Tíminn - 31.08.1976, Page 20

Tíminn - 31.08.1976, Page 20
Þriðjudagur 31. ágúst 1976. FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Simar 85694 & 85295 / t Auglýsingasími Tímans er ALLAR TEGUNDIR- FÆRIBANDAREIMA FYRIR /Lárétta / færslu Einnig: Færibandareimar ur ryöfríu og galvaniseruöu stáli ÁRNI ÓLAFSSON & CO. 40088 a* 40098 ____ Flóttamönnum fró Vietnam bjargað Reuter Singapore.— Tuttugu og tveim flóttamönnum frá Viet- nam., þar á meöal nokkrum ungum börnum, var bjargað af litlum bát, fáeinum minútum áður en hann sökk, um fjögur hundruð milur suöur af Viet- nam, að þvi er talsmaður eigenda skipsins sem bjargaöi þeim skýrði frá i gær. Flóttamönnunum var bjargað á sunnudag, en þá voru öldur farnar að ganga inn i bát þeirra, sem var þrjátiu fet að lengd. Meöal flóttamannanna var tveggja mánaöa gamalt barn. Björgunarskipið, Lady Cynthia, flutti flóttamennina til Singapore, þar sem það er nú i höfn. Þeir voru allir við góða heilsu. Vietnamarnir voru i gær enn um borð i björgunarskipinu, en yfirvöld voru þá að ákveða hvaö gera ætti við þá. Ekki var að fullu ljóst hvers vegna bátur þeirra sökk, en talsmaður björgunarskips- eigendanna sagði aö hugsanlega heföi komið leki aö honum vegna ofhleðslu. Hópar fólks, aðallega fiski- menn og fjölskyldur þeirra, hafa flúið frá Vietnam siðan kommúnistar unnu þar hernaðarsigur sinn á siðasta ári. Flestir flóttamannanna hafa farið til Thailands, Malaysiu og Filippseyja. Þegar til flóttamannanna tuttugu og tveggja sást voru þeir i nánd við Anambas-eyjar, um hundrað og fimmtiu milur út af strönd Malaysiu. — .Undir venjulegum kringumstæðum er átta manna áhöfn á Lady Cynthiu, svo þröngt var um flóttamennina, sagði talsmaður eigenda henn- ar. Talið er hugsanlegt að yfir- völd i Singapore verði treg til aö taka við flóttamönnunum. Þau hafa neitao að heimila sinu fólki langdvöl i Singapore, jafnvel þegar flóttamannastraumur var mikill frá suöur-Vietnam, fyrir sigur kommúnista þar. Talsmaður hersins f Kota Kinabalu, i Austur-Malaysiu sagði i gær, að lögreglan i Malaysiu hefði fylgt tveim bát- um, sem i voru fimmtiu Dótta- menn frá Vietnam, út á alþjöð- lega siglingaleið, eftir að bát- arnir hefðu átt stutta viðdvöl i höfn i Malaysiu siðastliðinn laugardag. Talsmaðurinn sagöi að yfir- völd i Malaysiu hefðu byrgt bát- ana upp með matvælum og vatni. Amnesty International: Fara fram á rann sókn í Namibíu Reuter, London. — Mannrétt- indasamtökin Amnesty Inter- national sendu i gær John Vorster, forsætisráðherra Suður- Afriku, skeyti þar sem þau fórú fram á alþjóðlega rannsókn á ásökunum þeim sem birzt hafa i brezku dagblaði um að hermenn i stjórnarher S-Afriku hafi framið mikil grimmdarverk i Namibiu (Suð-vestur-Afriku). Dagblaðið Guardian hafði i gær eftir manni sem þaö kallaði „áskrifanda” i S-Afriku fréttir af aögerðum gegn skæruliðum i norðurhluta Nambiu i mai og júli. Askrifandinn, Bill Anderson i Höfðaborg, sagði frá barsmiðum, pyntingum með vatni, raflostum og vindlingabruna. I yfirlýsingu Amnesty Inter- national segir meðal annars: — Meö tilliti til skrifa i brezku dag- blaði i dag, fer Amnesty Inter- national virðingarfyllst fram i rannsókn af hálfu óháðrar og alþjóðlegrar nefndar, á ásökun- um um hóphandtökur og pynting- ar i norðurhluta Namibiu af hálfu sérstakrar sveitar fótgönguliðs frá Suður-Afriku. Talsmaður Amnesty bætti þvi við i gær að samtökin hefðu hvað eftir annað á undanförnum árum fengið fregnir af þvi, að yfirvöld i S-Afriku beittu pyntingum til þess að knýja grunaða i Namibiu til játninga. Talsmaður Þjóðarhreyfingar suð-vestur Afriku (SWAPO) i London, en hreyfing þessi berst fyrir sjálfstæöi Namibiu, gaf i gær út yfirlýsingu þar sem ásakanir Anderson eru staðfest- ar. Flyzt fró Sovét Hollenzka þingið ókvað að sleppa Bernhard með skrekk Reuter, Haag.— Hollenzka þingið felldi i gær með yfirgnæfandi meirihluta kröfu vinstri-sinnaðra þingmanna um að höföað verði sakamál á hendur Bernhard prins, eiginmanni Júliönnu drottningar, fyrir aðild hans að Lockheed mútuhneykslinu. I umræöunum um málið, sem var sjónvarpaö, fordæmdu leið- togar allra helztu flokka sam- steypustjórnar landsins og stjórnarandstöðunnar tengsl drottningarmannsins við banda- Krefjast réttlætis Reuter, Genf. — Heimssam- band lútherstrúarm. sem i eru um fimmtiu og fimm milljónir lútherstrúarmenn, hvatti i gær stjórnvöld i Suður-Afriku að koma að nýju á réttlæti i landinu, eða, að öðrum kosti, standa frammi fyrir vaxandi of- beldi, sem ná myndi til alls suðurhluta Afriku. t opnu bréfi til John Vorst- er, forsætisráðherra S-Afriku, segir forséti heimssambandsins, Miko Juva, að fólk um viða veröld fyndi til hryllings vegna dauðsfalla, grimmdarað- gerða og brota á mannlegri virðingu, sem af fréttist á hverjum degi — Leiðrétting á óréttlæti þessu nú þegar getur komið i veg fyrir öldu ofbeldis, sem að minnsta kosti mun steyp- ast yfir alla þá sem búa á þeim svæðum sem ofbeldið hefur áhrif á nú, segir dr. Juva. — Rikisstjórn S-Afriku ber ábyrg) á stefnu sem sönnuð hefur verið sem ósiðleg, óréttlát og ónothæf. Þér, herra Vorster, hafið hneppt i fangelsi eða hrakið i úÚegð þá leiðtoga sem mest hefðu getað hjálpað viö að binda endi á ofbeldiö og byggingu betri framtiöar, bætti hann við. risku flugvélaverksmiðjurnar og lýstu sig að fullu samþykka þeirri niðurstöðu rikisstjórnarinnar að hann hefði með þeim skaðað hagsmuni Hollands. Afhjúpanir þær sem felast i skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem forsætisráöherra Hollands skipaði til þess að fara ofan i kjöl- inn á tengslum prinsins við Lock- heed, hafa vakið hneykslisöldu i Hollandi, sem svipar mjög til við- bragða Bandarikjamanna við Watergatemálinu á sinum tima. Leiðtogar flestra stjórnmála- flokka landsins sögöu hins vegar i gær að þeir væru sammála Joop den Uyl, forsætisráðherra, um að höfða sakamál á hendur prinsin- um gæti orðið til þess að Júlianna drottning afsalaði sér krúnunni og stjórnarfarskreppa kæmi upp i landinu. Flestir leiðtoganna sögðu að þeir teldu grundvöll til höfðunar sakamáls fyrir hendi, en nauðsyn þess að viðhalda konungdæmi Hnllands og komast hjá þvi að drottningin færi frá væru mun þyngri á metunum. Drottningin Reuter, Wellington. — Rikis- stjórn Nýja Sjálands tilkynnti i gær að hún hygðist koma á lög- um, sem takmarka myndu rétt verkalýðsfélaga til þess aðefna til pólitiskra verkfaUa. Þetta var túkynnt eftir verk- faU sjómanna og hafnarverka- manna i Wellington, en til þess var boðað vegna heimsóknar bandariska herskipsins Trux- tun, sem er kjarnorkuknúið, til Nýja Sjálands. Verkfallið lam- aði höfnina i Wellington og stöðvaði þjónustu ferjunnar milli Norður og Suðureyjanna, þannig að þúsundir ferðamanna urðu strandaglópar. Peter Gordon, verkalýðs- málaráðherra, sagði frétta- er mjög vinsæl meðal þegna sinna. Hans Wiegel, leiðtogi Frjáls- lynda flokksins, sem er helzti stjórnarandstöðuflokkur Hollands nú, skipaði sér i fylkingu með öðrum þingbræðrum sinum, með þvi að lofa rikisstjórnina fyrir heiðarleika hennar i þvi að birta skýrsluna. Endranær er mönnum að löggjöf þessi myndi meðal annars fela i sér háar fjársektir sem lagðar yrðu á verkalýðsfélög sem boða U1 ólöglegra verkfallsaögerða. Hann sagði aö verkfallið i Wellingtonhöfn hefði ekki verið i neinum tengslum við launa- mál, vinnuaðstæður eða annað það sem verkalýösfélög með réttu eiga að hafa afskipti af. Orsakir þess heföu verið utan- rikismál. — Það er ekki verkalýösfé- laganna að taka af rikisstjórn- inni valdið til að ákveða utan- rikisstefnu landsins, sagði hann. Robert Muldoon, forsætis- ráðherra, sem áður fyrir- skipaöi flugvélum flughersins Wiegel harður gagnrýnandi á allar gerðir samsteypustjórnar- innar. Wiegel sagðist vera den Uyl sammála um að prinsinum hefði þegar verið refsað nægilega og hvatti til þjóðlegrar samstöðu og pólitiskrar varfærni. Hann benti á að Bernhard prins hefði þegar verið neyddur til að segja af sér öllum embættum sin- um i viöskiptalifi landsins og i hernum, þar á meðal stööu æðsta yfirmanns hersins, sem hann hefur gegnt siðan i lok siöari heimsstyrjaldarinnar. Hann fór fram á að prinsinum, sem er sextiu og fimm ára gamall, verði gefið færi á að endurvinna traust þjóðarinnar. Eina krafan um höföun saka- máls á hendur prinsinum kom frá flokki friöarsinna sósialista (PSP) sem erá móti konungdæmi i Hollandi. Leiðtogar þess flokks hafa sakað rikisstjórnina um að reka tvenns konar refsikerfi i landinu, annað fyrir venjulega borgara, en hitt fyrir fjölskyldu drottningar. að hjálpa ferðamönnum og flytja vörur sem ferjuverkfallið stöðvaöi, sagði i Auckland i gærkvöldi: — Við ætlum að gera það að lagabroti, að boða til pólitiskra verkfalla og senda reikninginn af þvi til verkalýðs- félaganna. Ef félögin ekki greiða hann, þá munum við sækja féð tU einstakra félaga i þeim. Forseti Verkalýðssambands Nýja Sjálands, Tom Skinner, sagði að refsingar þær sem áætlaðar væru myndu mæta andstöðu. — Verkalýðsfélög eiga að sinna velferð, vinnuumhverfi og öryggi félaga sinna — ekki að- eins launum og vinnuaöstæö- Reuter, Moskvu,— Listmál- arinn Igor Sinyavin, leiðtogi óopinberu listamannahreyf- ingarinnar i Leningrad, sem blómstrað hefur undanfarin tvö ár, sagði i gær, að hann væri búinn að fá heimild til þess að flytjast til vestur- landa. Synyavin, sem er þrjátiu og niu ára gamall, sagði að yfirvöld hefðu skipað sér að yfirgefa Sovétrikin, ásamt eiginkonu sinni og tveim börnum, fyrir 22. september. I mai var honum neitað um heimild til þess að flytjast til Bandarikjanna, eftir óleyfi- lega útisýningu á listaverk- um i Leningrad. Hann var einn af skipuleggjendum sýningarinnar, sem lögregl- an jafnaði við jörðu. Siðar sótti hann aftur um heimild til að flytjastá brott til Israel, en það leizt yfir- völdum mun betur á, þar sem engin stjórnmálatengsl eru milli Israel og Sovétrikj- anna og þeir sem flytja þangað eru strax sviptir borgararétti sinum i Sovét. Sinyavin, sem er ekki Gyðingur, sagði vestrænum fréttamönnum, að hann og eiginkona hans Tatyana, ásamt tveim börnum sinum, myndu flytjast til Bandarikj- anna og hefðu alls ekki i hyggju aö fara til tsrael. \ um, sagði hann. — Þau eiga að hafa afskipti af öllu þvi sem snertir og hefur áhrif á verka- menn i daglegu lifi þeirra. Ég held að ekkert sé til sem heitir póhtiskt verkfall. Verkfallið i W'ellington hófst á föstudag i siðustu viku, þegar Truxtun kom þangað i sex daga heimsókn. t gær ákváðu verka- lýðsfélög þau sem að verkfall- inu standa að afboða það ekki. Þau sögðu hins vegar, að þau hefðu ekkert á móti þvi að rikis- stjórnin notaöi flugherinn til að ferja fólk milli eyja. Bristoi flutningavélar, Hercules C-130 ogDakota flugvélar voru notað- ar tilf flutninganna. Nýja Sjdland: r verkalýðsfélaga til verkfalls- boðana stórlega skertur með lögum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.