Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 29.12.2005, Blaðsíða 20
20 29. desember 2005 FIMMTUDAGUR              HELSTU FRÉTTIR ÁRSINS > 2005 Mitt í ólgunni gengu Írakar þrívegis að kjörborðinu á árinu 2005. Friðarhorfurn- ar í landinu hafa batnað á undanförnum mánuðum en enn er nokkuð í land. Um- deild réttarhöld yfir Sadd- am Hussein hófust í haust. Írakar hafa gengið í gegnum ótrú- legar raunir undanfarna áratugi en þrátt fyrir það sýna skoðana- kannanir að meirihluti þjóðarinn- ar horfir björtum augum til fram- tíðarinnar. Þróunin undanfarna mánuði hefur líka verið jákvæð þótt vissulega hafi á móti blásið. Þrefaldar kosningar Írakar bættu sér upp skort á kosn- ingum síðustu árin með því að halda þrennar slíkar á tíu mán- uðum. Í janúarlok gengu þeir að kjörborðinu og kusu stjórn- lagaþing sem einnig valdi ríkis- stjórn. Sjálfsagt má færa fyrir því rök að 58 prósenta kjörsókn hafi verið nokkuð viðunandi en þó verður ekki litið framhjá því að fjölmörg ofbeldisverk voru framin á kjördag og súnníar snið- gengu kosningarnar vegna bágs öryggisástands á svæðum þeirra. Síðarnefnda atriðið var sérstak- lega afdrifaríkt því það þýddi að hagur súnnía batnaði lítið og því hélt uppreisnin í landinu áfram af sama krafti. Flokkar Kúrda og heittrúaðra sjía mynduðu eftir erfiðar viðræð- ur ríkisstjórn og næstu mánuðina unnu þingmenn þeirra að gerð nýrrar stjórnarskrár sem súnní- ar fengu lítil áhrif að hafa á - sér til sárrar gremju. Þeir óttuðust að ákvæði um valddreifingu til héraðanna þýddi að landinu yrði að lokum skipt upp og þeir yrðu skildir eftir í landluktri eyðimörk án aðgangs að olíulindum. Ólíkt janúarkosningunum ákváðu þeir hins vegar að taka þátt í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um stjórn- arskrárfrumvarpið sem fram fór í október og munaði minnstu að þeim tækist að fella plaggið. 15. desember voru svo þriðju kosningarnar haldnar, að þessu sinni til að kjósa nýtt þing sam- kvæmt ákvæðum nýju stjórnar- skrárinnar. Lítið sem ekkert var um ofbeldisverk á kjördag og kjörsókn var prýðisgóð, sérstak- lega á meðal súnnía. Þótt kosn- ingarnar séu eflaust þær lýðræð- islegustu sem haldnar hafa verið í Mið-Austurlöndum telja súnníar og hófsamari sjíar að brögð hafi verið í tafli. Sigurvegarar kosn- inganna, Kúrdar og heittrúaðir sjíar, láta hins vegar gagnrýnina sig litlu varða og eru langt komnir með að mynda ríkisstjórn. Mikið verk bíður nýrrar stjórn- ar og verður fróðlegt að sjá hvern- ig henni reiðir af. Margir óttast að íslam muni fá of mikið vægi í stjórnskipuninni og að írönsk áhrif aukist verulega en það er þó langt í frá sjálfgefið. Réttarhöld aldarinnar Rúm tvö ár eru síðan Saddam Hussein var klófestur niðri í holu en réttarhöldin yfir honum hóf- ust ekki fyrr en í október. Harð- stjórinn fyrrverandi hefur ýmis myrkraverk á samviskunni, til dæmis hreinsanir á Kúrdum í lok stríðsins gegn Íran, en engu að síður er hann (í bili að minnsta kosti) aðeins ákærður fyrir hlut- deild sína í morðum á 143 sjíum í bænum Dujail 1982. Svo virðist sem ætlunin sé að dæma Saddam fljótt og örugglega og taka hann svo af lífi sem allra fyrst. Að mati ýmissa mannrétt- indasamtaka er hins vegar tæpast hægt að tala um að réttarhöldin séu heiðarleg og þótt mikilvægt sé að hann hljóti dóm er ljóst að málaferlin hafa síst orðið til að draga úr sundrungunni á milli þjóðfélagshópanna í landinu. Vargöldin hvergi í rénun Hagur írösku þjóðarinnar er hins vegar ennþá bágur. Atvinnuleysi er mikið vandamál og grundvall- arþægindi á borð við rafmagn og hreint vatn eru enn af skornum skammti. Stöðug átök og árásir eru hins vegar vafalaust það sem erfiðast er að lifa með enda telja flestir Írakar brýnasta verkefni stjórnarinnar að koma á öryggi. Að mati rannsóknarverkefn- isins Iraq Body Count hafa á bil- inu 27.500-31.000 borgarar týnt lífi vegna átaka og hryðjuverka frá innrásinni í mars 2003. Mörg mannskæð tilræði voru framin í landinu á árinu sem er að líða og þannig fórust 672 Írakar í árás- um í maímánuði einum saman. Jafnvel óttinn við hermdarverk getur verið banvænn eins og sást í ágústlok þegar nálega eitt þúsund sjíar létust eftir að hafa troðist undir á brú í Bagdad í öngþveiti sem greip um sig eftir að kvittur komst á kreik að sjálfsmorðsárás væri í uppsiglingu. sveinng@frettabladid.is BÚNAR AÐ KJÓSA Desemberkosningarnar gengu stóráfallalaust fyrir sig en minni- hlutahópar í landinu hafa samt gagnrýnt framkvæmd þeirra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AF HVERJU? Hermdarverk eru ennþá daglegt brauð í Írak. Ekki færri en 27.500 borgarar hafa látið lífið vegna átaka síðan ráðist var inn í landið vorið 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ár umbreytinga í Írak FER MIKINN Vart mátti á milli sjá hvor færi með völdin í réttarsalnum, dómarinn eða Saddam Hussein með Kóraninn í hönd. Hér þrumar einræðisherrann fyrrverandi yfir hausamótunum á viðstöddum og lætur hálfbróðir hans, Barzan Ibrahim, gamminn geisa í baksýn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Í júníbyrjun var hulunni svipt af einni helstu ráðgátu síðustu áratuga, nafni heimildarmanns Washington Post í Watergate- málinu. Vanity Fair greindi þá frá því að heimildarmaðurinn, sem gekk undir dulnefninu Deep Throat, væri enginn annar en W. Mark Felt, þáverandi aðstoð- arforstjóri bandarísku alríkis- lögreglunnar FBI. Þar sem Felt var í innsta hring gat hann staðfest þær upplýsingar sem Bob Woodward og Carl Bernstein, blaðamenn Washington Post, báru undir hann og vörðuðu Watergate- hneykslið. Þær leiddu að lokum til afsagnar Richards Nixon Bandaríkjafor- seta árið 1974. Samskipti þeirra fóru hins vegar fram með ýtrustu leynd í myrk- vuðum bílakjöll- urum og af því - og auðitað sam- nefndri klám- mynd sem út kom um líkt leyti - er Deep Throat-nafn- ið dregið. „Follow the money“ eru fræg ummæli sem honum eru eignuð og rannsóknarblaða- menn hafa æ síðan haft að leið- arljósi. Eflaust finnst mörgum ljóm- inn hafa farið af goðsögninni við það að leyndinni var aflétt. Eins og þeir Woodward og Bern- stein benda hins vegar sjálfir á var Deep Throat orðinn Waterg- ate-málinu yfirsterkari og nú þegar óvissunni hefur verið eytt ætti að geta farið fram heilbrigð endurskoðun á því. Deep Throat gaf sig fram að endingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.