Fréttablaðið

Dato
  • forrige månednovember 2005næste måned
    mationtofr
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 12

Fréttablaðið - 21.11.2005, Side 12
12 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR NÁTTÚRAN Fílar hafa drepist unn- vörpum úr þorsta í þjóðgörðum Simbabve vegna þess að vatns- veitum er ekki haldið við. Engir fjármunir eru til viðgerða því landið rambar á barmi gjald- þrots. Efnahagur Simbabve er herfi- legur, verðbólga þar er rúmlega 400 prósent og gjaldeyrisforði landsins er því sem næst uppur- inn. Íbúar landsins búa við afar kröpp kjör og dýrin í landinu hafa ekki heldur farið varhluta af ástandinu. Vatnsból í þjóð- görðum landsins eru nánast að þorna upp af því að vatnsleiðsl- ur, borar og dælur hafa grotnað niður vegna viðhaldsleysis eða orðið fyrir barðinu á skemmdar- vörgum og þjófum. Ekkert fé er til að bæta tjónið. Breska blaðið Independent segir að á þessu ári hafi 400 fílar dáið úr þorsta í stærsta þjóðgarði landsins en einnig hafa antílópur, bufflar og fleiri dýrategundir drepist í stórum stíl. Það sem gerir ástandið svo sárgrætilegt er að gnótt vatns er í þjóðgörðunum en búnað skortir til að dæla því og flytja það. Þá eru einhver brögð að því að fólk skjóti sér dýr til matar og hafa þjóðgarðsverðir engin tök á að bregðast við ástandinu vegna þess að ekkert bensín er til á bíla þeirra. - shg Ófremdarástand ríkir á verndarsvæðum dýra í Simbabve: Fílarnir að sálast úr þorsta ÞORSTINN SLÖKKTUR Fílarnir í Kenía hafa nóg vatn að drekka en frændur þeirra í Simb- abve búa við sáran þorsta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGGÆSLA „Það var einhugur um það á þessum fundi að menn vildu ekki að tvær sýslur yrðu tekn- ar af Vestfjörðunum og skipað undir Borgarnes,“ segir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reyk- hólahreppi. Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála boðaði til fundarins sem haldinn var á miðvikudag og kynntu nefndar- menn þar tillögur sínar um til- færslu lögreglustjórnar. Samkvæmt þeim tillögum er gert ráð fyrir að tvær af fimm sýslum Vestfjarða, Austur-Barða- strandarsýsla, þar sem Reyk- hólahreppur er, og Strandasýsla tilheyri lögreglustjóranum í Borg- arnesi. Mætti sú tillaga mikilli andstöðu. Einar Örn lagði hins vegar fram þá tillögu að Búðardalur, Reykhól- ar og Patreksfjörður yrðu sett í eitt umdæmi en það féll í grýttan jarðveg að hans sögn. Guðmundur Guðlaugsson segir á fréttavef Bæjarins besta að Vest- firðingar sem fundinn sátu hafi verið sammála um að ef fara ætti í sameiningu lögregluumdæma ætti að sameina Vestfirði í eina heild. „Framkvæmdanefnd er vandi á höndum. Annars er mér sama undir hvern við erum settir, ég vil aðeins að löggæslan hér verði sem best,“ segir Einar Örn. - jse Fundur framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála: Vestfirðingar standa saman REYKHÓLAR Sveitin milli umdæma. Nefnd- armönnum er vandi á höndum með það undir hvern þeir eiga að setja löggæsluna á Reykhólum. DÓMSMÁL Maður fær ekki frekari bætur frá konu sem á hann ók í Strandgötu á Akureyri árið 1998. Hæstiréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem kröfum mannsins var hafnað, en í Hæstarétti krafðist hann tæpra 7 milljóna króna, auk málskostnaðar. Fram kom í héraðsdómnum að árið 1998 var maðurinn 36 ára gamall háseti á frystitogara. Hann var svo drukkinn á Strandgötunni að hann átti erfitt með gang, en þar stóð hann og lamdi í bíla sem leið áttu hjá. Þegar konan ók hjá vildi ekki betur til en svo að mað- urinn missti jafnvægið og datt með annan fótinn undir bílinn. Taldi Hæstiréttur, eins og héraðsdóm- ur, að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og konan hefði ekki getað afstýrt slysinu. - óká Datt fyrir bíl á Akureyri: Drukkinn átti að passa sig DÓMSMÁL 26 ára gamal Patreks- firðingur var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Vestfjarða á miðvikudag þar sem hann var dæmdur í mánaðarfang- elsi fyrir fíkniefnabrot. Þar sem um fyrsta brot manns- ins var að ræða var dómurinn skilorðsbundinn í tvö ár. Maðurinn játaði sök fyrir Hér- aðsdómi Vestfjarða. Hann sagðist hafa keypt fíkniefnin síðastliðið sumar og selt hluta þeirra en þó ekki allt. Lögreglan gerði um 2,5 grömm af amfetamíni, 2 grömm af kóka- íni og 10 e-töflur upptækar af manninum. - óká Patreksfirðingur dæmdur: Mánuður fyrir fyrsta brotið HITLER KAPÚT Á skiltinu sem þessi maður heldur á stendur á rússnesku „Hitler kapút“, sem þýðir að Hitler sé fallinn. Maðurinn bar þetta skilti á útifundi í Moskvu í gær þar sem rússnesku þingkonunnar Galinu Starovoitovu var minnst, en hún var myrt árið 1998. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar: 315. tölublað (21.11.2005)
https://timarit.is/issue/271252

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

315. tölublað (21.11.2005)

Handlinger: