Tíminn - 31.08.1976, Síða 1

Tíminn - 31.08.1976, Síða 1
Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavik Hvammstangi — Stykkishólm- ur — Rif Súgandaf j. Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 Sfjórnlokar Oliudælur Olíudrif Síðumúla 21 Sími 8-44-43 Nordli meðmæltur láni til Grundartangaverksmiðju Norski forsætisráðherrann, Odvar Nordli, ásamt tveim förunauta sinna, Paul Engstad ráðuneytis- stjóra og Eivind Bolle fiskimálaráðherra. — Timamynd: Róbert. íslenzku ferðamennirnir f Dublin: við óþægindi Sluppu —hs-Rvik. Eins og skýrt hefur verið frá, voru mikil spellvirki unnin i Dublin á irlandi i fyrrinótt, þegar eldsprengjur sprungu i 4 krám, 3 kvikmynda- húsum og 2 ibúðarhúsum i mið- borginni. Engin slys urðu á fólki, en eignatjónið er metið á eina milljón pund, að sögn ólafiu Sveinsdóttur, fararstjóra Sam- vinnuferða, sem kom til Dublin I gærmorgun, þegar sprengingarn- ar voru afstaðnar, með tæplega 180 manna hóp islenzkra ferða- manna. Ólafia sagði, að afskaplega litið væri rætt um þetta i borginni, en greinileg væri talsverð spenna i fólki. Þeir einu sem sýndu ein- hver veruleg óttaviðbrögð væru skyldmenni fslenzku ferðalang- anna, sem ekki höfðu fengið ljós- ar fréttir af þvi hvernig þeim reiddi af. Ólafia sagði, að engin á- stæða væri til að óttast, þvi að sprengjunum væri greinilega ekki ætlað að springa meðal fólks í dag Aðalfundur Stéttar- sambands bænda — bls. 3 16. þing SUF — bls. 3 og auk þess væri þetta i allt öðr- um borgarhluta en þar sem Is- lendingarnir dvelja. Ólafi'a sagði i gær, að þau i ferðahópnum hefðu ekki séð af- leiðingar sprenginganna ennþá, en meiningin væri að fara og skoða þær undir kvöldið. — Það sem vakir fyrir þessum Gsal-Reykjavik. — Við fórum margsinnis á kaf, þegar við vor- um að reyna að setjast á krókinn hjá þyrlunni, og vorum alveg aö drepast úr kulda, sagði Valgeir Sveinsson skipstjóri á Tjaldi EA-175 frá Vestmannaeyjum, sem sökk um 13 sjómilur út af Krisuvikurbjargi á sunnudags- morgun. A Tjaldi voru þrir skipverjar, Valgeir Sveinsson skipstjóri, Gisli Guðjónsson og Gisli Val- geirsson. Þeim var bjargað um borð i þyrlu varnarliðsins. — Ég veit ósköp litið um það, hvernig þetta gerðist, sagði Val- geir, en þegar við fórum eina ferðina til þess að lita eftir vélinni kom i ljós mikill leki i vélarrúm- inu. Það hefur sennilega verið um 10 leytið. Um 11 leytið sá ég að þetta var alveg vonlaust, og kall- aði á hjálp. Slysavarnafélagið bað þegar alla nærstadda báta að koma skipverjum á Tjaldi til aðstoðar, auk þesssem beðið var um aðstoð varnarliðsins, sem sendi þyrlu til skipsins. — Okkur gekk vel að komast i gúmmibjörgunarbát, en hins veg- mönnum er eyðilegging á mann- virkjum, en ekki manndráp, sagði Ólafia að lokum, og bætti þvi við að tæpast væri nokkur á- stæða til að óttast um velferð ferðahópsins, þrátt fyrir það, að Evening Press hafi sagt á forsiðu i gær, að búast mætti við fleiri sprengingum. ar gekk okkur mjög illa að koma gúmmibátnum frá Tjaldi, þvi báturinn hraktist alltaf að skip- inu. Það vildi bara svo vel til að Tjaldur lagðist á stjórnborössið- una, annars hefði hann lagzt ofan á okkur, sagði Valgeir. Tjaldur fylltist á fjórum tii fimm timum, að sögn Valgeirs, og gefur það góða hugmynd um það hversu mikill lekinn var. Þegar þyrla varnarliðsins kom á vettvang áttu skipverjar i' erfið- leikum með að komast á krókinn frá þyrlunni og fóru margsinnis i kaf. Um svipað leyti og skipverj- arnir komust um borð í þyrluna sökk Tjaldur í djúpið. Flogið var með skipverjana til Reykjavikur og hresstust þeir fljótt eftir að hafa fengið þurr föt og farið i heitt baö i húsi Slysa- varnafélagsins. — Mig langar að biðja Timann um aðkoma á framfæri þakklæti til Bandarikjamannanna, sem björguðu okkur, og Slysavarnafé- lagsins, þar sem tekið var yndis- lega á móti okkur og við klæddir upp, sagði Valgeir að lokum. Tjaldur var 53 tonn. Skipið var i þessum mánuði keypt til Vest- mannaeyja frá Dalvik. Aðstoð boðin við SJ-Reykjavik. Norömenn eru reiðubúnir til að miöla okkur af reynslu sinni ef oliuleit verður hafin hér við land. Þetta kom fram á blaðamannafundi Odvars Nordli forsætisráðherra Noregs i gær, en heimsókn hans hér á landi lauk I morgun. Nordli kvað is- lenzka ráðamenn hafa bryddað upp á þessu máh I viðræöum hans við þá hér og hefði svar sitt fyrir hönd rikisstjórnar Norömanna verið jákvætt. tslendingar ættu hins vegar eftir að útUsta nánar hvað þeir vildu hagnýta sér af reynslu Norðmanna af oliuborun- um, og ekkihefði verið tekið fram hvort hér væri bæði um tæknilega og stjórnmálalega reynslu að ræöa. Nordli kvaðst ánægður yfir, að hafa komið til tslands i sina fyrstu opinberu heimsókn sem forsætisráðherra. Ekki hefði verið sérstök ástæða fyrir heimsókninni enda þyrfti þess ekki þegar þessar tvær frænd- þjóðir færu að finna hvor aðra. Hann sagðist hafa kynnzt náttúru landsins og atvinnulifi. Geir Hallgrimsson forsætisráöherra og hann hefðu átt fróðlegar umræður um stjórnmál og alþjóðamál, sem snertu báðar . þjóðirnar. Þeir hefðu m.a. rætt um út- færslu fiskveiðilögsögu og haf- réttarmál, og horfur i þróun fisk- veiða og fiskiðnaðar. Norðmenn og Islendingar væru hvorir tveggja töluverðar fiskútflutn- ingsþjóðir og hefðu hagsmuna að gæta á sömu mörkuðum. Þá ræddu ráðherrarnir stjórn- málasamvinnu i iðnaðar og orku- málum. M.a. fjölluðu þeir um fyrirhugaða samvinnu að Grundartangaverksmiðjunni, og kvað Nordli málum þannig háttað, að sú samvinna gæti orðið að raunveruleika. Hann kvaðst hlynntur þvi að Norræni fjár- festingarbankinn veitti háttlán til verksmiðjuframkvæmdanna, en það væri einmitt i verkahring þess banka að styðja framkvæmd sem þessa.Einnig kæmitil greina að tslendingar færu fram á út- flutningsivilnanir af hálfu Norð- manna vegna málmblendisfram- leiðslunnar, en þeir hefðu ekki farið fram á neitt slikt ennþá, en gerðu þeir það, myndi hann lita á málið með velvilja. Nordli kvaðst einnig hafa rætt sameiginleg áhugamál þjóðarinnar innan alþjóðasam- taka við Geir Hallgrimsson. Von- andi hefðu viðræður þeirra orðið til að auka enn þann skilmng, sem rikti milli þjóðanna og búa i hag- inn fyrir að framvegis yrðu vandamál leyst á þann hátt, sem yrðu báöum þjóöunum til góðs. Nordli kvað Norömenn myndu halda áfram þeirri stefnu sinni að tryggja fiskimönnum jafnar tekjur með rikisstyrkjum, það væri hluti fiskveiðistefnu stjórnarinnar. Honum væri ljóst að þessir styrkir orsökuðu stundum aukna samkeppni milli norskra og islenzkra fiskútflytj- enda. Það hefði þó aldrei veriö vilji norskra stjórnvalda aö skaða islenzkt efnahagslif. Það væri vilji þeirra að finna leið til að draga úr óhagstæðum áhrifum af þessum styrkjum fyrir tslend- olíuleit inga. Embættismönnum héöan hefðu nú verið boðið tii Noregs að kynna sér þessi mál og stefnu Norðmanna i fiskveiðimálum. Nordli kvað aukinn útflutning islenzks kindakjöts til Noregs hafa komið til umræöu hér. Þar væri um hliðstætt vandamál að ræða, þvi útflutningsbæturnar á kjötið orsökuðu óeðlilega sam- keppni við norska kindakjöts- framleiöendur. Ráöstefnu æðstu manna um nánari samvinnu landanna innan EFTA, sagöi Nordli æskilega, ef ákveðin stefna yrði mörkuð fyrir- fram. Það væri óhugnanleg stað- reynd að 4% verkamanna i Evrópu væru atvinnulausir. Eivind Bolle fiskveiðiráðherra sagði á blaðamannafundinum aö meðan á opinberu heimsókninni stóð hefði verið rætt um sam- vinnu Norðmanna og tslendinga Framhald á bls. 19. í gæzluvarðhaldi vegna morðsins: Neitar allri aðild Gsal-Reykjavik. — A laugar- daginn var maður um fertugt úr- skurðaður i allt að 30 daga gæzlu- varðbald vegna rannsóknar á morðinu, sem framið var I húsinu númer 26 við Miklubraut á fimmtudaginn. Maður þessi var handtekinn á föstudag, og hefur hann ekki getað gefið viðhlitandi upplýsingar um ferðir sínar umræddan dag. Maðurinn þekkti til hús"áöenda á Miklubraut 26. Að sögn rannsóknarlögreglunn- ar neitar maöurinn allri aðild að málinu. Þessi maður var á s.l. vetri handtekinn, grunaður um stórþjófnað i vélsmiðjunni Héðni i Reykjavik, en ekki tókst lögregl- unni að sanna sekt hans i þvi máli. A sunnudagskvöld var annar maður tekinn til yfirheyrslu vegna morðmálsins, en til hans hafði sézt á fimmtudaginn, þar sem hann var að þvo af sér blóð á almenningssalerni. Rannsóknar- lögreglan sleppti þessum manni úr haldi i gær, en hann gat fylli- lega gert grein fyrir ferðum sinum á fimmtudaginn. Komið hefur fram i álití lækna, að morðið hafi allt eins getað verið framið um hádegisbilið á fimmtudag og þvi biður rannsóknarlögreglan alla þá, sem einhverjar upplýsingar geta gefiö um mannaferöir við Miklubraut 26 um það leytí að gefa sig fram. Að lokum skal þess getið aö föt- in, sem fundust á Miklatúni og mynd var birt af i Timanum á sunnudaginn, reyndust alls óskyld morðingjanum. Eigandi fatanna kom og sótti þau til rannsóknarlögreglunnar og reyndist hann ekkert viðriðinn málið. Tjaldur sökk á sunnudaginn: „ÉG SÁ ÞAÐ VAR VONLAUST"

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.