Tíminn - 15.10.1976, Blaðsíða 13

Tíminn - 15.10.1976, Blaðsíða 13
Föstudagur 15. október 1976 TÍMINN 13 leikurá pianó/ Ervin Laszlo leikur pianótónlist eftir Jean Sibelius. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Grænn varstu, dalur” eftir Hichard Llwewllyn Ólafur Jóh. Sigurðsson islenzkaði. óskar Halldórsson les (26). 15.00 Miðdegistónleikar. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur Tilbrigði eftir William Walton og Impromptu eftir Benjamin Britten, André Previn stjórnar. Sinfóniuhljóm- sveitin i Málmey leikur verk eftir Stig Rybrant, Bo Linde og Per Lundkvist, Stig Rybrant stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.30 A slóðum Ingólfs Arnar- sonar i Noregi Hallgrimur Jónasson rithöfundur flytur þriðja ferðaþátt sinn. 18.00 Tónleikar. Tilkynning ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Daglegt mál Helgi J. Halldórsson flytur þáttinn. 19.40 íþróttirUmsjón: Jón As- geirsson. 20.00 Sinfóniskir tónleikar (Hljóðritun frá útvarpinu i Köln). a. Concertante musik op. 100 eftir Boris Blacher. Sinfóniuhljómsveit Berlin- arútvarpsins leikur, Militades Caridis stj. b. Pianókonsert (1948) eftir Harald Genzmer. Hans Pet- ermandl og Sinfóniuhljóm- sveitin i Bamberg leika Jean Meyan stjórnar.c. ,,Le Chant de Rossignol” eftir Igor Stravinsky. Sinfóniu- hljómsveit Kölnarútvarps- ins leikur, Pierre Boulez stj. 20.50 Póstur frá útlöndum Sendandi: Sigmar B. Hauksson. 21.15 Kórsöngur Victory kór- inn syngur andlega söngva. 21.30 Útvarpssagan: „Breysk- ar ástir” eftir óskar Aðal- stein Erlingur Gislason leikari les (7). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Tilumræðu Baldur Kristjánsson sér um þáttinn 22.55 Afangar Tónlistarþáttur i umsjá Asmundar Jónsson- ar og Guðna Rúnars Agn- arssonar. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. b r sjonvarp Föstudagur 15. október 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós, Þáttur um innlend málefni Umsjónar- maður Guðjón Einarsson. 21.40 Gitarleikur i sjónvarps- sal.Simon ívarsson leikur á gitarlög frá Spáni og Suöur- Ameriku. Stjórn Upptöku Tage Ammendrup. 21.55 Enginn hælir aumingj- um (They Don’t Clap Losers) Aströlsk sjónvarps- kvikmynd. Leikstjórn og handrit John Power. Aðal- hlutverk Martin Vaughan og Michele Fawdon. Martin O’Brien lætur hverjum degi nægja sina þjáningu, og hann skortir alla ábyrgðar- tilfinningu og tillitssemi. Hann býr hjá móöur sinni ásamt syni sinum, en kona hans hefur yfirgefiö hann. Dag nokkurn kynnist hanr. Kay, sem er einstæð móöir. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. 23.20 Dagskrárlok Sir Arthur Conan Doyle: Konungsgersemi ° svalt á þessum tíma ársins, en hlýtt og notalegt hér inni. AAá ég ekki taka við frakkanum yðar? — Nei, þakka fyrir. Ég fer ekki úr honum. Holmes lagði höndina nærri biðjandi á handlegg lávarðarins. — Gerið svo vel að fara að mínum ráðum. Watson læknir, vinur minn álítur þessi snöggu veðrabrigði óholl. Lávarðurinn hristi óþolinmóðlega hönd Holmes af sér. — AAér líður ágætlega svona, herra minn. Ég þarf ekki að hafa hér langa dvöl. Ég leit hér aðeins inn varðandi þessa sjálf boðnu aðstoð yðar, svo og hvað orkazt hef ði á í því máli, sem þér hafið með höndum. — Það er erfitt, — mjög erfitt viðfangs. — AAér kom nú til hugar, að yður mundi reynast svo. Það leyndi sér ekki kuldalegt spott i rödd og orðum gamla lávarðarins. — Sérhver maður verður að þekkja og viðurkenna sín- areigin takmarkanir, hr. Holmes. Það er heilsusamleg- asta ráðið gegn oftrausti á sjálfum sér. Já, herra minn, ég hef verið í mestu kröggum í með- ferð málsins. — Ég efast ekki um það. — Einkum er það varðandi eitt atriði. Þar gætuð þér kannski hjálpað mér. — Þér komið heldur seint með þá beiðni yðar. Ég bjóst líka við, að þér munduð aðeins hlita yðar eigin óbrigðulu ráðum. Samter ég reiðubúinn að koma til hjálpar. — Sjáið nú til, Catlemere lávarður. Við getum án efa höfðað mál gegn hinum raunverulegu þjófum. — Já, þegar þér aðeins hafið náð þeim. — Alveg rétt. En hér er spurningin um hvernig við eig- um að snúast við þeim, sem veitt hef ur viðtöku dýrgrip þeim, er hér um ræðir. — Er ekki fullsnemmt að hugsa fyrir slíku enn sem komið er? — Réttast er að hafa okkar fyrirætlanir á hreinum grundvelli. Hvað munduð þér álíta f ullgilda sönnun gegn núverandi handhafa gimsteinsins? — Að hann haf i steininn í raun og veru undir höndum. — AAunduð þér taka hann f astan f yrir þær sakir? — Alveg tvímælalaust. Það var sjaldan sem Holmes hló, en f rá honum heyrð- ist nú eitthvað, sem Watson vinur hans áleit vera líkast hlátri. Contex 330 Hljóblaus rafmagnsreiknivél meb strimli # CONTEX 330 er fullkomnasta rafmagnsreiknivél sem hægt cr að fá á íslandi í dag fyrir aöeins kr. 39.500.—. # Prentun er algjörlega hljóölaus. # Mjög góö leturútskrift. # Lykilborð er það Iágt, að hægt er að hvíla hendina þægilega á borðplötunni meðan á vinnu stendur. 0 Hreyfanlegir hlutir eru aðeins á pappirsfærslu sem þýðir sama og ekkert slit. # Enginn kostnaöur við litabönd né .hreinsun og þessa vél þarf ekki að smyrja. # Á CONTEX 330 er hægt að velja um 0 til 6 aukastafi. # Á CONTEX 330 er konstant, sem hægt er að nota við margtöldun og deilingu. Auðveldar þetta mjög t.d. gerð gjaldcyris og launaútreikninga. # CONTEX 330 hefur þá nýjung að hafa innbyggðan lager, sem er mjög þægilegt við hraðvirka samlagningu. # CONTEX hefur próscntur er gerir t.d. söluskattsútreikninga mjög auðvelda. # CONTEX hefur minni, og er hægt að bæta við, draga frá þeirri tölu sem I því stendur. # CONTEX getur keftjureiknab undir brotastriki og skilafi Utkomu á mjög ' aufiveldan hátt án þess afi nota tninni. # CONTEX getur margt fleira sem of langt yrði að telja hér upp, sjón er sögu rfkarí. Sendum I pdstkröfu. SKRISTJÁNÓ. SKAGFJÖRÐ HF Slmi 2-41-2« HóimsgtUi 4 — Reykjavik — Ef svoer, kæri herra, þá er það þungbær skylda mín að kref jast þess, að þér séuð tekinn höndum. Cantlemere lávarður brást við ævareiður. Augun skutu gneistum og rauðir dílar komu fram í hinar fölu kinnar hans. — Þér gerizt furðu djarfur, hr. Holmes, að leyfa yður slíkt tal. Á f immtíu ára embættisferli mínum hef ég ekki orðið fyrir slíku áður. Ég hef mikið annríki vegna áríð- andi starfa og hef engan tíma til að hlýða á heimskuleg gamanyrði yðar. Ég verð að segja yður hreinskilnislega, aðég hef aldrei haft trú á hæf ileikum yðar til að leysa úr vandamálum, en verið þeirrar skoðunar, að slíkum mál- um væri betur borgið í höndum lögreglunnar. Framferði yðar staðfestir álit mitt í þessu efni. Ég leyf i mér því að kveðja yður. Nú brá Holmes við og tók sér stöðu við dyrnar á stöf- unni. — Bíðið andartak, herra góður. Það væri enn verri móðgun að labba burt með konungsgersemina i vasan- um, en að geyma hana þar um stundar sakir. — Herra minn, þetta er óþolandi. Leyfið mér að fara héðan. — Stingið hendinni í hægri frakkavasann. — Við hvað eigið þér, herra minn? — Svona, svona, gerið það, sem ég bað yður um. Andartaki siðar stóð lávarðurinn gapandi af undrun með glitrandi gimstein í skjálfandi hendi sinni. — Hvað, hvað. Hvernig er þessu háttað hr. Holmes? — Heyrið þér nú, Cantlemere lávarður. Hann gamli vinur minn hérna gæti sagt yður, að ég hef gaman af smáhrekkjum. Eins er hitt, að ég skemmti mér of t við að gera ýmsa atburði að leiksviðsefni. Ég gerðist svo djarf- ur —svofirna djarfur, það játa ég — að stinga gimstein- inum í vasa yðar strax í byrjun samræðu okkar. Gamli lávarðurinn horfði á víxl á dýrgripinn og á hið brosandi andlit andspænis honum. — Herra minn, ég er alveg yfirkominn af undrun. En, já, vissulega er þetta kórónu-gimsteinninn, konungsger- semin sjálf. Við erum yður mjög skuldbundnir, hr. Holmes. Gamansemi yðar gekk að vísu fulllangt, svo sem þér líka viðurkennið. En ég tek aftur öll lítilsvirð- andi orð, sem ég viðhafði um yðar aðdáanlegu hæfileika og skarpskyggni. En hvernig....? — AAálinu er ekki iokið ennþá, lávarður. Aukaatriðin verða að bíða. Þegar þér skýrið frá endalokum málsins meðal hinna tignu vina yðar, þá vona ég að hin farsælu úrslit bæti að nokkru fyrir gamansemi mína áðan. Billy, viltu fylgja lávarðinum til dyra og biðja frú Hudson að gera svo vel að senda hingað upp miðdegisverð f yrir tvo. (Endir)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.