Tíminn - 11.09.1976, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 11. september 1976.
Jón Valur Jensson, guðfræðinemi:
Harðstjórn hersins í Chile
ÞRJÚ AR eru nú liðin frá herfor-
ingjabyRingunni i Chile. Aður en
nokkurn varði hafði Allende for-
seta verið steypt af stóli með
skyndilegu valdaráni hersins að
suðurameriskum sið. Afturha'.ds-
samir hershöfðingjar tóku við af
róttækustu vinstri stjórn á öllu
meginlandi Vesturálfu.
Vopnuð mótstaða gegn bylting-
unnireyndist miklu minni enætla
hefði mátt, en skothvellir að
næturlagi voru tiðir i Santiago
næstu vikurnar. Hernaöaráátand
rikti, og hinn tiltölulega fámenni
her, sem var i viðbragðsstööu
gegn hugsanlegri gagnsókn vopn-
aðra vinstri manna, barði niður
af hörku bæði sýnilega og ósýni-
lega mótstöðu.
t upphafi voru fréttaskýrendur
almennt sammála um, aö bylt-
ingin væri að ýmsu leyti „skilj-
anleg neyðarráðstöfun” þeirra
herforingja, sem blöskraöi
stjórnleysið og efnahagsöng-
þveitið i lok valdatiöar Alþýðu-
fylkingarinnar. Næstu mánuðina
á undan hafði ekki gengið á öðru
en verkföllum, upphlaupum og
hvers kyns lögleysum i kjölfar
dýrtiðar, almenns vöruskorts og
umdeildra stjórnaraðgerða.
„Aður en Allende var velt úr
sessi, hafði fulltrúadeiid þingsins
i Chile samþykkt meö nær tveim-
ur þriðju atkvæöa vitur á hann
fyrir að þverbrjóta stjórnarskrá
landsins. Stuðningsmenn Allend-
es sjálfs i vinstri fylkingararmin-
um höfðu myndað eJc. hersveitir
og gert um pað áætlanir — næst-
um örugglega með hans vitund —
að hrifsa til sin öll völd. Hershöfö-
ingjastjórnin gerðist þátttakandi
i atburðarás, sem var þegar hafin
af Allende-stjórninni. Það afsak-
ar ekki öfgar hennar, en það auö-
veldar mönnum að skilja þær”.
(Economist 14/9, 1974).
Loforð um umbætur
Þrátt fyrir hörkuleg viðbrögö
hersins, gerðu menn sér vonir
um, að skerðing lýðréttinda og
þingræðis væri aðeins skamm-
timaráðstöfun herforingjanna,
sem taldir voru einna frjálslynd-
astir meðal starfsbræðra sinna i
Suður-Ameriku. Heitstrenging
þeirra að endurreisa landið eftir
það ófremdarástand, sem rikt
hafði iefnahags-og stjórnmálum,
var i sjálfu sér ágæt, þótt menn
skefldust þau ósvifnu meðul, sem
herinn beitti til aö koma þessu
markmiði fram — og áttu menn
þó eftir að kynnast aðferðum
hans enn betur.
Pinochet hershöfðingi, nýskip-
aður forseti.lýsti byltingunni sem
leið tii írelsis og kvað kosningar
myndu fljótlega fara fram, þar
sem herinn hafði engan áhuga á
stjórnmálum (Bunte 4/10, 1973).
Leigh, flugaðmirái 1, helzti
harðlinumaður stjórnarinnar,
hafnaöi öllum ásökunum um fas-
istaeðli stjórnarinnar og sagði
markmið hennar frjálst og lýð-
ræðislegt Chile, hins vegar taldi
hann óvist, að það næðist innan 5
ára (Time 29/10, 1973).
En þegar i upphafi var ágrein-
ingur meðal herforingjanna varð-
andi hina nýju stjórnarstefnu.
Annars vegar voru þeir, sem
skoðuðu byltinguna sem bráða-
birgöaúrræði til að forða landinu
frá yfirvofandi valdaráni komm-
únista og til að reisa efnahagslifið
úr rústum. Þessir menn köllúöust
„institutionalistar”, þar sem þeir
höfðu það markmið að fá lýö-
ræöislegum stofnunum rikisins
valdið i hendur strax og fært yrði.
Þeir vildu endurreisa lýöræðið,
en töldu reyndar, að kosningar
gætu ekki farið fram fyrr en búið
væri að hreinsa fölsuð nöfn úr
kjörskránum (Alþýðufylkingin
var sökuð um að hafa sett þar
föslk nöfn, sem næmu 5% kjós-
enda)., Jafnframt vildu þessir
herforingjar láta breyta stjórnar-
skránni, svo aö þau mistök gerö-
ust ekki aftur, að maður, sem
hefði meiri hluta landsmanna á
móti sér, kæmist i hið valdamikla
forsetaembætti, eins og gerðist
t.d. með Allende (hann fékk 36%
atkvæða i almennum kosningum,
en var siðan kjörinn af þinginu).
Hins vegar voru „gremialist-
ar” undir forystu Leighs. Þeir
vildu minnka hlut stjórnmála-
manna ogflokka, en koma þess i
stað á nýju kerfi með þingi skip-
uðu af fulltrúum stétta og stofn-
ana, þ.á.m. hersins. Gremialistar
töldu einnig nauðsynlegt að gefa
sér drjúgan tima til að „uppræta
Marxismann” (Economist 13/10,
1973). t tillögum þessum má
kenna nokkur tengsl við stjórnar-
farshugmyndir Francos á Spáni.
En öll úrræði herforingjanna áttu
þaðsammerkt, að þeim var ætlað
að bjarga Chile frá upplausn og
marxiskri byltingu.
„Efndirnar”
Hvernig hefur þeim svo gengið
að efna fyrirheit sin um betri
stjórnarhætti? Samkvæmt hátt-
stemmdum yfirlýsingum þeirra
máttu menn sérstaklega vænta
traustrar stjórnar þjóðhagsmála
i stað dýrtfðar og framleiðslu-
samdráttar. En önnur framtiðar-
stefnumál voru trygging einstak-
lingsfrelsis og einhvers konar
þingræðisskipulags andstætt ein-
ræðistilhneigingum kommúnista,
— vörn borgararéttinda gagn-
stætt skipulagðri ásælni og mis-
munun Allende-stjórnarinnar
sem og ofbeldisverkum vinstri
byltingarmanna, en baráttan
gegn kommúnisma, var að sjálf-
sögðu ofarlega á verkefnalista
nýju valdhafanna.
Það er fljótsagt, að i öllu þessu
hefur þeim mistekizt hrapallega
— nema auövitað i hinu siðar-
nefnda. Sú haröstjórn, sem rikt
hefur i Chile siðustu þrjú árin,
hefurekki hvaðsizt komiðniður á
róttækum vinstrimönnum i öllum
stéttum. Og þó mun reynslan
sýna það, aðþvifer fjarri,að unnt
sé að útrýma sósialiskum hreyf-
ingum með harðstjórn og her-
valdi. öll stjórnarandstaðan er
að visu lömuð vegna ofsókna,
sem hundeltir og langþjáðir and-
ófsmenn i röðum Marxista jafnt
sem lýðræðissinna hafa mátt
sæta. En baráttuþrek þeirra er ó-
bugað og hugrekkið aðdáunar-
vert, sem pólitiskir fangar hafa
sýnt, nú siðast meö skeleggu á-
kæruskjali gegn herforingja-
stjórninni i tilefni fundar, sem
Samtök Amerikurikja héldu i
Santiago i júni sl. Andstaðan ligg-
ur þvi aðeins i dvala, meðan of-
sóknarhryðjurnar ganga yfir, en
það sanna dæmin úr álfu vorri, að
fasismi eins og i Portúgal og
Spáni, var engin haldbær vörn
gegn marxiskum byltingarhug-
myndum, heldur felst hún i rétt-
látri þjóðfélagsákipan, lýðræði og
opnum skoðanaskiptum.
Þótt reynt sé að skoða verk
Pinochet-stjórnarinnar hlutlægt,
hljóta menn að fella þungan á-
fellisdóm yfir henm. Hvað sem
annars mátti segja um stjórn All-
endes, þá er öllum orðið ljóst, að
með byltingunni var aðeins farið
úr öskunni i eldinn.
1 Chile rikir nú ófremdarástand
i öllum þeim málum, sem áður
voru talin. Jafnvel i efiiahags-
málum hefur hernum farizt verr
en þeirri ábyrgðarlausu ævin-
týrastjórn, sem þeir sögðu rikis-
stjórn Allendes vera. Verðbólgan
komst upp i 400% i stað 323% á
siðasta stjórnarári Allendes. Um
tima tókstað draga úrhenni, þótt
nú hafi aftur sigið á ógæfuhliðina
(skv. upplýsingum Amnesty
International).
Atvinnuleysið er geigvænlegt
með þessari 11 milljón manna
þjóð: fimmti hver Chilebúi geng-
ur nú atvinnulaus (U.S. News &
World Report 14/6, 1976). Þorri
þjóðarinnar á viö fátækt að
striða, ogmargir liða fæðuskort.
Litil von um
lýðræðisstjóm
Nú eru hverfandi likur taldar á
þvi, að frjálsar kosningar og
þingræðisleg skipun rikisstjórna
verði tekin upp i fyrirsjáanlegri
framtið. Pinochet forseti batt
reyndar endi á allar vonir manna
um frjálslegri stjórnarhætti strax
á eins árs afmæli byltingarinnar,
en þá lýsti þessi „ópólitiski
hermaður” yfir, að herforingj-
arnir gætu allt eins orðið við völd
næstu 10-25 árin, Þeir voru þá
þegár ráðnir i þvi að leyfa ekki
kosningar og frjálsa starfsemi
stjórnmálaflokka. AUt rikisvaldið
er nú i höndum fámennrar hers-
höfðingjakliku, sem svifst einskis
til að koma fram vilja sínum.
Annað hvortvar frelsishjai þeirra
i byrjun eintóm látalæti til að
hylja þeirra rétta eðU, eUegar
hafa þeir spillzt svo af sinum
óskoruðu völdum, að hver snefill
af góðum áformum hefur rokið út
i veður og vind. Eftir situr hatrið
eitt og valdahrokinn.
Mannréttindi fótum
troðin
Skuggalegasti þátturinn i harð-
stjórn herforingjanna er árásin á
almenn mannréttindi. Einstak-
lings- og félagafrelsi er stórlega
skert, og i stað þess að skapa
mönnum réttaröryggi, hefur
stjórnin ástundað glæpsamlegar
réttarfarsofsóknir, svo að Chile
hefur vart getað kallazt réttarriki
siðan i september 1973. Eftir bylt-
inguna var farið að taka menn af
lifi hundruðum og þúsundum
saman, og haustið 1973 var það
mat monsignors SUva Enriques,
kardinála og erkibiskups Santi-
agoborgar, að um 2000 manns
hefðu verið drqmir i byltingunni
og eftir hana (Paris Match 6/10,
1973). Athæfi hersins vakti
hneykslun og fordæmingu þjóða
og alþjóðastofnana, enda var til-
gangurinn með aftökum manna
óskUjanlegur, eftir að byltingin
var orðin föst i sessi.
Það var fyrir alþjóðlega mót-
stöðu, sem Chilestjórn neyddist
til aö hætta þessum ósvifnu, opin-
skáu manndrápum. En hún haföi
og hefur enn úr öðrum kúgunar-
meðulum að velja: „eftir bylt-
ingu hersins 11. september 1973
hafa yfir 100.000 manns verið
handtekin af pólitiskum ástæö-
um”, segir i nýjasta fréttabréfi
Amnesty International um ástand
mannréttinda i Chile. Þar segir
og, að fjöldi pólitiskra fanga nú i
sumar sé nálægt 3.800. „Þó verð-
ur að hafa það hugfast, að i þess-
um hópi er ekki talinn sá fjöldi
fanga, sem horfið hefur eftir að
þeir voru handteknir (milli 1500
og 2000 menn).” Það er einsdæmi
i heiminum, að svo mikiU fjöldi
gæzluvarðhaldsfanga hafi gufað
upp sporiaust. Amnesty hefur
ekki viljað gefa upp von um, að
þessir menn geti verið á lifi, og á
næsta ári er fyrirhuguð viðtæk
barátta fyrir frelsun þeirra. Þögn
yfirvalda geturhins vegar bent til
þess, að einhver myrkraverk hafi
verið framin gagnvart þessum
mönnum. Meirihluti þeirra hvarf
á timabUinu frá febrúar 1974 til
júli 1975, en nýjasta dæmið er frá
maimánuði þessa árs. Það er sér-
stök ástæða til þess að fjölmiðlar
heimsins fjalli um þetta mál og
reyni að þvinga Chilestjórn tU að
upplýsa, hvað orðið hefur um
menn þessa.
Aðrar iskyggilegar kúgunarað-
gerðir, sem viðgangast i Chile,
eru kerfisbundnar pyntingar jx)U-
tiskra fanga. Ótal dæmi eru þvi til
sönnunar, að pyntingum hefur
verið beitt markvisst til að brjóta
niður stjórnarandstæðinga, og
hefur fátt orðið herforingjunum
til meira hnjóðs en sú staðfesting
villimennsku þeirra.
Verður frelsisandinn
kæfður?
Chiliska þjóðin býr nú við
öryggisleysi, skort og áþján. Þó
að fórnarlömb fangavarða og
aftökusveita séu litill hluti
þjóðarinnar, kemur pólitiskt ofs-
tæki stjórnarinnar niður á hverj-
um þeim ChUebúa, sem dirfist að
andmæla kúguninni. Nálgast þá
stjórnarhættir hersins það, sem
sizt skyldi — alræðið i
ko mm únis tal öndunum.
I júnihefti þessa árs af timariti
Alþjóðanefndar iögfræðmga segir
t.d. frá hefndaraðgerðum stjórn-
valda gegn gagnrýnisröddum i
Lögmannasambandi Chile i tU-
efni af ólögmætum handtökum,
pyntingum og morðum á félags-
mönnum þess. Forvigismaður
Valasco Letelier, fyrrum forseti
lagadeildar Háskólans i ChUe,
hefur nú verið ákærður fyrir brot
á lögum um innanrficisöryggi, og
margir félagsmenn, sem studdu
hann, voru teknir höndum eða
sendir i útlegð.
Þannig verða menn úr öllum
stéttum þjóðfélagsins fyrir barð-
inu á Pinochet-stjórninni. Meðal
fórnarlamba hennar eru t.d.
margir prestar og blaðamenn,
sem hafa verið myrtir eða
fangelsaðir, og kúgun þessi nær
ekkert siður tU þeirra manna,
sem á sinum tima voru andstæð-
ingar AUendes forseta, ef þeir
leyfa sér nú að gagnrýna brot á
mannréttindum og aðrar öfgar
stjórnarfarsins.
Þó er eins og andstaðan gegn
herforingjunum haldi hægt og
sigandi áfram að aukast. Þrátt
fyrir óbeina ritskoðun og lokun
fjölda blaða, pólitiskar ofeóknir
gegn andófsmönnum og um-
burðarleysi hersins gagnvart
frjálsu félagastarfi, má þó segja,
að Chile sé enn ekki orðið full-
komið alræðisriki miðað við hina
rússnesku fyrirmynd slikra
stjórnarhátta. Enn þrifast þar
nokkrir „afkimarfrelsisins”.
Sjálfstæði félaga, stofnana og
einstaklinga er ekki með öllu
horfið úr sögunni.
TU marks um þetta má nefiia
furðulegt dæmi, sem gerðist i
siðastliðnum mánuði. Yfirvöld
höfðu visað úr landi tveimur lög-
fræðingum, sem störfuðu við þá
stofnun kaþólsku kirkjunnar, sem
vinnur að fangahjálp (Vicaria de
laSolidaridad). Mennirnir veittu
lögfræðilega aðstoð til aö leita
uppi og verja pólitiska fanga i
Chile. Aðeins nokkrum klukku-
stundum eftir að þeir voru sendir
með flugvél til Buenos Aires,
skipaði áfrýjunarréttur i Santi-
Frá byltingunni I Chile 11. september 1973.