Tíminn - 11.09.1976, Side 3

Tíminn - 11.09.1976, Side 3
Laugardagur 11. september 1976. TÍMINN 3 REYKJAVÍKUR-SKÁKMÓTIÐ AAargeir vann Antoshin og Ingi vann MÓL - Reykjavlk. í gærdag voru tvær biöskákir tefldar og jafnframt þær einu, sem eftir voru. Margeirvann Antoshin og Ingi vann Björn. Aður höfðu þeir Antoshin og Ingi samið um jafntefli. Staðan eftir 12 umferðir er þá þannig: 1.-4. Friðrik, Timman, Tukmakov og Najdorf 8.5 vinn- ingar, 5. Ingi 7.5 vinningar, 6.-7. Westerinen og Antoshin 7 vinn- inga, 8.-9. Guðmundur og Keen 6.5 vinninga, 10.-11. Vukcevich og Matera 5.5 vinninga, 12. Haukur 4.5 vinninga, 13. Mar- geir 4 vinninga, 14. Helgi 3.5 vinninga, 15. Björn 3 vinninga og 16. Gunnar 1.5 vinninga. Athyglisverður er góður árangur Inga R., en hann hefur h'tið teflt að undanförnu eins og kunnugt er. Einnig er athyglis- Björn vert, aðFriðrik er eini taplausi keppandinn á mótinu. Gifurleg spenna hefur færzt i mótið, og til að lesendur átti sig betur á stöðunni, þá er gott að athuga við hverja efstu menn eiga eftir að tefla: Friðrik: Helga (H), Gunnar (S) og Inga (H). Timman: Inga (H), Margeir (S) og Vukcevich (H) Tukmakov: Najdorf (S), Hauk (S) og Helga (H) Najdorf: Tukmakov (H), Helga (S) og Gunnar (H). 13. umferð verður tefld í dag og hefst taflmennskan klukkan 14 i Hagaskólanum. Þá tefla saman: Friðrik - Helgi, Timman - Ingi, Najdorf - Tukmakov, Guð- mundur - Gunnar, Keen - Haukur, Matera - Westerinen, Björn - Margeir, Antoshin - Vukcevich. fovleiurik /f 7-L / l 3 Y f 6 / $ Ý /2 // u /3 // /3 jL Helgi ólafsson X 'L 'A h h 0 0 4 ö */í .0 0 % z Gunnar Gunnarsson 'U X o 0 O o 1 o o o G 0 o 3 Ingi R Jóhannsson 'lx I X i 0 Vx ‘4 4 V, l 0 1 1 XI Margeir Pétursson 'íx i ö X o o 0 4 l Hi o 0 •h XI Milan Vukcevich h l 1 1 X 'A o 0 0 Vz Vx o A. Heikki Westerinen 1 1 % J % X //, 0 h 0 % ft l X Raymond Keen 1 0 Vi l 1 X i 0 l4 o Vi [h JL Salvatore Matera >/z i Vx V* 1 X /z i o % o 0 0 X Vladimir Antoshin l l ð % X h h 4 ‘/? k 1 /ó Björn Þorsteinsson '/j. I 0 0 0 h X fj « 0 o 'A 0 o // Jan Timman I t 1 1 i % ■ z X i 'A 0 G 1 /2 Guðmundur Sigurjónsson I 4 •4 % V* 4 0 X 4 0 Va % Æ. Friðrik ólafsson h 'll i I I V* 4 'A Vx X i l’ Vz &. Miguel Najdorf 1 1 Vx ‘lz V? ] ‘k 'A I l u X 1 /S Vladimir Tukmakov 1 0 1 1 ‘h VíL J h i ! Zu A X ÍL Haukur Angantýsson & i± o 'A Va o I 0 & SL X KULDINN I KIRKJUNNI DREPUR ALLT SAFNAÐARSTARF — segir organisti Hólakirkju Flýtum okkur hægt segir þjóðminjavörður, sem þakkar það ekki sízt kuldanum hve vel dýrgripir tveggja alda gömlu kirkju hafa varðveitzt SJ-Reykjavík. — Kuldinn I kirkjunni stendur öllu safnaðarstarfi hér fyrir þrifum. Það hefur ekki verið hægt að stofna kirkjukór, og þó er mikið af söngfólki i þessari fámennu sókn, sem ekki telur nema um 200 manns,sagði Ingimar Pálsson organisti Hólakirkju og kennari við búnaðarskólann i viðtali við Timann. — Fyrir um áratug siðan eignaðist kirkjan pipuorgel, sem er tólf milljón króna virði nú, og það liggur undir skemmdum ásamt dýrmætum fórn- gripum, sem eru I kirkjunni. Það þarf að fá viðgerðarmenn árlega erlendis frá til aö gera við orgelið og kostar þaö stór- fé, og á hverju vori er aftur viðgerðar þörf. Söngfólk i Hólasókn hefur stundað æfingar á Hofsósi. Presturinn þar sr. Sigurpáll Óskarsson messar mánaöar- lega i Hólakirkju yfir vetur- inn, en sárafáir koma til kirkju þar sem illverandi er i kirkjunni fyrir kulda. Dýr- mætt orgelið, sem byggt er úr tré þolir ekki þann hitamis- mun, sem þarna er. Að sögn Ingimars Pálssonar organista heyrir Hólakirkja undir þjóðminjavörð, en söng- málastjóri, rikið og sóknin hafa skipt með sér kostnaði við viðgerðir á orgelinu. Þór Magnússon þjóðminja- vörður hefur ekkert viljað gera til umbóta en þó ber öllum hér saman um að þetta sé algert ófremdarástand. Tlminn leitaði til Þórs Magnússonar, sem haföi þetta um máliö aö segja.: — Hólakirkja (byggð 1763) var fyrst óupphituð I 200 ár, en siöan var verkfræðifyrirtæki fengið til að setja upp hitakerfi I kirkjunni og var komið þar fyrir loftblástri. Þessi hitun hefur hins vegar aldrei verið I góðu lagi. Verkfræðingar hafa margsinnis verið fengnir til að bæta hér um en ástandið hefur litið batnað. Kyndiklefi er nokkuð frá kirkjunni og hitinn fluttur i leiðslu til kirkjunnar og er hitatapið á leiðinni mikið. Gárungarnir segja að á Hólastað sé eini upphitaði kirkjugarðurinn á landinu og hitinn fari allur i að verma þá framliðnu. Rætt hefur verið um að koma upp rafmagnshitun i kirkjunni, en við höfum viljað flýta okkur hægt i þvi efni. Rafmagnshitun fylgir oft þurrt loft. Og er kirkjan verður hituð að staðaldri óttumst við að dýrmætir kirkjumunir inni þorni. Hugsanlegt er að hitaveita komi senn að Hólum og hitann sem henni fylgi teljum við miklu æskilegri, einkum ef hann verður ekki hafður hærri I kirkjunni en 6-10 stig. Orgelið sem keypt var til Hólakirkju var sérstaklega fengið með tilliti til þess að það þyldi hita- og rakabreyt- ingar. En þær vonir, sem menn gerðu sér um það hafa brugðizt, og hafa viðgerðir á orgelinu kostaö geysimikið fé. Nú siðast var gert fyrir það fyrir a.m.k. 70.000 kr. Hólakirkja er eitt af elztu steinhúsum á landinu og stór- merk bygging. Þar er forn altaristafla, útskorin með máluðum myndum, frá dögum Jóns Arasonar biskups. Hún er talin vera þýzk. Þar er einnig stórt krossmark frá þvi i lok kaþólsku, mjög fornir kaleikar og skirnarfontur og predikunarstóllinn er jafn- gamall kirkjunni. Ljósa- hjálmur og stjakar eru einnig merkir gripir fornir. I kirkj- unni eru hvað mestir dýr- gripir, sem yfirleitt eru til I kirkjum hér á landi. Það hvað þessir gripir eru vel varð- veittir er sennilega þvi að þakka hvaö snemma kom steinkirkja að Hólum. Samkeppni um gerð kirkju í Breiðholti SJ-Reykjavik. Efnt verður til samkeppni um gerð kirkju i Breiðholti og verður hún auglýst siðar i þessum mánuði. Þetta verður fyrsta kirkjan i fjölmenn- asta hverfi borgarinnar, en kirkjustarfið fer nú að mestu fram i Breiðholtsskóla. 7-8 þús- und mannsbúa nú ihverfinu, sem er tvö prestaköll, Breiðholts- prestakall og Fellaprestkall. I Fellasókn var i fyrra keypt hús, sem veröur starfsmiðstöð þess safnaðar fyrst um sinn. Byggingarnefnd Breiðholts- kirkju hefur hafiðstörf, og er for- maður hennar Sigurður E. Guð- mundsson framkvæmdastjóri. Dómnefnd vegna samkeppninnar skipa Bjöm Björnsson prófessor, arkitektamir Helgi Hafliðason og Hilmar Ölafsson og Sig. E. Guð- mundsson. Breiðholtssöfnuöur hefur þann metnað að nýja kirkjan verði fög- ur bygging, sem þjóni tilgangi sinum sem bezt. A meðfylgjandi uppdrætti má sjá staösetningu væntanlegrar kirkju. Er það syðst i svonefndri Mjódd, þar sem verður væntan- legt þjónustuhverfi — miöbær — allrar Breiðholtsbyggðarinnar. Sunnan kirkjunnar mun verða garður, en göngugötur tengja svæðið við væntanlegt iþrótta- svæði neðan við Skógahverfið (Breiðholt II). Er augljóst, að fyrst i stað mun þessi kirkja þjóna ibúum Breiöholts I og II eöa þar til og ef önnur ris einhvers- staðar isyðra hverfinu, sem nú er að mótast. Nú á þessu ári hóf fjáröflunar nefiid vegna kirkjubyggingarinn ar störf sin. Fjáröflunarnefndin er nú að hefja fyrsta stórátakið i bygg- ingarmálinu: Næstu daga fer af staðhappdrætti Breiðholtskirkju. Vinningurinn verður Volvobif- reið, sem draga á um 6. janúar nli. Er þess vænzt, að bæði Breiö- hyltingar og aðrir velunnarar málsins geri sitt til að árangur verði góður. Hafréttarráðstefnan: Óútkljáð togstreita strand ríkja og afskiptra ríkja JH-Reykjavik. — Nefnd, skipuö tuttugu og einum manni, tiu frá strandríkjum og tiu frá landluktum og af- skiptum ríkjum, sem litla strandlengju hafa, auk for- manns, hefur starfað svo til linnulaust þann tfma, sem haf- réttarráöstefnan hefur staðiö aö þessu sinni, sagöi Þórarinn Þórarinsson, einn fulltrúa Is- lendinga á ráöstefnunni, i sim- tali i gær. 1 þessari nefnd er fjallað um hugsanleg réttindi eöa forréttindi afskiptra rikja innan landhelgi hinna. Hefur formaöurinn tekiö saman upp- kast, sem á aö vera samnefn- ari þeirra skoöana, er komiö hafa fram i nefndinni og lýtur að forgangi landluktra rikja til afgangsveiöa. Um þetta uppkast er ekki samkomulag, að sinni, en auk þess snertir þetta ekki ísland þar sem það er undanþegið þessum ákvæöum vegna þess, hve afkoma okkar er alger- lega háð fiskveiðum. Tilraunir hafa verið gerðar til þess að koma Færeyjum og Norður- Noregi undir þetta ákvæöi, en þvi hefur verið hafnaö til þessa á þeim grundvelli, að þar er aö ræöa hluta rikja, en ekki riki óskipt. Þetta ákvæði tekur, eins og nú stendur, til Islands eins, en það myndi gera stöðu okkar veikari, ef: fleiri yrði skipaö i sama flokk. 1 fyrstu nefnd hefur veriö rætl um framtiðarstofnun þá, sem á sjá um nýtingu hafs- botnsins, sagði Þórarinn og hefur þar veriö öllu léttara fyrir fæti en áður, siðan Kis- singer, utanrikisráðherra Bandarikjanna, kom til skjal anna og bauðst ti! pess ao styrkja þessa stofnun. Niöur- staða er þó ekki fengin, og er talað um óformlegan fund um málið siðar. Bandarikjamenn telja sig eiga öröugt um vik, þar til forsetakosningar eru um garð gengnar. Drögum þeim, sem varða væntanlegan hafréttardóm- stól, hefur ekki verið breytt, og hefur ekki fengizt sam- komulag um valdsvið hans. Er þar um það deilt, hvort haf- réttardómstóllinn eigi aö hafa úrskurðarvald um þaö, hvenær fiskstofnar eru van- nýttir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.