö japanskir sérfræðingar um kinversk mál- efni vilji draga úr áhrifum skjálftanna, þá verður ekki annaö séð, en að kinverskt efnahagslif komi til með að biða verulega hnekki af náttúruhamförunum. Hér er ekki einungis um að ræða timabundna stöðvun á fram- leiðslunni, heldur alla meiri hátt- ar röskun á fjárfestingaráætlun- um. Þá má heldur ekki gleyma, að 25% af útflutningi Kina fer gegnum Tientsin, en Tangshan tengir þá stóru borg við höfuð- borgina Peking. Það er þvi ekki úr vegi, að taka undir orð Mao Tse-tungs for- manns, þegar hann talaði um „mjög alvarlega eyöileggingu og tap.” Tekið saman af MÓL. Fólkið, sem hefur sýnt ótrúlega rósemi, býr nú I tjöldum á götunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.