Tíminn - 05.08.1976, Qupperneq 3

Tíminn - 05.08.1976, Qupperneq 3
Fimmtudagur 5. ágúst 1976. TÍMINN 3 Mun meiri notku n á svartolíu en eðlilegt er á [ >essum tíma — segir Önundur Ásgeirsson, forstjóri Olíuverzlunn- ar, en d föstudag er væntanlegt sovézkt olíuskip, þannig að enginn skortur á að þurfa að koma til Patreksf jörður: 240 þúsund krónum stolið þjófurinn hefur náðzt og skilað þýfinu MÓL-Reykjavlk. — Aðfaranótt siðastliðins mánudags var brotizt inn i mjólkurstöðina á Patreks- firði og stolið þaðan stórfé bæði i seðlum og ávisunum. Seinna sama dag var tuttugu og tveggja ára gamall maður handtekinn og viðurkenndi hann að hafa fram- kvæmt verknaðinn. Maðurinn, sem starfaði við mjólkurstöðina, brauzt inn á skrifstofu stöðvarinnar og komst ofan i læsta skúffu, þar sem rúm- lega 1,5 milljónir króna voru geymdar. Þjófurinn tók þó ein- ungis með sér um 240 þúsund krónur i seðlum og ávisunum. Eftir að hafa verið handtekinn, gat hann visaö lögreglunni á seöl- ana, en ávisanirnar hafði hann brennt. Einhverjar skemmdir munu hafa orðið á eignum mjólkur- stöðvarinnar. Að sögn Svavars Júliussonar, kaupfélagsstjóra á Patreksfirði, þá hefur ekkert veriö um innbrot og aðra þjófnaði á Patreksfirði að undanförnu, ef innbrotið slöast- liðinn mánudag er undanskiliö. gébé Rvik — Við eigum enn þá nokkur hundruð tonn af svart- oliu i tönkum hér og sovézkt oliuskip er væntanlegt um há- degi á föstudag, þannig að það ætti ekki að þurfa að verða neinn skortur á svartoiiu, sagði Önundur Asgeirsson, forstjóri Oliuverzlunar islands i gær. ön- undur sagði, að yfirleitt væri áætlað 3-4mánuði fram I timann um svartoliunotkunina, hann sagði einnig, að undanfarið hefði notkun verið mun meiri en eðlilegt megi teljast á þessum árstima, og átti þar fyrst og fremst við hinar fjölmörgu loðnuverksmiðjur viða um land sem að undanförnu hafa fengizt við loðnubræðslu svo sem kunnugt er af fréttum. — Það er aðallega á Siglufirði, sem svartoliuskorturinn er mestur, en þeir ættu samt að eiga oliu fram á sunnudag, mánudag og ef allt stenzt áætl- un, ætti Kyndill að geta verið kominn þangað með oliu að- faranótt sunnudagsins, svo þetta ætti að sleppa þótt tæpt verði, sagði önundur. Rússneska oliuskipið kemur til Reykjavlkur um hádegi á föstudag og mun svartolíunni þá verða skipað út I Kyndil, sem þegar mun halda norður á bóg- inn. Aðalástæðan fyrir þvi að svo litlu munar að svartolluskortur yrði hér, er sú að sovézka oliu: skipinu seinkaði verulega hingað til lands, af einhverjum ástæðum, Þá var alls ekki reiknað með allri þessari svart- ollunotkun I loðnuverksmiðjun- um vlða um landiö, en sem kunnugt er, hefur loönu verið landaö bæði austanlands og noröan, og á margar Faxaflóa- hafnir, en notkun verksmiðj- anna á svartoliu er mjög mikil. Fargjöld SVR: BORGARRÁÐ SAM- ÞYKKIR AÐ BIÐJA UM 20% HÆKKUN ASK-Reykjavik. — Við fengum ekki samþykkta þá 35% hækkun sem farið var fram á i marz mánuði, heldur aðeins 25%, en til þessa hafa ekki skilað sér nema um 20% af henni. Fargjaldatekjur voru á fjárhagsáætlun reiknaðar um 375 milljónir, ogþá var miðað við 35%, en siðan hafa orðið t.d. launahækkanir sem nema um 10%, sagði Eirlkur Ásgeirsson forstjóri SVR. — Þvi var það á fundi borgarráðs i gær samþykkt að fara fram á við verðlagsyfir- völd að fargjöld strætisvagnanna verði hækkuð um 20% að meðal- tali. Þá sagði Eirikur að fengist þessi 20% hækkun þá væri gert ráð fyrir að hægt væri að komast hjá aö fá öllu meiri styrk frá Reykjavikurborg en gert er ráð fyrir á fjárhagsáætlun SVR. Þar til þessi hækkunarbeiðni hefur hlotið afgreiðslu verðlags- yfirvalda, þá verður sölu 1000 króna farmiðaspjalda hætt. Hins vegar veröa 500 króna spjöldin svo og farmiðar barna og aldr- aðra seldir áfram. Sagði Eirlkur að þetta væri gert til að koma i veg fyrir svipaða sölu miða og i vor, en þá tapaði SVR mikið á hamstri fólks. Forsetahjónin, forsætisráðherra og borgarstjóri voru meðal áhorf- enda, er sovézkt fimleikafólk sýndi listir sbiar I Laugardals- höllinni á þriðjudagskvöld. Þarna komufram margfaldir meistarar og Olympiufarar frá Montreal, m.a. gullverðlaunahafinn Nelli Kim, og i hópi karlanna Alexand- er Krysin, sem er einn þriggja manna I heiminum, sem hefur þrefalt heljarstökk af svifrá á valdi s&iu. Að lokinni sýningunni stóðu áhorfendur allir á fætur og hylltu fimleikafólkið vel og lengi, en þetta var fyrsta sýning þeirra af þremur. Timamyndir G.E. Skipakaup erlendis frd í athugun MOL-Reykjavik. — Það liggja engar upplýsingar á lausu um að þetta að svo stöddu, svaraði Björn Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri við Seðlabankann, þegar Timinn hafði samband við hann i gær og spurðist fyrir um rannsókn þá, sem Seðla- bankinn lætur nú framkvæma á kaupum á skipum erlendis frá. Vildi Björn ekki segja til um fjölda þeirra tilfella, sem rann- sökuð eru, né heldur hvenær skipakaupin heföu farið fram. Þá spurði Timinn og um það, hvort einhverjar sérstakar skipategundir væru undir smá- sjánni, en öllu var svarað á sama veg. Sakadómsrannsókn Grjótjöt- unsmálsins svonefnda er nú á lokastigi og verður málið vænt- anlega sent saksóknara til á- kvörðunar I vikunni. ís dreifir loðnunni gébé-Rvik — Samkvæmt upplýsingum frá Andrési Finnbogasyni, loönunefnd, hafði enginn loðnubátur til- kynnt um veiöi seinni hluta dags i gær, og átti hann ekki von á að það yrði. Flestir þeirra báta sem nú stunda loðnuveiði, en þeir eru um 25 talsins, eru á loðnumiðunum norður af Horni, en þeir munu hafa fært sig eitthvað vestar á siðasta sólarhring, þar sem Ishrafl rak yfir veiöisvæöiö á mánudag og loðnutorfurnar dreifðust mjög. Reynt var að kasta á loðnu I gærdag, en veiöin varö lltil eða engin.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.