Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 12

Fréttablaðið - 21.11.2005, Page 12
12 21. nóvember 2005 MÁNUDAGUR NÁTTÚRAN Fílar hafa drepist unn- vörpum úr þorsta í þjóðgörðum Simbabve vegna þess að vatns- veitum er ekki haldið við. Engir fjármunir eru til viðgerða því landið rambar á barmi gjald- þrots. Efnahagur Simbabve er herfi- legur, verðbólga þar er rúmlega 400 prósent og gjaldeyrisforði landsins er því sem næst uppur- inn. Íbúar landsins búa við afar kröpp kjör og dýrin í landinu hafa ekki heldur farið varhluta af ástandinu. Vatnsból í þjóð- görðum landsins eru nánast að þorna upp af því að vatnsleiðsl- ur, borar og dælur hafa grotnað niður vegna viðhaldsleysis eða orðið fyrir barðinu á skemmdar- vörgum og þjófum. Ekkert fé er til að bæta tjónið. Breska blaðið Independent segir að á þessu ári hafi 400 fílar dáið úr þorsta í stærsta þjóðgarði landsins en einnig hafa antílópur, bufflar og fleiri dýrategundir drepist í stórum stíl. Það sem gerir ástandið svo sárgrætilegt er að gnótt vatns er í þjóðgörðunum en búnað skortir til að dæla því og flytja það. Þá eru einhver brögð að því að fólk skjóti sér dýr til matar og hafa þjóðgarðsverðir engin tök á að bregðast við ástandinu vegna þess að ekkert bensín er til á bíla þeirra. - shg Ófremdarástand ríkir á verndarsvæðum dýra í Simbabve: Fílarnir að sálast úr þorsta ÞORSTINN SLÖKKTUR Fílarnir í Kenía hafa nóg vatn að drekka en frændur þeirra í Simb- abve búa við sáran þorsta. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGGÆSLA „Það var einhugur um það á þessum fundi að menn vildu ekki að tvær sýslur yrðu tekn- ar af Vestfjörðunum og skipað undir Borgarnes,“ segir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri í Reyk- hólahreppi. Framkvæmdanefnd um nýskipan lögreglumála boðaði til fundarins sem haldinn var á miðvikudag og kynntu nefndar- menn þar tillögur sínar um til- færslu lögreglustjórnar. Samkvæmt þeim tillögum er gert ráð fyrir að tvær af fimm sýslum Vestfjarða, Austur-Barða- strandarsýsla, þar sem Reyk- hólahreppur er, og Strandasýsla tilheyri lögreglustjóranum í Borg- arnesi. Mætti sú tillaga mikilli andstöðu. Einar Örn lagði hins vegar fram þá tillögu að Búðardalur, Reykhól- ar og Patreksfjörður yrðu sett í eitt umdæmi en það féll í grýttan jarðveg að hans sögn. Guðmundur Guðlaugsson segir á fréttavef Bæjarins besta að Vest- firðingar sem fundinn sátu hafi verið sammála um að ef fara ætti í sameiningu lögregluumdæma ætti að sameina Vestfirði í eina heild. „Framkvæmdanefnd er vandi á höndum. Annars er mér sama undir hvern við erum settir, ég vil aðeins að löggæslan hér verði sem best,“ segir Einar Örn. - jse Fundur framkvæmdanefndar um nýskipan lögreglumála: Vestfirðingar standa saman REYKHÓLAR Sveitin milli umdæma. Nefnd- armönnum er vandi á höndum með það undir hvern þeir eiga að setja löggæsluna á Reykhólum. DÓMSMÁL Maður fær ekki frekari bætur frá konu sem á hann ók í Strandgötu á Akureyri árið 1998. Hæstiréttur staðfesti fyrri dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra þar sem kröfum mannsins var hafnað, en í Hæstarétti krafðist hann tæpra 7 milljóna króna, auk málskostnaðar. Fram kom í héraðsdómnum að árið 1998 var maðurinn 36 ára gamall háseti á frystitogara. Hann var svo drukkinn á Strandgötunni að hann átti erfitt með gang, en þar stóð hann og lamdi í bíla sem leið áttu hjá. Þegar konan ók hjá vildi ekki betur til en svo að mað- urinn missti jafnvægið og datt með annan fótinn undir bílinn. Taldi Hæstiréttur, eins og héraðsdóm- ur, að maðurinn hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi og konan hefði ekki getað afstýrt slysinu. - óká Datt fyrir bíl á Akureyri: Drukkinn átti að passa sig DÓMSMÁL 26 ára gamal Patreks- firðingur var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi Vestfjarða á miðvikudag þar sem hann var dæmdur í mánaðarfang- elsi fyrir fíkniefnabrot. Þar sem um fyrsta brot manns- ins var að ræða var dómurinn skilorðsbundinn í tvö ár. Maðurinn játaði sök fyrir Hér- aðsdómi Vestfjarða. Hann sagðist hafa keypt fíkniefnin síðastliðið sumar og selt hluta þeirra en þó ekki allt. Lögreglan gerði um 2,5 grömm af amfetamíni, 2 grömm af kóka- íni og 10 e-töflur upptækar af manninum. - óká Patreksfirðingur dæmdur: Mánuður fyrir fyrsta brotið HITLER KAPÚT Á skiltinu sem þessi maður heldur á stendur á rússnesku „Hitler kapút“, sem þýðir að Hitler sé fallinn. Maðurinn bar þetta skilti á útifundi í Moskvu í gær þar sem rússnesku þingkonunnar Galinu Starovoitovu var minnst, en hún var myrt árið 1998. MYND/AP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.