Tíminn - 05.08.1976, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 5. ágúst 1976.
TtMINN
11
hljóðvarp
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Björg Arnadóttir end-
ar lestur „Kóngsdótturinn-
ar fögru”, sögu eftir Bjarna
M. Jónsson (7). Tilkynning-
ar kl. 9.30. Létt lög milli at-
riða. Við sjóinn kl. 10.25:
Ingólfur Stefánsson sér um
þáttinn. Tónleikar. Morgun-
tónleikar kl. 11.00: Pierre
Fournier og Hátiðar-
strengjasveitin i Lucerne
leika Konsertsvitu fyrir
selló og hljómsveit eftir
Francois Couperin, Rudolf
Baumgartner stjórnar /
Stuyvesant kvartettinn leik-
ur Strengjakvartett i f-moll
op. 55 nr. 2 eftir Haydn /
Julian Bream og Melos
20.30 Leikrit Leikfélags Húsa-
vikur: „Gengið á reka”,
gamanieikur eftir Jean
McConnell. Þýðandi:
Sigurður Kristjánsson.
Leikstjóri: Sigurður Hall-
marsson. Persónur og leik-
endur: Sarah Trowt,Árnina
Dúadóttir. Jem frændi,
Ingimundur Jónsson. Rich-
ard, Jón Friðrik Benónýs-
son. Polly, Guðrún Kristrn
Jóhannsdóttir. Séra Leslie
Fox, Einar G. Njálsson.
Petrock Pook, Bjarni Sigur-
jónsson. Wilham Widdon,
Þorkell Björnsson. Maisie,
Kristjana Helgadóttir.
Widdon læknir, Guðný Þor-
geirsdóttir. Gestur, Stefán
örn Ingvarsson.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag-
an : „Litli dýrlingurinn” eft-
ir Georges Simenon. As-
mundur Jónsson þýddi.
Kristinn Reyr les sögulok
(23).
hljómlistarflokkurinn Teika
Konsert fyrir gitar og
strengjasveit eftir Mauro
Giuliani.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Á frivaktinni.
Margrét Guðmundsdóttir
kynnir óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Blóm-
ið blóðrauða” eftir Johann-
es Linnankoski Axel Thor-
steinsson les (3).
15.00 Miðdegistónieikar. Rik-
ishljómsveitin i Berlin leik-
ur Ballett-svitu op. 130 eftir
Max Reger, Otmar Suitner
stjórnar. Hljómsveit
franska útvarpsins leikur
Sinfóniu i C-dúr eftir Paul
Dukas, Jean Martinon
stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir). Tón-
leikar.
16.40 Litli barnatiminn. Finn-
borg Scheving hefur umsjón
með höndum.
17.00 Tónleikar.
17.30 Fermingarundirbúning-
ur i Grundarþingum og
kynni af tveimur kirkju-
höfðingjum. Hjörtur Páls-
son les úr óprentuðum
minningum séra Gunnars
Benediktssonar (4).
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Nasasjón. Árni
Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson ræða við
Þránd Thoroddsen kvik-
myndagerðarmann.
20.10 Einieikur i útvarpssal.
Arni Harðarson leikur á
pianó verk eftir Skrjabin,
Chopin, Liszt og Bartók.
22.40 Á sumarkvöldi. Guð-
mundur Jónsson kynnir tón-
list varðandi sól, tungl og
stjörnur.
23.30 Fréttir. Dagskrárlok.
ss- í JÖTUNHEIMUM
FJALLANNA 33
Páll átti ekki nema svo sem þrjátiu faðma ófarna að
kjarrlendinu, þegar honum varð snögglega litið upp til
Hljóðaklettsins og sá ægilega snjódyngju koma á flug-
ferð niður hamrahlíðina. I næstu andrá kom önnur
snjóskriða, engu minni. Báðar stefndu með ofsahraða
niður á mýrina. Páttátti ekki margra kosta völ — hann
fleygði sér niður og byrgði andlit sitt með handleggj-
unum. Eftir örfáar sekúndur var mýrin horfin, sokkin í
hvíta hrönn, þar sem trylltasta neyðaróp hefði orðið að
aumlegasta hvísli. Ekkert sást, nema samanbarðar
snjóöldurnar, sem kastazt höfðu langt út á Marzvatnið.
Páll lá kyrr og greip andann á lofti. Hann áræddi ekki
að rísa á fætur. Það var ekki einu sinni gerlegt að lyfta
höfðinu, án þess að skýla andlitinu, því að nú var stór-
hríðin skollin á, svo dimm og ofsaleg að hann hefði getað
gengið beint á húsvegginn heima hjá sér, án þess að vita,
hvar hann var staddur. En það ver ekki heldur gott að
liggja of lengi kyrr. Eftir fimm eða sex mínútur yrði
hann kominn í kaf í samanlamda fannbreiðu.
Páll vissi, í hvaða hættu hann var. Hann þrýsti hökunni
niður að bringu og brölti á fjóra fætur. Lengra kpmst
hannekki. Ofsahröð vindhviða fleygði honum um koll og
ók honum með sér marga metra. Honum la' við köfnun í
hríðariðunni — nú varð honum fullljóst að hann var
nauðulega staddur. Hann átti að vísu aðeins ófarna um
þr játíu f aðma að stað, þar sem hann gat f undið sæmilegt
afdrep. En í svona aftakaveðri gat sá spölur orðið
hraustmenni of raun. Það var ekki langt síðan einn f rum-
býlingurinn yarð úti tuttugu skref frá bæjardyrunum
heima hjá ser. >
Páll reyndi að skríða á móti veðrinu, og eftir hálfrar
stundar baráttu við hamslaus náttúruöflin, rak hann
höndina í fyrstu birkiklóna. Eftir nokkrar mínútur var
hann kominn í svo gott skjól, að hann af réð að setja á sig
skíðin og baksa á þeim gegnum birkiskóginn.
Frostið hafði einnig hert talsvert, og föt Páls, sem
höfðu vöknað í krapahryðjunum f yrr um daginn, urðu að
klakabrynju, er gerði honum erfitt um allar hreyfingar.
En nú voru ekki nema nokkur hundruð faðmar heim að
Marzhlíð, og gegnum þéttan og skjólgóðan skóg að fjya.
Hann varð að treysta því, að hann hefði sig heim úr
skógarjaðrinum.
Páll þumlungaðist áfram, nálgaðist bæinn, tók sér
of urlitla hvíld undir hlöðuveggnum og skreið svo í áttina
heim að húsinu. Hann sá votta fyrir því gegnum hríðar-
mökkinn, þegar hann átti ófarið tíu skref, og í næstu
andrá hvíldi hönd hans á dyrahúninum. Hurðin gekk f rá
stöfum, en Páll get naumast stigið yfir þröskuldinn.
Stirðurog þjakaður reikaði hann að hlóðunum til þess að
bræða af sér klakabrynjuna. En þar var engan yl að
finna. Allt var kalt og sótugt og andrúmsloftið mengað
ösku. Það var ógerlegt að kveikja upp í svona
veðurofsa.Hvað eftir annað stóð vindstrokan niður um
reykháfinn, sem kveinaði og gaulaði við átök stormsins,
og allt hefði f yllzt af reyk ösku og neistum, ef reynt hefði
verið að halda eldi lifandi.
Það leið drjúg stund, áður en ísbrynjan utan á Páli
haf ði slaknað svo, að hann komst úr f ötunum. Kona hans
fann þurr föt handa honum og barmaði sér yfir því, að
hún skyldi ekki geta gefið honum neitt heitt að drekka.
Það varð kaldara og kaldara, og hitinn var varla mikið
yfir frostmarki. isak var dúðaður í gæruskinn, og
kvenfólkið var komið í margar úlpur, hverjar utan yfir
aðra. Sveinn Ólaf ur tróð tuskum í stærstu rif urnar, sem
vindurinn gustaði inn um, og af því veitti líka ekki, að
innan við þröskuldinn hafði þegar myndazt talsverður
skaf I.
— Við verðum að líta til skepnanna áður en dimmir,
sagði Ólaf ía upp úr eins manns hljóði. Hitt fólkið kinkaði
kolli. Já — það varð að líta til skepnanna.
Klukkan var ekki orðin nema sex, þegar lagztvar
fyrir. Menn höfðu ekki neitt að gera á fótum. Frammi
við dyrnar stóð f ata. Vatnið í henni var tekið að hyma, og
enn þýddi ekki að hugsa til þess að kveikja upp i hlóð-
unum. Gamalt pils hafði verið hengt f yrir gluggann. Það
flökti til og frá við gustinn, sem lagði inn og stundum lá
við, að slokknaði á lampanum sem stóð á borðinu.
Fólk fór ekki úr fötunum, og það þurfti ekki að gera
ráð fyrir miklum nætursvefni, ef stormurinn héldist.
Það var ekki aðeins, að hvini og ýlfraði i reykháf og
glugga — það hrikti og brakaði í veggjum og þaki húss-
ins, og stundum urðu byljirnir svo harðir, að furðu
gegndi, að það skyldi ekki f júka út í buskann með öllu
sem í því var. Þesc voru dæmi, að frumbýlingskofar.
HVELL
G
E
I
R
I
D
R
E
K
I
K
U
B
B
U
R
Lizard-maðurinn
ræðst heiftarlega
að Geira...
ílGeiri er hlekkjaöur
en ræður þó íé*
Ég er galdramaðurinn frá Aseganda! ) (Galdramaður! ?)
'í.Hlýðið mér, eða ég skelli ______—^ - —
■ bölvur, mikilli yfir ) ~TFu
1 ■ J . sMi V) 1