Tíminn - 11.09.1976, Page 11

Tíminn - 11.09.1976, Page 11
Laugardagur 11. september 1976. TÍMINN. n hljóðvarp Laugardagur 11. september 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7,00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Siguröur Gunnarsson les sögu sina „Frændi segir frá” (10). óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristrn Svein- björnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Ót og suöur Ásta R. Jó- hannesdóttir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um siödegis- þátt með blönduöu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir). 17.30 Ferðaþættir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræöing Óskar Ingimarsson les úr bókinni ,,Um láð og lög” (4>: 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Noregsspjall Ingólfur Margeirsson fjallar um nokkra viðburði sumarsins I Noregi. 20.05 óperutónist: Þættir úr „Orfeus og Evridis” eftir Gluck Grace Bumbry og Anneliese Rothenberger syngja með Gewandhaus- hijómsveitinni og útvarps- kórnum i Leipzig. Stjórn- andi: Valclav Neumann. 20.50 „Oblátan”, smásaga eftir Hans Bender. Þýðand- inn, Erhngur Halldórsson, les. 21.50 Tvö hjörtu i valstakti Robert Stolz flytur nokkur laga sinna með hljómsveit. 21.50 „Leyfið okkur aC syngja” Jón frá Pálmholti les frumort ljóð. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. sjónvarp Laugardagur 11. september 18.00 tþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Fehxson. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Maður til taks. Brezkur gamanmyndaflokkur. Gott er að vera gamall. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Ugla sat á kvisti. Skemmtiþáttur tileinkaður Sigfúsi Halldórssyni. Meðal þátttakenda eru Fjórtán Fóstbræður, Haukur Morthens, Björgvin Hall- dórsson og margir fleiri. Aður á dagskrá 13. april 1974. 21.50 Brigham Young.Banda- ri'sk biómynd frá árinu 1940. Handrit Luois Bromfield. LeikstjóriHenry Hathaway. Aðalhlutverk Tyrone Power, Linda Darnell og Dean Jagger. Mormónar í Ilhnois-fylki eru ofsóttir af kristnum mönnum, og leiðtogi þeirra, Joseph Smith, er tekinn af lifi. Brigham Young tekur við stjórn safnaðarins að Smith föllnum, og hann leiðir trú- bræður sina i vesturátt i von um að finna land, þar sem allir geti hfaö i sátt og sam- lyndi. Þýðandi Jón O. Ed- wald. 23.40 Dagskrárlok. rrd í JÖTUNHEIMUAA FJALLANNA 65 — Já, þú situr þarna eins og steinrunninn og glápir á mig. Jónas lét augun hvarf la frá henni. Jæja, glápti hann á hana! Hann horf ði út í dökkan skógarjaðarinn, og nú datt honum skyndilega í hug að reyna í henni þolrif in. — Viltu giftast mér? spurði hann snöggt og ákveðið. Stúlkunni hefði ekki orðið eins hverft við, þótt hann hefði dembt yf ir hana fullri fötu af köldu vatni. — Gi... gifta mig! Stamaði hún. — Já, fólk er vant að gifta sig, sagði Jónas alvarlega. Viltu það? Stúlkan leit niður. Hún hafði aldrei gefið sig að karl- mönnum. Henni hafði ekki fundizt neinn nógu góður handa sér, en stöku sinnum hafði hana þó dreymt sína ungmeyjardrauma. Og svo kom það svona.. bónorð, þegar hún hafði f rekar átt von á athöfnum en orðum. — Jæja, hvað verður úr þessu hjá þér? Stúlkan leit upp, og það var titrandi blik í dökkum augunum. Hún vildi bæði segja já og nei, en jáið varð yfirsterkara í hjarta hennar. Hugur hennar hafði oft stefnt að Marzhlíð síðan í vetur, að Jónas hafði látið hana kenna krafta sinna. — Þú segir þetta svo einkennilega, Jónas. * — Einkennilega, endurtók hann. Ég ætti varla að tala um bláber eða moltubér þegar mig langar til þess að vita hvort þú vilt giftast mér! — Hvenær hef ir þú hugsað þér, að það yrði? — í haust, þegar presturinn kemur til Fattómakk. Jónas horfði eftirvæntingarf ullur á stúlkuna. En hann þóttist vita, hvert svarið yrði. Nei, hún hefði ekki hugsað sér að giftast og hún kærði sig ekkert um sæg af krökk- um. Það voru þær vanar að segja. — Ætlar þú að vera alltaf svona? spurði hún skyndi- lega. — Hvernig? — Að sitja svona eins og drumbur! — É hræri mig ekki, fyrr^en þú hefir svarað mér! — Er þetta alvara þín —að —að þú viljir eiga mig? Jónas hikaði litla stund. Svo rak hann upp hlátur. — Nei, langt frá því. Stúlkan greip andann á lofti, og dökk augu hennar skutu eldingum. — Það er heldur engin, sem vill þig! hvæsti hún. Þú ert allslaus aumingi! Hún jós yf ir hann skömmunum. Eftir orðum hennar að dæma var hann fyrirlitlegt aflagi. Jónasi var skemmt f yrst í stað. En allt í einu breytti hann um svip. — Gættu þess, að ég færi þig ekki úr serknum! sagði hann. — Þú ættir bara að gera það, ef þú þorir! — Víst þori ég það, en ég vil ekki gera það. Þú ert ekki þannig sköpuð, að ég nenni að haf a f yrir því. Stúlkunni varðorðfall. Ekki þannig sköpuð! Þetta var það ósvifnasta, sem við hana hafði verið sagt um dag- ana. Hún sótti í sig veðrið og ætlaði nú að láta Jónas fá það óþvegið. En hann var staðinn upp og lagður af stað burt f rá henni, áður en hún gat komið orðum að því, sem henni svall í huga. Jónas var æfur við sjálfan sig,.er hann tók aftur til vinnu sinnar. Nú hafði hann hlaupið þokkalega á sig! Það yrðu skemmtilegar sögur, sem kæmust á kreik! Það gerði í sjálfu sér ekki mikið til, þótt hann bæði hennar, því að honum var alveg sama, hvar hann bar biður. En að láta hana hryggbrjóta sig! Og serkurinn! Hún myndi vitaskuld segja, að hann hefði dregið hann af sér, þótt hann snerti ekki við honum. Hún þurfti ekki annað en nefna serk — söguna myndu svo aðrir klæða í viðeigandi búning. Einn serkur stæði ekki lengi i vegi fyrir mörgum kúgildum af illviljuðum kjaftatuðrum. Jónas stundi þungan, er honum varð hugsað til þess orðs, sem hann fengi á sig. Einhvern tíma frétti Stína það kannske, að hann gengi um byggðirnar og færði varnarlaust kven- fólk úr nærklæðunum. Allir gátu svo getið í eyðurnar. Jónas var líkastur særðu villidýri, það sem eftir var dagsins. Það var mesta f urða, að hann skyldi ekki stór- skaða sig á Ijánum. Viku eftir þennan hvimleiða atburð á tanganum kom Nikki Brandsson að Marzhlíð. Hann skoðaði hús Hans Péturssonar vandlega og spurði hvar hægt væri að hitta eigandann. A meðan... ^Valda er á- Við verðumTHvað ef það byrjar r-*byggilega búin að'' að geta okkur; að gjósa úr^ loka öllum útgöngu jv^til! glgunum? leiöum, Geiri. §>./ 1 Viðlendumýjí ^vEn/ sennilega á “ jste" W\ steikarpönnunni hérna! Æ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.